Ég hef skrifað hér á blogginu mínu áður um fullkomnun og hvað er að vera fullkominn. Þegar við áttum heima í Danmöku var ég svo heppin að kynnast stelpu frá Ástralíu. Ann Marie kom mér fyrst fyrir sjónir sem kannski smá dekurrófa. Yngsta barn foreldra sinna, ákvað að menntun var ekkert fyrir hana og að hún hafði sett sér markmið að vera ein ríkasta kona Ástralíu fyrir þrítugt. En þegar ég kynntist henni þá sá ég að það var svo mikið í hana spunnið... mér fannst hún svoldið gróf og hún hennti öllu bara framm eins og það var. Hún er trú sjálfri sér og þegar ég átti mín myrkrustu augnablik eftir fæðingu Viktors þá fannst mér gott að tala við hana og sjá hvernig hún horfði á lífið og hversu rosalega "honest" (heiðarleg) hún er og segir hlutina einfaldlega eins og þeir eru. No more no less....
Þessi vinkona mín er með fyrirtæki með mömmu sinni og systur sem gerir meðal annars svona orku armbönd og heldur líka út vefsíðu og bloggi. Á blogginu þeirra þá skrifaði hún í gær svo innilegan pistil um að vera trúr sjálfum sér og veikleika sína(Authenticity and my vulnerability). Mér fannst þetta frábær skrif hjá henni og veltir hún þar upp mínum fyrri vangaveltum um fullkomnun og staðfesti ég með þessum lestri hvað mér finnst um leitina að fullkomnun og hvað það er mikilvægt að vera trúr sjálfum sér. Held að ég hafi einhverntíman eftir að ég flutti að heiman byrjað á því að hugsa um hvað það er mikilvægt að vera trúr sjálfum sér. En eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem Viktor hefur hjálpað mér með er einmitt líka það... að vera trú sjálfri mér og viðurkenna veikleika mína. Mér fannst hún vinkona mín koma svo vel að orði og ætla ég því að leyfa broti af texta hennar að fylgja á ensku þar sem mér finnst mjög erfitt að þýða þessi orð. Þau koma hálf kjánalega út á íslensku.
"If you are to think anything then let it be ‘stay authentic’ and ‘let ‘me’ show up because that’s the greatest gift to anyone’. Always remember there are others who are feeling what you’re feeling, no one or no-ones life is perfect- because perfection is unattainable and not authentic. You are a blessing. Your AUTHENTIC self is a blessing and when you are authentic you can achieve your greatest potential, touch others lives, get in your flow and make an incredible difference to this world."
Hér er svo hægt að lesa pistilinn í heild sinni á vefsíðunni hjá Sanctus stones.
Svo yfir í allt annað, mikil gleði braust út hér á þessu heimili 6. október þegar ný stundin okkar byrjaði... Ekki það að við höfðum ekki miklar mætur á henni Skottu og horfðum við mikið á hana.... Heldur er hann Viktor okkar með algjört æði fyrir honum Góa :D Jáhá..... það stefndi nefnilega í það að allt fullorðið heimilisfólk og gestir fengju algjöra gubbu á þeim manni(og auðvitað Þresti;)) þar sem að einu tvær dvd myndirnar sem gullpungurinn vill horfa á eru Gói og baunagrasið og Eldfærinn. Okkur þótti þetta val samt alveg frábært svona miða við uppáhald eldri systur hans nokkrum árum áður, það er söngvaborg :). Þessi ótrúleg ást á þessum myndum er svona smá merkilegt því það er ekki svo langt síðan Viktor fór að horfa að einhverju viti og héldum við bæði að þetta væri jafnvel of flókið fyrir hann en það sem ég held að geri þetta svona uppáhalds eru lögin sem koma inn á milli og svo auðvitað þessi skemmtilegi húmor... Viktor er nefnilega algjör húmoristi;) og alveg einstaklega tónelskur. En semsagt við fullorðna fólkið getum sungið með hverju lagi og farið með öll hlutverkin í leikritunum by hart :D Svo þegar við fréttum að Gói væri að taka við Stundinni okkar þá vorum við ógurlega fegin því jú jú okkur finnst hin ævintýrin mjög skemmtileg en þegar þetta er á hverjum degi og kannski svona tja nokkrum sinnum á dag þá fær maður smá nóg :).
Þannig það var mikil gleði á okkar heimili þegar nýja Stundin Okkar byrjaði og bíðum við núna spent eftir nýjum þætti á hverjum mánudags morgni. Það er ekki laust fyrir að við fullorðna fólkið verðum smá skúffuð ef starfsmenn rúv hafa klikkað eitthvað og gleymt okkur... hahah þar sem að þá þurfum við að horfa á sama þáttinn aftur einn dag í viðbót. Þetta er nefnilega þannig að þegar Viktor fer í astma tækið sitt á hverjum morgni þá er þetta það eina sem heldur honum í þær 10 mínútur sem hann þarf að vera í því :D Svo það eru 10 mín á morgnana og 10 mín á kvöldin x 7 svo já við sjáum hvern þátt að minnsta kosti 14 sinnum...Ég er því líka mjög þakklát hversu flottir þættirnir eru og hafa mikinn boðskap og tala nú ekki um öll löginn. Það er ekki laust fyrir að ég sé jafnvel spenntari en krakkarnir að sjá nýjan þátt á mánudögum. hahaha Viktori hefur meira að segja tekist að segja Go Go (sterkt G hljóð og voðalega krúttlegur stútur á munninum) sem er svona smá svekkjandi fyrir okkur foreldrana þar sem að það er nú ekki svo langt síðan hann náði að segja mamma og pabbi :D En öll framför eru gleðiefni hér á bæ :D. Hann trallar einnig með í upphafsalginu uuuu uuuuu uuuuu og vona ég bara að hann verði farinn að syngja það alveg í vor ;). Svo er líka svo gaman að heyra Andreu syngja íslensk dægurlög og veit ég að það er tilkomið með nýju stundinni okkar.
Andrea sá hann Góa í sundi síðasta sumar og var mjög uppveðruð og þótti það mjög merkilegt..... Hún spurði mig um daginn hvað ég héldi að Viktor myndi gera ef hann myndi bara sjá Góa í sundi. Ég held hreinlega að hann myndi missa sig af spenningi ef úr yrði og ég held að ég veðji frekar á að reyna að ná honum næsta sumar á leiksýningu eða annari skemmtun:) En vonandi fær hann samt að hitta átrúnaða goðið sitt næst þegar við komum því þegar þessi klumpur er glaður þá bræðir hann allt og alla í kringum sig með brosi sýnu og hlátri. :D
Við sáum því miður rautt í gær.... eins mikil og gleðin var í byrjun leiks þá vorum við heldur leið og skúffuð þarna í kringum 60. mínútu. Okkur fannst okkar maður standa sig með stakri príði og gera það eina rétta í þessari stöðu. Við erum ógurlega stolt af honum og hefði ég helst viljað sitja með honum í búningsklefanum mínturnar 40 sem hann sagði að hafi verið einar af þeim verstu og styðja hann. Hann á allavegana mikið og stórt stuðningslið hérna heima :).
þangað til næst.
S
Þannig það var mikil gleði á okkar heimili þegar nýja Stundin Okkar byrjaði og bíðum við núna spent eftir nýjum þætti á hverjum mánudags morgni. Það er ekki laust fyrir að við fullorðna fólkið verðum smá skúffuð ef starfsmenn rúv hafa klikkað eitthvað og gleymt okkur... hahah þar sem að þá þurfum við að horfa á sama þáttinn aftur einn dag í viðbót. Þetta er nefnilega þannig að þegar Viktor fer í astma tækið sitt á hverjum morgni þá er þetta það eina sem heldur honum í þær 10 mínútur sem hann þarf að vera í því :D Svo það eru 10 mín á morgnana og 10 mín á kvöldin x 7 svo já við sjáum hvern þátt að minnsta kosti 14 sinnum...Ég er því líka mjög þakklát hversu flottir þættirnir eru og hafa mikinn boðskap og tala nú ekki um öll löginn. Það er ekki laust fyrir að ég sé jafnvel spenntari en krakkarnir að sjá nýjan þátt á mánudögum. hahaha Viktori hefur meira að segja tekist að segja Go Go (sterkt G hljóð og voðalega krúttlegur stútur á munninum) sem er svona smá svekkjandi fyrir okkur foreldrana þar sem að það er nú ekki svo langt síðan hann náði að segja mamma og pabbi :D En öll framför eru gleðiefni hér á bæ :D. Hann trallar einnig með í upphafsalginu uuuu uuuuu uuuuu og vona ég bara að hann verði farinn að syngja það alveg í vor ;). Svo er líka svo gaman að heyra Andreu syngja íslensk dægurlög og veit ég að það er tilkomið með nýju stundinni okkar.
Andrea sá hann Góa í sundi síðasta sumar og var mjög uppveðruð og þótti það mjög merkilegt..... Hún spurði mig um daginn hvað ég héldi að Viktor myndi gera ef hann myndi bara sjá Góa í sundi. Ég held hreinlega að hann myndi missa sig af spenningi ef úr yrði og ég held að ég veðji frekar á að reyna að ná honum næsta sumar á leiksýningu eða annari skemmtun:) En vonandi fær hann samt að hitta átrúnaða goðið sitt næst þegar við komum því þegar þessi klumpur er glaður þá bræðir hann allt og alla í kringum sig með brosi sýnu og hlátri. :D
Við sáum því miður rautt í gær.... eins mikil og gleðin var í byrjun leiks þá vorum við heldur leið og skúffuð þarna í kringum 60. mínútu. Okkur fannst okkar maður standa sig með stakri príði og gera það eina rétta í þessari stöðu. Við erum ógurlega stolt af honum og hefði ég helst viljað sitja með honum í búningsklefanum mínturnar 40 sem hann sagði að hafi verið einar af þeim verstu og styðja hann. Hann á allavegana mikið og stórt stuðningslið hérna heima :).
þangað til næst.
S