Sunday, 23 December 2012

Jólakúlur :)

Já litlu jólakúlurnar á heimilinu eru í óða önn að gera sig tilbúin fyrir jólin. Andrea er með þetta allt á hreinu að jólin koma þegar við kveikjum á síðasta kertinu á aðventukransinum. Ég segi henni reglulega að þau séu nú eiginlega bara komin eða alveg að koma en aðfangadagskvöld sé daginn eftir að öll kertin séu kveikt ;)

Andrea tók þátt í helgileik í skólanum sínum og voru foreldrarnir að vonum ótrúlega stoltir af stóru stelpunni sinni og hafa bara ekki séð eins professional helgileik. Hún var í hlutverki Maríu ásamt fjórum öðrum stelpum (ein stór maría og þrjár litlar) og svo voru fjórir strákar í hlutverki Jósef (einn stór og þrír litlir). Andrea fékk eina setningu og var það svolítið fyndið að hún var á Íslensku, semsagt litlu Maríurnar fengu hver sína línu og Andreu var á íslensku svo var ein sem var með á Hollensku og ein á Frönsku. Andreu lína var hvort það væri pláss fyrir þau í gistihúsinu :) svo yfir kirkjuna glumdi íslenska skæra röddin hennar og foreldrarnir fylltust miklu stolti ;)


Við fjölskyldan vorum svo í viðtali í fréttablaðinu í gær og fannst það heppnast bara voða vel. Viðtalið er hægt að lesa hér. Takk allir fyrir falleg sms, símhringingar og kveðjur á facebook.


Við reyndum svo jólamyndatöku með gríslingunum og það gekk svo vel að foreldrarnir voru sveittir, reittir og voðalega þreyttir eftir á og engin mynd var prenthæf ;)
vildi vera eins og Grinch





Svo við létum krúttmyndir frá árinu bara duga :)

Gleðileg jól úr sveitinni í Belgíu
Sogco

Friday, 14 December 2012

Þegar markmið verða að raunveruleika :)

Í dag fengum við þær fréttir að það ætti að færa Viktor á næstu deild. Það eru þrjár deildir á leikskólanum, baby deildinn svo mið deildinn og stóra. Þegar ég kom fyrst með Viktor í aðlögun þá tók ég eftir því að það voru tveir strákar þarna sem voru töluvert eldri. Báðir með fötlun og þurftu meiri hjálp. Ég man svo eftir því að ég fékk svoo mikinn sting í hjartað. Ég hugsaði æjjjj hér vorum við komin og Viktor passaði svo fínt inn í aldurshópinn sem var þarna... hann var 8 mánaða flestir voru í kringum 1 árs og aðeins eldri og svo líka yngri. Ég hugsaði vá hvað hann getur lært mikið af krökkunum hér. En ég fékk sting því að ég horfði á eldri strákana, báðir um og yfir tveggja ára, ég hugsaði með mér verður litli strákurinn minn svona.... miklu miklu eldri en hinir og á enga samleð með börnunum á sinni deild. Ohhh hvað ég var leið en ég bægði hugsunum mínum frá mér reyndi að vera bjartsýn. Vegna aðstæðna og styrkleika Viktors eins og þið getið lesið hér þá fékk Gullklumpurinn ekki að byrja á leikskólanum fyrr en í maí og voru eldri strákarnir þarna ennþá og ég fékk sama sting í hjartað. Ég fylgdist með þeim og var mikið að spá í það afhverju þeir væru ennþá á baby deildinni og hvernig það væri eiginlega í pottinn búið þegar ákveðið væri hvenær barn væri tilbúið til að fara á næstu deild og svo framvegis. Spurði mjög laumulega einhverntíman og fékk þau svör að það væri gott að þau væru byrjuð að labba og borða sjálf því tempóið á mið deildinni væri svoldi meira. :) Ég hugsaði með mér já ok þá er bara að vinna í því með Viktori en að sjálfsögðu vill ég að hann geri þetta á sínum hraða og að hann fái sinn tíma á deildinni sinni eins og hann þarf. Það sem ég hafði bara áhyggjur af var að hann yrði ekki dæmdur á hans forsendum og hvernig hann væri að þroskast sem einstaklingurinn Viktor heldur einstaklingurinn Viktor sem er með downs heilkennið. Ég var hrædd um að það yrði horft fram hjá honum þegar það ætti að færa börn niður á næstu deild útaf því að hann þyrfti hugsanlega meiri aðstoð og ahhhh hann gæti jú alveg verið aðeins lengur með litlu börnunum. 

Í haust þá fórum við á fund á leikskólanum með bæði þeim sem sjá um sjúkra, iðju og talþjálfun og starfsfólki frá deildinni hans og konu sem hefur fylgt okkur síðan Viktor var 6 mánaða og hjálpað okkur að fóta okkur í belgíska kerfinu. Þetta var rosalega góður fundur og við fengum að vita hvernig meðferðirnar gengu og hvað væri frammundan og fleira. Í lok fundarins vorum við spurð hvort það væri eitthvað sérstakt sem við værum að spá? Ég ákvað að tala um áhyggjur mínar og sagðist búin að vera spá í því hvenær börn færu á næstu deild og hvenær hugsanlega þau héldu að Viktor myndi svo fara á mið deildina. Þau sögðu mér að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því, allir ættu sömu réttindi og að sjálfsögðu myndu þau horfa á hvernig Viktor væri að standa sig og hans þroska en ekki aldur og að hann væri með downs heilkennið. Ég átti smá erfitt með að tjá mig þarna og þurfti alveg að kyngja nokkrum tárum Æ mömmu hjartað kramdist eitthvað við tilhugsunina að hann myndi sitja eins og trölla barn eingöngu með smábörn í kringum sig... En ég fékk góð svör og var ánægð að þau vissu mínar áhyggjur  en ég sannfærði þau líka um það að ég vildi bara að hann fengi sömu meðhöndlun og allir aðrir og að hann færi yfir á næstu deild þegar hann væri tilbúinn.


Svo í dag þegar Óli hringdi í mig himinlifandi og kátur yfir því að stóri (hmmm) duglegi strákurinn okkar yrði bara færður á miðdeildina eftir jólafrí... þá fékk mamman sjokkk....... Úfffffff "litli" stóri strákurinn minn haaaaa var hann tilbúin í það???? Og heilinn fór á flug.... og ég bombaði óteljandi spurningum á Óla..... hahaha jáhá var það kannski bara mamman sem var ekki tilbúin??? 
En hvað með matmálstímana og fær hann aðstoð með að borða og og og og OG Óli bara heyrðu slaka esskan. Svo taldi hann upp allt sem var í lagi og það sem hann þyrfti aðstoð með myndi hann bara læra miklu hraðar á stóru deildinni ;) Ég andaði inn og út og hristi hausinn og hló að sjálfri mér..... dísös Sigurbjörg fer í berjast berjast berjast gírinn og vill fá sanngjarna meðferð og svo þegar stóri strákurinn sýnir mér og öllum hinum hvað hann er ótrúlega flottur og skellir sér á næstu deild á sama tíma og öll hin börnin þá fær mamma gamla bara sjokk og skellir sér í svíberinn eins og Óli orðar það svo oft....... En þegar á botnin er hvolft og ég búin að fá minn tíma í að melta þetta allt saman þá er ég svo ógurlega glöð fyrir hann og hversu duglegur hann er þetta hunangs stykki okkar :D Hugsanlega þegar fleiri en eitt markmið verða að raunveruleika á stuttum tíma, þar sem Viktor byrjaði að labba ekki alls fyrir löngu. Þá verður þetta allt saman kannski smá yfirþyrmandi :). Ætli ég skoði ekki aðeins miðdeildina á mánudaginn og sjá hvort að honum sé óhætt hahahahahaha ;) 

Við höldum því inn í helgina eitthvað örlítið stærri :P
yfir og út
S

Monday, 3 December 2012

Atvinnumaður morgun dagsins!!

Ég held ég hafi nú komið inn á það aðeins hér í blogginu að Andrea byrjaði að æfa fótbolta núna í sumar. Henni finnst þetta voðalega gaman, æfir hún einu sinni í viku og svo eru oftast leikir á laugardags morgnum. Hún æfir með lokal liðinu hérna í sveitinni hjá okkur og eru það bara strákar sem hún æfir með. Semsagt hún og strákarnir í bekknum hennar eða einu ári yngri og eldri, hún þekkir þá alla og er góð vinkona þeirra. Svo það er ægilega gaman oftast á æfingum og tala nú ekki um þegar hún fer að keppa. Hún er eina stelpan í hennar árgangi en það eru nú ein og ein í einhverjum árgángum hjá Sparta Wortegem.


Fótboltinn hjá stelpum byrjar ekki hjá liðinu sem Óli spilar með fyrr en stelpurnar eru held ég 11 ára og oftast bara hjá liðunum í kring ekki fyrr en um 8 ára aldur. Svo það tíðkast víst mikið að stelpurnar séu bara að spila með strákunum upp að þeim aldri.
Árgangurinn hennar Andreu hérna í Sparta Wortegem er yngsti flokkurinn og þau eru öll tiltölulega nýbyrjuð að æfa og því getan og árangurinn eftir því.:) Óli hélt því fram að hugsanlega væru þau lélegust í Belgíu til að byrja með (hahah) en það er ótrúlegt hvað þau hafa náð miklum árangri bara síðan í sumar og maður fyllist þvílíku stolti að sjá framförina. Leikirnir byrjuðu á því að enda í ansi mörgum tugum og núll fyrir hinum en þeim tókst nú að vinna leik um daginn og held ég að stelpan okkar ætlaði að springa úr stolti. Þar fyrir utan þá var það Andrea sem skoraði fyrsta markið sem liðinu tókst að skora í leik..... svo þið getið ýmindað ykkur gleðina hjá þeirri stuttu...... Já eða faðir hennar sem var á hliðar línunni þegar frumburðurinn gerði markið... :) :) :) Ég er ekki enþá viss hver var stoltari pabbinn eða dóttirin..... Það var allavegana hringt í miðjum leik gargandi af gleði... :)
Andrea hefur greinilega keppnis skapið frá föður sínum og á það til að fara grenja og verða fúl þegar hún tapar (óli er nú hættur því núna ;)).... og til að byrja með þegar þau töpuðu svoldið oft þá var það orðið fastur liður að hún kæmi vælandi eftir leikinn.... Ég nenni ekki að tapa... búhúúúúhúúú...... ekki það að móðirinn sé ekki keppnis manneskja... heldur þá tekur Andrea þetta bara á næsta level sem ég þekki ekki og get ekki séð sjálfa mig í henni (því það er mikið sem ég sé í henni sem er copy paste frá mér hahaha :)). En vonum bara að hvað sem hún tekur sér fyrir hendur þá kemur þetta keppnis skap henni langt.



En þangað sem ég ætlaði þennan blog póst. Fyrr núna í haust þá spiluðu þau við mjög gott lið sem er um það bil 20 mínútur frá okkur, Andrea var næstum því búin að skora en hitt liðið vann yfirburðar sigur. Ég man að eftir leikinn þá sagði ég Óla frá því hvað þeir hefðu verið góðir þessir litlu strákar og bara 5 ára.... ég sagði honum að það hafð verið tvíburar í liðinu sem voru alveg rosalega góðir já og nokkrir aðrir líka en tvíburarnir voru sérstaklega góðir. Núna á laugardaginn var svo leikur við þetta sama lið og Óli fór með Andreu og var að horfa á. Þegar hann stendur í makindum sínum á hliðar línunni þá kemur maður sem byrjar að tala við hina foreldrana og þeir segja honum að Óli sé leikmaður hjá Zulte Waregem. Maðurinn vindur sér að Óla og kynnir sig gefur honum nafnspjaldið sitt og segir honum að hann sé njósnari frá Zulte Waregem. Semsagt hann vinnur fyrir yngri flokkana hjá liðinu hans Óla, við að finna unga upprennandi fótbolta menn.... Seriously ég átti ekki til orð þetta var leikur hjá 5 ára gömlum krökkum.
En jú jú hann var semsagt að skoða einn úr hinu liðinu og hafði fyrir stuttu "scoutað" tvo aðra spilara hjá þeim sem voru góðu tvíburarnir sem ég hafði sagt Óla frá fyrr í haust. Hann sagði að þetta tíðkaðist hjá flest öllum "stóru" liðunum að hann væri bara einn af nokkrum sem vinna fyrir Zulte Waregem.  Fara þeir svo á mini strætóum og sækja strákana um allar sveitirnar hérna í kring fyrir æfingar. Til dæmis þá er þetta lið sem hann var að njósna um þarna, í 45 mínótna fjarlægð frá Waregem svo það er ágætis tími sem fer í æfingu hjá þessum 5 ára strákum :)
Óli fer svo að segja vini sínum í liðinu frá þessu núna eftir leikinn í gær og þá sagði hann og pabbi hans honum að þetta væri mjög algengt en væri víst ennþá meira hjá stelpu liðinum. Útaf því að stelpu liðinn eru svo fá og er því slegist um "talentana" sem spila með strákunum en það er oftast ekki fyrr en þær eru aðeins eldri. Jáhá... ég verð að segja að ég var smá sjokkeruð yfir þessu öllu saman... kannski er ég svona "naiv" en ég hélt bara að á þessum aldri (5ára+ nokkur ár) ætti þetta enþá bara að vera gaman ;). En hver veit nema að Andrea verði svo "scoutuð" til einhvers af stærri stelpu liðunum ef hún heldur áfram að vera svona dugleg og sýna þessu svona mikinn áhuga. ;) En eitt er alveg á hreinu að mamman ætlar að leyfa henni að hafa bara gaman af þessu eins leeengi og hún vill :)

yfir og út
S