Eftir að Viktor kom í heiminn þá hef ég velt því svolítið fyrir mér hvað er fullkomið eða hvað er normal... venjulegt... óvenjulegt. Ég finn það að fólk veit stundum ekki alveg hvað það á að segja við mig... verður smá vandræðalegt.... og oftast þá bara spái ég ekkert í því og reyni bara að koma fólki frá því að hafna þarna með einhveri skemmtilegri athugasemd eða hnittni. Stundum pirrar þetta mig alveg smá og ég bara ohhh æ afhverju getur fólk ekki bara hætt að horfa á það að hann sé kannski smá öðruvísi... og horft á hann eins og hann er. Ég hef líka sagt við fólk já hann sonur minn... er náttúrulega fullkominn og hlegið... fólk horfir alveg á mig hmmmm veit ekki alveg hvernig það á að taka þessu :) Svo bæti ég oft við... já hann sefur eins og engill hingað til á næturnar.... Andrea dóttir mín svaf ekki heila nótt fyrr en 14 mánaða..... Er það normal????
Ég á litla vinkonu sem heitir Ragnhildur Fjóla hún er einmitt fædd smá öðruvísi..... þegar hún fæddist þá var annar þumalinn hennar visinn og þurfti því að taka hann af. Hún var þreytt eftir hraða fæðingu og þurfti að fara í hitakassa og á vökudeild. Mamma hennar fékk aðeins að sjá hana í nokkrar mínútur áður en hún var tekin frá henni og hún vissi ekkert hvað var í gangi. Læknarnir sögðu við foreldrana að það væri kannski ekki allt í lagi.... þau voru eiginlega búin að fatta það þegar þau komu inn í viðtalsherbergið því þar sat prestur..... Þeim var tilkynnt að þetta væri líklegast charge heilkenni og væri ekki vitað hvort hún ætti eftir að sjá eða heyra......
Litla Ísland tók þessa frétt eins og hvirfilvindur og fór þetta manna á milli....
Í dag er Ragnhildur Fjóla að verða eins árs... og já hún er bara með einn þumalputta en Hún borðar Cherios eins og enginn sé morgundagurinn með hendinni sem á vantar þumalinn.... hún raðar hringjum upp á mjóa spítu (dót sem heitir stacking rings á ensku) og hendir kubbum í fötu og tekur þá uppúr eins og þetta sé allt saman að fara úr tísku. Hún horfir á mig og brosir þegar ég geri eitthvað fyndið..... svo hún sér mig ;) Þessi snillingur klappar þegar mamma hennar stendur í eldhúsinu og segir Ragnhildur klappa.... hún teygjir sig himinhátt upp í loftið þegar maður spyr hana hversu stór hún sé og svo tosar hún sig upp á allt og labbar með :D Hún er eldklár og alveg með hlutina á hreinu, mömmu stelpa út í eitt og farin að sýna pabba sínum hver það sé sem ræður ;)
Vonandi að þessi bloggfærsla mín fari eins víða og fyrri sagan því að næst þegar einhver spyr um þessa litlu stelpu og vísar í hina söguna þá urra ég ;) hún er eins fullkomin og hægt er að vera, augasteinn foreldra sinna, fjölskyldu og Vina.