Wednesday, 31 August 2011

Urrandi skemmtileg.....

Á mánudaginn þá leið mér svo skringilega.... skildi ekkert í þessu var nú ekki veik en samt eitthvað skrítin. Ég vaknaði í gær alveg hreint öfugsnúin og skildi bara ekkert í mér. Við fjölskyldan tókum okkur til fyrir læknistíman hans Viktors og svo ætluðum við að fara á veðreiðarnar. Ég hélt uppteknum hætti áfram var pirruð við Andreu og fór svo alveg með það þegar ég sá að við gleymdum peysu á Andreu..... hmmm urraði alveg á Óla..... Við komum okkur inn á spítalann, fengum þær upplýsingar að við þyrftum að fara í skráningar herbergið og fengjum þar áframhaldandi upplýsingar. Þegar ég settist þar niður þá bað ég elskulegan manninn minn afsökunar og reyndi að slaka á ..... Þegar að kom að okkur þá var konan ekki alveg að fatta að við værum tiltölulega nýflutt til Belgíu og værum þar að leiðandi ekki með tryggingakort og svo framveigis... hún var fruntuleg fannst mér og þegar mér finnst fólk vera þannig þá fer ég öll í kerfi. Á endanum fengum við okkar miða og upplýsingar hvert við ættum að fara. Við löbbuðum inn langan gang og fylgdum rout 4 ..... hnúturinn sem hafði líklegast byrjað að myndast á mánudeginum þegar mér fannst ég "skrítin" varð eins og stór bolti í maganum á mér.... og var á leið upp í kok. Þegar við komum að ritara læknisins þá fengum við þær upplýsingar að tímin okkar hafi verið kl 14 og nú væri klukkan 15.....  Við útskýrðum að þetta væri líklegast einhver miskilingur því að heimilislæknirinn okkar hafi sagt við okkur að tíminn væri kl 15. Ritarinn sagði okkur að setjast niður í biðstofuna hún ætlaði að tala við læknin og sjá hvað hún gæti gert.....
Við settumst niður og ég bara hreinlega barðist við að fara ekki að grenja... horfði upp fékk mér smá göngnutúr og var sem lengst frá Óla og Andreu... Það eru kannski ekki margir sem skilja þetta en fyrir mér var þessi tími ákveðin tímamót... já eða bara svona að koma ákveðnum hlut út úr kerfinu....  Ég vildi bara fá að vita að þessar tvær holur væru grónar... og halda áfram að njóta litla pungsins....
Eftir smá bið þá kom læknirinn yndælis kona, hún sagði að hún gæti því miður ekki skvísað okkur inn í dag nema ef að næsti sjúklingur kæmi ekki.... við biðum aðeins lengur og gáfum henni skírslurnar hans Viktors. Eftir enn lengri bið fengum við nýjan tíma á föstudaginn..... þau voru heldur þung skrefin sem ég tók að bílnum.... á eftir trítlaði Andrea og Óli.

Það var svipað  þegar ég þurfti að ná í læknaskríslurnar hans Viktors áður en við fluttum frá Danmerku. Ég kom hálf hlaupandi og grenjandi út úr sjúkrahúsinu í Kolding.... hef mikið velt því fyrir mér hvers vegna mér líður svona þegar ég fer inn á spítala eftir fæðingu Viktors...

Hef komist að nokkrum niðurstöðum, við þurftum að sjálfsögðu að vera lengur inn á sjúkrahúsinu eftir að Viktor fæddist en þegar Andrea fæddist og þurfti ég að umgangast og hitta mikið af læknateymi.
Allir hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar ( alveg frá því að ég fór fyrst upp á spítala) voru yndislegar.... en eiginlega allir læknar sem ég hitti voru að mínu mati bara alveg hræðilegir..... Fæðingalæknirinn hreytti í mig að ég gæti sko alveg fætt þennan dreng sitjandi.... og að grindargliðnun væri sko ekkert tengd sitjandi fæðingu... Læknirinn sem útskrifaði mig skoðaði mig og svo fór hún að spurja mig hvernig ég hefði það. Var forvitinn eins og allir hinir... já eða vildi vita hvernig við værum að taka þessu andlega.... ég reyndi bara að vera jákvæð eins og við höfum alltaf verið í þessu og eins og við ákváðum alveg frá byrjun. Ég sagði bara að við ætluðum ekki að fókusa á það neikvæða og hugsa um það slæma heldur að vera jákvæð og fókusa á það í öllu sem við værum að fara inn í núna. Það er nú nefnilega þannig að ef maður fókusar á það neikvæða þá verður allt svo erfitt..... En já þegar ég var að segja þetta við hana þá sagði hún við mig..... jáhá en þú verður nú samt að muna að þetta er erfitt og verður það...... og þú mátt alveg sparka í stein og gráta... Sem er jú alveg rétt að hluta en mér fannst bara eitthvað svo skrítið að hún myndi ekki bara kvetja mig í því að vera jákvæð og auðvitað mátti hún alveg benda mér á það að þetta gæti orðið erfitt.... en ekki bara fullyrða.

Sérfræðingurinn sem við hittum já...... hún var hvað getur maður sagt... já við Óli ákáðum allavegana eftir fyrsta skiptið sem við hittum hana að hún hafi átt alveg hreint mjög slæman dag. Hún hreytti svona eiginlega í okkur að við gætum sko búist við því að það væri mikið að breytast í okkar lífi núna þegar Óli var eitthvað að spyrja sambandi við tal og tungumál í ljósi vinnunar hans. (eins og við hefðum ekki gert okkur grein fyrir því ) Og svo kom auðvitað runa af öllu því sem fylgir Down´s heilkenninu.... og því miður var það allt það neikvæða. Þegar við hittum hana næst þá var hún jú öllu skárri en aldrei á þessum nokkrum skiptum sem við sáum hana eða einhvern annan sérfræðing þá var það alltaf bara hmm já og hmm hitt og allt voða dipló. Ég var alvarlega farin að hugsa hvort að það væri nú bara þannig að eftir því sem fólkið í heilbrigðisstéttinni lærði meira því minna mannleg væru þau.... eða hefðu þau lesið svo mikið og gleymt að læra að tala við fólk.... eða var ég kannski bara svona voðalega óheppin?!

Það var ekki fyrr en við komum til Íslands og hittum Ingólf barnlækni og sérfræðing í fötlun barna að við fengum að heyra eitthvað jákvætt um litla gullmolan okkar... :D Já það er svo nauðsynlegt.... þó svo að við vitum vel að hann er flottastur:).
Ingólfur sagði strax við okkur að hann væri með mikla vöðvaspennu.... sem er mjög gott fyrir börn fædd með Down´s því að þau eru oft mjög slöpp....... Ég bara skil ekki afhverju einginn gat sagt þetta við okkur fyrr .... hvað þetta gladdi okkar hjörtu.... já og svo sagði hann margt annað svo jákvætt og það var svo gott að tala við hann. Við eigum eftir að vera í sambandi við hann og alla á greiningastöðinni þegar við komum heim.  Og tala nú ekki um allt yndislega fólkið sem við hittum hjá þroskahjálp.

Gerður hjá þroskahjálp sagði svoldið við okkur þegar við sátum og spjölluðum við hana í sumar sem hefur setið í mér. Hún sagði að þegar hennar sonur hafi fæðst þá hafi hún spurt aðra konu sem átti líka dreng með Downs hvenær hún hafi hætt að hugsa um þetta allan daginn... eða þegar hún vaknaði þá hugsaði hún um þetta og þegar hún fór að sofa... Ég hugsaði um þetta þá og velti því fyrir mér hvort ég væri komin yfir það.....
Þegar ég var alveg að sofna í gær þá bað ég Óla fyrirgefningar en sagði honum svo að þessi spítlaför hafi verið svona smá skvetta... því að það hafi bara verið svo yndislegt að síðustu vikur og mánuði þá hafi við bara verið í "venjulegu" lífi... ég vissi vel að litli pungurinn okkar væri með Downs en ég væri bara ekkert að hugsa um það dags daglega. Við vöknum og höldum okkar rútinu að sjálfsögðu fer ég með hann í sprautur og annað alveg eins og ég gerði með Andreu. En þegar það komi að svona spítala sérfræði tímum þá bara fari ég smá úr ballans því ég bara vil að litla hjartað sé í lagi og glatt :D og já auðvitað þá hef ég verið alveg ógurlega óheppin ætla ég að vona með lækna og spítala.... og líklegast gæti ég þurft smá hjálp með þessa fóbíu mína...

bless í bili
S
fimm mánaða broskall ;)

Monday, 29 August 2011

Festivale


Belgar eru voða festivala glaðir og er víst festivale í næstum hverjum bæ eða þorpi einhvertíman yfir sumarið. Yfirleitt tengjast þessi festivöl einhverju sérstöku eins og þegar við vorum í Antwerpen um daginn þá var matar og vín festival. Voru þá fullt af básum/tjöldum og flottir resturantar með hvern og einn að bjóða upp á mat frá sér... og ef þér leist á þá gastu keypt þér stærri skammt og fengið þér sæti á einu af mörgum borðunum og keypt þér drykk. Voða krúttað og svo voru hugguleg tónlist spiluð af allskonar hljómsveitum.


Það er festival í bænum okkar núna. Það heitir Waregem Koerse og er margra ára hef hér í bænum, alltaf í lok ágúst ár hvert. Festivalið byggir á veðreiðum og koma alveg rosalega margir í bæinn þessa viku sem festivalið er, frá miðvikudagskvöldi til þriðjudags. Bærinn er hreint út sagt undirlagður af hesta þessu og hesta hinu... allir búðargluggar eru með hnakka eða annan hesta útbúnað í útstillingum sínum. Svo eru endalaus svona tjöld eða markísur útum allt og margir sem bjóða upp á kampavín :)




Aðal dagurinn er á þriðjudaginn þegar aðal veðreiðarnar eru. Liðið hans Óla fær frí þennan dag því allir eiga víst að fara... því þetta á víst að vera voðalega gaman. Þetta er einskonar Ascot belga, konurnar eru víst með hatta og nóg er af kampavíni og karlarnir jú og konurnar á fullu að veðja:) Við vitum ekki hvort við komumst því við eigum að fara með Viktor til hjartalæknis og erum ekki viss hvort við náum aðal veðreiðinni sem á að byrja kl fimm. En ef við verðum í tíma þá ætlum við að skella okkur bara til að sjá þetta.

Þessi er rosalega mikið fyrir myndir núna ;)




yfir og út í bili 
S

Wednesday, 24 August 2011

here, there and everywhere...

Við höfum flutt í milli fjögurra landa á fjórum árum og 3 mánuðum....... já það mætti segja að ég sé orðin ágætlega sjóuð í þessu. Við fórum frá Englandi til Svíðjóðar til Danmerkur og erum svo komin til Belgíu.

Þetta er búið að vera hörku vinna en líka alveg rosalega lærdómsríkt og sem betur fer eigum við yndislega fjölskyldu og vini sem hafa sýnt okkur ómetandi stuðning og alltaf verið boðin og búin til að hjálpa okkur þegar við þurfum. Já því það hefur núna gerst tvisvar á þessum þremur flutningum að við erum með nýfætt  barn líka.... jahá eins og það sé ekki bara nægar breytingar að vera fá nýtt barn í heimin... nei þá þurfum við alltaf að bæta því í hnappagatið að flytja ;)

Þetta hefur allt saman blessast hjá okkur og erum við búin að koma okkur fyrir í húsinu en erum bara svona að redda hinu og þessu... Það þarf að fá kennitölu og tryggingakort og bíllinn og leikskóli... En við erum með lista og það gengur vel að tikka af honum. 

Andrea byrjar í skóla 1. september já þetta er smá öðruvísi en við erum vön frá Danmerku og Svíþjóð já og Íslandi. Hér byrjar "skólin" þegar þau eru tveggja og hálfs árs. Eða þetta er nú víst einskonar leikskóli en samt eru þau í bekk og eru líka að læra...en mest allt er jú lærdómur í leik. Við skráðum Andreu í skóla í litla þorpinu okkar frekar krúttaðann lítinn skóla og vonum við að hún fái jafnvel bara betri aðstoð því skólinn er ekki svo stór... sérstaklega til að byrja með meðan hún er ekki alveg komin með málið.
Ég fór með hana í morgun í svona skólanámskeið og vinkona hennar hún Lísa var ekki í dag... æ það var svo erfitt fyrir móður hjartað að skilja hana eftir... og var hún samviskusamlega búin að læra Bel mamma sem þýðir hringja í mömmu, ef ské kynni að hún yrði alveg ómöguleg og vildi fara heim. :) Það er ekki enþá búið að hringja í mig... svo við sjáum.

Með svona flutningum á milli landa þá lærir maður já alveg hreint heilan helling... það er margt sem er öðruvísi en heima.... (sem er þá hvar hmmm.. Ísland?) og á milli þeirra landa sem við höfum búið í. En það sem að ég reyni alltaf að gera er að pirra mig ekki of mikið á því sem fer í taugarnar á manni.... því oftast eftir að maður er búin að búa í landinu í nokkurn tíma þá sér maður að þetta var ekki svo vitlaust þrátt fyrir allt. Til dæmis gleymi ég því ekki hvað mér fannst bankakerfið stupid í Bretlandi þegar við bjuggum þar.... svo slow og alltaf verið að tékka á einhverju svindli (fraud/peningaþvætti osfr) og heima var þetta svooooo miklu betra..... 

Hmmmmm já eftir nokkur ár og þegar allar þessar reglur og skrifræði var búið að koma í veg fyrir að það færu svindlarar inn á reikninginn okkar og já tölum ekki um þegar bankarnir féllu heima... Þá fannst mér þetta ekkert svo rosalega stupid ;)

Já og allar reglurnar í svíþjóð.... og bréfin í Danmörku.... sem maður á bara að bíða eftir (er reyndar ekki enþá búin að sjá hversu gott það er). Ég er ekki komin inn í allt í Belgíu til að geta nefnt eitthvað hér :)....
Svo er allt þetta sem er svo gott og flott í hverju landi sem ég myndi vilja taka með mér heim þegar við flytjum þangað og innleiða ;) Það er nefnilega ekki allt best á Íslandi eins og ég hélt og grenjaði í við mömmu þegar ég var nýflutt til Bretlands. Ísland er gott og meiri segja bara best í heimi eins og við segjum svo oft... en það er samt ekki allt sem er betra þar en í öðrum löndum held ég. Eitt er víst að allir þessir flutningar okkar hafa gert það að stelpan sem fór frá Íslandi 22 ára gömul og kannski svoldið þröngsýn... hefur víkkað sjóndeildarhringinn mikið ;)

En yfir og út í bili 
S

Thursday, 18 August 2011

Mamma

Mamma mín er alveg einstök manneskja :) svo voðalega góð og held ég bara að það væri erfitt að finna eins góða mömmu og hana mömmu.... Andrea dóttir mín horfir oft á hana þegar amma er að dekra hana og segir amma þú ert svo góð :D
Ég held að það hafi mótað hana mömmu mína mikið að þegar hún var aðeins 10 ára þá missti hún mömmu sína. Amma mín fór á fæðingadeildina til að eignast áttunda barn þeirra afa og kom ekki heim aftur, hún hafði verið með blóðtappa í fætinum sem fór af stað í fæðingunni og upp í hjartað.

Í gær las ég um konuna sem fékk blóðtappa í lungun og dó, hún dó frá tvíburum sem eru nú að heyja baráttu um líf sitt á vökudeild landsspítalans og fjögra og átta ára gömlum börnum. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá þetta var að hringja í mömmu og athuga hvort hún vissi eitthvað meira um þetta. Mamma vissi ekki mikið meira en ég og sagði ég við hana mamma ég ætla bara að vona að vona að þetta var ekki eins og með mömmu þína..... Amma hafði kvartað yfir verkjum í fætinum á meðgöngunni en læknarnir sannfærðu hana um það að þetta væri nú bara óléttan. En svo kom hún aldrei heim af fæðingadeildinni. Afi gat aldrei litið lækna sömu augum aftur. Ég og mamma fengum báðar kökk í hálsin þegar við töluðum saman um þetta ..... það er held ég þessi móðurtilfinning.
Þegar ég talaði við mömmu þá hélt ég á Viktori í fanginu ég horfði á þennan fullkomna pung og sagði mamma svo grét ég yfir einhvjerjum auka litning. Við erum bæði hér ég og Viktor.... Lífið er margslungið en eitt er víst að það er gjöf og þess skal njóta.

Vinkona mín missti mömmu sína fyrir nokkrum árum, áður en ég talaði við vinkonu mína þá sagði mamma við mig ekki og bara aldrei segja við vinkonu þína "þetta lagast" því þetta lagast aldrei þú lærir bara að lifa með þessu. Það kemur enginn í stað mömmu... tvíburarnir og þessi tvö börn eiga vonandi sterkarn pabba og góða fjölskyldu sem hlúa að þeim og halda því áfram út lífið. Þau eru í bænum mínum og verða það..

Söfnunarreikningur fyrir fjölskylduna, Reikningsnúmer: 0322-13-700345
Gísli Kr. Björnsson, kt.: 080171-5529


Kram frá BE

S




Monday, 15 August 2011

"Vampíru bani"

Já þessar blessuðu moskídó flugur.... mér líður alltaf eins og það séu Vampírur inní herberginu þegar ég vakna upp á nóttunni við svona flugusuð..... Læt Óla greyið fá taugaáfall yfir móðursýkinni í mér og hann stekkur bókstaflega uppúr rúmminu og fer á veiðar :D

þessar flugur létu okkur blessunarlega í friði í Helsingborg og gæti rokið sem er þar verið ástæðan eða kanski vorum við bara ekki orðin nógu sæt :)
Þegar við bjuggum í Haderslev var þetta algjör plága og var Andrea á tímabili eins og hún hafi fengið hlaupabóluna. Það dugði ekki einusinni að smurja hana með svona anti moskídó kremi þá réðust þær bara í andlitið á henni. Við enduðum á að kaupa svona moskídó tjaldnet og svaf prinsessan fínt og óáreitt.
Hér aftur á móti þá sleppa þær ein og ein inn og vöknum við eða ég er akkurat að gefa og þá fara þær að suða ..... Óli bani fer þá af stað já eða ég.... Við náðum ekki einni í nótt og er ég, Andrea og Viktor með bit í Andlitinu og Óli á öxlinni. Ohh og þetta er svo vont... klæjar eins og ég veit ekki hvað. Einhverntíman þegar ég var á spáni með mömmu og pabba þá var mamma með eitthvað svona tæki sem að fældi þessa flugur frá, ég hef leitað út um allt af svoleiðis græju en ekkert sniðugt fundið... Svo ef þið lumið á banaráðum þá endilega látið mig vita ;)

Fjölskyldan skellti sér til Gent í dag og ætluðum rétt að kíkja í búðir og rölta... eitthvað miskildum við ja eða tja bara erum svo ný hérna. Það var frídagur hjá öllum í Belgíu... veit ekki afhverju og allt var lokað. Já allt nema resturantarnir, svo við skelltum okkur á kaffihús og nutum þess að rölta í mann mergðinni og skoða fólk og gömul hús ;) Svo kósý, var eins og sunnudagur og ekki erum við vön að hafa pabba heima á sunnudögum svo þetta var extra bónus:)

Svo var ég að henda fullt af myndum og myndböndum inn á síðuna hjá krökkunum og já rétt í þessu þá rankaði ég við mér og Viktor sem var á miðju leikteppinu á bakinu var komin útaf og á magan.... ohh þetta er svo yndislegt. Já og hann sem er svo sterkur í löppunum er að reyna að koma sér á maganum uppá teppið aftur :) Litlir en stórir sigrar :D Góður dagur.

kram S

Friday, 12 August 2011

Þakklæti

Ég er alveg rosalega glöð með að hafa skrifað síðasta pistil já og bara hafa þorað að byrja að blogga. Þetta hefur lengi legið i maganum á mér en ég held ég hafi bara ekki þorað fyrr. 

Fyrir mig hefur það verið rosaleg therapy að skrifa og þegar Viktor fæddist þá hringdu auðvitað mjög margir og vildu vita og heyra hvernig við höfðum það, sumir skrifuðu mér email. Röddin brást mér oftast þegar ég reyndi að tala og var það því gott að skrifa til vina. Ég settist þá niður með allar mínar tilfinningar og skrifaði og mér fannst mér alltaf líða betur og betur. Èg sat stundum lengi og skrifaði og tárin fengu bara að renna. Að skrifa síðasta pistil var gott það komu tár og á ég mína góðu og slæmu daga. Núna eru þeir samt flest allir bara rosalega góðir. Hvernig er annað hægt. 
Viðbrögðin sem síðasti pistill fékk var alveg yndislegur og email og komment sem ég hef fengið ég er orðlaus. Takk fyrir öll fallegu Kommentin og póstana. Maggý, Ragga og Rakel ég met mikils að þið skrifuðuð komment og deilduð með mér og þeim sem lesa, ykkar sögu og fallegum orðum. Ég á svo bara eftir að halda áfram að skrifa og segja ykkur frá hvað drífur á daga mína ... og þið megið endilega halda áfram að kommenta hjá mér.

Takk, takk 
kram s
 

Tuesday, 9 August 2011

Að vera foreldri...og fullkomnu börnin :D

Að vera foreldri er það yndislegasta sem til er. Þvílik gleði. Þegar við fengum Andreu í fangið þá fannst mér lífið byrja og allt fékk sinn tilgang. Öskrandi kom hún og við spurðum er allt í lagi... já hún var alveg fullkomin. Viktor kom með keisara svoldið öðruvísi en alveg var það jafn yndislegt að heyra þegar hann kom alveg öskrandi út. Ég var auðvitað alveg föst og gat bara kallað til Óla þegar hann fór inn í hliðar herbergi er allt í lagi með hann. Óli kom til mín með litla hnoðran okkar og sagði já það er allt í góðu lagi.

Viktor var aðeins nokkra klukkutíma gamall þegar við fengum að vita að þeim grunaði að hann hefði Downs heilkennið. Næstu klukkutímar, sólahringar og vikur fóru í smá móðu og eins mikil gleði það var og er að eignast barn þá fylgdi þessum fréttum mikil sorg. Maður syrgir það líf sem að maður ætlaði barninu sínu og spyr sig ótal spurninga. Eins og mun hann geta gert þetta og hitt... eitthvað sem ég hef aldrei hugsað um með Andreu. En eftir að Viktor hafði farið í öll test sem þurfti að gera (hjarta, eyru og augu) og við búin að fá okkar tíma til að tala, gráta, spá og spökulera. Þá var bara farið í að njóta hans og er hans notið á hverjum degi. Hann er duglegur og meirisegja bara rosalega duglegur. Hann verður og er seinni en Andrea og stundum þá hugsa ég hmmm er þetta auka litningurinn eða er þetta af því að hann fæddist 4 vikum fyrir tímann.

Lára systir sagði við mig um daginn æ Sigurbjörg mér finnst eitthvað svo skrítið þegar fólk segir að börnin sín séu fullkomin.... ég hugsaði mig um í smá stund, velti því fyrir mér hvort ég hafi sagt þetta kannski um börnin mín. Svo sagði ég við hana æ veistu Lára ég held að þú eigir kannski eftir að skilja þetta þegar þú eignast börn.
Þetta hefur setið svoldið í mér að því leitinu til að ég hef svo oft horft á Viktor og hugsað skrítið  hvernig þessi auka litningur virkar (það er skimað eftir honum).... því þegar hann fæddist þá fékk maður óra grúa af upplýsingum um hvað getur fylgt þessu heilkenni og verður það stundum yfirþyrmandi. En þegar ég horfi á son minn þá getur vel verið að ég sjá eina línu í hendi hans en fyrir mér er hann fullkominn.


kram frá BE
sog co




Friday, 5 August 2011

Sveitinn.... já eða smá sveitinn...

Já við eigum heima í smá sveit núna.... eða þetta er svoldið yndislega spes hérna í Belgíu... það er allt svo nálægt okkur... Allar borgir... mér finnst ég rétt búin að keyra í smá stund á þá erum við komin til Gent, Antwerpen, Brugge já eða Lille í Frakklandi.
En svo er það líka þannig að við búum ekki í bænum þar sem liðið er heldur í litlum bæ sem er einskonar úthverfi tekur um 5-10 mín að keyra á milli en samt eru alltaf kýr og akrar útum allt og er þetta þannig hérna að þú ert alltaf að keyra á milli lítilla smá bæja. Þessir smá bæjir eru alveg einstaklega krúttlegir og ég tala nú ekki um kýrnar og bara öll dýrinn sem við keyrum framhjá já eða bara löbbum framhjá :) Það er geit og hestur í garðinum í næstu götu  :)

Ég er ekki mikið sveitabarn... enda fædd og uppalin í borginni... en Óli já hann kemur úr árbænum var náttúrulega sveit þegar hann ólst upp;) honum finnst allt við sveit æði. Hefur meira segja stungið upp á því að við flytjum á sveitabæ þegar við flytjum heim ;) já og það hafa verið mis góðar undirtektir hahaha
En stundum í ákveðinni vindátt held ég... þá er líka þessi ylmandi skítalykt að mínu mati.... Óli segir sveitalykt/unaðslykt:) Hann kallar stundum á mig út og tekur með tilþrifum anda inn anda út og hendur og allt með og segir.... hvaða lykt er þetta.... og ég ætla auðvitað að segja skítalykt en hann tekur framm í fyrir mér og segir neeee unaðslykt ;)

En svo yfir í annað beljurnar í Belgíu.... wowwww þær eru margar... og finnst mér ekki skrítið að eftir að hafa verið hér í nokkra daga hafi Andrea sagt mamma ég veit afhverju landið heitir Belgía... það er svo mikið af beljum hérna.....
já þær eru margar og massívar.... svona beljur hef ég bara aldrei séð... Svo svo stórar og vöðvastæltar... já erfitt að útskýra þetta en það eru bara vöðvar útum allt.... hahah

Óli fór í göngutúr í hverfinu/(sveitinni) í gær og náði mynd af einni þessi virkar eh voða stutt en þær eru stórar :D

Svo eftir að við fluttum til Danmerkur þá þurftum við oft að fara á milli Haderslev og Kolding já og ef við brugðum undir okkur betri fætinum og fórum til Arhusa eða Köben. Já þá var auðvitað keyrt og var Andrea komin með algjört ofnæmi fyrir að keyra í gegnum "sveitina" það er semsagt þegar við erum að keyra þar sem að eru enginn hús.... 
Alltaf þegar við förum og fórum í bílinn þá spyr og spurði hún erum við að fara í sveitina.... og maður var farin að svara bara smá í sveitina.... En núna þá er þetta bókstaflega smá í sveitina því það lýður aldrei langur tími þar til að það kemur bær aftur ;) sem er auðvitað mjög jákvætt og engin tár eða fýla ;)

En jæja ætla að fá mér einn ylmandi sterkan kaffi... ;) mikið tek ég undir það sem einhver sagði "kaffi er kraftaverka drykkur" :D Viktor er aðeins að stríða mömmu sinni þessa dagana og vaknar kl 7 á morgnan... æ munar 7 eða 8 :) svo það er bara að harka í sig kaffi og hafa það kósý...

Kram frá BE

Sibba og co

Tuesday, 2 August 2011

Þessir skór eru alveg rosalega góðir ég keypti mér þá í Danmörku áður en við fluttum og svei mér þá hvað ég er ánægð með þá. Þeir heita candice cooper og fékk ég að vita að þeir eru hannaðir af þýskum sjúkraþálfara eða kírópraktor og virðist það hafa heppnast vel. Eru svoldið harðir þegar maður byrjar að ganga í þeim en svo venst maður því og svei mér ef bakið er ekki bara betra..... og ekki spillir fyrir að þeir eru bara smá skvísulegir ;)
Held að það sé allavegana ein búð heima að spá í að selja þá ;)
xx s

Monday, 1 August 2011

Sunnudagur til sælu :)

Já það var sko sunnudagur til sælu á okkar heimili. Ég og "little miss helpful" þrifum allt hátt og lágt.... Andrea er alveg einstaklega góð í þessu og svei mér þá minnir mig á Ollu vinkonu mína þegar hún byrjar.... Það er allt tekið með trompi... ryksugað, þurkað af og allt fer á réttan stað.... Reyndar stundum þegar hún tekur til í herberginu sínu þá á svolidð mikið af dóti sem hún veit ekki hvað á að gera við til með að enda undir rúmmi.... Já og það minnir mig ekki á Ollu hahaha ;) Alltaf að þrífa..... dudududud (sungið við flash dans lagið ;)

Þegar allt var að verða hreint og klárt þá skelltum við frk hjálpfús okkur í að slá í garðin... fjúff það var auðvitað orðið allt of hátt grasið en við kláruðum þetta ;) hún var eins og herforingi með hrífuna og skipaði mér að taka þessa og hina hrúguna.

Erum svo búin að eiga yndislegan dag rúlluðum upp til Antwerpen og hittum þar Bjarna og Dóru Sif kærustuna hans. Þau búa hérna rétt hjá .... já það er eiginlega allt rétt hjá í Belgíu :) . Nutum þess að dúlla okkur í góða veðrinu og þau voru svo yndisleg að sýna okkur hvar það helsta var í þessar fallegu borg:)
 kram
Sibba og co