Eftir að Óli fór í aðgerðina þá voru nokkrir dagar sem ég þurfti að "dræfa" hann um og einn daginn þá átti hann að mæta í eftirmiddaginn til læknisins upp á völl. Ég tók allt mitt hafurtask og ákvað að taka krakkana á róló sem er við hliðiná vellinum. Andrea elskar að leika sér þarna því það eru eiginlega þrír rólóar hlið við hlið sem miða að sérstökum aldri en henni finnst þeir allir skemmtilegir:) sérstaklega þessi sem hægt er að klifra rosaleg mikið í. Viktor honum finnst bara gaman að horfa á eins og er hahah.... Við skelltum okkur semsagt á róló.... svo byrjaði að dropa úr loftinu og mér leyst ekkert á skýinn ....hmmm hér í Belgíu minnir rigninginn nefnilega smá á hvernig það á til að rigna í Englandi.... Ausrigna semsagt á einni og tíu.... Við vorum með eina regnhlíf og þutum undir hana og svo bara ok við förum og fáum okkur kaffi.... Andrea var að sjálfsögðu mjög til í það svo mikil kaffihúsa kerling...
Þegar á kaffihúsið kom þá pantaði hún sér ís og ég bara sagði við þjóninn já heyrðu ég ætla að fá normal Coffee please ;) og hann enturtók á eftir mér ok coffee Normal.... yes thank you sagði ég... maðurinn horfði smá skringilega á mig þar sem ég hélt á Viktori og var að biðja Andreu um að sitja fallega.....
Ísinn hennar Andreu kom og var hún voðalega glöð og ég var að gefa Viktori þarna og þá kom kaffið mitt... Ég horfði á þetta smá stund og bara hmmm ok er þetta venjulegt kaffi hérna. Kaffið á kaffihúsunum er ekki alveg eins og við erum vön og til dæmis er ekki oft sem þú færð Latte hér og ef þú færð það þá er það ekki eins og við þekkjum það, cappochino er með rjóma í og svo framvegis......
Ég horfði á glasið og sá sykur í botninum og svo eins og glæran vökva og svo eins og smá kaffi og mjólk og svo ís á toppinum.... Ég reyndi að hræra smá í þessu og tók smá sopa en fékk bara svona rjóma ís bragð en ég var bara einhvernvegin viss um að þetta væri ekki venjulegt kaffi.... Óli kom svo til okkar á kaffihúsið og ég bað hann vinsamlegast að smakka kaffið, hann bara hvað svona hlýtur bara venjulega kaffið að vera hérna ?!!! hann smakkaði það og þessi líka þvílíka gretta kom á hann jíssus hann tók um hálsin og sagði þetta er ekki normal kaffi hahahahahah Það er áfengi í þessu kaffi hahah já einmitt...
Ég kallaði á þjónin og ætlaði að greyða úr þessum miskilingi, þjónnin kom og ég alveg heyrðu ég pantaði normal coffee :) og það er áfengi í þessu..... Þjónnin horfði á mig eins og ég væri alveg farinn og sagði já það er Viský í Coffee normal.... ég alveg ha ok og þá kom Óli sterkur inn með tungumálakunnáttuna og sagði er Viský í (sagt mjög hægt) coffee normalleeeee og þjónninn alveg roðnaði og blánaði aaaaaaa(sagt með frönskum hreim) coffee normanllllleeeeeeeeeeeeeeeeee ég hét þú hafir sagt Coffee NORMAD ..... og svo útskýrði hann fyrir mér að það væri til Irish coffe france coffee and coffee NORMANDÍ sem kallast Normand coffe og það væri sko með Viský :D
Já það var ekki skrítið að þjónninn gæfi mér heldur skrítið look þega ég pantaði rammsterkt kaffi með tvö lítil börn um miðjan dag, hefur klárlega hugsað jiii þessi hlítur alveg að vera búin að fá nóg og ætlar á djammið hahahaha.... En svona getur tungumálin verið skemmtileg hahaha :)
Það er eitt svo huggulegt hérna hjá okkur, þegar ég labba með Andreu í skólann á morgnanna þá galar haninn oftast.... Svo eigum við líka okkar eigin hana, hann Viktor er nefnilega búin að uppgvötva heldur betur röddina sína og byrjar yfirleitt einhvertíman á milli hálf sjö og sjö :) Andreu sagði við mig einn morguninn... ohhh mamma ég er svo pirrandi á honum ;) ég vil sofa lengur og ég get það ekki .
Yfir og út í bili
S