Wednesday, 31 July 2013

Mamma mu mu mu

Gleði gleði gleði... ég eignaðist lítinn frænda... Þvílík gleði og hamingja það er að bjóða nýjan einstakling velkomin í þennan heim, sjálf hef ég fengið að upplifa þá hamingju þrisvar sinnum og ekkert jafnast á við það :). 
En í þetta skiptið þá er ég móður systir jiiiii hversu yndisleg tilfinning þetta er, systir mín hefur oft sagt það við mig hversu mikið hún elskar börnin mín... og hún geti ekki beðið eftir að hún upplifi ástina á eigin börnum... Ég skildi hana svo vel... en vá hvað ég var ekki búin að undirbúa mig undir hversu mikið ég gæti elskað þennan litla kút sem var að koma í heiminn.... Ég bara trúi því ekki að ég geti ekki knúsað hann bara strax á morgunn. Mér finnst ég hreinlega eiga svo mikið í honum :) ég horfi á myndirnar sem ég heimta og fæ reglulega og bara ohhhh úhhhh...



Ég hef svo gert mitt allra allra besta í því að vera stóra systir og ráðlagt og hjálpað eins vel og ég get... alveg frá því að litla systir hringdi í mig og sagði mér að vatnið væri farið .... oooog ég á líklegast eftir að halda áfram... Úff ég reyni nú samt að gefa þeim speis hahahaha 
Vá hvað ég var samt hissa þegar ég var að tala við hana þegar hún var enþá á spítalanum og engin var svo mikið sem að skipta sér af þeim... benda henni á að leggja kútinn á brjóstið eða hitt og þetta... Svo ég reyndi að hjálpa... því brjóstagjöf er bara ekkert sjálgefið mál og þarf stundum að vinna mikið til þess að fá þetta í gang. Mér hefur alltaf fundist svolítið leiðinlegt þegar konur láta þetta hljóma eins og þetta sé ekkert mál og bara það besta og yndislegasta í öllum heiminum. Ekki misskilja mig... þetta er auðvitað alveg frábært þegar þetta gengur vel... en eins hrikalega erfitt þegar þetta gengur illa.

Hjá mér gekk þetta ágætlega í fyrsta skiptið en ég var að leggja Andreu á kannski á 2 tíma fresti fyrst... jú hún var bara svo lítil í mínum augum...  Bara 2,6kg og ég hugsaði með mér hún er svo lítil og hlítur að þurfa bara voða mikið og ört... Já ok ég bjó auðvitað til "smá" vandamál... hún vildi bara vera á brjóstinu alltaf...allan sólahringinn og svaf ekkert voðalega mikið... En ég kom þessu auðvitað líka vel af stað... og hún var nú ekki svöng og þyngdist....
Með Viktor var þetta að sjálfsögðu aðeins öðruvísi, þar var það keysari og þurfti ég því að pumpa og vekja hann reglulega því hann var latur, lítill og 4 vikum fyrir tímann. 
Freyja hinsvegar fékk held ég bara mjólk strax því hún bara svaf og drakk og var voða góð... Svo ég hef svona nokkrar mismunandi reynslur og því um auðugan garð að gresja hjá mér þegar kemur að þessu undri brjóstagjöf.. 
Ég hef því staðið eins og klettur við bakið á litlu systur og bara reynt að hjálpa eins og ég get í gegnum skype, sem er svo erfitt. Mig langar bara að komast yfir til hennar og taka hann knúsa og passa að hann taki brjóstið rétt og reyna að leiða hana í allan sannleika um það sem ég veit um brjóstagjöf :)
Held þetta sé að takast hjá duglegu litlu systur og verður Vincent Hjörleifur Gómes líklega í yfir vigt eins og frænka hans Freyja Líf ;)

Andrea Elín heldur áfram að slá í gegn. Hún sagði frænku sinni og vinkonu að hún ætti kærasta í Belgíu... þegar þær spurðu hana hvort hún væri ekkert búin að kyssa hann? Þá svaraði hún kokhraust iss nei æ hann er svo andfúll :D :D :D Alveg met þetta barn.

Viktor er hress og kátur í sumarfríinu sínu og sjáum við mikil framför á orðanotknun hans.... hold your horses ;) ekki neinar setningar ennþá en hann er farin að mynda orð sem við notum mikið. En við þurfum mikið að biðja hann um að segja þau. :) Svo held ég bara líka að fötin hans séu farinn að minnka hahaha mér finnst allt vera að skreppa saman... hahaha nei nei hann hlítur bara að vera vaxa núna. Er líka alveg einstaklega klaufskur og rekur tærnar í allt, núna meira en vanalega. :) Svo barnið vex en brókin ekki á svo sannarlega við hjá honum. 





Freyja Líf vex og dafnar ekkert lát á því... stór og stæðileg stelpa. Er að flýta sér eins og systir hennar og er næst á dagskrá að mastera að sitja sýnist mér hahaha Hún elskar stóra bróður sinn og lætur mikið yfir sig ganga að hans hálfu... en hann er nú aðeins....bara smá farinn að fatta að maður verður að fara varlega... það er þegar hann rekur ekki tærnar í, dettur og kremur hana smá :D





En já lífið í BE er heitt og gott, þangað til næst 
S


Thursday, 18 July 2013

Pælingar...

Sumarfríið var fljótt að líða en reyndum við bara að njóta þess í botn og hafa gaman. Við eyddum okkar fríi mest megnis á Íslandi í faðmi fjölskyldu og vina að þessu sinni en áttum svo viku saman þegar við komum út aftur. 
Við brölluðum margt eða reyndum eins og við gátum að hitta sem flesta en auðvitað er tíminn svo naumur alltaf og við náðum ekki að hitta alla því miður. Óli var að þessu sinni með landsliðinu svo það fór vika hjá honum í það svo fríið fór svona í tvo parta. 
Viktor var hress og kátur en eftir að við komum út aftur og hann mætti í leikskólann þá er hann búin að ná sér tvisvar í pest greyið pungurinn... En vonandi er þetta allt að koma.... (pollíana.is:))

Andrea naut Íslandsverunnar í botn og naut þess að vera með fjölskyldunni. Einn morgun þegar mamma hennar var að nýta sér extra hjálpina og lagði sig með yngsta meðlim fjölskyldunnar þá var hún með Lóló frænku sinni að fá sér morgunmat og spjalla. Einhvernvegin þá beindist spjallið að því að Lóló er með barn í maganum og hvernig börnin koma nú í heiminn.... Þegar við Andrea höfðum rætt þetta þá sagði ég henni bara alltaf að börnin koma úr maganum og henni þótti það mjög rökrétt þar sem að þegar Viktor fæddist var hann tekin með keisara og hún sá skurðinn (sporðinn eins og hún kallar þetta) svo í hennar augum komu börnin bara út úr maganum út um skurðinn. :) En þegar hún og Lóló frænka voru að ræða þetta þá fór Lóló út í það að segja henni að þetta væri smá mismunandi ... hún (Andrea) hafi fæðst "venjulega" semsagt í gegnum fæðinga veginn og mamma hennar (ég) líka en Lóló frænka hafi verið tekin með keisarar alveg eins og Viktor bróðir hennar. 
Hún horfði á frænku sína í smá stund og sagði svo jáhá.... Lóló varst þú þá líka með Down syndrome eins og Viktor.....
Bara lógík .... komu jú eins í heiminn.... :D Hahaha jáhá það er svo gaman að fylgjast með hvernig hún upplifir systkini sín. Sér ekkert að Viktor sé öðruvísi en hún nema að henni finnst hann bara stundum svoldið mikið með tunguna út... Svo auðvitað spurði hún þegar Freyja fæddist hvort hún væri með downs eins og Viktor... Litla stóra krúttið okkar.

En þangað til næst
S