Á mánudaginn þá leið mér svo skringilega.... skildi ekkert í þessu var nú ekki veik en samt eitthvað skrítin. Ég vaknaði í gær alveg hreint öfugsnúin og skildi bara ekkert í mér. Við fjölskyldan tókum okkur til fyrir læknistíman hans Viktors og svo ætluðum við að fara á veðreiðarnar. Ég hélt uppteknum hætti áfram var pirruð við Andreu og fór svo alveg með það þegar ég sá að við gleymdum peysu á Andreu..... hmmm urraði alveg á Óla..... Við komum okkur inn á spítalann, fengum þær upplýsingar að við þyrftum að fara í skráningar herbergið og fengjum þar áframhaldandi upplýsingar. Þegar ég settist þar niður þá bað ég elskulegan manninn minn afsökunar og reyndi að slaka á ..... Þegar að kom að okkur þá var konan ekki alveg að fatta að við værum tiltölulega nýflutt til Belgíu og værum þar að leiðandi ekki með tryggingakort og svo framveigis... hún var fruntuleg fannst mér og þegar mér finnst fólk vera þannig þá fer ég öll í kerfi. Á endanum fengum við okkar miða og upplýsingar hvert við ættum að fara. Við löbbuðum inn langan gang og fylgdum rout 4 ..... hnúturinn sem hafði líklegast byrjað að myndast á mánudeginum þegar mér fannst ég "skrítin" varð eins og stór bolti í maganum á mér.... og var á leið upp í kok. Þegar við komum að ritara læknisins þá fengum við þær upplýsingar að tímin okkar hafi verið kl 14 og nú væri klukkan 15..... Við útskýrðum að þetta væri líklegast einhver miskilingur því að heimilislæknirinn okkar hafi sagt við okkur að tíminn væri kl 15. Ritarinn sagði okkur að setjast niður í biðstofuna hún ætlaði að tala við læknin og sjá hvað hún gæti gert.....
Við settumst niður og ég bara hreinlega barðist við að fara ekki að grenja... horfði upp fékk mér smá göngnutúr og var sem lengst frá Óla og Andreu... Það eru kannski ekki margir sem skilja þetta en fyrir mér var þessi tími ákveðin tímamót... já eða bara svona að koma ákveðnum hlut út úr kerfinu.... Ég vildi bara fá að vita að þessar tvær holur væru grónar... og halda áfram að njóta litla pungsins....
Eftir smá bið þá kom læknirinn yndælis kona, hún sagði að hún gæti því miður ekki skvísað okkur inn í dag nema ef að næsti sjúklingur kæmi ekki.... við biðum aðeins lengur og gáfum henni skírslurnar hans Viktors. Eftir enn lengri bið fengum við nýjan tíma á föstudaginn..... þau voru heldur þung skrefin sem ég tók að bílnum.... á eftir trítlaði Andrea og Óli.
Það var svipað þegar ég þurfti að ná í læknaskríslurnar hans Viktors áður en við fluttum frá Danmerku. Ég kom hálf hlaupandi og grenjandi út úr sjúkrahúsinu í Kolding.... hef mikið velt því fyrir mér hvers vegna mér líður svona þegar ég fer inn á spítala eftir fæðingu Viktors...
Hef komist að nokkrum niðurstöðum, við þurftum að sjálfsögðu að vera lengur inn á sjúkrahúsinu eftir að Viktor fæddist en þegar Andrea fæddist og þurfti ég að umgangast og hitta mikið af læknateymi.
Allir hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar ( alveg frá því að ég fór fyrst upp á spítala) voru yndislegar.... en eiginlega allir læknar sem ég hitti voru að mínu mati bara alveg hræðilegir..... Fæðingalæknirinn hreytti í mig að ég gæti sko alveg fætt þennan dreng sitjandi.... og að grindargliðnun væri sko ekkert tengd sitjandi fæðingu... Læknirinn sem útskrifaði mig skoðaði mig og svo fór hún að spurja mig hvernig ég hefði það. Var forvitinn eins og allir hinir... já eða vildi vita hvernig við værum að taka þessu andlega.... ég reyndi bara að vera jákvæð eins og við höfum alltaf verið í þessu og eins og við ákváðum alveg frá byrjun. Ég sagði bara að við ætluðum ekki að fókusa á það neikvæða og hugsa um það slæma heldur að vera jákvæð og fókusa á það í öllu sem við værum að fara inn í núna. Það er nú nefnilega þannig að ef maður fókusar á það neikvæða þá verður allt svo erfitt..... En já þegar ég var að segja þetta við hana þá sagði hún við mig..... jáhá en þú verður nú samt að muna að þetta er erfitt og verður það...... og þú mátt alveg sparka í stein og gráta... Sem er jú alveg rétt að hluta en mér fannst bara eitthvað svo skrítið að hún myndi ekki bara kvetja mig í því að vera jákvæð og auðvitað mátti hún alveg benda mér á það að þetta gæti orðið erfitt.... en ekki bara fullyrða.
Sérfræðingurinn sem við hittum já...... hún var hvað getur maður sagt... já við Óli ákáðum allavegana eftir fyrsta skiptið sem við hittum hana að hún hafi átt alveg hreint mjög slæman dag. Hún hreytti svona eiginlega í okkur að við gætum sko búist við því að það væri mikið að breytast í okkar lífi núna þegar Óli var eitthvað að spyrja sambandi við tal og tungumál í ljósi vinnunar hans. (eins og við hefðum ekki gert okkur grein fyrir því ) Og svo kom auðvitað runa af öllu því sem fylgir Down´s heilkenninu.... og því miður var það allt það neikvæða. Þegar við hittum hana næst þá var hún jú öllu skárri en aldrei á þessum nokkrum skiptum sem við sáum hana eða einhvern annan sérfræðing þá var það alltaf bara hmm já og hmm hitt og allt voða dipló. Ég var alvarlega farin að hugsa hvort að það væri nú bara þannig að eftir því sem fólkið í heilbrigðisstéttinni lærði meira því minna mannleg væru þau.... eða hefðu þau lesið svo mikið og gleymt að læra að tala við fólk.... eða var ég kannski bara svona voðalega óheppin?!
Það var ekki fyrr en við komum til Íslands og hittum Ingólf barnlækni og sérfræðing í fötlun barna að við fengum að heyra eitthvað jákvætt um litla gullmolan okkar... :D Já það er svo nauðsynlegt.... þó svo að við vitum vel að hann er flottastur:).
Ingólfur sagði strax við okkur að hann væri með mikla vöðvaspennu.... sem er mjög gott fyrir börn fædd með Down´s því að þau eru oft mjög slöpp....... Ég bara skil ekki afhverju einginn gat sagt þetta við okkur fyrr .... hvað þetta gladdi okkar hjörtu.... já og svo sagði hann margt annað svo jákvætt og það var svo gott að tala við hann. Við eigum eftir að vera í sambandi við hann og alla á greiningastöðinni þegar við komum heim. Og tala nú ekki um allt yndislega fólkið sem við hittum hjá þroskahjálp.
Gerður hjá þroskahjálp sagði svoldið við okkur þegar við sátum og spjölluðum við hana í sumar sem hefur setið í mér. Hún sagði að þegar hennar sonur hafi fæðst þá hafi hún spurt aðra konu sem átti líka dreng með Downs hvenær hún hafi hætt að hugsa um þetta allan daginn... eða þegar hún vaknaði þá hugsaði hún um þetta og þegar hún fór að sofa... Ég hugsaði um þetta þá og velti því fyrir mér hvort ég væri komin yfir það.....
Þegar ég var alveg að sofna í gær þá bað ég Óla fyrirgefningar en sagði honum svo að þessi spítlaför hafi verið svona smá skvetta... því að það hafi bara verið svo yndislegt að síðustu vikur og mánuði þá hafi við bara verið í "venjulegu" lífi... ég vissi vel að litli pungurinn okkar væri með Downs en ég væri bara ekkert að hugsa um það dags daglega. Við vöknum og höldum okkar rútinu að sjálfsögðu fer ég með hann í sprautur og annað alveg eins og ég gerði með Andreu. En þegar það komi að svona spítala sérfræði tímum þá bara fari ég smá úr ballans því ég bara vil að litla hjartað sé í lagi og glatt :D og já auðvitað þá hef ég verið alveg ógurlega óheppin ætla ég að vona með lækna og spítala.... og líklegast gæti ég þurft smá hjálp með þessa fóbíu mína...
bless í bili
S
fimm mánaða broskall ;)