Jæja nú jæja hvar á ég að byrja.....
Við fengum mömmu í heimsókn og er það búið að vera eintóm sæla, höfum notið samverunar í botn og ætlum að gera það í nokkra daga í viðbót.
Ég og Andrea skelltum okkur í Halloween göngu í skólanum hennar og leit þetta allt saman rosalega vel út þegar við komum upp í skóla. Flest allir klæddir í búning og voru það margar nornir, draugar og uppvakningar.... og svo kom þrjóskja dóttir mín klædd sem mjög svo massaður spiderman :). Hún tók ástfóstri við þennan karakter í kringum fjögur ára aldurinn og hefur það bara ekkert minkað. Að minsta kosti finnst henni að ef það er búninga partý eða tilefni til að klæðast búning þá komi ekkert annað til greina en að vera spiderman :) ég var nú samt búin að gera smá rannsóknar vinnu og spurja hinar mömmurnar hvað þeirra börn ætluðu að vera og flestir voru búin að nefna norn... Svo ég fór til vonar og vara og keypti eitt stykki norna hatt og nef og tennur....Hélt jafnvel að hún myndi breyta um skoðun þegar hún sæi hina krakkana..... En nei nei hún var svona líka hæst ánægð með sig í vöðva massa spiderman búningnum og með grímuna á sér allan tímann.
|
spiderman |
|
þessi strumpur var bara norn:) |
Við söfnuðumst saman við skólann og gengum þaðan... við héldum að þetta ætti að vera smá hringur en þegar við erum að fara af stað þá heyrum við að þetta ætti að vera 5 km.... hmmm ok vó, Óli fór heim að hvíla sig fyrir leik morgundagsins en ég og Andrea héldum áfram. Það var rosalega mikið myrkur og fylgdi okkur lögga á mótórhjóli... En þar sem við búum í sveit þá var nú meiri sjéns að það myndi belja hlaupa okkur niður en bíll ;). Eftir að við vorum búin að labba í smá stund og Andrea svona að venjast því að vera út í nóttinni og bara með vasaljós.... þá byrjaði ballið... þegar við löbbuðum í gegnum lítinn skóg þá kom risa kógnuló úr einu trénu og svona scream draugur hlaupandi öskrandi á móti okkur..... Jedúdda ég varð meirisegja smá skelkuð.... barnið fékk vægt taugaáfall og kallaði restina af ferðinni á pabba sinn.... Ég hélt áfram aðeins með hana því það var ekki alveg hlaupið að því á litlu sveita vegunum að láta Óla ná í okkur þar sem að gangan taldi um 60 manns. Þegar við höfðum labbað smá stund í viðbót komum við að house of hallow eða eitthvað svoleiðs með tveim litlum bálum fyrir framan og mann með sítt grátt hár allt útí loftið og í drauga búning fyrir utan og svo hljómaði svona aaahhhhhaaahhhh ahhhhhhaaaaaa hahhahhahah í hátölurum. Já þetta sló botnin í okkar halloween göngu og neitaði Andrea að labba lengra fyrr en pabbi hennar kæmi... Óli náði í okkur og við brunuðum heim, þegar Andrea mætti ömmu sinni þá sagði hún orð rétt "Amma ég var bara að skíta í mig af hræðslu". Held að þetta hafi verið fyrsta og síðasta Halloween gangan okkar í bili hahaha....
Nutum svo í botn skólafrísins hennar Andreu, Viktor fattaði að systir sín er ein sú fyndnasta á þessari jörðu.... var svo fyndið og yndislegt þegar að einn daginn þegar hún byrjaði að gússast í honum að hann fór í hláturskast og brosir bara hringinn. Andreu finnst þetta og þegar Viktor tosar í hárið á henni og maður skammar hann það skemmtilegast við að eiga bróðir að ég held ;)
Við vorum inn í barnafata búð með Lóló frænku um daginn og vorum að reyna að finna þunna "úlpu" á Viktor.... rákumst á eina og og Lóló sagði mér finnst þessi passa svo vel.... það stendur limited edition.... ég bara hmmmm já vá hún segir meira en mörg orð.... En svo þegar við gáðum betur þá stóð golden boy edition ;) hahahah hann er svo með sanni gullklumpurinn okkar :D
S