Ég hef oftast verið talin vel skipulögð og hef reynt að skipuleggja mig og líf mitt eins og ég get.:) En lífið er nú bara þannig að það tekur oft óvnætar og óplanaðar beygjur. Það var ansi óvænt beygja sem lífið tók þegar ég hitti manninn minn, eins mikið og ég blótaði flugfélagi Íslands þá þakka ég því í dag fyrir að hafa selt flugmiðan minn. Í staðin fyrir að fara út á íslenskan vinnumarkað eftir háskólanám þá flutti ég erlendis og vann þar. Það tók mig smá tíma að venjast því að hafa ekki alveg fullkomna stjórn og þurfa smá að láta lífið koma mér á óvart. En taldi ég mig vera orðin nokkuð góða í að taka því sem lífið bauð upp á og reyndi að skipuleggja það sem ég gat. Við eignuðumst okkar fyrsta barn og giftum okkur og varð ég fljótlega eftir brúðkaupið ólétt aftur.
Þegar við vissum að ég gekk með dreng þá sagði vinkona mín við mig svoldið sem ég gleymi aldrei. "Huhh þú ert nýgift átt yndislega litla stelpu og gengur með dreng.... þetta er bara alltsaman alveg perfect hjá þér"..... Ég man að yfir mig kom skrítin tilfinning, ég vissi ekki hverju ég átti að svara og ýtti frá mér þessari tilfinningu. Vissulega var þetta kannski smá eftir einhverskonar plani en var þetta fullkomið! Þegar Viktor fæddist og við búin að fá að vita að hann hafi fæðst með auka litning þá var ég eins og bilaður áttaviti. Ég snérist í allar áttir og vissi ekkert hvert planið var, hvaða átt ég væri að fara í og ekki nóg með að vera í sorg og takast á við það að eignast fatlað barn. Þá var sálartetrið á skipulagsfríkinni alveg í rugli... hvert var ég nú að fara? Hægt og sígandi þá fann áttavitinn minn, okkar átt og vísaði sterkt, við vorum að fara þessa leið og héldum sterk í þá átt.
Ég er ekki viss hvort ég var enþá lítil eða jafnvel komin inn á fullorðins árin þegar ég sá fyrir mér fjölskyldu með tvö börn. En um leið og lífið tók okkar óplönuðu beygju þá ákváðum við strax að jafnvel yrðum við fimm eða jafnvel sex. Við erum orðin fimm í dag og lít ég því á að okkar óplanaða beygja hafi ekki verið neitt annað en blessun fyrir okkur. Hinsvegar er ég nú ekki alveg viss hvort við verðum sex :D allavegana ekki í nánustu framtíð.... hahahah. Skipulagsfríkin hefur hinsvegar lært að plana ekki of mikið og aldrei að segja aldrei, engin veit hvað framtíðin býr í skauti sér :). En mín hefur vissulega verið blessuð með þremur yndislegum gullmolum öll fullkomin á sinn hátt. ;)
S