Thursday, 29 September 2011

Lavender/myntu- loft-belgur

Hér í Belgíu eru rosalega margir loftbelgir og sérstaklega hérna þar sem við búum í ;) sveitinni ;).... þeir eru svo nálegt okkur að maður sér vel hvað stendur á þeim og svo hafa meirisegja nokkrir lent á túni sem er nánast í næstu götu ef maður getur orðað það svoleiðis. Okkur finnst þetta mjög skemmtilegt og erum ég og Andrea stundum úti að fylgjast með þessum farartækjum :)


Svo eigum við einn loft belg og það er hann Viktor Skúli, hann er búin að vera með smá slen í sér og fengum við hómópata stíla sem eiga að hjálpa við að losa slím. Þessir stílar eru úr jurtum og er lavender og mynta í þeim. Lyktar hann því að myntu og prumpar lavender lykt ;) svo það er enginn skítalykt á þessum bæ :D


Annars hefur veðrið leikið við okkur síðustu daga:) eitthvað sem við erum ekki vön á þessum tíma árs. Ég er að hafa mig alla við að setja Andreu ekki of klædda í skólann og hafa Viktor líka léttklæddann. Vonandi heldur þetta eitthvað áfram út vikuna og næstu.


S




Saturday, 24 September 2011

Gleðitár.....

Í gær þá var sérfræðitími sem var pantaður fyrir okkur í júlí.... hann var á sjúkrahúsinu í Gent og stóluðum við mikið á að þarna myndum við komast smá inn í allt með Viktor. Því þarna er sérstakt klinik fyrir börn með downs heilkennið. 
Dagana fyrir tímann var ég bara í fínasta lagi.... kannski útaf því að Viktor var með kvef og smá hita og ég var svo mikið að fókusa á það að koma honum til heilsu því að það er ekki hlaupið að því að fá nýjan tíma í næstu viku ;) Í gær þá var ég hinsvegar ekkert alveg uppá mitt besta nöldraði eitthvað í Óla og hringdi svo strax í hann þegar hann var farinn af stað í vinnuna og bað hann nú afsökunar ég væri jú bara eitthvað stressuð. Ég var stressuð en ég var samt voðalega jákvæð og hafði góða tilfinningu fyrir þessum tíma og var eitthvað svo viss um að þetta ætti eftir að ganga vel. 
Í belgíu þegar maður kemur á spítala þá þarf maður alltaf fyrst að fara á skrifstofu eða intékk þar sem maður tilkynnir sig og borgar og svo framvegis. Tíminn okkar var klukkan þrjú og ég vildi vera helst komin um hálf þrjú, það voru vegaframkvæmdir við spítalann og við að koma þarna í fyrsta skiptið já ég var að fara að hugsa um að byrja að naga neglurnar aftur (hef ekki gert það síðan ég var 6 ára) því ég var eitthvað svo stressuð yfir tímanum.  En já við lögðum í fyrsta stæði sem við sáum því við vissum ekkert hvort það yrðu mikið fleiri á vegi okkar, hentumst út og ég og Andrea hlupum næstum inn í skráningar skrifstofuna. Óli hafði orð á því að hann hafi aldrei séð mig svona stressaða að vera ekki á tíma..... æ ég var bara ekki að meika að missa af þessum tíma eins og hafði nú gerst fyrir miskilning síðast. Þetta hafðist og við skráðum okkur inn og fórum svo í næstu byggingu þar sem við biðum eftir tímanum hans Viktors... Ég labbaði inn í bygginguna K5 ohh ég fékk smá sjokk, svo gamallt og minnti mig á herspítala eins og maður hefur séð í bíómyndunum. Andrea var himinlifandi yfir að vera loksins komin einhvestaðar þar sem hún mátti leika sér. Við biðum í dágóða stund og Óli að spræna í sig og alltaf hélt hann að það hlyti að vera að fara koma að okkur, á endanum ákvað hann að skella sér á klósettið og auðvitað Andrea með ... hún er á því skeiði að hún verður að prófa held ég öll klósett. En já þá erum við kölluð inn. Konan kynnir sig og byrjar að buna út úr sér á Hollensku og ég bara horfi á hana ..... would it be ok that we would speak English.... Hún hló og tók í höndina á mér kynnti sig aftur og sagði sure sure... 
Þegar við komum inn þá var komið að mér að tala og tók við útskýringar afhverju við værum nú þarna og hvernig allt væri í stakk búið, sýndi henni öll bréf og læknaskýrslur og sagði henni bara að við værum að bynda miklar vonir um að hér myndum við komast í prógramm með litla fallega strákin okkar. Hún hélt það nú og tók við að útskýra allt fyrir okkur hvernig og hvað væri gert á hvaða tíma og svo framvegis....... það losnaði um eitthvað í líkamanum mínum allt stress sem hafði verið hvarf á núll einni og mér fór bara að líða mjög vel. 
Litli gullklumpurinn var vigtaður og mældur og skoðaður í bak og fyrir... þegar hún var að skoða hendurnar á honum þá greip hann í hana og tosaði sig upp og settist... Hún horfði á okkur læknirinn og sagði vá hvað hann er flottur.... Þá vissi ég að við værum í góðum höndum.
Hún spurði hvort við værum með röntgen af mjöðmunum eða þessar og hinar blóðprufurnar frá Danmörku og við horfðum á hvort annað og hristum höfuðið það var bara þessi blóðprufa sem staðfesti trisomi 21..... en það var bara allt í lagi því að þau myndu bara redda því .... svo við fengum bókaðan tíma í nóvember fyrir háls, nef og eyrna tékk, augntest í janúar, sérstakt þroskapróf þegar klumpurinn er 10 mánaða og svo vorum við bara send í blóðprufu á staðnum til þess að fá allar þær upplýsingar sem þurfti. Þegar við vorum búin að tala við lækninn þá hringdi hún í félagsráðgjafa sem vinnur á klinikinu og hún kom og talaði við okkur og útskýrði allt fyrir okkur um meiri barnabætur, minni skatta, þroskaþjálfa og annað fagfólk sem kemur heim. Spurði okkur hvort við ætluðum að setja hann á leikskóla því biðlistarnir hérna eru langir og hún bauðst til að athuga hvar og hvernig það væri allt..... ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum. Svo Annelise hún er að hjálpa okkur með allt sem ég var alls ekki viss um hvernig við ættum að gera í nýju landi, bauðst svo til að hjálpa mér að filla út öll eyðublöð þegar þau koma..... Váá
Ég var svo glöð þegar við löbbuðum út í sólina og hitann og inn í næstu byggingu til að taka blóðprufuna. Á biðstofunni hittum við mömmu með mikið fatlaðan dreng í hjólastól og þegar Andrea byrjaði að gera fimleikaæfingar þá brosti hún til okkar og strákurinn klappaði. Við komumst fljótt að og var byrjað á því að reyna að taka blóð úr hendinni og þá sagði Andrea mamma ég vil ekki vera hérna þegar þau eru að meiða litla bróður.... svo við mæðgur skelltum okkur út fyrir á biðstofuna aftur. Það gekk ekki að taka blóð úr hendinni á Viktori svo það var tekið úr höfðinu, æ þetta er ekki mín sterkasta hlið og var svo gott að Óli var með í þessu og stóðu þeir feðgar sig eins og hetjur. Þegar við vorum búin að hugga litla karlinn gefa brjóst og skipta um bleyju þá röltum við að bílnum, á leiðinni sáum við mömmuna og strákinn í hjólastólnum. Mamman var að taka út lyftu til þess að koma stráknum inn í bílinn og þá sagði Óli....... ég ætla ekki að eyða fleiri tárum í Downs............ ekki nema gleðitárum. 






Tuesday, 20 September 2011

Aldur er afstæður.....


Þegar Andrea sér þessa mynd þá segir hún
mamma þetta er þegar þú varst ung;)

Já er það ekki!? Ég skil ekkert í þessu að með því að eldast þá verður fólk spéhrætt og þegar maður spyr hvað ertu gamall en oftast gömul.... þá kemur oftast spurning til baka. Hvað heldur þú? Ég varð þrítug í júní og ég verð nú bara að segja eins og er.... mér líður bara ekkert öðruvísi en þegar ég varð tvítug. Kannski er það útaf því að ég er svo ógurlega barnaleg eða rækta ég kannski barnið innra með mér.....Ég elska að fíflast, stríða og láta barnalega og hafa systur mínar oftast fengið að kenna á því ;D Í gegnum árin þá hef ég alltaf þurft að sýna skilríki þegar ég fer inn á skemmtistaði... eitthvað er það nú að skána. Og oftast heldur fólk að ég sé miklu yngri en ég er. Þetta var þvílík pína og fannst mér þetta frekar leiðinlegt og þegar ég varð tvítug þá sýndi ég samviskusamlega skilríkin mín þegar ég fór inn á skemmtistaði meðan Lára systir labbaði inn á eftir eða undan mér... Ohhh hvað ég var stundum pirruð á þessu.... Svo virðist hæð blekkja alveg rosalega .... ef stelpur eru stórar þá er eins og það var sett samasem merki og já hún er nógu gömul.... Ekki hafði ég af mörgum centimetrum að moða og varð því bara að rífa upp skilríkin og skunda svo inn.


Ég og Emelie á góðri stundu :D
Ég fór út að skemmta mér með vinkonu minni henni Emelie í helsingborg þegar ég bjó þar og vorum við að skella okkur inn á nýjan flottan stað þar sem alsurstakmarkið var 22 ár og ég var 27 að verða 28 ára. Þegar dyravörðurinn eða Vaktenn eins og þeir heita í Svíþjóð.... og nota bene þeir halda að þeir séu herra heilagir... já hann spyr okkur í léttum tón hvað eruð þið gamlar stelpur???!!! Ég er hlæjandi eitthvað að djóka með Emelie og svara bara haaa já við erum 25.... svo bara varð mér svo á því ég var löngu komin yfir þann aldur og bara hafði ég ekki hugmynd afhverju ég sagði þennan aldur. Emelie vinkonu varð svo á því hún vissi vel að ég var 27 að verða 28 og málið var að hún var bara 21 þó svo hún væri að verða 22 þá var hún bara í sjokki að hún kannski kæmist ekki inn hahahahah Hún horfði á mig og bara Sibbba þú ert 27 ég bara já úbbs ég er 27 að verða 28 og Vaktenn bara horfði á mig með þessum augum vá hvað þú ert að ljúga littla snót. Ég gróf hendina niður í tösku náði í skilríkið mitt og henti Emelie inn á bak við mig og sýndi honu að ég væri fædd 1981.... vaktinn var illa sanfærður og þurfti ég á endanum að rífa upp 3 mismunandi kort til að sanna að þetta væri ég ( æ ja ökuskýrteini með mynd síðan 17 var ekki alveg að dansa). En á endanum komst ég inn og hlóum við vinkonur að þessu vel og lengi... 


Velti því fyrir mér afhverju ég hafði nú sagt 25.... ég held bara að eftir að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að geta ekki gert eitthvað sem ég vildi útaf aldri.... þá er mér bara svo slétt sama hversu gömul ég er... og lengi vel þá var ég bara shiiiiiiittttt ég er að fara að verða þrítug..... En svo þegar lífið breytist á einni nóttu þá fór ég að hugsa smá öðruvísi og núna þá er ég bara stolt af því að vera þrjátíu ára því það segir bara það að ég hef verið á lífi í þrjátíu heil ár og notið þessi og gert svo marga skemmtilega hluti. Og nýtt mottó er að njóta hvers dags og búa til fleiri og fleiri minningar.

Yfir og út 
s

Thursday, 15 September 2011

Mamma djamm.... hehe


Eftir að Óli fór í aðgerðina þá voru nokkrir dagar sem ég þurfti að "dræfa" hann um og einn daginn þá átti hann að mæta í eftirmiddaginn til læknisins upp á völl. Ég tók allt mitt hafurtask og ákvað að taka krakkana á róló sem er við hliðiná vellinum. Andrea elskar að leika sér þarna því það eru eiginlega þrír rólóar hlið við hlið sem miða að sérstökum aldri en henni finnst þeir allir skemmtilegir:) sérstaklega þessi sem hægt er að klifra rosaleg mikið í. Viktor honum finnst bara gaman að horfa á eins og er hahah....  Við skelltum okkur semsagt á róló.... svo byrjaði að dropa úr loftinu og mér leyst ekkert á skýinn ....hmmm hér í Belgíu minnir rigninginn nefnilega smá á hvernig það á til að rigna í Englandi.... Ausrigna semsagt á einni og tíu.... Við vorum með eina regnhlíf og þutum undir hana og svo bara ok við förum og fáum okkur kaffi.... Andrea var að sjálfsögðu mjög til í það svo mikil kaffihúsa kerling...


Þegar á kaffihúsið kom þá pantaði hún sér ís og ég bara sagði við þjóninn já heyrðu ég ætla að fá normal Coffee please ;) og hann enturtók á eftir mér ok coffee Normal.... yes thank you sagði ég... maðurinn horfði smá skringilega á mig þar sem ég hélt á Viktori og var að biðja Andreu um að sitja fallega.....
Ísinn hennar Andreu kom og var hún voðalega glöð og ég var að gefa Viktori þarna og þá kom kaffið mitt... Ég horfði á þetta smá stund og bara hmmm ok er þetta venjulegt kaffi hérna. Kaffið á kaffihúsunum er ekki alveg eins og við erum vön og til dæmis er ekki oft sem þú færð Latte hér og ef þú færð það þá er það ekki eins og við þekkjum það, cappochino er með rjóma í og svo framvegis......
Ég horfði á glasið og sá sykur í botninum og svo eins og glæran vökva og svo eins og smá kaffi og mjólk og svo ís á toppinum.... Ég reyndi að hræra smá í þessu og tók smá sopa en fékk bara svona rjóma ís bragð en ég var bara einhvernvegin viss um að þetta væri ekki venjulegt kaffi.... Óli kom svo til okkar á kaffihúsið og ég bað hann vinsamlegast að smakka kaffið, hann bara hvað svona hlýtur bara venjulega kaffið að vera hérna ?!!! hann smakkaði það og þessi líka þvílíka gretta kom á hann jíssus hann tók um hálsin og sagði þetta er ekki normal kaffi hahahahahah Það er áfengi í þessu kaffi hahah já einmitt... 
Ég kallaði á þjónin og ætlaði að greyða úr þessum miskilingi, þjónnin kom og ég alveg heyrðu ég pantaði normal coffee :) og það er áfengi í þessu..... Þjónnin horfði á mig eins og ég væri alveg farinn og sagði já það er Viský í Coffee normal.... ég alveg ha ok og þá kom Óli sterkur inn með tungumálakunnáttuna og sagði er Viský í (sagt mjög hægt) coffee normalleeeee og þjónninn alveg roðnaði og blánaði aaaaaaa(sagt með frönskum hreim) coffee normanllllleeeeeeeeeeeeeeeeee ég hét þú hafir sagt Coffee NORMAD ..... og svo útskýrði hann fyrir mér að það væri til Irish coffe france coffee and coffee NORMANDÍ  sem kallast Normand coffe og það væri sko með Viský :D 

Já það var ekki skrítið að þjónninn gæfi mér heldur skrítið look þega ég pantaði rammsterkt kaffi með tvö lítil börn um miðjan dag, hefur klárlega hugsað jiii þessi hlítur alveg að vera búin að fá nóg og ætlar á djammið hahahaha.... En svona getur tungumálin verið skemmtileg hahaha :)


Það er eitt svo huggulegt hérna hjá okkur, þegar ég labba með Andreu í skólann á morgnanna þá galar haninn oftast....  Svo eigum við líka okkar eigin hana, hann Viktor er nefnilega búin að uppgvötva heldur betur röddina sína og byrjar yfirleitt einhvertíman á milli hálf sjö og sjö :) Andreu sagði við mig einn morguninn... ohhh mamma ég er svo pirrandi á honum ;) ég vil sofa lengur og ég get það ekki . 

 Yfir og út í bili 
S

Thursday, 8 September 2011

Mannurinn minn..

Já eins og Andrea mundi orða það.... hún talar alltaf um mannurinn þetta og mannurinn hitt og við leyðréttum jafnóðum að maður segi maðurinn. :D

En það sem þessi elska mín leggur á sig fyrir okkur :).... ég fór inn á enn einn spítalan í gær og náði í hann úr enn einni aðgerðinni. Já og í þetta skiptið þá fékk hann með sér minjagrip...... aha.... ég hélt að hann væri alveg farinn og búin að taka djókið aðeins of langt þegar ég sá rautt glas með vökva og eins og hvítum skinnbút í vökvanum ;) jáhá læknarnir í Belgíu gefa manni le souvinior með heim ;) 
Partur af liðþófanum :)

Viktor byrjaði í sjúkraþjálfun og stóð sig voða vel ;) við fengum fullt af æfingum með heim sem við eigum að gera núna næstu tvær vikurnar og koma svo aftur og sýna hversu dugleg við höfum verið. Hann gat nú bara eiginlega allt sem hann átti að gera og vorum við foreldrarnir voðalega stolt af honum ;) Eitthvað höfum við verið að gera rétt á leikteppinu:D.

Þegar við vorum búin náðum við í stóru systur í skólann því að á miðvikudögum er hún bara til 11:30. Þegar við mæðgur erum að rölta að bílnum þá spyr hún mig: mamma hvað hafið þið Viktor verið að gera og ég sagði henni að við hefðum farið í sjúkraþjálfun. Andrea hugsaði sig smá um og spurði svo jáhá ok afhverju það mamma og ég sagði við hana æ þú mannst hvað mamma og pabbi hafa sagt þér að litli bróðir hann er smá öðruvísi .... og hann þarf smá hjálp við að vera styrkur eins og þú. Hún horfði á mig og sagði en mamma Viktor er líkur mér er það ekki? Mamma kyngdi og horfði á þessa snúllu og sagði jú hann er rosa líkur þér og verður öruglega voðalega duglegur eins og þú en á sinn hátt. 
S

Sunday, 4 September 2011

Lúxus helgi:)

Við höfum átt alveg hreint yndislega helgi :) Óli þurfti að draga sig úr landsliðshópnum þar sem að hann er enþá með vesen í hnénu og þar af leiðandi fékk hann helgarfrí. Vá hvað það er langt síðan og vá hvað við nutum þess. Það var yndislegt veður 25-30 gráður og sól og gerðum við sem mest úr þessu langþráða fríi okkar saman.
Ég byrjaði á því að fara aftur á spítalann með Viktor og það var eins og allir bara hafi átt miklu betri dag þar sem að ég mætti yndislegu fólki allstaðar. Fékk alveg hreint frábæra þjónustu og ekki spillti fyrir að allt kom rosalega vel út hjá litla hnoðranum. Hann stóð sig eins og hetja..... hreyfði sig reyndar alveg rosalega mikið ;) sem er bara yndislegt en það tók því aðeins lengri tíma að skoða allt.
gullklumpurinn

Ég rölti svo og náði í Andreu í skólann þar sem veðrið var alveg yndislegt. Allt gekk vel hjá henni en hún panikaði smá þegar hún sá mig ekki um leið og hún kom út... en við vorum fljótar að jafna okkur ;)
gatan okkar
pubbin á horninu

Viktor fékk sér smá graut að smakka.... þetta gengur bara fínt... hann er reyndar búin að fatta að frussa þessu öllu út ef hann er komin með nóg.

Andrea fékk svo að hjóla heim úr skólanum á föstudaginn og stoppuðum við í bakaríinu og skoðuðum líka kindina rétt þar hjá ;)



Erfitt að ná einni  góðri af þeim saman haha

Skelltum okkur í sund og á ströndina í hitanum :) og fundum æðislegan veitingastað í göngufæri frá okkur. Mitt á einum akrinum útí sveit með ylmandi fjósalikt, mais akur og það sem var best var að það var róló beint fyrir utan.







Kram
S