Saturday, 30 July 2011

Smá tími....

Já Viktor sefur og Andrea er að leika sér með nýrri vinkonu... og ég er búin að laga á mér hárið...hmmm fyrsta skiptið jaaaa í marga daga.... oftast er það sturta og snúður :D

En já ég lagaði semsagt á mér hárið því að ég ætla að skella mér og hitta nokkrar stelpur hérna inn í bænum. Ég á eftir að bruna af stað á silfraða stationinum... (já belive it station... þeir vita þeir sem þekkja) thank good að hann er ekki vínrauður ;) ;) Þessi fíni bíll er merktur í bak og fyrir liðinu hans Óla og á væntanlega eftir að vekja athygli.... Óla leið ekkert sérstaklega þegar hann fór í bakaríið eftir æfingu í morgun og það var röð út úr bakaríinu... Það er nefnilega leikdagur en Óli er enþá að ná sér í hnénu og er ekki með.... Ekki alveg allir aðdáendurnir með það á hreinu..... Já æ þetta er svona eins og þegar við pöntum Dominos og ég verð að setja hana á mitt nafn og fara inn og ná í hana... ok en það er önnur saga ;)

Ætla semsgt að hitta nokkrar stelpur, voða glöð því ég er búin að kynnast nokkrum stelpum hérna og virka þær alveg yndislegar nú fáum við að sjá;)
Andrea er alveg jafn félagsleg eins og mamma hennar og er komin öll gatan að spurja eftir henni.... það er yndislegt að það er stelpa í næsta húsi sem er 3 mánuðum eldri en hún og ná þær mjög vel saman... Skemmtilegt að sjá þær tala saman og er Andrea allt í einu orðin mjög góð í Ensku.... segir yðulega Lísa wait.... og svo er hún reindar búin að ná að leika er spielen hier og eitthvað fleira í Hollensku....
Talandi um það, það eru tvær eldri stelpur um 9 ára sem koma stundum og spurja eftir þeim minni og heita þær Jolien og Rune og er Joline rosalega góð við þær en Rune vill alltaf stjórna þeim...hmmmmmmm og já Andrea er nú ekki alveg á þeim buxunum skal ég ykkur segja... hún sagði það á einginn að stjórna mér mamma.... og svo fattaði hún einhvernvegin að hún var alltaf að segja vond stelpa við Andreu... Já barnið er tungumálaséní :D Við fengum staðfestingu á því að þetta var rétt hjá Andreu og erum ekkert voða glöð þegar Rune kemur núna og Andrea segir bara neee vill nicht spielen :D

Viktor sæti er annars bara alltaf að verða meiri kjötbolla og er farin að vera voða duglegur... Við erum með hann í æfingabúðum sem kallast vera sem mest á maganum.... hann er svona misjafnlega að fýla það en það kemur ;) Honum finnst gíraffin skemmtilegastur á leikteppinu ekki apinn eins og systur hans forðum daga og togar hann í hann eins og enginn sé morgun dagurinn:) Hann er ekki alveg að fatta tásurnar sínar þrátt fyrir að við séum í því að sýna honum þær... en við höldum að það sé því hann er nú ekkert með lengstu lappirnar eða alveg ógurlega styrður því hann bara nær ekkert í þær...
Fórum í fyrstu sprautuna í síðustu viku, hann var nú ekkert að fýla það... þetta voru þrjár sprautur, tvær í eitt læri og eitt í hitt.... úff þetta kramdi móðurhjartað og ég pantaði næst þegar Óli getur komið með og haldi á honum :/
Annars erum við að koma honum inn í kerfið hérna og gengur það bara vel, eigum tíma hjá hjartalækni og sérfræðing núna í lok ágúst og september.

en jæja ætla vippa mér útfyrir
yfir og út
xx s

Wihooo við erum byrjuð að blogga :D

Jæja elskurnar mínar

Þá er ég byrjuða að skrifa.... já eins og þeir sem þekkja mig vel þá á ég alveg nokkur þúsund orð að losa á dag.... og þar sem að ég var að flytja í enn eitt landið og þekki ekki svo marga þá er upplagt að fá að losa þessi orð kannski bara hérna á bloggið.

Ég hef jú frá mörgu að segja og hérna ætla ég að segja ykkur frá hvernig lífið í Belgíu gengur fyrir sig... hvað mér finnst töff og fallegt í fötum og líka húsgögnum. Svo ef ég luma á góðum uppskriftum þá á ég nú eftir að skella þeim hingað inn og já jafnvel set ég inn myndir ;) og já bara segi ykkur hvað það er gaman að lifa :D