Friday, 26 April 2013

Ljóshærða kjötbollann :D

Jæja held það sé alveg komin tími á smá skrif hér... reyni ég mitt besta... þetta er jú svona það sem mér finnst gaman :)
Einu nr of ánægður með sig í þessu dressi :)
Nóg að gera á stóru heimili og veikindi Viktors halda nú aðeins áfram..... ég verð nú alveg að viðurkenna það að pollíönu hatturinn minn er orðin ansi út jaskaður eftir þennan vetur. En með hækkandi sól þá vona ég að þetta lagist nú. Við erum reyndar komin í smá ferli hjá ónæmiskerfis sérfræðingi (veit ekki hvort þetta sé rétt íslenska) fórum til hennar á mánudaginn og erum að athuga hvort ónæmiskerfið hjá Viktori sé að virka já eða hvað er að virka og hvað kannski ekki. Því í síðustu árlegu blóðprufum og tékki á down poliklinikinu í Gent þá kom í ljós að hvítu blóðkornin voru lág í blóðinu hans og fengum við því uppáskrifað pensilin sem við gefum honum nú daglega lágan sakmmt. Getur þetta hugsanlega verið ástæða allra pesta og veikinda sem hafa verið að trufla hann í vetur og vonum við bara að ónæmiskerfið fari nú að virka betur. En eins og sérfræðingurinn sagði þá er það nú bara þannig að eftir því sem við eldumst og verðum stærri og sterkari því sterkara verður ónæmiskerfið... Svo við gefum því Viktori extra mikið að borða þessa dagana hahahaha :D :D :D nei nei segi svona.

Í síðustu heimsókn hjá barnlækninum var Viktor búin að bæta á sig 800gr á 3 vikum... við vorum í smá sjokki og töluðum um það við hann að ef Viktor fengi að ráða þá myndi hann jú stundum bara vilja sitja við matarborðið og borða... Mogunmaturinn er oft 3ja rétta og svo framvegis... Óli nefndi það eitthvað við hana hvort við þyrftum ekki bara að stoppa hann en hún vildi ekki meina að við ættum að gera það. Eftir veikindi og magapestir vetursins þá á hann víst bara svooo voðalega mikið inni þessi elska... Svo hann fékk skotleyfi frá lækninum að borða og borða hahahah Svo ef þið sjáið rúllandi ljóshærða kjötbollu með okkur þegar við komum heim í sumar þá er það Viktor hahaha. Hann minnir óneitanlega á afa sinn í vextinum þessa dagana Þ :D


Boltinn rúllar og eru núna um 4 vikur eftir af tímabilinu og eru allir á heimilinu orðnir verulega spenntir að þessu sé að ljúka. Bæði hlakkar okkur mikið til að fá langþráð sumarfrí og líka hefur gengið mjög vel hjá liðinu og eru þeir eins og er í 1. sæti Belgísku deildarinnar..... er því ómur af champions league laginu bak við eyrað og spennan sem hugsanlega fylgir því næsta tímabil. :)
Andrea fór svo með fótbolta liðinu sínu og fékk að labba inn með leikmönnunum fyrir einn leik núna um daginn og var hún skít eins og hún orðaði það sjálf... Fyrst var það skít hrædd en svo breyttist það í skít kalt ;)
Andrea er fyrir framan Davy sést rétt í hárið :)
líkar pabba
Freyja Líf er svo orðin aðeins of vön því að vera í fanginu á okkur þar sem að þegar ljóshærða kjötbollann aka Viktor er búin að vera mikið bara heima er ekki hægt að leggja hana frá sér nema hann sé í barnastólnum... haha  (hann er reyndar mikið þar) en hún fær kannski ekki alveg jafn mikið að liggja á gólfinu á leikteppinu eða vera í ömmustólnum þar sem að hann myndi líklegast eða alveg 100% setjast ofan á hana þegar hann væri að reyna að gera aaaaa. Hann gegnur undir viðurnefninu the gentel giant heima við hahahahah vill voða mikið strjúka systur sinni já eða aðeins að tosa í hárið á henni.... Viktor er forfallinn hár kall, hann elskar hár og við allar þrjár mæðgurnar fengið að kenna á því ;)

En svo er það jú mál málanna.... já nei ekki kosningar hahaha... Heldur erum við fjölskyldan að leita að Au pair fyrir næsta haust. Eða við viljum mikið fá til okkar barngóða duglega stelpu frá ca 10. ágúst og framm að jólum til að byrja með og svo hugsanlega ef allir eru ánægðir þá framm að sumri. Svo ef þið þekkið einhvern sem hefur áhuga endilega látið mig vita :) 



Sunday, 7 April 2013

Afhverju ætti hann ekki að vera fullkominn!

Ég verð stundum svoldið leið/pirruð/sorgmædd/hissa hvernig viðbrögð ég/við fæ/fáum þegar fólk veit að Viktor er með down heilkennið. Þá er ég ekki að tala um spurninguna sem margir spurja hvort við vissum þetta og hvort við fórum í hnakkaþykktar mælingu.

Heldur þá hef ég verið vör við það að stundum finnst fólki svo skrítið að við eigum barn með downs... þá hefur það verið annað hvort að fólki finnst við svo ung. Því það halda margir að "eldri" foreldrar eignist bara börn með down heilkennið.  Núna hefur samt aldur foreldra sem eignast börn með down færst töluvert niður þar sem að hnakkaþykktarmælingin tekur einmitt aldur inn í líkindamat sitt og því yngri sem þú ert því "minni" líkur.. og eiga því yngri foreldrar að vera "skotheld"...

Einnig hef ég líka verið vör við það að þar sem að Óli spili fótbolta þá finnst þeim þetta voðalega skrítið.... hhah já eins og það hafi eitthvað um þetta að segja. Já og annað skoplegt var þegar vinkona okkar var að segja annari konu frá okkur og sagði hún.... ha þau ... erum við að tala um þau þarna (Óli og sibba) sem giftu sig í fyrra og voða happí bara.... jáhámm. Eins og það hafi eitthvað um þetta að segja. Við fengum líka spurningu um daginn hvort við hefðum einhvern tíman hugsað það að gefa Viktor upp til ættleiðingar..... ég fæ sting í hjartað bara við að skrifa þetta.... mér finnst þetta bara svo ótrúleg spurning. Finnst svo skrítið að fólk haldi að útaf því að lítill einstaklingur fæðist inn í þennan heim með einn auka litning... að maður vilji gefa hann til ætleiðinga. Þessi einstaklingur er jú hold foreldra sinna og einmitt fullkomin eins og hann er, með öllum hans litningum. Var ég því einstaklega ánægð með fyrirsögnina í blaðinu hérna í Belgíu, "Afhverju ætti Viktor ekki að vera fullkominn".
fínasta fjöllu mynd en Freyja Líf á garginu haha


Þegar við höfum verið beðin um að fara viðtöl þá höfum við viljað vanda vel til því við viljum að þetta komi allt saman rétt út. Ég er mjög ánægð með viðtalið sem við gerðum við Fréttablaðið um jólin og svo fórum við í viðtal hérna í Belgíu í síðustu viku, við eitt stærsta sport fótbolta blaðið hér. Er ég einmitt mjög glöð og stolt af því að fara í þessi viðtöl til þess að einmitt leiðrétta svona viðbrögð eins og ég tala um hérna að ofan. Og eins og Thelma vinkona mín sagði þegar ég var að hrósa henni fyrir flott viðtal í Ísland í dag á alþjóðlega down heilkennis deginnum, bara svo gaman og gott að sýna fólki hversu flottir yndislegir einstaklingar þetta séu þó svo það sé jú einn auka litningur :)



Annars erum við bara glöð hérna, Viktor er vonandi að hressast og getur því vonandi farið að fara reglulega í leikskólann. Hann er sannkallaður gullklumpur og getur maður gjörsamlega étið hann eins og við íslendingar orðum það..... alltaf að bralla eitthvað nýtt. Einstaklega hjálplegur að "taka til" eða ekki.... Núna er hann á tímabilinu "einmitt það sem mig vantaði" eins og fjölskyldan mín orðar það... tekur peysu eða bol eða bara hreinan þvott og druslast með hann í lengri tíma og alltaf að setja yfir hausin á sér eða svona yfir axlirnar.

Hann er farinn að borða aðeins meira sjálfur sem er alveg yndislegt. Kom auðvitað sjálfstæðis tímabil hjá honum en svo var eins og honum þótti bara þæginlegra að láta mata sig og hann hreinlega þver tók fyrir að gera sjálfur hahaha... 

Hann er algjör gleði pinni og mjög svo athyglis sjúkur hahaha finnst ekkert skemmtilegra en að vera með atriði og klappar mest fyrir sér sjálfur og er alltaf að passa að við hin séum að horfa :D



Ég reyndi svo núna fyrir páska að kaupa blóm og setja í vasa, hann var fljótur að fatta að þarna var eitthvað meira spennandi en allt heimsins dót. En eftir mikið nei má ekki og ekki fært vasann þar sem ég hafði fengið góðar leiðbeiningar frá henni "blóma" Ásu vinkonu minni að þetta yrði bara ekkert spennandi in the end :D Þessir fínu túlípanar lifðu sínu lífi fallegir og óáreittir. En svo komu nýjir túlípanar...... eitthvað fannst honum þeir meira áhugasamir en lét þá eiga sig fyrst um sinn. Svo skildi ég ekkert í því að mér fannst blöðin eitthvað vera að detta of fljótt af þessum annars fínu túlípönum. Þegar ég kem svo inn í stofu og stend sökudólginn glóðvolgann í því að reyna að fela sönnunargögnin.... já þessi litli gormur var að reyna að stíga ofan á sitthovort blaðið sem hann hafði reitt af og kremja annað í hendinni. Skömmustulegri en allt í framan og horfði svo með hvolpa svip á mömmu sína þegar hún byrjaði að skamma hann og neðri vörinn fór á fullt. Ég átti mjög erfitt með mig að reyna að halda andliti þarna þegar ég var að skamma hann hahahaha

Við reynum svo að gefa stóru systir smá kvolití tæm þegar hin eru sofnuð eða alla vegana bróðir hennar. Höfum á föstudögum eða laugardögum haft svona video kvöld og valið allskonar skemmtilegar myndir. Mamman hefur staðið fyrir stelpu deildinni og við horfðum á Mary Poppins og Sound of music og svona skemtilegt :) og pabbinn alveg hrotið yfir því vali. Fékk því húsfaðirinn að velja á föstudaginn og valdi hann Mrs Doubtfire. Yndisleg mynd í alla staði og fannst Andreu hún ansi skemmtileg og hlóum við ansi mikið og þá sérstaklega pabbinn :)..... eða þangað til að Andrea spurði okkur hvað þetta hérna þýddi og skellti í eitt merki með hendinni..... Já þetta þar sem langatöng vísar upp og hinir tveir fingurnir þar við hliðiná eru hálf bognir.... Hahahaha ég dó næstum úr hlátri og Óli fór alveg í kleinu og sagði ha hver gerir svoleiðis? Hún labbaði að sjónvarpinu og sagði að hann (Mrs Doubtfire) hafi bara verið að gera svona!! Óli alveg rauður og blár reyndi að eyða þessu eins pent og vel og hægt var. Ég hló mikið og sagði bara við hann gott val á mynd hahahahha :).


Freyja Líf hefur svo fengið viðurnefnið Súómí frá afa sínum þar sem að hún þyngist og dafnar vel og voru systkini hennar jafn þung og hún er núna þegar þau voru mánuði eldri hahaha. Kannski ekkert skrítið þar sem að hún fæddist heilu kílói þyngri en þau :D.

þangað til næst
S