Ég er svo sannarlega ekki búin að missa áhugan á að skrifa hvað þá heldur þurr af viðfangsefnum. Það er bara svo mikið að gera að ég kemst því miður sjaldan að tölvunni til að skrifa það sem mig langar. En ég reyni nú að setja niður punkta og skrifa svo um þá þegar tími gefst. Húsfaðirinn hefur verið í 10 daga reisu með landsliðinu en kemur heim í dag (í fyrradag) og hlýt ég nú að fara að komast í tölvuna til að skrifa.... allavegana næstu 2 vikurnar eða svo, þangað til næsta 10 daga reisa byrjar og gæti hugsanlega endað ansi skemmtilega. Já eða fært okkur skrefinu nær Ríó :D
Ansi spennandi það.
Ég las góðan pistil á netinu um daginn um húðslit hjá stelpu eftir að hún eignaðist barn. Mér fannst hún skrifa í einlægni og hugrökk fyrir að sýna myndir af sér og slitinu sínu. Ég held einmitt eins og hún talar um í sínum pistli og kemur fram í mörgum af kommentunum að þetta sé eitt sem mörgum konum finnst erfitt að díla við eftir meðgöngu. Margar reyna allt til að losna við þetta en aðrar eru stoltar af þessu og svo framveigis.
Þegar ég las þessa grein þá mundi ég svo vel hvað ég smurði mig í bak og fyrir þegar ég var ólétt með öll þrjú börnin. Með Andreu hugsaði ég, "ég ælta alla vegana að setja á mig krem og ef ég slitna þá bara hef ég gert allt". Ég hugsaði um þetta ennþá meir með Viktor því ég bætti á mig hraðar en með Andreu og var því ennþá meðvitaðari um að passa að smyrja mig alla.... En eftir að ég átti Viktor var þetta líka eitt af því sem fór sterkt í gegnum hausinn á mér.
Flest kommentin á þennan fína pistil sýna að konurnar sem hafa fengið slit líta á þetta sem "sönnunargögn" yfir litla einstaklingnum sem dafnaði í bumbunni í níu mánuði.
Það sem flaug í gegnum hausinn á mér var í sjálfum sér það að ég trúði því ekki að ég hafi verið að spá í slit þegar ég var ólétt.... og hversu lítið það sé að slitna ef litla kraftaverkið kemur í heiminn heilbrigt og hraust. Ég var mikið að spá í að skilja eftir komment en þegar ég byrjaði að skrifa þá bara var það orðið allt of langt og ákvað ég því að taka þetta upp hér.
Ég hugsaði oft, ég hefði slitnað í tvent ef litla kraftaverkið mitt hefði bara fæðst án auka litnings og Mig langaði bara einhvernvegin að skilja eftir skilaboð til þeirra sem lásu þennan pistil að það að slitna er jú partur af því sem getur gerst þegar kona gengur með barn en í rauninni það sem er mikilvægast, er að einstaklingurinn sem kemur í heiminn sé hraustur og heilbrigður og allt sé í lagi. Ég held nefnilega að allt of margir gleymi því hversu mikið kraftaverk það er að eignast heilbrigt barn og að sjálkrafa gleymir fólk sér og tekur það sem sjálfsögðum hlut. Auðvitað er best og kannski réttast að hugsa þannig en það er samt líka gott að minni sig á að allt annað skiptir litlu máli. Og eins og þessi flotta stelpa segir í pistlinum sínum er að það sem við teljum kannski gallana okkar eru í raun kostirnir okkar og gera okkur að okkur og það sem gerir okkur einstök. Hér er hægt að lesa þennan fína pistil.
Annars erum við hress, ég fagna hverjum degi þar sem við vöknum hress og komumst í skóla og leikskóla, náum að halda heimilinu sæmilega hreinu og já að það sé svona einhverskonar semí hversdags rútína. Hingað til ein kvef pest en við tókum á móti henni vopnuð "sverðum" og skárum hana í þúsund mola og héldum áfram. Svo veturinn leggst bara vel í okkur.
Þangað til næst
S
Tívolí sjúki Viktor hahah |
Fengum Dísu frænku í heimsókn |
skóla stelpa |
6mánaða skvís |
Veðrið búið að leika við okkur |
götu listamenn |
Viktor að reyna að gera eins... |
kerrupúl |
Morgunverður meistara :) |
Annars erum við hress, ég fagna hverjum degi þar sem við vöknum hress og komumst í skóla og leikskóla, náum að halda heimilinu sæmilega hreinu og já að það sé svona einhverskonar semí hversdags rútína. Hingað til ein kvef pest en við tókum á móti henni vopnuð "sverðum" og skárum hana í þúsund mola og héldum áfram. Svo veturinn leggst bara vel í okkur.
Þangað til næst
S