Wednesday, 8 October 2014

Tvíburar!! :)

Spurningin sem við fáum mest núna er sú hvort Freyja og Viktor séu tvíburar. Alltaf verður fólkið jafn hissa þegar ég svara að það séu nú 22 mánuðir á milli þeirra :D. Svo kem ég nú yfirleitt með þá útskýringu að Viktor sé mjög mjög lítill miða við aldur og Freyja sé nú svoldið stór ;). Því til sönnunar þá fórum við með þau til læknis í síðustu viku og þar voru þau sett á vigtina og skilja þau aðeins 500gr :D og nokkrir cm. Svo það er svo sannarlega skiljanlegt að fólk haldi að þau séu tvíburar. 

Sjálfri finnst mér það nú hratt nálgast að Freyja stigi bróður sínum jafnfætis. Hún til að mynda talar (sumt á tungumáli sem hún aðeins skilur;)) mikið meira en hann en mér finnst samt Viktor skilja meira. Það er erfitt að útskýra það en Viktor er aðeins lengra komin í þroskanum, en sumir hlutir eru auðveldari fyrir Freyju og aðrir hjá Viktor. Mín tilfinning segir mér samt að það verði nú bara á næstu mánuðum þar sem okkur á eftir að finnast þau vera á sama stað í þroska. Ég held það verði í góðu lagi en það verður öruglega skrítið þegar við finnum að Freyja fer að fara langt framm úr honum.
Viktor heldur til að mynda titlinum Gentle Giant mjög vel því þegar þau eru að slást sem gerist mjög oft þá á hann því miður ekki roð í hana... hún er einfaldlega of snögg og fljót fyrir hann. Hún er búin að klóra, bíta eða slá áður en hann hefur bara gert sér grein fyrir að það sé búin að ráðast á hann. (Ég vildi að ég ætti mynd af svipnum sem kemur) Svo ég og Óli erum eiginlega búin að gefa það alveg frá okkur að við þurfum að hafa áhyggjur af því seinna meir að það verði hringt frá skólanum þar sem hann hafi lent í slag;) .... hinsvegar gæti það símtal alveg komið varðandi Freyju;). Svo er eginlega algjört bíó þegar þau systkinin fara í eltingaleik... Viktor hreinlega á ekki breik í Freyju... hann er ekki 2-3 skrefum á eftir henni heldur nokkrum metrum. Freyja nýtur sín þá í botn því hún er stríðnari en afi sinn og þá er mikið sagt. En þegar Viktori tekst að ná henni og vera ofaná í slagsmálunum þá er eins og hann hafi sigrað fjallið Everest, gleðin og sigurvíman er svo mikil að hann tekur okkur algjörlega með sér og við gleymum að undir honum liggur Freyja alveg bandbrjáluð með hor. Þau eru nú algjörir ormar yfirleitt en svo er ótrúlegt hversu dugleg þau eru í að reyna að hugga hvort annað... sem er nú með misjöfnum árangri;). 









Hér hefur veðrið svo sannarlega leikið við okkur og er haustið aðeins að koma núna. Skólinn hefur byrjað vel hjá Andreu og Viktori og gleður það okkur foreldrana að sjá hversu mikið talið og annar þroski hefur komið síðan hann byrjaði í skólanum. Ótrúlegt hversu mikið þessir litlu hlutir eins og hengja jakkan sinn á sinn snaga gefa manni. :) Andrea var svo í öðru sæti í víðavangshlaupi skólanna á svæðinu og pæjaði sig að því tilefni upp með eyrnalokkum.


En þangað til næst
S