Wednesday, 6 August 2014

Að týna sjálfum sér!

Þegar maður gleymir sér í hita leiksins eða ætti ég að segja lífsins og týnir sjálfum sér. Ég hef oft heyrt fólk tala um þetta og þá sérstaklega eftir að hafa eignast börn.
En ég held að þetta eigi við í svo mörgu í lifinu, maður getur týnt sér svo sannarlega í barnauppeldi, áhyggjum sem fylgir því eða peningum, kreppunni já og eða hreinlega slæmum félagskap eða sambandi.

"Svo bara áður en ég vissi af þá var ég bara týnd" "Ég var hætt að þekkja sjálfa mig" Mér finnst ég hafa heyrt þessar setningar og lesið all mörgum sinnum... 
Ég held til dæmis að við séum mörg sem þekkjum einhvern sem getur til að mynda ekki hætt að tala um hrunið/kreppuna eða það sem gerðist á íslandi þegar bankarnir hrundu. Það sem er að gerast núna í kringum þá ráðamenn eða fyrr um stjórnendur bankana! Margir hafa sjálfsagt týnt sjálfum sér í þessari umræðu og látið líf sitt snúast um þetta. Já eða hreynlega manneskjur sem fara inn í ástarsamband og hreinlega hverfa sjónar vina sinna og fjölskyldu útaf dómineringu hins aðilans í sambandinu. 

Um daginn þá var ég að hugsa um sjálfan mig og ég komst að þeirri niðurstöðu að ég hef eiginlega týnt sjálfri mér... Ég hef týnt mér í barnauppeldi og er það í sjálfum sér í góðu lagi því ég held að það gerist oft hjá fólki þegar það er með lítil börn. En þar sem ég sat upptekin í hugsunum mínum þá komst ég líka að þeiri niðurstöðu að ég hefði algjörlega týnt sjálfri mér í áhyggjum og stressi. Kannski það haldist stundum í hendur við barnauppeldi og eigi sér sínar skýringar en ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta var að hafa mjög vond áhrif á mig og kroppinn minn. Hjá mér hafa flestar áhyggjur og stress byrjað útfrá heilsufarsvandamálum Viktors og hvernig ég tækla þær og um leið að vera góð móðir.
Um leið og ég fattaði og viðurkenndi þetta hreinlega fyrir sjálfri mér hef ég virkilega verið að leita að því sem getur hjálpað mér. En í sjálfum sér þá veit ég bara ekki alveg hvert ég á að snúa mér... Ég hef hugsað um sálfræðing. Í rauninni útaf því að eftir að ég átti Viktor þá bauðst mér aldrei svoleiðis aðstoð og eftirá að hyggja þá hef ég séð það meira og meira hversu mikið ég hefði þurft á því að halda. Ég hef hugsað um alla þá hreyfingu sem ég hef ekki haft tíma til að stunda síðustu ár, heilunn, höfuð bein og spjaldhryggs meðferð, nudd og margskonar sjálfshjálpar leiðir. 
Núna hef ég allavegana byrjað á einu og það er að reyna að breyta hugarfari mínu og reyna að passa að vera ekki að stressa mig eða hafa áhyggjur af hlutum sem ég get ekki stjórnað, ég hef byrjað að hreyfa mig og svo er næsta skref er að finna út úr því hvort ég þurfi á frekari hjálp að halda. 
Það sem mér finnst mikilvægast þegar maður áttar sig á því að maður hafi aðeins villst af leið er að slíta sig frá þeim félaskap eða aðstæðum sem voru þess valdandi að maður týndi sjálfum sér, leita sér hjálpar og hreinlega finna sig og hamingjuna aftur:) 


S


1 comment:

  1. Ég hef verið að fara í höfuðbeina og spjaldhr.meðferð og hjálpar það mér mjög mikið..svo er dásamlegt að skokka þegar enginn tími er fyrir ræktina eins og í sumar með börnin í fríi ...knús vinkona, heyrast sem fyrst Erla K.

    ReplyDelete