Sunday, 24 June 2012

Ísland....Íslendingur...

Yndislegt var það að fara til Íslands og ekki spillti fyrir að við fengum glimrandi veður í heilar tvær og hálfa viku. Það ringdi held ég bara einu sinni í 2 tíma.... og það er ótrúlegt... meiri segja bændur og aðrir gróður ræktarar voru farnir að vandræðast með vökvunar búnað fyrir allan gróðurinn og túnin ;)

Það er alveg heilt ár síðan við fórum heim síðast og þegar maður er búin að vera svona "lengi" í burtu þá gleymir maður smá tilfinningunni að vera á Íslandi. Tilfinninginn kom fyrst þegar ég labbaði út af Keflavíkur flugvelli og mætti mér norðan strekkingur í um það bil °10 gráðum og vindstigum. Frír hárblástur og börninn vöknuðu furðulostinn. Stormur yrði þetta kallað í öllum þeim löndum sem við höfum búið í ;) ;).  Lyktin, hreina loftið og bara að keyra á Reykjanesbrautinni uppúr miðnætti.... yes we landed on the moon... skildi ég loksins.


Sumartími og vetrartími....  kl 06:00...... yesss... Fresh fresh eins og einhver orðaði það.. það tók svo nokkrar daga að stilla klukkuna hjá þessum elskum :D

Sundlaugarnar vá það eru bara enginn orð yfir það hvað við fjölskyldan elskum að fara í sund... meiri segja Viktor finnst þetta æðislegt og var að myndast við að gera bombur ofan í laugina ;) ;) Talent þar á ferð ;).

Svo fengu foreldrarnir menninga sjokk þegar þau skelltu undir sig betri fætinum og skunduðu í bæinn eitt kvöld. Fengu þar staðfestingu að þrátt fyrir að þeim finnst þau ekki deginum eldri en tvítugt þá var komið einhver ósköp af miklu yngra fólki en þau.... hmmm :)
Raðirnar inn á skemmtistaðina er auðvitað kapítuli útaf fyrir sig..... ég stóð fyrir utan B5 og horfið á hana hreyfast reglulega eins og alda fram og til baka fram og til baka.... Fólkið hafði mikla trú á því að með því að ýta hressilega á næsta mann þá myndi það líklegast komast fyrr inn.... Ég horfði meiri segja á eina stelpu bíta aðra í handlegginn útaf því henni mislíkaði eitthvað að verið var að ýta á hana. Svo er það önnur Ella hversu mikið fólk er inni á hverjum stað og hvernig og hvað gerist ef... og þá segi ég ef... það myndi kvikna í... Það var einmitt sænskur vinur minn sem spurði mig að því fyrir nokkrum árum þegar við vorum komin inn á B5 :D... og auðvitað fylgdi ekta íslensk setning... ahhhh það reddast.

Annars erum við komin "heim" og var Andrea í skýjunum yfir að hitta krakkana í götunni og Viktor byrjaði í leikskólanum. Semsagt hann fékk nógu "lélegt" þroska og hreyfi próf til þess að komast inn í leikskólann.... víhúúúúúúú.
Við kíktum við á föstudegi og byrjaði hann svo á mánudegi... hann er í leikskólanum 3 daga í viku til að byrja með og fær meðferð alla dagana. Þrisvar í viku sjúkraþjálfun, þrisvar í viku iðjuþjálfun og tvisvar í viku talþjálfun, svo púslum við í kring tímanum sem hann er í leikskólanum. Við byrjuðum í iðjuþjálfun hjá Katrin og hún sagði að í dag ætlaði hún bara að skoða hann og sjá hversu mikið hann gæti og hvort það væru miklar breytingar síðan síðast. Ég sá að hún var smá hissa á því hversu duglegur hann var og ég sagði við hana að hann hafi nú átt frekar slæman dag þegar hún gerði prófið. Hún brosti og sagði einmitt það sem ég og Óli höfum alltaf talað um... það er nú bara gott... þá getur hann bara orðið miklu betri. :) Hann var voða hress og kátur hjá sjúkraþjálfaranum Bart og má klárlega sjá að honum finnst skemmtilegast það sem hann á að gera hjá honum. Það er að standa og hreyfa sig og sýna og æfa allan hreyfi þroskann. Bart sagði við mig að hann væri bara að fylgjast með honum og hafði að orði að Katrin hefði talað um töluverða breytingu á honum. Mömmu hjartað gladdist, svo benti hann mér á góða punkta í því hvernig Viktor beytir líkama sínum og aðra sem væru ekki eins góðir eða svokallaðar hagvæmar hreyfingar (being economic) og þyrfti að hjálpa honum að leiðrétta það. (Það er semsagt að börn með Down heilkennið vilja oft vera mjög simmetrísk og standa þar að leiðandi upp þannig.... sem er yfirleitt erfitt.) Við hittum einnig Tine sem sér um talþjálfunina, Viktor lét hana nú bara elta sig hingað og þangað og spilaði svoldið með hana. Hún talaði nefnilega um að það þyrfti alltaf að gera "æfingar"/vinna með börnin eins og þeim þykir áhugavert. Viktor var orðin smá þreyttur og vildi bara stöðugt fara í nýjan leik... og var því nóg að gera hjá Tine:)
Við erum mjög ánægð með alla meðferð sem Viktor fær og leikskólin sjálfur er líka fínn en mömmunni finnst eitthvað erfitt að skilja litla gullklumpinn sinn eftir hahaha... En það kemur, líklega meiri aðlögunar tími sem þarf fyrir mömmuna en drenginn ;).


Skólinn hjá Andreu klárast svo núna í lok júní og tekur við 8 vikna sumarfrí.... wihooooo.... hahah Við vonumst að sjálfsögðu eftir því að það verði bara yndislegt veður svo við getum bara verið að dunda okkur utan húss. Verður vafa lítið mikið fjör.
En þangað til næst

S

Wednesday, 13 June 2012

Svart eða hvítt.... eða kannski grá köflótt



Hvað gerir maður þegar það kemur spurning á mann sem gerir mann orðlausan..... hugsar í smá stund og hendir svari til baka sem gerir manneskjuna alveg eins orðlausa.... eða hvað???


Já þar sem ég stóð í veislu og spjallaði við fólk þá komst ég að því að það er alveg hreint fullt af fólki sem trúir því bara að lífið sé svart eða hvítt.... Ég einhvernveginn í einfeldni minni hélt að margir og kannski bara allir á Íslandi hefðu lært mikið af efnhagshruninu árið 2008. Ekki það að það ætti kannski að kenna fólki allt um lífið þá held ég samt að það gæti hafa kennt því margt. En sumir eru bara fastir í einhverri bólu og halda að lífið sé svart eða hvítt.
Mér brá mikið þegar fyrsta spurning eftir að manneskjan sem stóð á móti mér fékk vitneskju um að Viktor væri með downs heilkennið var...."hvernig er það, finnst þér fólk horfa mikið á þig/ykkur"???  Við vorum að labba, ég stoppaði í smá stund, hugsaði og sagði svo... já sérstaklega hér á Íslandi.  Henni varð svoldið á, svona eins og hún ætlaði ekki að trúa því að svoleiðis væri það á Íslandi....

En svoleiðis er það nú bara, landið er lítið og fá erum við og því færri sem eru eins og hægt er að orða það "öðruvísi".  Þar að leiðandi finnst mér oft eins og ein góð vinkona mín orðaði það ef þú ert ekki í grænum buxum eins og við hin þá færð þú bara ekki að vera með.

En samtal okkar hélt áfram og varð áhugasamara eftir því sem leið á, við fórum út í þá skemtilegu umræðu hvað það væri að vera fullkomin og hvað ekki og aðrar áhugaverðar pælingar. Eftir miklar pælingar endaði ég síðan þessar umræður með því að benda henni létt á það að lífið væri kannski ekki svart og hvítt heldur bara grátt eða köflótt... og að ég ætti tvö yndisleg börn sem fyrir mér væru fullkomin. Hún varð hvumsi og horfði á mig, setti höfuðið á hlið og úr augum hennar skein.... svona ææ og á móti horfði ég á hana og úr augum mínum skein... æ getur verið að hún sé að misskilja margt við lífið.