Wednesday, 23 November 2011

Stelpa eða strákur.....

Hún Andrea dóttir mín hefur verið að segja aðeins til um það hvort að það sé stelpa eða strákur í bumbunni..... Þegar ég var ólétt af Viktori þá "vissi" hún það alveg að þetta væri strákur...... var smá erfitt þar sem að áður en við vissum þá var hún handviss um það að hún væri að fara að eignast lítinn bróður sem myndi heita Erik ;) Við sögðum henni blíðlega að þetta gæti verið stelpa og þá varð hún reið og frekar móðguð og sagði ákveðið nei þetta er lítill strákur ég bara veit það. Þegar við fórum í sónarinn og fengum að vita hvort kynið væri þá hlóum við og sögðum jahá hún hafði rétt fyrir sér.... síðan þá hefur hún 3-4 sinnum sagt rétt til um hvað vinir okkar eiga von á.... Við höfum nú bara hlegið að þessu og haft gaman af....
Í síðustu viku voru vinir okkar Bjarni og Dóra að koma í heimsókn og hún var voðalega spennt að bíða eftir þeim og ákvað að teikna mynd fyrir þau. Hún byrjaði á því að teikna Bjarna.... alveg rosalega lappalangann og Óli sagði henni að hún næði honum bara frekar vel ;D svo var það Dóra .... ég fór að sinna Viktori eitthvað og kom svo aftur og spurði þá Andreu hver þetta væri.... Lítil manneskja við hliðiná Dóru og Bjarna.... hún horfið á mig og sagði hmmm mamma þetta er litla stelpan sem er í maganum á Dóru ;) jáhá sagði ég var pabbi að segja þér að Dóra væri með barn í maganum.... og hún svona hmmm spáði lítið í það sem ég var að spurja hana um. Ég fór til Óla og spurði hann hvort að hann hafi verið að segja Andreu að Dóra væri ólétt.... hann neitaði því og ég bara hristi höfuðið og hló.... þetta barn.

Dóra og Bjarni fengu myndina og við hlóum vel og lengi, Andrea fór alveg í kerfi og bara vildi ekkert tjá sig um málið... Svo sagði Dóra að við myndum sjá fljótt hvort hún hefði rétt fyrir sér því þau væru að fara í sónar bara eftir helgi. Þegar ég talaði við Dóru í gær þá hlóum við mikið..... það er lítil prinsessa í bumbunni hennar og ótrúlegt að prinsessan mín hafi aftur haft rétt fyrir sér ;)

S


Thursday, 17 November 2011

Þakklæti

Þakklæti.... útaf því að það styttist í jólinn og það er jú hátíð ljós og friðar og þá hugsar maður extra mikið til guðs og þakkar fyrir hvað maður hefur. Svo held ég að það sé líka bara margt sem hefur átt sér stað í kringum mann síðustu mánuði. Ég las meðal annars blogg póst sem vinkona mín benti mér á um kvart og að öll kvörtum við yfir smá hlutum... svo eiga aðrir það mikið erfiðara og glíma við krabbamein. Svo að við ættum að vera jákvæð og hætta að kvarta yfir smá hlutum. Það fer líka svo mikil orka í það sem hægt væri að nýta í eitthvað annað;)
Já þar er ég sko sammála en eins og ég hef alltaf sagt þá eiga allir rétt á að hafa sín vandamál... þá er ég ekki að tala um kvart... Alveg sama hvort og hvernig við höfum það, við getum öll átt okkar vandamál og það hnussar í sumum þegar aðrir eru að "kvarta" og segja frá sínu vandamáli sem kannski einhverjum öðrum þykir ekkert vandamál. En þá reyni ég alltaf að segja að þetta er bara vandamálið hans... ég hef eitthvað annað. Það er ef maður hefur eitthvað;)
En ég held líka að það besta sem við gerum er að hugsa reglulega um... hvaða hluti við erum þakklát fyrir í lífinu. Í stað þess að vera að hugsa um það sem að betur mætti fara að hugsa hvað við erum glöð með þetta og hitt sem er í lífi okkar :)
Ég held að lífið verði svo miklu léttara þegar maður gerir það... mér til að mynda finnst það og alltaf þegar ég er eitthvað leið eða kvíðinn yfir einhverju sem ég held að sé vandamál, þá reyni ég að motivera mig í það að hugsa um hlutina sem ég er þakklát fyrir. 
Eins og kannski margir sem hafa lesið bloggið mitt áður hafa séð þá á ég smá erfitt með spítala heimsóknir eftir að Viktor fæddist. Núna eigum við bókaðan tíma í næstu viku hjá háls, nef og eyrna sérfræðingi og eru taugarnar aðeins byrjaðar að kitla....  Minni ég mig því á hvað ég er þakklát fyrir fjölskylduna mína. Hvað ég er vel gift og hvað ég á yndislega "litla" stelpu sem er svo dugleg og hvað ég á flottan lítinn strák. Ég er sérstaklega þakklát hvað hann er duglegur og hvað hann hefur verið hraustur. Ég gleðst yfir litlu hlutunum sem ég fór kannski ekki alveg að sjá fyrr en Viktor fæddist og er þakklát líka fyrir það eitt að ég sjái þá í dag :D

góða helgi
s


Gratitude changes the pangs of memory into a tranquil joy.


Monday, 14 November 2011

Do you have any balls........ ;)

Já þetta var það sem ég sagði við afgreiðslumannin í íþróttabúðinni þegar ég var að skoða tennis spaða og vildi líka sjá tennis bolta :D úbbs Óli horfði á mig stórum augum og þegar ég fattaði hvernig þetta hljómaði þá roðnaði ég og blánaði og við sprungum úr hlátri.... :D Ég í hnotskurn á sumum dögum :)

Ég skellti mér á tennis námskeið með þrem öðrum stelpum og byrjuðum við á mánudaginn þjálfarinn vissi ekki að hann þyrfti að tala ensku þannig að honum brá smá þegar hann heyrði það. Ég sagði við hann svo lengi sem hann talaði ekki frönsku þá ætti þetta að vera í lagi... hann lofaði því. Svo byrjuðum við og gerðum allskonar æfingar og var mjög gaman. Svona þegar var farið að lýða á tímann þá erum við að gera æfingu og hann spyr okkur girls .... do you feel the balls..... ? Ég bara horfið á hann og ok ég vissi alveg hvað hann átti við en ég stóðst ekki mátið roðnaði og blánaði og fór í hláturs kast.... hinar stelpurnar horfðu alveg á mig... hmm hvað var svona fyndið.... Ég var ekki alveg til í að útskýra þetta og sagði bara að ég hafi verið að hugsa eitthvað fyndið.... Ji dóninn ég ;)

Annars eru allir hressir hérna fór með Viktor í sjúkraþjálfun í dag og konan var alveg í skýjunum með hann... fannst hann svo duglegur og langar að mynda hann og hafa hann í svona videoi fyrir námskeið sem hún heldur. Ég brosti auðvitað hringinn :D Hún segir að hann sé svo sterkur í fótunum sem oft á tíðum er ekki og að fæturnar fylgi höndunum svo vel... Svo þegar Viktor stóð upp alveg ríg sperrtur og flottur þá missti hún kjálkan niður í gólf og hvað þá þegar hann fór að galoppa ;) (hoppa lítur samt meira út eins og galopp) Svo í lok tímanns þá sagði hún það vantar allt downs í þig litli kall :) hahaha 
Eins og sést á myndinni þá er Viktor góður í að bæta á sig... en er mér það hulin ráðgáta hversu vel hann er í holdum. Hann er nefnilega alveg svakalegur með mat. Æ æ æ já hann vill ekki sjá neitt sem heitir grænmeti... það er þvílík dramantík þegar ég er að reyna að koma því í hann. En auðvitað sleppur hann ekki svo þegar ég er búin að gefast upp á því að moka upp í hann og kem með ávaxta mauk þá er eins og lásinn á kjálkavöðvanum hafi snar opnast og gapir hann eins og enginn sé morgun dagurinn. :) Við erum alveg ráðlaus.... ef einhver kann góð ráð í því að koma ofan í hann grænmeti og tilheirandi þá má endilega kommenta með góðu ráðinn....
Já og þið hin sem hafið ekki ráð .... megið auðvitað líka kommenta og segi ég bara eins og ein vinkona mín... þið fáið ekki raflost af kommenta takkanum ;)

Bestu kv í bili
S

Wednesday, 9 November 2011

limited edition ;)

Jæja nú jæja hvar á ég að byrja.....

Við fengum mömmu í heimsókn og er það búið að vera eintóm sæla, höfum notið samverunar í botn og ætlum að gera það í nokkra daga í viðbót. 
Ég og Andrea skelltum okkur í Halloween göngu í skólanum hennar og leit þetta allt saman rosalega vel út þegar við komum upp í skóla. Flest allir klæddir í búning og voru það margar nornir, draugar og uppvakningar.... og svo kom þrjóskja dóttir mín klædd sem mjög svo massaður spiderman :). Hún tók ástfóstri við þennan karakter í kringum fjögur ára aldurinn og hefur það bara ekkert minkað. Að minsta kosti finnst henni að ef það er búninga partý eða tilefni til að klæðast búning þá komi ekkert annað til greina en að vera spiderman :)  ég var nú samt búin að gera smá rannsóknar vinnu og spurja hinar mömmurnar hvað þeirra börn ætluðu að vera og flestir voru búin að nefna norn... Svo ég fór til vonar og vara og keypti eitt stykki norna hatt og nef og tennur....Hélt jafnvel að hún myndi breyta um skoðun þegar hún sæi hina krakkana..... En nei nei hún var svona líka hæst ánægð með sig í vöðva massa spiderman búningnum og með grímuna á sér allan tímann. 
spiderman
þessi strumpur var bara norn:)


Við söfnuðumst saman við skólann og gengum þaðan... við héldum að þetta ætti að vera smá hringur en þegar við erum að fara af stað þá heyrum við að þetta ætti að vera 5 km.... hmmm ok vó, Óli fór heim að hvíla sig fyrir leik morgundagsins en ég og Andrea héldum áfram. Það var rosalega mikið myrkur og fylgdi okkur lögga á mótórhjóli... En þar sem við búum í sveit þá var nú meiri sjéns að það myndi belja hlaupa okkur niður en bíll ;). Eftir að við vorum búin að labba í smá stund og Andrea svona að venjast því að vera út í nóttinni og bara með vasaljós.... þá byrjaði ballið... þegar við löbbuðum í gegnum lítinn skóg þá kom risa kógnuló úr einu trénu og svona scream draugur hlaupandi öskrandi á móti okkur..... Jedúdda ég varð meirisegja smá skelkuð.... barnið fékk vægt taugaáfall og kallaði restina af ferðinni á pabba sinn.... Ég hélt áfram aðeins með hana því það var ekki alveg hlaupið að því á litlu sveita vegunum að láta Óla ná í okkur þar sem að gangan taldi um 60 manns. Þegar við höfðum labbað smá stund í viðbót komum við að house of hallow eða eitthvað svoleiðs með tveim litlum bálum fyrir framan og mann með sítt grátt hár allt útí loftið og í drauga búning fyrir utan og svo hljómaði svona aaahhhhhaaahhhh ahhhhhhaaaaaa hahhahhahah í hátölurum. Já þetta sló botnin í okkar halloween göngu og neitaði Andrea að labba lengra fyrr en pabbi hennar kæmi... Óli náði í okkur og við brunuðum heim, þegar Andrea mætti ömmu sinni þá sagði hún orð rétt "Amma ég var bara að skíta í mig af hræðslu". Held að þetta hafi verið fyrsta og síðasta Halloween gangan okkar í bili hahaha....

Nutum svo í botn skólafrísins hennar Andreu, Viktor fattaði að systir sín er ein sú fyndnasta á þessari jörðu.... var svo fyndið og yndislegt þegar að einn daginn þegar hún byrjaði að gússast í honum að hann fór í hláturskast og brosir bara hringinn. Andreu finnst þetta og þegar Viktor tosar í hárið á henni og maður skammar hann það skemmtilegast við að eiga bróðir að ég held ;)

 



 



 



Við vorum inn í barnafata búð með Lóló frænku um daginn og vorum að reyna að finna þunna "úlpu" á Viktor.... rákumst á eina og og Lóló sagði mér finnst þessi passa svo vel.... það stendur limited edition.... ég bara hmmmm já vá hún segir meira en mörg orð.... En svo þegar við gáðum betur þá stóð golden boy edition ;) hahahah hann er svo með sanni gullklumpurinn okkar :D


S