Hér höfum við haft í nógu að snúast, byrjaði vikan á öðru þroskaprófinu hans Viktors. Við ákváðum eftir að Viktor fékk svona glimrandi niðurstöður úr síðasta þroskaprófi og þar að leiðandi var hann ekki tillgengilegur allri þjónustu sem börn með downs heilkennið eiga yfirleitt rétt á, að bíða með að setja hann á leikskólann þangað til við gætum fengið nýtt mat. Í ljósi þess að mikið hefur gengið á síðan klumpurinn fæddist og varla liðið ein vika síðan við fluttum til Belgíu utan læknis eða sjúkraþjálfara tíma þá langaði mig bara að njóta þess að vera með hann heima.
Við mættum hress og kát í endurhæfingastöðina sem er staðsett við hliðiná leikskólanum og tók á móti okkur hress kona sem framkvæmdi sjálft greindarprófið og Bert sjúkraþjálfari sem sá um gróf hreyfiþroska hluta prófsins. Ég var með svona blandaðar tilfinningar til prófsins og dagana á undan með á víxl hvíðahnút eða bara æ what ever tilfinningu... Þar sem að ég vil að sjálfsögðu að orkuboltinn minn eigi stjörnu dag eins og síðast og sýni hvað hann er flottur en á hinn bóginn þá langar mig rosalega að hann komist inn í meðferðarúrræðin hjá endurhæfingastöðini og geti því mætt í leikskólann og fengið alla þá hjálp sem hann þarf þar. Í stað þess að ég þurfi að keyra hann í meðferðir annarstaðar.
Svona þroskapróf eru öruglega mjög góð og þjóna sýnum tilgangi en ég set stórt spurningamerki við margt í þeim og held ég að mjög margir foreldrar myndu fá áfall, því að mínu mati þá er þetta bara mjög erfitt. Hahaha. Allir hlutir sem börnin eiga að vinna með eru í míni útgáfu og til að mynda þegar Viktori var réttur bíll (n.b. pínulítill bíll sem svona 5 ára leika sér með) og ætlunin er að hann sýni að hann viti að það eigi að rúlla honum..... þá auðvitað tók hann bílinn og tróð honum beint í munninn.... Jaha eins og flest öllu þessa dagana ( jú hann er að fá 4 nýjar tennur). Bílarnir sem Viktor hefur verið að leika sér með eru svona svoldið stærri og jú jú hann kann alveg að rúlla þeim en þegar manni er réttur bíll sem er í Cherios útgáfu þá heldur maður auðvitað að þetta sé Cherios og styngur honum bara í munninn :D Nei nei annars þá veit ég ekki alveg við hverju á að búast en Óli sagði eftirá að ef hann fengi ekki þjónustuna núna þá fengi hann hana aldrei.... hahahah fannst hann ekki alveg eiga stjörnu dag. :) En það gekk mjög vel í grófhreyfi hlutanum og fengum við að heyra aftur að hann er mjög sterkur og með góða líkamsstöðu. Prófið var framkvæmt á svona stórri stamri leikfimisdýnu og voru að renna á mig tvær grímur rétt eftir að Bert byrjaði þar sem að drengurinn var að myndast við að sýna takta við að skríða. Hvað átti þetta eiginlega að þýða.... við sem vorum búin að rembast eins og rjúpan við staurinn í marga mánuði að fá hann til að mjaka sér áfram :D... en nei ekkert gekk. En í miðju prófi þar sem að jú ok er auðvitað yndislegt að fá frábærar niðurstöður en mættu kannski bara vera meðal svo að hægt væri að koma honum inn á leikskólann :D hahaha Allavegana við vorum nokkuð sátt þegar við gengum út úr prófinu með nýjan tíma eftir tvo daga fyrir seinni hluta prófsins og niðurstöðutíma 11. maí.
Við Viktor brunuðum svo í tékk hjá Tannlækninum í Gent í gær, því að klumpurinn er með smá beittar neðri tennur og vildum við vera viss um að þær væru ekki að meiða tunguna hans. Ég var smá stressuð því að mér hafði verið sagt að oft þyrfti að svæfa börn með downs heilkennið þegar þau fara til tannlæknis því að þau væru voðalega viðkvæm í gómnum. Vissi ekki hvort þetta yrði bara svona viðtalstími og ég myndi koma aftur eða hvort eitthvað yrði reynt að gera á staðnum. Allt gekk eins og í sögu og pússaði tannsi aðeins tennurnar og sagði að þetta væru hinar fínustu geiflur :) og að Viktor hefði staðið sig voða vel... Svo það var heldur betur glatt móður hjartað sem gekk út í bíl eftir þennan túr. Gleðin hélt áfram þegar heim var komið því að þegar við lágum á gólfinu að leika þá byrjaði HR gullklumpur að skríða.... Það er ekki laust við að það hafi meirisegja eitt lítið gleðitár látið sjá sig ;) Fögnuðum við þessum merka áfanga með því að Viktor prófaði pasta í fyrsta skiptið og mamma og pabbi skáluðu í Coke;)
Í dag var svo seinni hluti prófsins og gekk hann mjög vel því að það var jú verið að mæla málkunnáttu Viktors :D hhahahahha ég var mikið búin að hlæja að þessu og fannst þetta allt saman mjög merkilegt. Hvað átti eiginlega að mæla þegar barnið er 1 árs og segir bara mamma.... En þetta átti eftir að verða heldur betur spennandi þar sem að mér var tilkynnt að Viktor "talaði" bara vel hahah já semsagt miða við aldur... þá blaðrar hann víst mjög mikið sem ég reyndar vissi... En það voru alskonar skemtilegar æfingar með dót og fannst mér sérstaklega skemmtilegt þegar konan notaði bolta til að fá Viktor til að tjá sig. Þar henti hún boltanum til hans og fékk hann til baka frá honum og allskonar babl og skemmtilegheit í leiðinni :D Svo var skoðað hvernig hann borðar og notar tunguna til að hreyfa fæðuna á milli og gerir hann það líka víst bara nokkuð vel. Svo við vorum bara mjöög sátt og glöð þegar heim var haldið. Þar tók á móti okkur sjúkraþjálfarinn hans Viktors og var hún í skýjunum yfir nýtilfundinni skrið tækni hans.
Eftir viðburði vikunnar þá sit ég og sé hvað ég hef lært mikið nýtt og hugsa enn og aftur hversu yndislegt það er hvað Viktor hefur kennt og gefið okkur mikið.
S