Já það mætti sko alveg segja það þessa dagana, því miður :( En Viktor hefur núna síðustu vikuna verið veikur með rosalega mikinn hósta og kvef. Hóstandi alla nóttina, okkur öllum til mikils ama og svefnleysis.... og ofan í þessi herlegheit þá er hann komin með eina tönn. Ég skildi ekkert í því á laugardaginn síðasta að ég mátti bara ekki láta litla karlinn frá mér og fann svo sökudólginn hægra meginn í neðrigóm :).
Hér gleðjumst við yfir öllu því litla sem gerist og ætti tönninn svo sem að vera gleðiefni útaf fyrir sig hahahaha Börn með downs heilkennið fá oft ekki tennur fyrr en 1 árs..... En þessi tönn er sko búin að vera þvílíkt erfið. Litli karlinn er búin að vera í voðalegum þjáningum núna í ca þrjá daga, en í dag er hann ekki með hita og er aðeins líkari sjálfum sér. Viktor er því bara bráðþroska ;) miða við systur sína sem var 9 mánaða þegar hún fékk fyrstu tönnina sína:). Ég man nú alveg að þetta var vont hjá Andreu en ekki svona... en það er líka sagt að eftir því sem þau eru eldri því minna finna þau fyrir tanntökunni. Andrea fékk eiginlega fyrstu 4 tennurnar á einum mánuði.... svo mig er farið að kvíða smá fyrir næsta mánuðinum ef þetta er framhaldið hahahah :D Nei nei við tökum þessum skessum eða grílum eins og Óli vill kalla þær opnum örmum.
|
Viktor fékk líka að hitta Sint Niclas |
En já vegna þessa veikinda og tanntöku þá hafa jólagjafa kaup, bakstur og þrif aðeins setið á hakanum. Við erum að fá fjölskylduna til okkar á sunnudaginn og átti að vera búið að gera svona flest en með þessu áframhaldi þá verð ég vonandi búin að ná að henda hreinu á rúmmin fyrir gestina hahaha:) Nei nei þetta ætti að reddast kannski ekki alveg eins og planið var en við eigum alveg öruglega eftir að eiga mjög gleðileg jól öll saman.
Ég veit ekki hvort að minn hreinlætis heimilis standard sé íslenski standardinn eða bara minn, þrifið einu sinni í viku og þvottur bara þveginn þegar okkur hentar. Belgíski standardinn er allavegana allt öðruvísi. Hér er þrifið oft 2-3 í viku, það er alltaf einn strau dagur (hér er allt strauað) og þegar veður leyfir þá er það gert í bílskúrnum og hann hafður opinn... hahaha. Já ég velti því fyrst fyrir mér hvort að það væri svona jáhá sjáiði ég er að strauja... en þetta virðist vera lenskan hér:). Konurnar eru líka oftast með svuntu.... já ég hef ekki alveg komist inn í það. Finnst það smá ömmó... Svo má ekki gleyma garð vinnunni, hér verður að slá og hreinsa beðinn reglulega annars ertu litinn smá hornauga. Nágranninn okkar er rosalegur og heldur Óli því framm að hann sé skrúðgarða meistari og hefur komist að því að hann hefur ekki mörg önnur áhugamál en garðinn sinn. (Hann slær hann eins og um væri að ræða Emirates völlinn). En mjög viðurkunnulegur gæji enga síður;) og einusinni þegar hann var að bardússa í garðinum þá tók hann eftir því að það voru tvö rauð tré í runnanum okkar við grindverkið á milli lóðanna og bauðst til þess að skipta þeim út því hann ætti auka :D jáhá ég þakkaði auðvitað bara fyrir það.... og er bara með græn tré núna við grindverkið. Var reyndar ekkert búin að taka eftir því að það væru einhver rauð tré hjá okkur ;)
En já við getum þá þakkað fyrir að við séum að ala Andreu upp í þessu umhverfi eða hvað..... hún er að minnsta kosti búin að læra alveg heilan helling. Eins og hún sýndi mér þegar ég fór með henni í skólann um daginn.
|
Upprennandi straujari;) |
|
Ég fór alls ekki svöng úr þessu kaffiboði:) |
Annars fengum við yndislega heimsókn frá Íslandi, vinur hans Óla hann Kristján og fjölskylda. Var mikið fjör því þau eiga litla stelpu sem heitir Karen Fjóla og er hún mánuði yngri en Viktor. Viktor og Karen voru reiknuð upp á sama dag, áttu bæði að fæðast 24. apríl. Viktor kom 4 vikum fyrir tímann og Karen nokkrum dögum of seint ;)
|
Æðibitar :D |
|
Íris kannski færðu svona næst ;) |
|
Alveg með þetta... |
Þessi stóri töffari er farinn að sitja og gengur það bara vel, er svona að mastera það að koma sér úr því að sita og á magann. Svo er hann ógurlega pirraður yfir því að hann fer bara afturá bak en ekki áfram þegar hann "skríður" :D Fer ýmislegt en það fer hann allt í bakkgír ;)
Bless í bili
og gleðilega hátíð
s