Það er nefnilega einmitt þannig sem það hefur verið líka núna.... við vorum búin að búa hérna í ár í byrjun júlí og núna þegar ég kom heim með krakkana úr litla fríinu okkar í svíþjóð þá fékk ég þessa tilfinningu ahhhhhh nú er ég komin heim. Viktor var veikur og ég þurfti að fara með hann til læknis og það var bara svo gott að vera að fara með hann til okkar læknis sem þekkir okkur best og veit allt um hann og á leiðinni heim þaðan þá bara sló það mig. Núna finnst mér Belgía vera heima...
Við erum reyndar alltaf frekar fljót að aðlagast og komum okkur vel fyrir í húsakynnum okkar en það er samt ekki bara það sem ég á við... heldur heildar pakkinn.... vera með lækni, vita hvert á að leyta ef við erum í vandræðum með eitthvað í húsinu. Barnapía, vinir og fleira og já þessi heima tilfinning.
Annars langar mig að mæla með góðri lesningu fyrir alla.... bæði foreldra og ekki. Bókin hans Hugo Þórissonar, Hollráð Hugaos. Ég las í gegnum hana um daginn og fannst hún góð og athyglisverð, mikið sem hægt er að taka úr henni og heimseta í raunveruleikan þegar verið er að ala upp börn eða bara muna síðan við vorum lítil.
Setning úr bókinni sem mér fannst alveg frábær:
"En höfum hugfast að fötlun barns er afmarkað sérkenni þess, fremur en einkenni þess." Þessi setning finnst mér taka saman það sem ég meina svo oft þegar ég óska þess að fólk geti horft á Viktor sem Viktor og jú hann er með auka litning en ekki bara auka litninginn og svo Viktor. Finnst mér þetta eiga við um alla sem hafa einhverskonar fötlun.
Hér í Belgíu hefur góða verðrið leikið við okkur, svo loksins fékk heimasætan að taka framm laugina síðan í fyrra og göstlast í henni og leika sér. Svo vonum við bara að það verði bara framhald á þessari rjóma blíðu svo við getum haldið áfram að njóta sumarfrísins.
troðslu keppni í garðinum :) |
sundkelling |
Svona slá vinir okkar garðinn sinn ;) sveitinn |
krúttin |
Skúli fúli yfir að fá ekki að borða sand... |
Þessi gullklumpur er 16 mánaða í dag:) |
S