Tuesday 19 April 2016

Takk fyrir að koma til mín...

Jæja hér hefur ekki verið skrifað allt of lengi... svoleiðis gerist held ég bara þegar maður hefur of mikið að gera.

Síðan síðustu skrif þá hefur ansi margt drifið á daga okkar fjölskyldunnar og meðal annars enn aðrir flutningar og í þetta skiptið fluttum við okkur til Tyrklands. Er það efni í annan póst og líklega nokkra :)

En ástæða þessa skrifa minna kviknuðu rétt í þessu þegar ég las grein um Kristínu Þorsteinsdóttur afreks sundkonu með down heilkenni sem byrtist í morgunblaðinu 29. Febrúar.
Frábær íþróttakona hér á ferð og heilsteipt stelpa. Í viðtalinu er farið inn á umræðu síðustu mánaða um fósturskimanir og þá herferð sem farinn er gegn einni fötlun, down heilkenni. Ég ætla í sjálfum sér ekki að fara í þá umræði hér en það sem stakk mig í greininni og ég hafði einmitt lesið í öðru viðtali við þessa stelpu. Setning sem hefur nú skilið mig tárvota í tvö skipti, hún segir við mömmu sína eftir að hún setti fyrsta heimsmetið!!! ´Takk fyrir að eignast mig mamma´
Ég átti þarna erfitt með mig í annað skiptið... og hugsaði strax um Viktor minn og að í raun væri það ég sem myndi alltaf segja við hann ´takk fyrir að koma til mín´.... Því það sem hann hefur auðgað lífið og tilveruna....
Fimm ára afmælis prins

En þar sem ég sat þarna með tárin í augunum og hugsandi um það hvað ég væri þakklát fyrir þetta pungastykki mitt þá varð mér hugsað til annars... og ég varð eiginlega fokreið og sorgmædd. Ætli hún hafi sagt þetta við mömmu sína því hún veit og skilur svo vel að í dag sé næstum 100% eyðing fóstra með down á Íslandi... eða skynjar hún einfaldlega að réttur þeirra einhverja hluta vegna er ekki jafn sterkur og annara.. En svo auðvitað getur þetta hafa verið sagt í hita augnabliksins af einskærri ást og þakklæti til mömmu sinnar og pabba.
En þetta skildi mig eftir með þá hugsun hvort að Viktor eigi kannski einhverntíman eftir að segja þetta við mig útaf allri umræðu og viðhorfs í Íslensku þjóðfélagi. Það gerir mig einfaldlega mjög sorgmædda... að komið sé kannski svo fyrir. Eitt er alveg á hreinu að ég er guð og gæfu mjög þakklát fyrir að þessi drengur kom til mín.









þangað til næst
S

Monday 3 November 2014

Geta allir átt börn?

Við höfum mikið verið að leika með dúkkur upp á síðkastið í mömmó og pabbó. Þeim systkinum þykir þetta alveg hreint voðalega gaman. 

Í einum svona pabbó leik hjá Viktori og Andreu þá spyr Andrea mig geta allir átt börn?  strax fylgdi á eftir getur Viktor eignast börn mamma? Það kom svona smá hik á mig því já æ ég hélt ég ætti ekki eftir að eiga þetta samtal alveg strax.. nú voru góð ráð dýr hvernig átti ég að útskýra það fyrir sjö ára gamalli dóttur minni að bróðir hennar væri mjög líklega ófrjór! Og/eða átti ég að gera það núna yfir höfuð? Ég sagði því við hana nei hann Viktor getur líklega ekki eignast börn, en þekkinga þyrsta dóttir mín spyr þá auðvitað um hæl.. afhverju ekki? Ég gerði mitt besta og náði að útskýra hratt og ekki á of flókin hátt að oftast þá gætu einstaklingar með down ekki eignast börn en hann myndi bara vera besti frændi í heiminum í staðinn. Fjúff ég hélt að þarna hefði ég sloppið fyrir horn og nú væri þessi umræða söltuð í bili.. Heldur betur ekki. Nokkrum dögum seinna erum við að leika með dúkkurnar og þá spyr hún aftur afhverju getur Viktor ekki átt börn? Já við spjöllum aftur smá um það að það sé nú bara þannig og aftur talaði ég um að hann myndi líklega bara verða besti frændinn og hjálpa mömmu(mér) að passa börnin hennar og Freyju. Hún var nú alveg sátt við það en það kom smá þögn og svo sagði hún; En mamma ef Viktor verður ásfanginn af konu sem er ekki með manni eða er skilinn og á börn.. og Viktor og konan verða ástfangin og hjón, þá á hann líka börn er það ekki?? Þú veist börnin hennar!

Ekki laust við að mamman hafi verið smá confused en glöð yfir úrráðagóðu dóttur sinni. Svo finnst mér hún alveg ógurlega sæt í sér að vilja finna svona fallega og góða lausn yfir barnleysi bróður síns. Ég tók mér góðan tíma í að svara þessu og staðin fyrir að fara í flóknar útskýringar þá sagði ég bara í bili að það væri nú bara kannski ein lausn ;)... og þá sagði hún vola þá er þetta bara einfallt mamma... Viktor þarf þá bara að finna sér konu sem á börn!! 
Það er bara þannig.. ekkert verið að flækja þetta bara finna konu sem á börn :D Hún sagðist meira að segja sjálf bara getað hjálpað honum við það þar sem að hún væri nú einusinni eldri systir hans.. kannski myndi hún eiga einhverja vinkonu þegar hún væri orðin stór fyrir hann...  ;)



 Það verður einhver ógurlega heppinn sem hreppir þetta sjarmatröll :D Kannski með börn hahaha ;)

 Ekki eins mikill sjarmur við systur sína...
Halloween djöfull í gúmmítúttum!!


Hugulsama systirinn sem leggur allt í pósurnar:D



Wednesday 8 October 2014

Tvíburar!! :)

Spurningin sem við fáum mest núna er sú hvort Freyja og Viktor séu tvíburar. Alltaf verður fólkið jafn hissa þegar ég svara að það séu nú 22 mánuðir á milli þeirra :D. Svo kem ég nú yfirleitt með þá útskýringu að Viktor sé mjög mjög lítill miða við aldur og Freyja sé nú svoldið stór ;). Því til sönnunar þá fórum við með þau til læknis í síðustu viku og þar voru þau sett á vigtina og skilja þau aðeins 500gr :D og nokkrir cm. Svo það er svo sannarlega skiljanlegt að fólk haldi að þau séu tvíburar. 

Sjálfri finnst mér það nú hratt nálgast að Freyja stigi bróður sínum jafnfætis. Hún til að mynda talar (sumt á tungumáli sem hún aðeins skilur;)) mikið meira en hann en mér finnst samt Viktor skilja meira. Það er erfitt að útskýra það en Viktor er aðeins lengra komin í þroskanum, en sumir hlutir eru auðveldari fyrir Freyju og aðrir hjá Viktor. Mín tilfinning segir mér samt að það verði nú bara á næstu mánuðum þar sem okkur á eftir að finnast þau vera á sama stað í þroska. Ég held það verði í góðu lagi en það verður öruglega skrítið þegar við finnum að Freyja fer að fara langt framm úr honum.
Viktor heldur til að mynda titlinum Gentle Giant mjög vel því þegar þau eru að slást sem gerist mjög oft þá á hann því miður ekki roð í hana... hún er einfaldlega of snögg og fljót fyrir hann. Hún er búin að klóra, bíta eða slá áður en hann hefur bara gert sér grein fyrir að það sé búin að ráðast á hann. (Ég vildi að ég ætti mynd af svipnum sem kemur) Svo ég og Óli erum eiginlega búin að gefa það alveg frá okkur að við þurfum að hafa áhyggjur af því seinna meir að það verði hringt frá skólanum þar sem hann hafi lent í slag;) .... hinsvegar gæti það símtal alveg komið varðandi Freyju;). Svo er eginlega algjört bíó þegar þau systkinin fara í eltingaleik... Viktor hreinlega á ekki breik í Freyju... hann er ekki 2-3 skrefum á eftir henni heldur nokkrum metrum. Freyja nýtur sín þá í botn því hún er stríðnari en afi sinn og þá er mikið sagt. En þegar Viktori tekst að ná henni og vera ofaná í slagsmálunum þá er eins og hann hafi sigrað fjallið Everest, gleðin og sigurvíman er svo mikil að hann tekur okkur algjörlega með sér og við gleymum að undir honum liggur Freyja alveg bandbrjáluð með hor. Þau eru nú algjörir ormar yfirleitt en svo er ótrúlegt hversu dugleg þau eru í að reyna að hugga hvort annað... sem er nú með misjöfnum árangri;). 









Hér hefur veðrið svo sannarlega leikið við okkur og er haustið aðeins að koma núna. Skólinn hefur byrjað vel hjá Andreu og Viktori og gleður það okkur foreldrana að sjá hversu mikið talið og annar þroski hefur komið síðan hann byrjaði í skólanum. Ótrúlegt hversu mikið þessir litlu hlutir eins og hengja jakkan sinn á sinn snaga gefa manni. :) Andrea var svo í öðru sæti í víðavangshlaupi skólanna á svæðinu og pæjaði sig að því tilefni upp með eyrnalokkum.


En þangað til næst
S

Wednesday 6 August 2014

Að týna sjálfum sér!

Þegar maður gleymir sér í hita leiksins eða ætti ég að segja lífsins og týnir sjálfum sér. Ég hef oft heyrt fólk tala um þetta og þá sérstaklega eftir að hafa eignast börn.
En ég held að þetta eigi við í svo mörgu í lifinu, maður getur týnt sér svo sannarlega í barnauppeldi, áhyggjum sem fylgir því eða peningum, kreppunni já og eða hreinlega slæmum félagskap eða sambandi.

"Svo bara áður en ég vissi af þá var ég bara týnd" "Ég var hætt að þekkja sjálfa mig" Mér finnst ég hafa heyrt þessar setningar og lesið all mörgum sinnum... 
Ég held til dæmis að við séum mörg sem þekkjum einhvern sem getur til að mynda ekki hætt að tala um hrunið/kreppuna eða það sem gerðist á íslandi þegar bankarnir hrundu. Það sem er að gerast núna í kringum þá ráðamenn eða fyrr um stjórnendur bankana! Margir hafa sjálfsagt týnt sjálfum sér í þessari umræðu og látið líf sitt snúast um þetta. Já eða hreynlega manneskjur sem fara inn í ástarsamband og hreinlega hverfa sjónar vina sinna og fjölskyldu útaf dómineringu hins aðilans í sambandinu. 

Um daginn þá var ég að hugsa um sjálfan mig og ég komst að þeirri niðurstöðu að ég hef eiginlega týnt sjálfri mér... Ég hef týnt mér í barnauppeldi og er það í sjálfum sér í góðu lagi því ég held að það gerist oft hjá fólki þegar það er með lítil börn. En þar sem ég sat upptekin í hugsunum mínum þá komst ég líka að þeiri niðurstöðu að ég hefði algjörlega týnt sjálfri mér í áhyggjum og stressi. Kannski það haldist stundum í hendur við barnauppeldi og eigi sér sínar skýringar en ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta var að hafa mjög vond áhrif á mig og kroppinn minn. Hjá mér hafa flestar áhyggjur og stress byrjað útfrá heilsufarsvandamálum Viktors og hvernig ég tækla þær og um leið að vera góð móðir.
Um leið og ég fattaði og viðurkenndi þetta hreinlega fyrir sjálfri mér hef ég virkilega verið að leita að því sem getur hjálpað mér. En í sjálfum sér þá veit ég bara ekki alveg hvert ég á að snúa mér... Ég hef hugsað um sálfræðing. Í rauninni útaf því að eftir að ég átti Viktor þá bauðst mér aldrei svoleiðis aðstoð og eftirá að hyggja þá hef ég séð það meira og meira hversu mikið ég hefði þurft á því að halda. Ég hef hugsað um alla þá hreyfingu sem ég hef ekki haft tíma til að stunda síðustu ár, heilunn, höfuð bein og spjaldhryggs meðferð, nudd og margskonar sjálfshjálpar leiðir. 
Núna hef ég allavegana byrjað á einu og það er að reyna að breyta hugarfari mínu og reyna að passa að vera ekki að stressa mig eða hafa áhyggjur af hlutum sem ég get ekki stjórnað, ég hef byrjað að hreyfa mig og svo er næsta skref er að finna út úr því hvort ég þurfi á frekari hjálp að halda. 
Það sem mér finnst mikilvægast þegar maður áttar sig á því að maður hafi aðeins villst af leið er að slíta sig frá þeim félaskap eða aðstæðum sem voru þess valdandi að maður týndi sjálfum sér, leita sér hjálpar og hreinlega finna sig og hamingjuna aftur:) 


S


Saturday 24 May 2014

Hvað óskar þú þér mest?

Ég er í skóla að læra hollensku/flæmsku/ eða Nederlands eins og þeir segja, námið er mundi ég segja bara ágætlega sett upp. Oft skemmtileg og áhugaverð efni sem eru tekin fyrir í hverjum kafla og svo er skemmtilega fléttað inní málfræði. Í síðustu viku þá var kafla heiti hjá okkur "Hvað óskar þú þér mest?" Í framhaldi af ægilega skemmtlegri málfræði æfingu :S þá byrjaði kennarinn á því að láta okkur æfa okkur að tala og spurninginn var hvers við óskuðum okkur mest? Það var mjög áhugavert að heyra hvað samnemendurnir óskuðu sér. Allt frá því að geta flutt aftur til heimalandsins, að stríðið hætti í heimalandinu, að fá vinnu í Belgíu eða jafnvel einhvers hlutar. Meðan ég hlustaði á óskir samnemenda minna hugsaði ég hvað er það sem ég óska mest.. og þegar kom að mér þá klambraði ég því út úr mér á flæmsku að það sem ég óska mér mest er að eiga tímabil þar sem allir fjölskyldumeðlimir væru frískir og það væri bara svona venjulegur hversdagur þar sem allir færu í skóla og vinnu í góðan tíma:)
Hér höfum við nú fengið gott tímabil (utan veikinda) eftir aðViktor tók sér pásu frá leikskólanum og þökkum við svo sannarlega fyrir það. Gullklumpurinn byrjaði svo í skólanum eftir páska og hefur það gengið bara voða vel. En litla skinnið okkar ætlar ekki alveg að hafa hafa heppnina sín megin og þegar hann var búin að vera eina og hálfa viku í skólanum þá er hann að leka sér á trampólíninu með pabba sínum og fótbraut sig... Já þetta gerðist daginn fyrir "fyrstu fermingu" hjá Andreu. Þar sem að Andrea er í kaþólskum skóla og voru allir krakkarnir í bekknum að fara að taka þátt í fermingunni og vildi hún auðvitað líka gera það þá ákváðum við að leyfa henni það bara. Þetta er jú sami guð sem við trúum á þegar út í það er farið;)









Við áttum svo yndislegan fermingardag með vinum okkar, við fögnuðum með einum bekkjarbróður Andreu og fjölskyldu þeirra, nutum góðra veitinga og félagsskaps. Andrea pantaði Frozen köku frá mömmu sinni og hún að sjálfsögðu reddaði því og annari minion köku úr myndinni Aulinn ég fyrir Scott vin hennar.






Eftir æsispennandi loka vikur í boltanum þá fékk heimilisfaðirinn loksins sumarfí og eftir próf hjá mér í þessari viku þá siglum við saman núna inn í sumarfrí :)
(Áttum yndislegt páskafrí með fjölskyldunni minni og voru amma og afi í essinu sínu með öll barnabörnin sín ;) læt smá myndir fylgja með.)



þangað til næst
S

Tuesday 15 April 2014

Systkini

Á ekki að skella í annað.... hvað ætliði að hafa mörg ár á milli..... á ekki að fara að koma með barn...er ekkert að gerast hjá ykkur... hvað ætlið þið að eignast mörg.... ekki hafa of mörg ár á milli... ekki hafa of stutt á milli...???
Þessar staðhæfingar og spurningar eru eitthvað sem mér finnst oft margir þurfa að segja/spyrja fólk sem hefur rétt eignast barn eða þegar einhverjum finnst komin tími á að einhver fari að setja í annað. Ég hef alveg öruglega sagt þetta einhverntíman líka við einhvern. En í hamaganginum sem er á þessu heimili þessa dagana þá hef ég svolítið verið að velta þessu fyrir mér.  Bæði það að mér finnst alveg merkilegt hvað fólk getur verið skoðana glatt... og heldur kannski að það sama henti öllum ef það hentaði þeim. Það sem ég hef verið að hugsa mest um er aldursbil systkina.

Við eignuðumst Andreu og fjórum árum seinna eignuðumst við Viktor, það er alveg góð og stór ástæða fyrir því að það eru fjögur ár á milli þeirra systkyna. Þegar Andrea var ekki orðin eins árs þá var ég byrjuð að fá spurningar þess efnis ef við ætluðum ekki að skella í annað... Ég horfði á fólkið gjörsamlega furðu lostin.... vansvefta og confused á móðurhlutverkinu. Ég hélt sko ekki!! fyrst mundi ég þurfa að sofa í heilt ár án þess að þurfa að vakna annan hvern klukkutíma. Andrea semsagt svaf sína fyrstu heilu nótt þegar hún var 14 mánaða og svefnleysið svifti mig lönguninni í að koma fljótt með systkini fyrir hana.
En hún kom auðvitað og úr varð elsku gullklumpurinn hann Viktor Skúli, okkar aðstæður og umhverfi gáfu okkur svo hana Freyju Líf rétt innan við tveimur árum eftir.
Þetta var einmitt bara eins og við vildum hafa það en í brjálæðinu hérna núna þá hef ég nú verið að hugsa já vá kannski er betra að eignast tvö fyrst með stuttu millibili og svo eitt seinna.... Svo kemur alltaf til mín aftur já nei það hefði aldrei virkað fyrir mig... Ég hefði líklega verið lögð inn eða eitthvað:) 



Það sem ég hef svona verið að velta mikið fyrir mér núna sumir hlutir í uppeldinu sem mér finnst ég ekki alveg ná að einbeita mér nógu vel að með Freyju Líf og Viktor eins og ég náði að gera með Andreu. Núna er Freyja Líf að líkjast systur sinni meira og meira og já það eru ansi góðir frekju taktar í henni og ég stoppa oft og hugsa já ég man að Andrea gerði þetta.... Svo hugsa ég já hvernig tók ég aftur á því .... jú ég var miklu ákveðnari við hana og hún komst ekki upp með neitt svona. Svo stoppa ég aftur og hugsa hmmm en afhverju er ég ekki svona ákveðin við Freyju....hahaha og þá kemur já æ ég bara hef ekki haft tíman til að fókusa svona vel á þetta og taka á þessari frekjuskonsu minni ;) Viktor er að sjálfsögðu líka algjör pjakkur stundum en hann er allt öðruvísi, meira svona þrjóskur og hryllilega ákveðinn. Ég þarf vissulega taka á honum líka en bara á allt annan hátt. En ég reyni nú að gera mitt allra besta og siða þau og ala upp en vissulega finn ég fyrir því að það er allt annað að vera með eina litla skonsu í fjögur ár eða þrjú á stuttum tíma ;)
Svo eftir mínar pælingar um aldursamsettningu systkinahóps og börn yfir höfuð þá held ég að best sé að gera þetta eftir sínu höfði. Hef ég staðið sjálfan mig að því að segja já það hefði kannski verið betra að bíða aðeins eða koma með eitt aðeins fyrr en á endanum þá er þetta okkar besta munstur þó að hamagangrinn og þreytan sé kannski mikill núna. Sumum hentar að hafa stutt á milli öðrum langt. Sumum langar í eitt barn öðrum ekkert, sumir vilja eiga mörg börn og aðrir geta hreinlega ekki eignast börn. Held að það sé gott að minni sig á það þegar maður dettur inní þessa umræðu því það sem hentar þér hentar ekki öllum. 

Annars er Viktor Skúli að byrja í skóla núna eftir páska. Hér í Belgíu er skólakerfið öðruvísi en heima og byrja krakkarnir í skóla 2,5 árs og eru fyrst þrír leikskóla bekkir og svo byrja þau í fyrsta bekk 6 ára og eru í neðrideild til 12 ára og þá tekur við efri deild til 18 ára. Okkur stendur alltaf til boða að setja Viktor í sérskóla eða sama skóla og Andrea er í, eftir ráðleggingar og mat á Viktori þá ákváðum við að prófa að setja hann fyrst í sama skóla og Andrea. Þar byrjar hann svo núna eftir páska og er mamma hans orðin smá stressuð :S. Við fórum saman að leyfa honum að skoða skólann og gekk það vel en það er nú laust við það að segja að mamman átti smá erfitt. Ég hef lítið verið að bera Viktor saman við jafnaldra hans en þarna stóð ég frammi fyrir bekk af 15 krökkum á svipuðum aldri... Mér fannst þau svo stór þar sem Viktor er frekar lítill og svo voru þau alveg voðalega dugleg. Viktor funkeraði vel inn í bekknum og kvíðir mér ekki því, hann gaf mér enga athygli og var bara að leika sér. Það sem ég var hinsvegar stressuð yfir er það að þegar þau fara á klósettið þá er það ekki við stofuna heldur þurfa þau að labba smá spöl í það og er því alveg sérstök klósettferð. Þá þurfa allir að fara framm á gang í röð og svo labba þau saman yfir skóla lóðina og setjast pen og sæt á gólfið og bíða eftir því að það komi að þeim. Jáhá... þegar fram á gang var komið þá óð minn maður að hurðinni og honum til mikillar lukku þá náði hann í hurðahúninn, semsagt í fyrsta sinn (er mjög lágvaxinn sko:)). Hann var auðvitað alveg ógurlega busy við það að opna og loka hurðinni... ég í taugasjokki. Svo þegar allir voru voða góðir að labba i röð þá bara var hann svo glaður að hann væri komin út og var auðvitað bara frelsinu fegnastur og flúði.... fjúff.. þegar ég loksins náði honum inn á klósettið þá hélt hann sko ekki að hann ætlaði að fara að sitja stiltur og prúður á meðan hinir pissuðu heldur vildi hann auðvitað tékka klósett vatnið í klósettunum og pissuskálunum... :D Já mamma hans var ansi sveitt og stressuð hvernig þetta yrði þegar hún væri ekki þarna... 


Eftir þennan dag þá fékk ég í fyrsta skiptið í langan tíma hræðslutilfinningu... ég var bara alls ekki viss hvernig þetta myndi ganga. Og í gegnum huga minn fór, var ég ekki búin að vera nógu dugleg að örva hann, kenna honum og siða hann til. Æ ég átti down dag.. en eftir að hafa talað við ráðgjafan okkar og skeggrætt þetta við Óla þá komum við niður á það að hann þarf tíma til að venjast nýju umhverfi og siðum og á endanum þá kemur þetta allt eða það vonum við. :)

Við duttum svo í seinni afmælistörnina á þessu heimili og var það Viktor fyrstur. Hann fékk gulan kall úr myndinni Aulanum ég sem afmælisköku. Hann var gjörsamlega í skýjunum þar sem þessi mynd er í miklu uppáhaldi... og eiga þeir það sameiginlegt að ef þeim líkar ekki eitthvað þá er tungan þurkuð vel. Hér getiði séð hvernig þeir gera í myndinni og hér að neðan Viktor ;)
Hann var alveg í essinu sínu og átti mjög góðan dag, borðaði kannski heldur mikið af kreminu af kökunni og datt í sykur trans í lok dags. Okkur þótti mjög gaman að sjá að hann fór smá hjá sér því athyglin var öll á honum... það hefur alls ekki verið þannig og fannst okkur það voðalega krúttlegt og sætt.


Óli og auperin okkar Þórhildur áttu svo afmæli viku og tveim eftir og auðvitað fengu þau fína köku og vorum við svo heppin að fá frábært veður og gátum fagnað þeirra dögum úti í vatnsleikjum og öðrum fíflagang. 


þangað til næst
S