Sunday, 23 December 2012

Jólakúlur :)

Já litlu jólakúlurnar á heimilinu eru í óða önn að gera sig tilbúin fyrir jólin. Andrea er með þetta allt á hreinu að jólin koma þegar við kveikjum á síðasta kertinu á aðventukransinum. Ég segi henni reglulega að þau séu nú eiginlega bara komin eða alveg að koma en aðfangadagskvöld sé daginn eftir að öll kertin séu kveikt ;)

Andrea tók þátt í helgileik í skólanum sínum og voru foreldrarnir að vonum ótrúlega stoltir af stóru stelpunni sinni og hafa bara ekki séð eins professional helgileik. Hún var í hlutverki Maríu ásamt fjórum öðrum stelpum (ein stór maría og þrjár litlar) og svo voru fjórir strákar í hlutverki Jósef (einn stór og þrír litlir). Andrea fékk eina setningu og var það svolítið fyndið að hún var á Íslensku, semsagt litlu Maríurnar fengu hver sína línu og Andreu var á íslensku svo var ein sem var með á Hollensku og ein á Frönsku. Andreu lína var hvort það væri pláss fyrir þau í gistihúsinu :) svo yfir kirkjuna glumdi íslenska skæra röddin hennar og foreldrarnir fylltust miklu stolti ;)


Við fjölskyldan vorum svo í viðtali í fréttablaðinu í gær og fannst það heppnast bara voða vel. Viðtalið er hægt að lesa hér. Takk allir fyrir falleg sms, símhringingar og kveðjur á facebook.


Við reyndum svo jólamyndatöku með gríslingunum og það gekk svo vel að foreldrarnir voru sveittir, reittir og voðalega þreyttir eftir á og engin mynd var prenthæf ;)
vildi vera eins og Grinch





Svo við létum krúttmyndir frá árinu bara duga :)

Gleðileg jól úr sveitinni í Belgíu
Sogco

Friday, 14 December 2012

Þegar markmið verða að raunveruleika :)

Í dag fengum við þær fréttir að það ætti að færa Viktor á næstu deild. Það eru þrjár deildir á leikskólanum, baby deildinn svo mið deildinn og stóra. Þegar ég kom fyrst með Viktor í aðlögun þá tók ég eftir því að það voru tveir strákar þarna sem voru töluvert eldri. Báðir með fötlun og þurftu meiri hjálp. Ég man svo eftir því að ég fékk svoo mikinn sting í hjartað. Ég hugsaði æjjjj hér vorum við komin og Viktor passaði svo fínt inn í aldurshópinn sem var þarna... hann var 8 mánaða flestir voru í kringum 1 árs og aðeins eldri og svo líka yngri. Ég hugsaði vá hvað hann getur lært mikið af krökkunum hér. En ég fékk sting því að ég horfði á eldri strákana, báðir um og yfir tveggja ára, ég hugsaði með mér verður litli strákurinn minn svona.... miklu miklu eldri en hinir og á enga samleð með börnunum á sinni deild. Ohhh hvað ég var leið en ég bægði hugsunum mínum frá mér reyndi að vera bjartsýn. Vegna aðstæðna og styrkleika Viktors eins og þið getið lesið hér þá fékk Gullklumpurinn ekki að byrja á leikskólanum fyrr en í maí og voru eldri strákarnir þarna ennþá og ég fékk sama sting í hjartað. Ég fylgdist með þeim og var mikið að spá í það afhverju þeir væru ennþá á baby deildinni og hvernig það væri eiginlega í pottinn búið þegar ákveðið væri hvenær barn væri tilbúið til að fara á næstu deild og svo framvegis. Spurði mjög laumulega einhverntíman og fékk þau svör að það væri gott að þau væru byrjuð að labba og borða sjálf því tempóið á mið deildinni væri svoldi meira. :) Ég hugsaði með mér já ok þá er bara að vinna í því með Viktori en að sjálfsögðu vill ég að hann geri þetta á sínum hraða og að hann fái sinn tíma á deildinni sinni eins og hann þarf. Það sem ég hafði bara áhyggjur af var að hann yrði ekki dæmdur á hans forsendum og hvernig hann væri að þroskast sem einstaklingurinn Viktor heldur einstaklingurinn Viktor sem er með downs heilkennið. Ég var hrædd um að það yrði horft fram hjá honum þegar það ætti að færa börn niður á næstu deild útaf því að hann þyrfti hugsanlega meiri aðstoð og ahhhh hann gæti jú alveg verið aðeins lengur með litlu börnunum. 

Í haust þá fórum við á fund á leikskólanum með bæði þeim sem sjá um sjúkra, iðju og talþjálfun og starfsfólki frá deildinni hans og konu sem hefur fylgt okkur síðan Viktor var 6 mánaða og hjálpað okkur að fóta okkur í belgíska kerfinu. Þetta var rosalega góður fundur og við fengum að vita hvernig meðferðirnar gengu og hvað væri frammundan og fleira. Í lok fundarins vorum við spurð hvort það væri eitthvað sérstakt sem við værum að spá? Ég ákvað að tala um áhyggjur mínar og sagðist búin að vera spá í því hvenær börn færu á næstu deild og hvenær hugsanlega þau héldu að Viktor myndi svo fara á mið deildina. Þau sögðu mér að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því, allir ættu sömu réttindi og að sjálfsögðu myndu þau horfa á hvernig Viktor væri að standa sig og hans þroska en ekki aldur og að hann væri með downs heilkennið. Ég átti smá erfitt með að tjá mig þarna og þurfti alveg að kyngja nokkrum tárum Æ mömmu hjartað kramdist eitthvað við tilhugsunina að hann myndi sitja eins og trölla barn eingöngu með smábörn í kringum sig... En ég fékk góð svör og var ánægð að þau vissu mínar áhyggjur  en ég sannfærði þau líka um það að ég vildi bara að hann fengi sömu meðhöndlun og allir aðrir og að hann færi yfir á næstu deild þegar hann væri tilbúinn.


Svo í dag þegar Óli hringdi í mig himinlifandi og kátur yfir því að stóri (hmmm) duglegi strákurinn okkar yrði bara færður á miðdeildina eftir jólafrí... þá fékk mamman sjokkk....... Úfffffff "litli" stóri strákurinn minn haaaaa var hann tilbúin í það???? Og heilinn fór á flug.... og ég bombaði óteljandi spurningum á Óla..... hahaha jáhá var það kannski bara mamman sem var ekki tilbúin??? 
En hvað með matmálstímana og fær hann aðstoð með að borða og og og og OG Óli bara heyrðu slaka esskan. Svo taldi hann upp allt sem var í lagi og það sem hann þyrfti aðstoð með myndi hann bara læra miklu hraðar á stóru deildinni ;) Ég andaði inn og út og hristi hausinn og hló að sjálfri mér..... dísös Sigurbjörg fer í berjast berjast berjast gírinn og vill fá sanngjarna meðferð og svo þegar stóri strákurinn sýnir mér og öllum hinum hvað hann er ótrúlega flottur og skellir sér á næstu deild á sama tíma og öll hin börnin þá fær mamma gamla bara sjokk og skellir sér í svíberinn eins og Óli orðar það svo oft....... En þegar á botnin er hvolft og ég búin að fá minn tíma í að melta þetta allt saman þá er ég svo ógurlega glöð fyrir hann og hversu duglegur hann er þetta hunangs stykki okkar :D Hugsanlega þegar fleiri en eitt markmið verða að raunveruleika á stuttum tíma, þar sem Viktor byrjaði að labba ekki alls fyrir löngu. Þá verður þetta allt saman kannski smá yfirþyrmandi :). Ætli ég skoði ekki aðeins miðdeildina á mánudaginn og sjá hvort að honum sé óhætt hahahahahaha ;) 

Við höldum því inn í helgina eitthvað örlítið stærri :P
yfir og út
S

Monday, 3 December 2012

Atvinnumaður morgun dagsins!!

Ég held ég hafi nú komið inn á það aðeins hér í blogginu að Andrea byrjaði að æfa fótbolta núna í sumar. Henni finnst þetta voðalega gaman, æfir hún einu sinni í viku og svo eru oftast leikir á laugardags morgnum. Hún æfir með lokal liðinu hérna í sveitinni hjá okkur og eru það bara strákar sem hún æfir með. Semsagt hún og strákarnir í bekknum hennar eða einu ári yngri og eldri, hún þekkir þá alla og er góð vinkona þeirra. Svo það er ægilega gaman oftast á æfingum og tala nú ekki um þegar hún fer að keppa. Hún er eina stelpan í hennar árgangi en það eru nú ein og ein í einhverjum árgángum hjá Sparta Wortegem.


Fótboltinn hjá stelpum byrjar ekki hjá liðinu sem Óli spilar með fyrr en stelpurnar eru held ég 11 ára og oftast bara hjá liðunum í kring ekki fyrr en um 8 ára aldur. Svo það tíðkast víst mikið að stelpurnar séu bara að spila með strákunum upp að þeim aldri.
Árgangurinn hennar Andreu hérna í Sparta Wortegem er yngsti flokkurinn og þau eru öll tiltölulega nýbyrjuð að æfa og því getan og árangurinn eftir því.:) Óli hélt því fram að hugsanlega væru þau lélegust í Belgíu til að byrja með (hahah) en það er ótrúlegt hvað þau hafa náð miklum árangri bara síðan í sumar og maður fyllist þvílíku stolti að sjá framförina. Leikirnir byrjuðu á því að enda í ansi mörgum tugum og núll fyrir hinum en þeim tókst nú að vinna leik um daginn og held ég að stelpan okkar ætlaði að springa úr stolti. Þar fyrir utan þá var það Andrea sem skoraði fyrsta markið sem liðinu tókst að skora í leik..... svo þið getið ýmindað ykkur gleðina hjá þeirri stuttu...... Já eða faðir hennar sem var á hliðar línunni þegar frumburðurinn gerði markið... :) :) :) Ég er ekki enþá viss hver var stoltari pabbinn eða dóttirin..... Það var allavegana hringt í miðjum leik gargandi af gleði... :)
Andrea hefur greinilega keppnis skapið frá föður sínum og á það til að fara grenja og verða fúl þegar hún tapar (óli er nú hættur því núna ;)).... og til að byrja með þegar þau töpuðu svoldið oft þá var það orðið fastur liður að hún kæmi vælandi eftir leikinn.... Ég nenni ekki að tapa... búhúúúúhúúú...... ekki það að móðirinn sé ekki keppnis manneskja... heldur þá tekur Andrea þetta bara á næsta level sem ég þekki ekki og get ekki séð sjálfa mig í henni (því það er mikið sem ég sé í henni sem er copy paste frá mér hahaha :)). En vonum bara að hvað sem hún tekur sér fyrir hendur þá kemur þetta keppnis skap henni langt.



En þangað sem ég ætlaði þennan blog póst. Fyrr núna í haust þá spiluðu þau við mjög gott lið sem er um það bil 20 mínútur frá okkur, Andrea var næstum því búin að skora en hitt liðið vann yfirburðar sigur. Ég man að eftir leikinn þá sagði ég Óla frá því hvað þeir hefðu verið góðir þessir litlu strákar og bara 5 ára.... ég sagði honum að það hafð verið tvíburar í liðinu sem voru alveg rosalega góðir já og nokkrir aðrir líka en tvíburarnir voru sérstaklega góðir. Núna á laugardaginn var svo leikur við þetta sama lið og Óli fór með Andreu og var að horfa á. Þegar hann stendur í makindum sínum á hliðar línunni þá kemur maður sem byrjar að tala við hina foreldrana og þeir segja honum að Óli sé leikmaður hjá Zulte Waregem. Maðurinn vindur sér að Óla og kynnir sig gefur honum nafnspjaldið sitt og segir honum að hann sé njósnari frá Zulte Waregem. Semsagt hann vinnur fyrir yngri flokkana hjá liðinu hans Óla, við að finna unga upprennandi fótbolta menn.... Seriously ég átti ekki til orð þetta var leikur hjá 5 ára gömlum krökkum.
En jú jú hann var semsagt að skoða einn úr hinu liðinu og hafði fyrir stuttu "scoutað" tvo aðra spilara hjá þeim sem voru góðu tvíburarnir sem ég hafði sagt Óla frá fyrr í haust. Hann sagði að þetta tíðkaðist hjá flest öllum "stóru" liðunum að hann væri bara einn af nokkrum sem vinna fyrir Zulte Waregem.  Fara þeir svo á mini strætóum og sækja strákana um allar sveitirnar hérna í kring fyrir æfingar. Til dæmis þá er þetta lið sem hann var að njósna um þarna, í 45 mínótna fjarlægð frá Waregem svo það er ágætis tími sem fer í æfingu hjá þessum 5 ára strákum :)
Óli fer svo að segja vini sínum í liðinu frá þessu núna eftir leikinn í gær og þá sagði hann og pabbi hans honum að þetta væri mjög algengt en væri víst ennþá meira hjá stelpu liðinum. Útaf því að stelpu liðinn eru svo fá og er því slegist um "talentana" sem spila með strákunum en það er oftast ekki fyrr en þær eru aðeins eldri. Jáhá... ég verð að segja að ég var smá sjokkeruð yfir þessu öllu saman... kannski er ég svona "naiv" en ég hélt bara að á þessum aldri (5ára+ nokkur ár) ætti þetta enþá bara að vera gaman ;). En hver veit nema að Andrea verði svo "scoutuð" til einhvers af stærri stelpu liðunum ef hún heldur áfram að vera svona dugleg og sýna þessu svona mikinn áhuga. ;) En eitt er alveg á hreinu að mamman ætlar að leyfa henni að hafa bara gaman af þessu eins leeengi og hún vill :)

yfir og út
S

Thursday, 29 November 2012

Hóst, hor og tennur en jólagleði....

Hér erum við búin að vera heima síðan Viktor fékk lugnabólgu, eða það er Viktor má ekki fara í leikskólann en við förum þrisvar í viku í sjúkró, iðjó og talþjálfun. 
Við höfum svo fengið annan sjúkraþjálfara heim í svona "hósta"/öndunar sjúkraþjálfun (ademhalingskine á hollensku). Mér finnst þetta bara frekar sniðugut og veit ég ekki hvort þetta er notað annar staðar en hér en þetta er þannig að sjúkraþjálfarinn situr á svona yoga bolta og hoppar upp og niður með Viktor og heldur um leið þéttingsfast um öndunarfærin. Viktor andar þá dýpra niður í maga og þjálfar lungun og nær að hósta upp slími og ógeði sem er jafnvel fast í lungunum útaf lungnabólgunni. Þessi þjálfun er víst mikið notuð hérna á krakka. Viktori finnst þetta bara voða gaman og trallar bara með og syngur og hóstar svo þess á milli.





Það hefur verið nóg að gera hjá okkur en mamman því miður ekki komist í skólann og lítur út fyrir að hún verði aðeins að setja það til hliðar í bili. Við fengum nefnilega eyrnabólgu núna rétt fyrir helgi með tilheyrandi hita OG svo er þessi elska að fá allavegana fjórar tennur..... Já það má með sanni segja að það sé allt já allt að gerast í þessum litla kroppi þessa dagana. Úff púff.... svo erfitt þegar maður stendur ráðlaus við hliðiná litla gullinu sínu og er bara ekki viss hvað er að angra... eru þetta tennur? eyrun?.... eða er þetta lungnabólgann aftur. En við byrjuðum pensilín kúr aftur útaf eyrunum fyrir helgi svo þetta er vonandi að batna og ég held að þessar tennur séu nú að skríða upp... Ljósi punkturinn í þessu öllu er að tennurnar eru þá komnar upp og eru ekki svo margar eftir svo það er voða gott. Fórum við svo til læknisins í dag og lungun er í góðu lagi og eyrun að lagast. En læknirinn vill að Viktor sé heima í 1-2 vikur í viðbót því það eru búin að vera rs vírus tilfelli í leikskólanum og betra að V nái sér alveg áður en hann fer til baka. Svo já enginn skóli fyrir mömmuna og lítill tími í stúss en bara meiri kúr og knús og kjass :) með dassi af tannpirring og tárum.
Í sjúkró, á "hestinum"

æfa sig að fara í skó ;)



flottu feðgarnir



rassinn á heimasætunni er meira upp en höfuðið þessa dagana:D






Hér er svo að renna upp tími Sinterklas og Svarte Pete hjálpara hans. Andrea er að læra um þessar elskur í skólanum og svo kemur kallinn næstu helgi svo það verður rosalegt fjör ;) Bekkurinn hennar fer að skoða hús Sinterklas núna á fimtudaginn og svo hittum við hann hjá vinum á föstudaginn og svo kemur hann víst aðfaranótt laugardags og skilur eftir gjafir fyrir börnin. Svo í nógu að snúast hjá litlu dömunni á heimilinu því hún er líka að undirbúa sig undir komu íslensku jólasveinanna. Þetta verður nú eitthvað skrítið held ég þegar heim verður komið og ef hún vill halda í allar hefðirnar hahaha sem við höfum tekið þátt í okkar útlandaveru :D.
með góðum vinum að skoða hús Sinterklas

Við erum svo bara að dunda okkur í jóla undirbúningi, erum búnar að vera duglegar að baka og ætlum að fara að skreyta og búa til aðventukrans. Andrea er sérlegur aðstoðarmaður í bakstrinum og finnst ekkert betra en að sleikja degið.... mmmm já ætli maður muni ekki eftir því hvað manni þótti þetta gott:). En núna í síðustu smákökusort þá bað hún mig vinsamlegast að trufla sig ekki þegar hún var að sleikja af hrærivélar spaðanum. ;) 
Ekki trufla mig.....

Hér reynum við því að gleyma okkur í jólagleðinni og njóta og hlakka til allra spennandi hlutana sem drýfur á daga okkar og setja á bak við okkur bolta leiðindi. :)
systkini í kasti yfir pabba sínum :)

Bestu frá BE
S

ps rosalega gaman þegar fólk skilur eftir sig spor :D endilega ekki vera hrædd við það ;)

Thursday, 15 November 2012

Hraustur Gullklumpur.

Hér eru allir að hressast, við lentum inn á spítala með gullklumpinn hann fékk lungnabólgu og vorum við á spítalanum í 5 daga. Úff hann var alveg að verða geggjaður litli karlinn en voða duglegur og læknarnir svo ánægðir með hann. Hann var með æðalegg og gat því ekki alveg náð að labba eins og hann vildi en reyndi bara að gera sitt besta, gekk með rúllustöngina eins og gamall karl. Freeelsið sem fylgdi því þegar æðaleggurinn var tekinn. Hann var svo ánægður hljóp um allt .... 5 fm herbergið það er og gargaði af gleði. Mykið hugsaði ég til foreldra barna sem eru langveik eða þurfa að einhverjum ástæðum að dvelja langdvölum á spítulum. Heilbrigði er forréttindi og finnst mér við þurfa að minna okkur statt og stöðugt á það.
ekkert voða glaður í þessu fangelsi... 



gleðistrumpur komin heim :)


Á fimtudaginn í síðustu viku kom svo út bókin Gleðigjafar og var heljarinnar útgáfuteiti á sunnudaginn í Eymundson skólavörðustíg. Við komumst því miður ekki en sendum okkar fulltrúa og var þetta víst alveg magnað. Bókin seldist upp í búðinni og hafa aldrei verið jafn margir í einu útgáfuteiti þarna. Ég er svo stolt af þessari bók og að fá að vera partur af henni, svo mikil þörf á svona bók. Þegar ég var beðin um að vera með þá var ég ekki lengi að svara játandi... ég hafði sjálf byrjað að skrifa söguna hans Viktors fljótlega eftir að hann fæddist því mér fannst það hjálpa mér... og einnig það voru bara ansi ótrúlegir hlutir sem gengu á þarna fyrst og mig langaði ekki að gleyma þeim. Okkar sögu þurfti ég að stytta töluvert en lengri útgáfuni hendi ég kannski í prent einhverntíman hver veit... Ég fæ mína bók senda í pósti á næstu dögum og hlakka voðalega til að lesa restina af bókinni. 
Bókin fæst í Eymundson og er líka núna á afslætti á www.nuid.is og mæli ég eindregið með að allir nái sér í eintak og lesi þessa einstöku bók.

Dísa fór og náði sér í eintak :)
í iðjuþjálfun

að reyna að klæða sig í sokka... hahah


Annars er húsbóndinn á heimilinu staddur í Androrra þessa dagana að taka þátt í verkefni Íslenska landsliðsins. Er því fjör hjá móðurinni á godda stöðum ;). Við erum óskaplega glöð yfir því að hann fái að spreyta sig aftur með landsliðinu en við fögnum komu hans heim seinna í dag og árangri þessarar ferðar :D.

yfir og út í bili
S

Tuesday, 30 October 2012

Gangandi Hulk og að sjálfsögðu Spiderman :)

Á fimtudaginn þá kem ég heim, Óli náði í krakkana í skólann og leikskólann og allir sátu við borðið að fá sér síðdegis hressingu. Búið að vera nóg að gera hjá fjölskyldunni og við vorum öll að ræða málin og segja frá síðustu dögum. Óli segir þá við mig að konurnar á leikskólanum hafi sagt að Viktor fari nú bara að labba á næstu dögum hann sé bara alveg að ná þessu.... ég sagði honum þá frá því að þegar við vorum saman heima deginum áður þá hafi hann einmitt sýnt góða takta, verið að standa upp sjálfur á miðju gólfi og taka 2-3 skref og svona. Svo stöndum við í eldhúsinu að ganga frá og Viktor er að fikra sig með veggnum að uppþvottavélinni (sem er í algjöru uppáhaldi) og svo tekur hann góð 6 skref útá gólfið í áttina til okkar.... Við vorum í sjöunda himni.... vá þvílík gleði og þegar hann pompaði á rassinn þá var sko klappað og trallað og veiað og bravóað..... hann var að sjálfsögðu svakalega glaður með sjálfan sig og foreldrarnir í skýjunum. Við þorðum nú ekkert að vona að nú væri þetta komið en þegar við vorum uppi að ganga frá upp á háaloft þá tekur hann sig bara til og byrjar að labba á milli allra hluta sem hann gat.... Að sjálfsögðu uppskar hann þvílík fagnaðarlæti og gleði... Ég get varla lýst tilfinningunum... þetta var svo yndislegt svo gleðilegt og gaman.
Ég held að margir foreldrar og þar með talið við áður en við eignuðumst Viktor gera sér ekki grein fyrir því hversu yndisleg öll þroskaþrep eru. Við gerum okkur ekki grein fyrir því og allt er svoldið sjálfsagt, að sjálfsögðu eru við öll rosalega glöð og hamingjusöm þegar litla barnið okkar getur gert eitthvað nýtt. Sýnir þroska og framför en þegar það kemur lítill einstaklingur inn í líf manns sem manni er sagt að sé ekki alveg eins og önnur börn þá breytist margt. Ég er þakklát fyrir allt það litla sem börnin mín sýna mér og hlutir sem ég horfði á Andreu gera og var auðvitað rosalega stolt yfir gefa mér aðra og miklu sterkari tilfinningu í dag... Ég er stolt af Viktori þegar hann raðar upp turni eða eins og hann gerði á fimmtudaginn byrjaði að labba en tilfinninginn er svo miklu sterkari núna, bæði útaf því að við höfum unnið hörðum höndum við að þjálfa hann og koma honum á bestu staði til að hann fái bestu þjálfun og því að núna þá veit ég að þetta er bara ekki eins sjálfsagt. Ég get sko alveg sagt ykkur það að þegar hann sleppti sér alveg þá fór ég að gráta... gleði hamingju tárum jáhá í mörghundruðusta skiptið hahah.





Á laugardaginn var svo  Halloween partý í skólanum hjá Andreu, hún vildi vera spiderman 2. árið í röð það kom ekkert annað til greina, hún tók ástfóstri við þennan vöðva massa búning/karakter í kringum fjögra ára afmælið sitt og hefur bara haldið tryggð síðan ;) Viktor fékk að fara sem Hulk :) fékk þessi fínu Didrikson ullarnærföt í jólagjöf síðustu jól frá frænkum sínum og komu þau að góðum notum ;)
Ég fékk reyndar Andreu til þess að íhuga það að vera beinagrind eða draugur næst en norn kemur ekki til greyna.... það er ekkert fyrir hana sagði hún mér. Mikið að gerast hjá þessari elsku núna og voru foreldrarnir svo stoltir þegar þau komu heim eftir foreldra viðtal og kennarinn ánægður með hana og hælir henni mikið fyrir hversu góða flæmsku hún talar. Henni sjálfri finnst þetta allt saman mjög sjálfsagt en henni finnst smá erfitt að vera stóra systir... Litla skinnið. Smá yfirþyrmandi kannski að bráðum á hún tvö lítil systkini:)
En hún er mikill pælari og húmoristi.... eftir einn fótboltaleik sem hún og liðið hennar spiluðu þá var hún mikið að velta fyrir sér hversu mikið hún vorkendi þjálfaranum. Pabbi hennar spurði hana nú hvað afhverju geriru það....? Æ hann Ceryl (strákur í liðinu hennar) hann er bara svo óþekkur og hlustar ekkert á þjálfarann.... (hmmm reyndar alveg rétt hjá henni) Pabbi hennar sagði við hana já æ það er alveg réttt, kannski þú getir reynt að segja honum að hlusta meira. Andrea sat hugsi í smá stund og sagði svo við pabba sinn.... Pabbi ég held það væri bara best að við myndum selja Ceryl........ hahahaha jáha pabbi hennar vissi lítið hvað hann átti að segja þarna annað en að hlæja. Var semsagt tiltölulega nýbúið að loka transfer glugganum hér í Belgíu og vinur okkar seldur til annars liðs..... :D

En yfir og út
S



brjálað að gera hjá græna kallinum ;)

fékk að taka með sér smá stuðningstæki.. enþá svo valtur ;)

Var að sjálfsögðu fyrstur á dansgólfið og elskaði reykvélina og allar græurnar :D


Smá pæjupósa í spiderman hahah







Monday, 15 October 2012

Lög tengd minningum

Það er held ég alltaf hægt að tengja eitthvað tímabil í ævi sinni við lög.. eins og til dæmis þegar ég heyri Ase of base þá bara man ég eftir menntó..... prodigy þá man ég eftir Þingó og diskóunum þar.
Svo er líka eitt og eitt lag sem minna þig á einhverja gleðistund í lífi þínu, ástasorg eða sorg. Til dæmis fær Óli alveg grænar bólur á rassinn þegar hann heyrir hvaða lag minnir mig á þegar við vorum að byrja saman..... hahahha Hefur ekkert endilega allt með textann að gera sem er oft hjá mér, heldur var það rosalega vinsælt þegar við vorum að kynnast og mér fannst það bara svo fallegt. Lagið er með Daniel Bedingfield og heitir if you´re not the one. Ástæðan fyrir því að hann meikar það ekki er að hann bjó í Englandi á þessum tíma og var þetta lag ofspilað.... fyrir utan auðvitað að þetta er kanski ekki alveg his cup of tea ;)
Ég held að þú getir bara ekki gert mikið í því þegar hugurinn reikar í átt að minningunum sem koma upp þegar þú heyrir ákveðið lag... og er þetta alveg yndislegt þegar minningarnar eru gleði minningar. Það er svo yndislegt þegar þú byrjar að brosa og færð yfir þig þessa gleði tilfinningu og dagurinn getur hreinlega tekið u beygju. Ég á líka nokkur lög sem kannski minna mig á einhverja sorg.... sem betur fer ekki mörg... og aðalega er þetta eitthvað sem hefur nú gróið vel og ég hugsa bara ææjjj já en fyndið að ég hafi grátið yfir þessu.
Lagið Someone like you með Adele tekur mig alltaf til mars/apríl 2011 og á ég bara rosalega erfitt ennþá með að hlusta á þetta lag... það er eiginlega að verða vandræðanlegt. Ég tel mig vera komin á mjög góðan stað með sorgina sem fylgdi fæðingu Viktors og slæmir dagar eru bara algjör undantekning. Þetta lag hefur bara einhver tök á mér og þegar ég heyri það þá fer ég öll í kerfi og þarf að berjast við að halda tárunum inni. Ég hef í ófá skipti þurft að sitja einhverstaðar og einhver bara ohhhh mér finnst þetta bara alveg frábært lag.... ég bara já..... og berst í gegnum lagið. Því mér finnst erfitt að útskýra hversvegna ég á erfitt með að hlusta á það, því það er ekki textinn sem talaði til mín þegar ég var í sorginni heldur tilfinningarnar sem fylgja þessu lagi og setningar teknar úr samhengi. Sometimes it hurts instead..... bitter sweat this would taste... I wish nothing but the best for you.... Ég vissi nefnilega ekki fyrir fæðingu Viktors að það væri hægt að vera svona glaður og sorgmæddur á sama tíma, að hafa svona tvennslags tilfinnigar innanborðs var mér svo nýtt. Því oftast er það gleði en sometimes it hurts instead... og mig langaði bara að segja fólki það að þetta væri bara smá vont eeeennn ég var líka svoooo rosalega glöð. Eins og allir foreldrar þá viljum við börnunum okkar bara það allra besta og þegar Viktor fæddist þá kom ný vídd í lífið. Eins og ég hef sagt áður þá voru bara hlutir sem maður hafði aldrei hugsað um fyrir Andreu að koma upp í huga manns þegar maður hélt á þessum nýfædda einstaklingi. Ég man ekki hversu oft ég stóð mig að allskonar hugsunum hvernig verður þetta og hitt... og svo grúfði ég mig niður og hugsaði I wish nothing but the best for you....... Já þetta lag hefur ennþá vandræðanlega mikil tök á mér og sat ég bara núna síðasta laugardag með allri fjölskyldunni við imbann að horfa á Strictly come dancing (breskan dansþátt) þegar þetta lag kom og tárinn byrjuðu að leka... Andrea skildi ekkert í því að ég væri nú orðin leið yfir dansþætti hahahah. Óli bara horfði á mig og sagði ekki neitt fyrr en börnin voru farin að sofa. En ég held nú bara að þetta sé allt saman partur af því að komast yfir sorgina og eins og Emily Perl Kingsley orðaði það svo vel í sögunni sinni um Holland og Ítalíu sem ég hef póstað áður hér á síðunni.

The pain of what you had planed will never, ever, ever, ever go away… because the loss of that dream is a very significant loss.
But… if you spend your life mourning the fact that you didn’t get to Italy, you may never be free to enjoy the very special, the very lovely things … about Holland. :)
Með þessum fallegu orðum kveð ég = tilfinningahrúaldið ykkur að sinni ;)
S


Wednesday, 10 October 2012

Gleðigjafar :)


Gleðigjafar er bók sem mig langar eindregið að beina athygli ykkar að. Þetta er bók sem tekur saman frásögn foreldra barna sem eru sérstök á einhvern hátt, með alvarlegan sjúkdóm eða fötlun. Thelma Þorbergstóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tóku saman frásagnir foreldranna og var það einmitt Thelma sem hafði samband við okkur og spurði hvort við værum ekki til í að vera með. Ég kynntist Thelmu í gengum gamla vinkonu og var alveg einstaklega gott að geta talað við hana og fá styrk frá þeim og Kristófer og að fá að lesa bloggið þeirra. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar hún athugaði hvort við vildum vera með því það var einmitt svona bók sem ég hefði viljað lesa þegar Viktor fæddist og auðvitað líka áður. Mér finnst þetta vera góð lesning fyrir alla einlægar frásagnir foreldra sem koma beint frá hjartanu. Bókin er semsagt í prentun núna og kemur út í næsta mánuði. Svo allir að fara út og kaupa sér eitt eintak. :)

S

Friday, 5 October 2012

Sísvangur tákn með tali krúttrass

Langaði aðeins að segja ykkur frá því að við notum og höfum notað síðan Viktor var mjög lítill tákn með tali. Það er ekki táknmál heldur tákn með sumum orðum sem maður notar þegar maður talar. Þessi talháttur er notaður í mjög mörgum löndum og þá sérstaklega fyrir börn sem eru þá með einhver syndrome, sein til tals eða einhverskonar málheltu. Ég veit til þess að á Íslandi er þetta líka notað á mjög mörgum leikskólum og sérstaklega þegar er sungið. Þeir sem ég þekki sem hafa notað tákn með tali segja að oft þá hafa börnin meiri orðaforða en jafaldrar og geta því tjáð sig meir. Fyrir okkur íslendinga er til æðisleg heimasíða með öllum táknunum og góðum útskýringum, hreyfimyndum til að læra tákninn. www.tmt.is Táknin á milli landa eru ekki alveg þau sömu en mjög svipuð. Við ákváðum að notast við Hollensku táknin strax frá upphafi. Það er mun léttara fyrir okkur tvö að læra þau tákn heldur en að láta alla á leikskólanum og þá sem vinna með hann að læra íslensku táknin. Það sem við byrjuðum með var að nota alltaf tákn með ertu svangur/ viltu borða og þegar við vorum að gefa honum að borða þá sýndum við honum táknið. Einnig með að drekka. Táknin fyrir þetta eru allir puttarnir saman að munninum eins og maður sé að fara að borða eitthvað og drekka er eins og maður sé að fara að sjúga þumalinn og hellir í leið eins og úr glasi. Þetta höfum við gert líklegast frá 6 mánaða aldri og er árangur "erfiðiðsins" að koma núna. Drengurinn viriðist bara vera sísvangur hahahah eða að honum finnst ógurlega gaman að gleðja foreldra sína og sýna listir sínar :) Fyrsta sem hann gerir þegar hann vaknar á morgnana er að tákana borða og þegar hann kemur úr leikskólanum þrátt fyrir að vera nýbúin að borða.... og matarlyst hefur hann alltaf. Sérstaklega í það sem honum þykir gott, hann verður líklega ekki kallaður Vikki beikon eins og faðir hans grínaðist með fyrst eftir að hann fæddist heldur Vikki franska :D Franska... já hann tekur þetta svo bókstaflega með þjóðarétt Belga... heldur að maður eigi bara að borða þetta í öll mál og er gjörsamlega sjúkur í franksar. Já þetta er ekkert smá fyndið og horfum við stundum á hvort annað og förum að skelli hlæja, þegar það er ríflegur hálftími síðan hann borðaði og hann táknar aftur að hann sé svangur ;) 
En mikið gleður það okkur að hann sé farinn að tákna og verður og er mikið léttara og minna um pirring að hans hálfu.

yfir og út
S






Thursday, 20 September 2012

Trú

Ég trúi á Guð og er þeirra skoðunar að það sé gott að hafa trú. Ég ólst upp við að trúa á guð og biðja bænirnar og að það sé gott að tala við guð ef manni líður illa. Eftir að ég eldist og fór að horfa á fréttir og læra meira þá fannst mér samt trú oft á tíðum vera uppsprettan af stríði, annarskonar ágreiningi eða mismunandi túlkun á hlutum. Mér finnst þetta ótrúlegt því ég held að þegar á botnin er hvolft þá er trú oftast byggð eins sama hvort við erum kristinn, búdda trúa, hindúa eða múslimar. Við höfum öll okkar guð og fylgjum henni eins vel og við getum.

Í dag þá var flæmsku kennarinn minn veikur og enginn kennsla ég og vinkona mín sem kemur frá Sýrlandi ákváðum að setjast niður í kaffistofunni og fá okkur kaffi saman. Ríma kemur frá borginni Aleppo sem er í norður Sýrlandi og hún er kristinn, hún er föst í Belgíu eftir að ástandið versnaði þar núna í sumar. Hún hefur í kaffitímunum sagt okkur svona aðeins af sjálfri sér, hún og maðurinn hennar koma oftast 2-3 á ári til Belgíu því maðurinn hennar gerir viðskipti hér svo fara þau alltaf aftur til baka eftir mánaða veru. En núna í lok júní þegar þau ætluðu að fara heim þá var allt orðið vitlaust í Aleppo og þau komust ekki heim. Hún hefur sagt mér að systir hennar og fjölskylda búa enþá í Aleppo og mamma hennar en bræður hennar tveir hafa fært sig til Líbanon með fjölskyldur sínar. Hún hefur komið  í uppnámi í skólan því að kvöldinu áður voru tvær kirkjur sprengdar upp í nágreni heimilis þeirra. Ég heyrði strax á henni að henni þótti mikilvægt að ég og önnur vinkona okkar vissum að hún væri kristinn og hún og maðurinn hennar vildu ekki vera flóttamenn í Belgíu. Þau fengu vísanu sínu framlengt á þeim forsendum að það sé ekki hægt að fara til baka eða það sé hættulegt en þau vildu ekki vera flóttamenn. 

Hún sagði mér að í gegnum aldirnar hafa múslimar og kristnir lifað í samlindi í Sýrlandi og gengið saman í skóla og virt hvort annað.  En með tilkomu aðfluttra múslima síðustu ár þá hafa öfga hópar sprottið upp sem eru ósáttir við hvernig málum er háttað. Að forsetinn þeirra sé frjálslyndur þrátt fyrir að vera múslimi og það séu ekki allir sáttir við það. Einnig sagði hún mér að stjórnarhátturinn í landinu hafi kannski ekki verið með besta hætti þrátt fyrir góðan forseta, þar sem að allir peningarnir hafi farið í að styrkja borgirnar en ekkert gert fyrir landsbyggðina og litlu þorpin. Í raun byrjuðu óeirðirnar svo á friðsælum mótmælum fólksins frá landsbyggðinni sem stigmagnaðist svo í þetta stríð sem er í dag. Vill Ríma vinkona mín meina að fæstir vita nákvæmlega í dag hvað er verið að stríða um. En eitt er víst alveg á hreinu og það er stórhættulegt að vera kristinn í Sýrlandi í dag og í öllu kaosinu á að "útrýma" þeim/ bola þeim út úr landinu. 
Í dag sagði Ríma mér frá fallegu stöðunum í Sýrlandi, hún minnti á sjálfan mig þegar fólk vill vita meira um Ísland og fallegu náttúruna og ég fer á flug. Hún tók mig hreint út sagt í ferðalag, mér fannst ég vera komin á ströndina þeirra að sóla mig með fallegu klettunum og hvíta sandinum. Alveig eins og í suður Frakklandi að hennar sögn..... já hún sagði mér nefnilega það að á ströndinni þeirra þá verður maður að vera í baðfötum. Til dæmis ef heitttrúaðir múslimar sem klæða konur sínar svörtu frá toppi til táar vilja vera á ströndinni þá verða þær að fara í baðföt, fá ekki að sitja á ströndinni nema að fara eftir reglunum. Mér þótti þetta smá merkilegt. Hún sagði mér frá kirkju sem heitir St Simeon Stylites sem á að vera ein elsta kirkja í heimi og gamla bænum í Aleppo sem hefur að geyma litlar þröngar götur fallegan arkitektúr og einn elsta og stærsta kastala í heiminum í dag. Hún tók mig í huganum til fallegu ólífu akrana þeirra og lét mig fá vatn í munninn þegar hún sagði mér frá allskonar góðum mat sem eru þjóðaréttir í Sýrlandi. Eftir yndislega stund yfir heitum kaffibolla þá hrukkum við aftur til veruleikans og hún varð smá leið því að kannski og vonandi bara kannski á hún ekki eftir að geta snúið aftur til landsins síns. Ég sagði við hana að ég hafi hugsað mikið um þetta hvernig það væri nú ef einhver eða einhverjar aðstæður myndu gera það að verkum að ég gæti ekki og fengi ekki að búa í landinu mínu. Að ég vildi það voðalega mikið en það væri ekki öruggt og að allt sem áður tilheyrði mér og fjölskyldu minni hafi verið þurkað út. Ég viðurkenndi það fyrir henni að þetta væri nær ómöguleg hugsun því þetta væri svo fjarri því sem ég héldi að gæti gerst á Íslandi. Sem tekur mig til baka til byrjun þessara pósts, það er trú og að mismunandi trú setji af stað stríð sem hefur í för með sér alla þessa hræðilegu hluti.
Ég er samt staðráðin í því að það er gott að trúa og hefur trúin alltaf reynst mér vel. Margir spurðu mig hvort að ég var reið guði þegar Viktor fæddist. Ég horfði alltaf á fólk og fannst þetta skrítin spurning, ég var ekki reið guði en ég spurði hann oft afhverju hann?, afhverju litli fallegi sonur minn? ? Þrátt fyrir að lífið hafi gefið mér margar nýjar spurningar síðasta árið þá hefur það líka sýnt mér að trúin er góð og hjálpar manni alltaf sama hvað það er sem við trúum á en ég er líka þeirra skoðunar að öll trú getur orðið hættuleg ef hún verður of mikil eða er mistúlkuð.

S

Friday, 14 September 2012

Rútína....

Skóli og rútína hefur tekið við hversdagnum hjá okkur og líkar okkur það bara mjög vel. Sama blíðan í september í ár og í fyrra og gerði ég sömu mistök fyrsta skóla daginn hjá Andreu og í fyrra. :) Það er búið að vera um 25c hiti og sól alveg síðan hún byrjaði og er íslendingurinn ég ekki alveg að setja saman 2 og 2 því hjá mér er bara skóli/september = kalt hlý föt. Setti Andreu í langerma bol og sokkabuxur (kannski ekki svo hlýtt á íslenska mælikvarðan) og bætti svo alveg gráu ofan á svart með því að setja hana í leður skó hahahaha Þegar ég kom og náði í hana að springa sjálf úr hita... þá var hún auðvitað búin að rífa sig úr bolnum komin á nærbolinn sem betur fer, en greyið enþá í sokkabuxunum og skónum hahaha En næstu daga á eftir og alveg þangað til í dag þá hefur hún bara farið berleggja, í stuttermabol og í söndulum. Veðrið hefur semsagt alveg leikið við okkur. Varð mér á síðustu um helgi þegar við vorum að keyra á ströndina að kíkja á veðurspánna í símanum.... hjá okkur voru 24c kl 11 um morgun en þær voru 4c á Íslandi. Ég fékk nett sjokk vá hvað hitiastigið er búið að lækka heima á stuttum tíma, finnst eins og það hafi verið í gær að allir voru að hrósa hvað það væri hlýtt. En svona er þetta nú.



Viktor er glaður og kátur á leikskólanum og er svona eiginlega að sætta sig við þetta... ekkert að væla lengur en svona hálf móðgaður vinkar hann okkur bless. Þessi ákveðni herra veit nefnilega alveg hvað hann vill... já ég hélt bara að ákveðna genið myndi vera í kvenkyns legg þessarar fjölskyldu en það virðist hafa villst inn í karllegginn líka hahah ;) Svo er það glaðasti prinsinn sem mætir manni þegar við náum í hann og er fljótur að byrja að vinka fóstrunum sínum bless;)
Það gengur vel með alla þjálfun hjá gullklumpnum okkar en það er í nógu að snúast í pappírsvinnunni til að við fáum allt sem hann þarf og við eigum rétt á :) 
Sjúkraþjálfarinn hans Viktors gladdi okkur svo með þeim fréttum í dag að Viktor væri að standa sig alveg ótrúlega vel og að hann héldi að það væri ekki langt þangað til hann færi að labba. Við erum svo glöð með það því að þrátt fyrir að við höfum svona haldið að það sé stutt þá vitum við líka að það tekur allt sinn tíma og viljum ekki vera að vona of mikið. Svo þessi staðfesting yljaði okkur mikið og maður sér að æfingarnar okkar hafa líka borgað sig:)
Ég ákvað svo að skella mér í flæmsku nám og hlær Andrea mikið að mömmu sinni þegar hún kemur heim og segir henni hvað hún hafi verið að læra í dag. Horfir á mig og segir mamma maður segir þetta skoooo ekki svona heldur svona og þá tekur hún allan framburðinn og ýkir alveg í tætlur að mínu mati hahahahaha. En henni þykir þetta svo eðlilegt og ég hljóma bara alveg hræðilega að hennar sögn :) 

En bestu frá Belgíu
S