Friday, 21 March 2014

Kæra framtíðar móðir....

Kæra framtíðar móðir....

Já myndbandið sem tengist world down syndrome deginum að þessu sinni finnst mér alveg yndislegt. Mér finnst það svo viðeigandi og hitti það mig beint í hjartastað. Ef ég ætti að svara bréfi móður þá myndi ég líklega ekki komast betur að orði. Við erum nefnilega öll eins og líka öðruvísi :)


Hér að ofan sjáið þið svo myndbandið.




Gleðilegan dag
21.3
S

Tuesday, 11 March 2014

Afmælis

Þá erum við búin með fyrri afmælistörn þessa árs og gekk þetta bara svona líka voða vel. Fyrir utan að það var smá dramantík hjá elstu dótturinni þar sem að núna var þetta fyrsta skiptið sem hún átti ekki afmæli fyrst á heimilinu. Henni fannst bara ótrúlega ósanngjarnt að Freyja Líf væri bara að opna alla pakkana og hún engan..... Já en samt opnaði hún alla pakkana fyrir systur sína... Við foreldrarnir áttum erfitt með að hemja hláturinn þegar við vorum að útskýra þetta fyrir henni í 3 skiptið. En hún svona náði þessu á endanum. Viktor var voðalega kátur með veisluhöldin en ekki eins glaður með kökurnar.. hann er nefnilega gikkur á hæsta stigi og ætlar skoooo ekki að borða köku... Alltaf fær hann köku en ekkert fer í munninn... Reyndar erum við búin að uppgvötva nýja tækni og það er að leyfa honum að experimenta all svakalega með matinn/ í þessu tilviki kökuna og þá setur hann smátt og smátt smá í munninn... Svo ég held í vonina um að hann kannski verði til í smá köku á afmælinu mínu í sumar ;)







Síðasta mánuðin þá erum við búin að vera heima með Viktor eins og ég nefndi í síðustu færslu og hefur bara gengið vel. Það er svo gott að sjá hann svona hressan og kátan og ekki alltaf vera með sting í maganum þegar maður keyrir á leikskólann og hugsa á leiðinni... ok hvernig ætli Viktor sé í dag? Veikur/frískur? Auðvitað þegar honum líður líka vel þá er hann svo endalaus glaður og skemmtilegur og hafa dagarnir því verið enþá yndislegri. Það hafa verið ófáar stundir síðasliðnar vikur sem ég og Óli horfum á hvort annað og segjum lífið væri ekkert ef hann væri ekki okkar, og okkur finnst við vera heppnustu foreldrar í heiminum. :)


Mér fannst ég komin yfir allt sem tengdist fæðingu Viktors og hugsanlegri sorg/sjokki eða já bara einhverju tengdu fæðingu hans. Eða þangað til ég þurfti að fara með Freyju í smá svæfingu um daginn. Það þurfti að athuga sár í munninum hennar og þar sem að litli þrjósku púkinn neitaði að opna munninn svo hægt væri að skoða vel þá varð að svæfa hana og skoða. Þetta þurfti að gera á skurðstofu og fór ég með henni inn og var þar, þar til hún sofnaði... Ég hef ekki komið inn á skurðstofu síðan Viktor var tekin með keisara.... Ég fékk illt allstaðar þegar ég labbaði inn. Það var þessi kuldi sem fór inn um allar minningagáttir líkama míns. Ég hélt á henni horfði í alla veggi og byrjaði að anda hraðar. Læknarnir og hjúkrunarfólkið bað mig um að leggja hana á rúmmið og sáu að greynilega var ég ekki alveg 100. Augljóslega héldu þau að ég væri svona stressuð yfir því að Freyja væri að gráta og allt í kringum þessa svæfingu. En þar sem ég stóð yfir Freyju á meðan hún var að sofna þá þurfti ég að berjast við það að standa í lappirnar og fara ekki að há grenja. Ég náði því og labbaði studd út í vöknun og var sagt að þetta tæki enga stund hún yrði komin til mín eftir 20 mín. Ég þurfti virkilega að taka "taktu þig saman í andlitinu" Sigurbjörg á sjálfan mig þar sem ég sat þarna og beið. Ég bara ætlaði ekki að trúa því að það væri ennþá eitthvað sem gæti hreyft svona rosalega við mér og þessum tilfiningum. En svona er nú lífið:).





Veðrið hefur leikið við okkur síðustu daga og vonum við bara að þetta verði svona áfram. Þá væri hægt að halda næstu afmælistörn í garðinum. Við að minnsta kosti eyddum frábærri helgi í garðinum með alveg yndislegum vinkonum og vonum við bara að við fáum þær sem allra fyrst í heimsókn aftur ;)  Freyja Líf tók svo skrefið til fulls í gær og er farin að labba.... eða vagga hahaha hún vaggar hérna um eins og lítil krúttleg önd. Bróðir hennar þykir þetta einstaklega sniðugt og heldur uppteknum hætti og valtar yfir hana eða hrindir þegar honum þykir hún eitthvað vera að ógna hans stöðu.... Ég sé þetta alveg fyrir mér eftir nokkra mánuði þegar hún verður orðin stöðugri en hann og sest endanlega ofan á hann. 





Þangaði til næst

S