Saturday, 18 May 2013

Draumur um meistara titil og minni fordóma...

Mikil spenna á heimilinu síðustu daga því loksins er tímabilinu að ljúka hjá heimilis föðurnum. Það var hörku spennandi... eða hann átti að vera hörku spennandi ;) leikur á móti Club Brugge á fimtudaginn og vannst hann 5-2. Sem þýðir að Óli og co fara í hreinan úrslitaleik á morgun á móti Anderlecht.....
Fyrirfram er Anderlecht liðið sem allir halda að vinni, Zulte Waregem er litla liðið(under dog) en það eru voðalega margir sem vilja að við vinnum því að Anderlecht eru svo roslega góðir með sig... og svo framvegis hahaha Zulte Waregem er samt búið að vinna þá í síðustu tveim leikjum og höfum því sýnt að við getum þetta alveg.....  En þetta er auðvitað þvílík pressa núna og verður spennandi að sjá hvernig liðið tekur á henni... Stóra spurninginn er svo hvort að draumurinn hans Óla verði að veruleika og við spilum í Champions league á næsta ári... hverjum hefði dottið í hug að það gæti gerst með Zulte Waregem!!! Eigandi liðsins sagði í viðtali fyrir tímabilið í fyrra að markmiðið væri að ZW yrði á næsta ári (í ár) í topp 4 í Belgíu og árið eftir það yrði það svo Champions league! Það var hlegið að honum þegar hann sagði þetta og öll dagblöð töluðu um hvaða rugludallur hann væri hahaha.... Já ég held að hann eigi eftir að sitja með stærsta glottið á morgun ef við vinnum og gefa ljósmyndurum kannski eins og eitt svona merki þar sem langatöng er útí loftið og hinir puttarnir beygðir ;)
Svo er búið að skipuleggja stóra móttöku fyrir liðið í bænum eftir leikinn og ætla ég að skella mér með allt mitt hafur task og leyfa þeim að upplifa gleðina... því jú ég er alveg handviss um að við vinnum....
Ég er auðvitað með í maganum eins og alltaf fyrir leiki en ég vona bara það besta og er ekki hægt að neita því að árangur liðsins þetta tímabil er stórkostlegur.

Vinkona mín sem á strák með down heilkennið skrifaði alveg frábært blogg um fordóma og fáfræði og vil ég endilega benda fólki á að lesa því þetta er svo flott skrifað hjá henni. Hér er hægt að lesa bloggið hennar Fjólu. Þeir sem hafa lesið bloggið mitt í einhvern tíma vita að Andrea og við höfum farið aðeins í gegnum þetta saman. Við áttum gott samtal við Andreu um þetta á sínum tíma og kennarann og hefur þetta ekki komið mikið upp síðan þá. En auðvitað bara í daglega lífinu þá er alltaf einstaklingar sem eru verr upplýstir en aðrir og segja hluti eða haga sér í samræmi við fáfræði sína.
Eins og ég skrifaði hérna síðast þá ætlum við að reyna að finna okkur góða au pair til að hjálpa okkur. Ég hef því aðeins farið á netið og skoðað síður og annað með au pair stúlkum sem hafa skráð sig inn í eins konar gagnagrunn au pair heimasíða. Á þessum síðum eru svo staðlaðar spurningar og ein spurninginn er hvort viðkomandi geti hugsað sér að sjá um fatlaðann einstakling.  Ég var smá hissa þegar ég var að skoða prófíl stelpnanna og í mjög mörgum tilfellum svara þær þeirri spurningunni neitandi. Auðvitað finnst mér það alveg fáránlegt.... en þegar ég fór að hugsa um þetta betur þá held ég einmitt að orðið fatlaður eins og við ræddum hér á blogginu einu sinni, hefur svo neikvæða merkingu. Þar að leiðandi margir sem vita ekki við hverju þeir eru að segja nei, heldur kannski hugsa bara um þetta neikvæða orð og setja nei við spurningunni.
Æ já allavegana þá varð mér heldur brugðið því ég bara hmmm strákurinn minn er fatlaður, (já ég get sagt það núna :)) oog yndislegur. Að hugsa um hann er að mestu leyti eins og önnur börn og kom stingurinn því smá í hjartað eins og svo oft áður... ég varð sorgmædd og reið að fólk væri ekki tilbúið til að hugsa um hann því hann væri fatlaður. En þegar ég settist niður og hugsaði þetta betur þá held ég að þegar ég var á þessum aldri og hefði ætlað að fara sem au pair þá hefði ég kannski sett x við nei í þessari spurningu því ég vissi hreinlega ekki betur þá. :) Þegar ég las svo bloggið hennar Fjólu og sá að margir voru að pósta því á FB þá var ég voðalega glöð því að það er einmitt bara við sem þurfum að fræða fólkið í kringum okkur eins og við getum svo að fordómar og fáfræði hverfi... eða minki mikið.

S


Friday, 26 April 2013

Ljóshærða kjötbollann :D

Jæja held það sé alveg komin tími á smá skrif hér... reyni ég mitt besta... þetta er jú svona það sem mér finnst gaman :)
Einu nr of ánægður með sig í þessu dressi :)
Nóg að gera á stóru heimili og veikindi Viktors halda nú aðeins áfram..... ég verð nú alveg að viðurkenna það að pollíönu hatturinn minn er orðin ansi út jaskaður eftir þennan vetur. En með hækkandi sól þá vona ég að þetta lagist nú. Við erum reyndar komin í smá ferli hjá ónæmiskerfis sérfræðingi (veit ekki hvort þetta sé rétt íslenska) fórum til hennar á mánudaginn og erum að athuga hvort ónæmiskerfið hjá Viktori sé að virka já eða hvað er að virka og hvað kannski ekki. Því í síðustu árlegu blóðprufum og tékki á down poliklinikinu í Gent þá kom í ljós að hvítu blóðkornin voru lág í blóðinu hans og fengum við því uppáskrifað pensilin sem við gefum honum nú daglega lágan sakmmt. Getur þetta hugsanlega verið ástæða allra pesta og veikinda sem hafa verið að trufla hann í vetur og vonum við bara að ónæmiskerfið fari nú að virka betur. En eins og sérfræðingurinn sagði þá er það nú bara þannig að eftir því sem við eldumst og verðum stærri og sterkari því sterkara verður ónæmiskerfið... Svo við gefum því Viktori extra mikið að borða þessa dagana hahahaha :D :D :D nei nei segi svona.

Í síðustu heimsókn hjá barnlækninum var Viktor búin að bæta á sig 800gr á 3 vikum... við vorum í smá sjokki og töluðum um það við hann að ef Viktor fengi að ráða þá myndi hann jú stundum bara vilja sitja við matarborðið og borða... Mogunmaturinn er oft 3ja rétta og svo framvegis... Óli nefndi það eitthvað við hana hvort við þyrftum ekki bara að stoppa hann en hún vildi ekki meina að við ættum að gera það. Eftir veikindi og magapestir vetursins þá á hann víst bara svooo voðalega mikið inni þessi elska... Svo hann fékk skotleyfi frá lækninum að borða og borða hahahah Svo ef þið sjáið rúllandi ljóshærða kjötbollu með okkur þegar við komum heim í sumar þá er það Viktor hahaha. Hann minnir óneitanlega á afa sinn í vextinum þessa dagana Þ :D


Boltinn rúllar og eru núna um 4 vikur eftir af tímabilinu og eru allir á heimilinu orðnir verulega spenntir að þessu sé að ljúka. Bæði hlakkar okkur mikið til að fá langþráð sumarfrí og líka hefur gengið mjög vel hjá liðinu og eru þeir eins og er í 1. sæti Belgísku deildarinnar..... er því ómur af champions league laginu bak við eyrað og spennan sem hugsanlega fylgir því næsta tímabil. :)
Andrea fór svo með fótbolta liðinu sínu og fékk að labba inn með leikmönnunum fyrir einn leik núna um daginn og var hún skít eins og hún orðaði það sjálf... Fyrst var það skít hrædd en svo breyttist það í skít kalt ;)
Andrea er fyrir framan Davy sést rétt í hárið :)
líkar pabba
Freyja Líf er svo orðin aðeins of vön því að vera í fanginu á okkur þar sem að þegar ljóshærða kjötbollann aka Viktor er búin að vera mikið bara heima er ekki hægt að leggja hana frá sér nema hann sé í barnastólnum... haha  (hann er reyndar mikið þar) en hún fær kannski ekki alveg jafn mikið að liggja á gólfinu á leikteppinu eða vera í ömmustólnum þar sem að hann myndi líklegast eða alveg 100% setjast ofan á hana þegar hann væri að reyna að gera aaaaa. Hann gegnur undir viðurnefninu the gentel giant heima við hahahahah vill voða mikið strjúka systur sinni já eða aðeins að tosa í hárið á henni.... Viktor er forfallinn hár kall, hann elskar hár og við allar þrjár mæðgurnar fengið að kenna á því ;)

En svo er það jú mál málanna.... já nei ekki kosningar hahaha... Heldur erum við fjölskyldan að leita að Au pair fyrir næsta haust. Eða við viljum mikið fá til okkar barngóða duglega stelpu frá ca 10. ágúst og framm að jólum til að byrja með og svo hugsanlega ef allir eru ánægðir þá framm að sumri. Svo ef þið þekkið einhvern sem hefur áhuga endilega látið mig vita :) 



Sunday, 7 April 2013

Afhverju ætti hann ekki að vera fullkominn!

Ég verð stundum svoldið leið/pirruð/sorgmædd/hissa hvernig viðbrögð ég/við fæ/fáum þegar fólk veit að Viktor er með down heilkennið. Þá er ég ekki að tala um spurninguna sem margir spurja hvort við vissum þetta og hvort við fórum í hnakkaþykktar mælingu.

Heldur þá hef ég verið vör við það að stundum finnst fólki svo skrítið að við eigum barn með downs... þá hefur það verið annað hvort að fólki finnst við svo ung. Því það halda margir að "eldri" foreldrar eignist bara börn með down heilkennið.  Núna hefur samt aldur foreldra sem eignast börn með down færst töluvert niður þar sem að hnakkaþykktarmælingin tekur einmitt aldur inn í líkindamat sitt og því yngri sem þú ert því "minni" líkur.. og eiga því yngri foreldrar að vera "skotheld"...

Einnig hef ég líka verið vör við það að þar sem að Óli spili fótbolta þá finnst þeim þetta voðalega skrítið.... hhah já eins og það hafi eitthvað um þetta að segja. Já og annað skoplegt var þegar vinkona okkar var að segja annari konu frá okkur og sagði hún.... ha þau ... erum við að tala um þau þarna (Óli og sibba) sem giftu sig í fyrra og voða happí bara.... jáhámm. Eins og það hafi eitthvað um þetta að segja. Við fengum líka spurningu um daginn hvort við hefðum einhvern tíman hugsað það að gefa Viktor upp til ættleiðingar..... ég fæ sting í hjartað bara við að skrifa þetta.... mér finnst þetta bara svo ótrúleg spurning. Finnst svo skrítið að fólk haldi að útaf því að lítill einstaklingur fæðist inn í þennan heim með einn auka litning... að maður vilji gefa hann til ætleiðinga. Þessi einstaklingur er jú hold foreldra sinna og einmitt fullkomin eins og hann er, með öllum hans litningum. Var ég því einstaklega ánægð með fyrirsögnina í blaðinu hérna í Belgíu, "Afhverju ætti Viktor ekki að vera fullkominn".
fínasta fjöllu mynd en Freyja Líf á garginu haha


Þegar við höfum verið beðin um að fara viðtöl þá höfum við viljað vanda vel til því við viljum að þetta komi allt saman rétt út. Ég er mjög ánægð með viðtalið sem við gerðum við Fréttablaðið um jólin og svo fórum við í viðtal hérna í Belgíu í síðustu viku, við eitt stærsta sport fótbolta blaðið hér. Er ég einmitt mjög glöð og stolt af því að fara í þessi viðtöl til þess að einmitt leiðrétta svona viðbrögð eins og ég tala um hérna að ofan. Og eins og Thelma vinkona mín sagði þegar ég var að hrósa henni fyrir flott viðtal í Ísland í dag á alþjóðlega down heilkennis deginnum, bara svo gaman og gott að sýna fólki hversu flottir yndislegir einstaklingar þetta séu þó svo það sé jú einn auka litningur :)



Annars erum við bara glöð hérna, Viktor er vonandi að hressast og getur því vonandi farið að fara reglulega í leikskólann. Hann er sannkallaður gullklumpur og getur maður gjörsamlega étið hann eins og við íslendingar orðum það..... alltaf að bralla eitthvað nýtt. Einstaklega hjálplegur að "taka til" eða ekki.... Núna er hann á tímabilinu "einmitt það sem mig vantaði" eins og fjölskyldan mín orðar það... tekur peysu eða bol eða bara hreinan þvott og druslast með hann í lengri tíma og alltaf að setja yfir hausin á sér eða svona yfir axlirnar.

Hann er farinn að borða aðeins meira sjálfur sem er alveg yndislegt. Kom auðvitað sjálfstæðis tímabil hjá honum en svo var eins og honum þótti bara þæginlegra að láta mata sig og hann hreinlega þver tók fyrir að gera sjálfur hahaha... 

Hann er algjör gleði pinni og mjög svo athyglis sjúkur hahaha finnst ekkert skemmtilegra en að vera með atriði og klappar mest fyrir sér sjálfur og er alltaf að passa að við hin séum að horfa :D



Ég reyndi svo núna fyrir páska að kaupa blóm og setja í vasa, hann var fljótur að fatta að þarna var eitthvað meira spennandi en allt heimsins dót. En eftir mikið nei má ekki og ekki fært vasann þar sem ég hafði fengið góðar leiðbeiningar frá henni "blóma" Ásu vinkonu minni að þetta yrði bara ekkert spennandi in the end :D Þessir fínu túlípanar lifðu sínu lífi fallegir og óáreittir. En svo komu nýjir túlípanar...... eitthvað fannst honum þeir meira áhugasamir en lét þá eiga sig fyrst um sinn. Svo skildi ég ekkert í því að mér fannst blöðin eitthvað vera að detta of fljótt af þessum annars fínu túlípönum. Þegar ég kem svo inn í stofu og stend sökudólginn glóðvolgann í því að reyna að fela sönnunargögnin.... já þessi litli gormur var að reyna að stíga ofan á sitthovort blaðið sem hann hafði reitt af og kremja annað í hendinni. Skömmustulegri en allt í framan og horfði svo með hvolpa svip á mömmu sína þegar hún byrjaði að skamma hann og neðri vörinn fór á fullt. Ég átti mjög erfitt með mig að reyna að halda andliti þarna þegar ég var að skamma hann hahahaha

Við reynum svo að gefa stóru systir smá kvolití tæm þegar hin eru sofnuð eða alla vegana bróðir hennar. Höfum á föstudögum eða laugardögum haft svona video kvöld og valið allskonar skemmtilegar myndir. Mamman hefur staðið fyrir stelpu deildinni og við horfðum á Mary Poppins og Sound of music og svona skemtilegt :) og pabbinn alveg hrotið yfir því vali. Fékk því húsfaðirinn að velja á föstudaginn og valdi hann Mrs Doubtfire. Yndisleg mynd í alla staði og fannst Andreu hún ansi skemmtileg og hlóum við ansi mikið og þá sérstaklega pabbinn :)..... eða þangað til að Andrea spurði okkur hvað þetta hérna þýddi og skellti í eitt merki með hendinni..... Já þetta þar sem langatöng vísar upp og hinir tveir fingurnir þar við hliðiná eru hálf bognir.... Hahahaha ég dó næstum úr hlátri og Óli fór alveg í kleinu og sagði ha hver gerir svoleiðis? Hún labbaði að sjónvarpinu og sagði að hann (Mrs Doubtfire) hafi bara verið að gera svona!! Óli alveg rauður og blár reyndi að eyða þessu eins pent og vel og hægt var. Ég hló mikið og sagði bara við hann gott val á mynd hahahahha :).


Freyja Líf hefur svo fengið viðurnefnið Súómí frá afa sínum þar sem að hún þyngist og dafnar vel og voru systkini hennar jafn þung og hún er núna þegar þau voru mánuði eldri hahaha. Kannski ekkert skrítið þar sem að hún fæddist heilu kílói þyngri en þau :D.

þangað til næst
S

Tuesday, 19 March 2013

Party of 5....

Hér erum við orðin fimm, allt á fullu og gengur vel. Freyja Líf kom í heiminn 20.02.2013, gekk fæðingin vel og á tímabili hélt húsbóndinn að það yrði fæðing í bílnum í sveitinni í Belgíu :). En eftir rallý keyrslu þá náðum við á spítalann og kom hún í heiminn tveimur tímum seinna.


Það er nóg að gera á heimilinu og erum við svo heppin að eiga bestu og yndislegustu fjölskylduna sem hefur skipst á að vera hjá okkur að hjálpa. Viktor okkar hefur nefnilega verið mikið veikur og lenti inn á spítala aftur svo við krossum okkur í bak og fyrir og þökkum guði fyrir okkar nánustu sem er svo sannarlega að bera okkur yfir erfiðasta hjallan núna þegar allt er svona nýtt með nýja fjölskyldu meðliminn.


Andrea er alveg rosalega mikil stóra systir og þegar mamma hennar þarf að sjá um Freyju þá tekur hún samviskusamlega við bróður sínum og siðar hann til og sér um hann. :) Hún var nefnilega búin að segja það við flesta áður en Freyja Líf kom í heimin að hún myndi sko sjá um Viktor og mamma litlu systur.
Svo vill hún að sjálfsögðu fá að halda á litlu systur sinni reglulega og þar eru sko engin vetlinga tök.... :D og minnir hún á guðmóður sína í gríð og erg þar ;) (það er þegar guðmóðurin passaði Krúsa forðum daga :D)



Viktor fattar systur sína ekki mikið, en er alveg forviða þegar hún grætur og stendur við rúmmið og heldur í rimlana og reynir að kíkja upp til að sjá hana. Þegar við förum svo með hana nálægt honum þá vill hann helst rífa í hana og eru því skjót viðbrögð okkar algjört lykilatriði;) en hann er samt voða sætur í sér og vill líka gera aaaaaa.


Mikið hefur semsagt drifið á daga okkar hérna í sveitinni í Belgíu og nóg um að skrifa en tíminn kannski aðeins minni. :)

þangað til næst
S

Saturday, 16 February 2013

Smá bið...

Jæja hér erum við komin í gegnum nokkrar stress vikur í að vera róleg og halda litla gullinu inni í bumbunni í rólegheitunum. Þetta hefur hreinlega gengið svo vel að hún ákvað bara að halda sig inni í dágóðan tíma. Við héldum að allt væri að fara í gang fyrir tveimur og hálfri viku og fórum á spítalann en svo róaðist allt niður. Svo hafa verið samdrættir á nóttunni síðan, frá 2 tímum til 6 svo alltaf höldum við að krúttið sé að koma en nei nei allt róast þetta þegar dagur rís á ný :D Svo móðurinn er orðin smá þreytt og allir tilbúnir að fá fjölskyldu viðbótina. Andrea spyr reglulega kemur hún í dag eða á morgun?  En núna reyni ég bara að vera ekki að hugsa of mikið um þessa bið og bara held mínu skipulagi;) og hún kemur þegar hún kemur.

Viktor heldur svo áfram að láta mömmu sína fella gleði tárinn. Hann var veikur heima núna síðustu vikuna og ég setti á fyrir hann dvd myndina Daginn í dag sem er einskonar sunnudaga skóli. Hann sýndi þessu ótrúlega mikinn áhuga og hefur bara ekki sýnt neinu barnaefni svona mikinn áhuga eins og þessu. Þegar hann er að horfa þá kemur dæmisaga um góða hirðirinn sem týndi einu lambinu sínu. Hann byrjar að gera "lamba" hjóð.... sem er nú mjög fyndið hjá honum... (hann er töluvert lengur að ná hljóðunum en systir hans) ríkur svo upp og við öll bara hmmm hvað er hann að gera.... Jú jú hann labbar í bækurnar sínar og vill alveg sérstaka bók nær í hana og fer með hana til pabba síns. Skellir henni í fangið á honum og opnar þar sem lömbinn eru.... og bendir svo á bókina og tölvuna til skiptis.... og svo kemur fyndna skemtilega lamba hljóðið hans.... Hahahahaha við vorum öll bara jáhá.... alveg rétt hjá þér þetta er alveg eins. Fyrir mig var þetta bara enn einn stór sigur... svo gaman að sjá hann tengja og allar lestrar stundirnar og endurtekningarnar á dýra hljóðunum að skila sér.

Hann sá svo kött úti um gluggan í morgun og pabbi hans sagði að þetta hafi verið to die for moment... þar sem að hann spenntist allur upp og svo komu öll þau dýra hljóð sem hann mögulega gat sagt.... í runu á eftir hahahaha og já hann kann ekki alveg mjá kisu hljóðið svo það kom svona ljóna/tígrisdýra hljóð hhahahahaha. ;) Planið er því að þegar það fer að vora og allir orðnir útifærir að fara í dýragarðinn... verður vafalítið skemmtilegt :D


En þangað til næst
Bestu frá okkur í BE

S

Thursday, 17 January 2013

The life


Ég skrifaði litla grein fyrir blað downs félagsins í flæmska hluta Belgíu og kom hún út núna í desember. Ég skrifaði hana á ensku og var hún svo þýdd, nokkrir eru búnir að biðja mig um að leifa sér að sjá svo ég ákvað að pósta bara ensku útgáfunni hér. Þeir sem hafa fylgst með okkur síðan ég byrjaði að blogga hérna kannast nú við þráðinn :) 

The life we live is what is normal to us. It might not be that normal to other people but this is what we know as normal. We do not live the typical 9-5 life routine with weekends off and we move quiet a lot between countries. We try to live quiet an organized life in all that uncertinty and I would think that we are quiet well prepared for all the surprises we have to deal with in our “normal” life. 
In 2007 we had our first child, our daughter Andrea, we lived in London at that time. Since then we have moved between 3 countries and life has changed a lot. Not only in ways of changed living experience between countries also we had our 2nd child. Nothing could have prepared us for the birth of Viktor, we went to the hospital for a check up but did not return home like after every check up. Viktor was born 8 hours later 4 weeks premature and the doctors told us he had down syndrome. The world fell apart, what, why and how.....Down syndrome? Next weeks went into a bit of a blur and getting to grips with everything. In the middle of all the adjusting there came a new team... not in Denmark where we were living but in Belgium. 

For the first time in our lives together there came a new question when deciding if we should move, How is the health care system in Belgium. And the important question how is living in Belgium with a child with down syndrome. After a bad experience with the Doctors in Denmark, lack of the human touch and strange explanations we had decided that nothing was going to stop us continuing living our “normal” life.
We were driving home from a hearing test when we first heard about the possible Belgium move..... we were so happy because our little hero had such a good hearing. When Oli got a call from his agent talking about Zulte Waregem... in my ears it sounded russian.... We smiled happy about our little hero and laughed about the funny names on the teams who liked Oli. 
Next weeks continued in the settling, crying and getting used to everything. Also we took the decision to move... it was not a difficult decision because I was certain that nothing around children with downs syndrome could be as bad as what we had experienced in Denmark. 

Viktor being 3 months and Andrea little more than 4 years we packed our things and drove to Belgium. We were very well welcomed and I saw pretty fast that Belgium people like to organize and be organized;) It was good for us and exactly what we needed, we needed a good plan. The team doctor and his assistant Ilse helped us getting into everything with Viktor. We got a really good feeling from the start, we had made a good decision. The confirmation on that good feeling we got was when we walked into UZ Gent. Ilse had booked us in for an appointment in the down policlinic and there we met a good doctor. We had heard that Viktor was strong and we thought he was just the best but the feeling when the doctor was examining him and Viktor grabbed her fingers and pulled himself up and she said... wow he is strong. From that moment the good feeling came over us and it only became stronger. The doctor explained everything for us how they do things here in Belgium how and when they check certain things and in the end of the medical conversation she gave us the Downpass. There the strong good feeling just became confirmed I felt like I was handed the bible, some guidance and it was going to be alright. For the first time since Viktor was born we got some proper explainations, answers, a plan and guidance. Everyone who have children with some limitations know how important that is, so you do not feel like you hang in the free air or so you feel like there is something which is tying you to the ground.
It did not only end there... we also got to talk to social helper to help us find out how the administration worked in Belgium. So we met a very lovely girl and she explained everything and helped us come in contact with DeTandem. If we thought we were fine before, everything just became even better when we started to get there support and we owe them many gratitudes and thanks.

From our first appointment in Gent and until now we have experienced how good the system in Belgium is for children born with down syndrome but we have also got to see the not so good side of the system. But all countries have flaws in their systems that is sad but true. 
The hard decision we took when we decided if we should move to jet another country with our son who has down syndrome or if we should put a stop on our “normal” live and move to Iceland where everything sounded so secure and good has certainly paid off for us. As you know you always think everything best comes from your home country but our experience here has even been better than we ever hoped. And what we never dared to hope for is that we know that we are even getting better service sometimes than we would get in our good Iceland. :) But where ever you are you always have to continue the journey of life, fight for your children and live your life to the fullest.


Sá svo þessa flottu tilvitnun/vísu frá Móðir Teresu hjá vinkonu á Facebook og fannst hún svo flott, leyfi henni að fljóta með.


GJÖF LÍFSINS

Lífið er tækifæri, gríptu það.
Lífið er fegurð, dáðu hana.
Lífið er gjöf, njóttu hennar.
Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika.
Lífið er er áskorun, taktu henni.
Lífið er er skylda, gerðu hana.
Lífið er leikur, leiktu hann.
Lífið er dýrmætt, gættu þess.
Lífið er auðlegð, varðveittu hana.
Lífið er kærleikur, gef þig honum á vald.
Lífið er loforð, láttu það rætast.
Lífið er sorg, sigraðu hana.
Lífið er söngur, syngdu hann!

Móðir Teresa

S

ps endilega skilja eftir sig spor ;)

Sunday, 6 January 2013

Fróðleikskorn og nýja árið.

Síðan Viktor fæddist hef ég tekið eftir því að sumir hafa talað um litninga galla eins og veikindi. Þegar fólk hefur verið að spyrja um down heilkennið hjá Viktori og einng t.d. um vinkonu okkar sem er með charge heilkennið að þá hef ég heyrt að það heldur stundum að þetta sé veiki eða hvort hann eigi eftir einhverntíman eftir að vakna ekki með down heilkennið. Eins og það gæti kannski verið hægt að lækna þetta, en oftast er þetta bara því fólk veit ekki betur og eða notar orðið vitlaust en eru flestir fljótir að segja já ok og sjúga hreinlega í sig fróðleik sem það vissi ekki um. Ég er alltaf fljót að útskýra að auðvitað sé Viktor ekki veikur, þetta sé bara litningagalli og tek það framm ég verð ekkert móðguð bara glöð að geta bætt á fróðleik fólks. Hef alltaf vilja reyna að fræða fólk sem mest því eins og við öll vitum því upplýstari sem við erum því minni fordómar.

Í fréttablaðinu sem við fjölskyldan vorum í viðtali núna fyrir jólin sá ég grein um stelpu sem heitir Inga Björk Bjarnadóttir, fannst viðhorf hennar alveg hreint yndislegt og hún staldraði vel og lengi við í huga mínum. Í dag þegar ég var að skoða í gegnum facebook þá sé ég að gömul vinkona mín er bún að linka á pistil eftir þessa sömu stelpu sem ber nafnið "frá sjónarhóli krypplings - af trúarlegu ofstæki og nafnlausum bréfum". Þessi fyrirsögn greip mig og ég klikkaði á linkinn og fór að lesa.... Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég hóf lesturinn... jáhá það er líka fólk sem heldur að hún sé veik (sem getur og er oftast fáfræði) en að ef hún væri nógu sterk í trúnni já eða foreldrarnir þá gæti hún kannski komist úr hjólastólnum. Hvernig hún svarar þessu nafnlausa bréfi sem hún fékk og viðhorf hennar til lífsins er hreint út sagt yndislegt og dáist ég af þessari stelpu. Vona svo hjartanlega að sá sem sendi henni þetta nafnlausa bréf lesi svarið frá henni í pistlinum og fræðist heil ósköp :).


Hér eru allir búnir að hafa það gott yfir hátíðarnar og við notið þess að hafa fjölskylduna hjá okkur. Fórum inn í nýja árið alveg svakalega þakklát yfir því hvað við eigum góða að. 
hveitiköku bakstur með afa




Jólakúlurnar voru dekraðar út í eitt og fengu að njóta ömmu og afa og Dísu frænku og mamman og pabbinn reyndu bara að slaka á eins mikið og þau gátu. Þrátt fyrir það þá var það greinilega ekki alveg nóg þar sem að bumbu krútt fór eitthvað aðeins að spá í að kíkja of fljótt í heiminn og þurfti ég því að eyða áramótunum inni á sjúkrahúsi. En það náðist að róa krúttið og er ég því búin að vera heima í nokkra daga en í strangri hvíld. Alltsaman væri þetta léttara ef við værum nú alltaf með ömmur og frænkur og svona í kall færi... En við púsluðum saman ágætis púsli og Dísa frænka er hjá okkur þangað til 12. jan svona á meðan húsfaðirinn er í burtu í æfingaferð á spáni :D (ljúfa líf ;))
Eftir 1. daginn í aupairstörfum þá hélt ég að systir mín myndi andast af þreytu og hlóum við mikið þegar hún lak ofan í sófann um kvöldið hahaha Þvílíkt dugleg þessi elskan ;).
Þessi er svo mjög duglegur að hjálpa til við undirbúning:)

Frænka alveg með táknin á hreinu:) Meira sem er mikið notað;)

Tökum á móti 2013 eins rólega og hægt er en það verður eflaust hörkufjör þegar líða tekur á árið með þrjá litla gullmola á heimilinu ;)


S