Saturday, 24 May 2014

Hvað óskar þú þér mest?

Ég er í skóla að læra hollensku/flæmsku/ eða Nederlands eins og þeir segja, námið er mundi ég segja bara ágætlega sett upp. Oft skemmtileg og áhugaverð efni sem eru tekin fyrir í hverjum kafla og svo er skemmtilega fléttað inní málfræði. Í síðustu viku þá var kafla heiti hjá okkur "Hvað óskar þú þér mest?" Í framhaldi af ægilega skemmtlegri málfræði æfingu :S þá byrjaði kennarinn á því að láta okkur æfa okkur að tala og spurninginn var hvers við óskuðum okkur mest? Það var mjög áhugavert að heyra hvað samnemendurnir óskuðu sér. Allt frá því að geta flutt aftur til heimalandsins, að stríðið hætti í heimalandinu, að fá vinnu í Belgíu eða jafnvel einhvers hlutar. Meðan ég hlustaði á óskir samnemenda minna hugsaði ég hvað er það sem ég óska mest.. og þegar kom að mér þá klambraði ég því út úr mér á flæmsku að það sem ég óska mér mest er að eiga tímabil þar sem allir fjölskyldumeðlimir væru frískir og það væri bara svona venjulegur hversdagur þar sem allir færu í skóla og vinnu í góðan tíma:)
Hér höfum við nú fengið gott tímabil (utan veikinda) eftir aðViktor tók sér pásu frá leikskólanum og þökkum við svo sannarlega fyrir það. Gullklumpurinn byrjaði svo í skólanum eftir páska og hefur það gengið bara voða vel. En litla skinnið okkar ætlar ekki alveg að hafa hafa heppnina sín megin og þegar hann var búin að vera eina og hálfa viku í skólanum þá er hann að leka sér á trampólíninu með pabba sínum og fótbraut sig... Já þetta gerðist daginn fyrir "fyrstu fermingu" hjá Andreu. Þar sem að Andrea er í kaþólskum skóla og voru allir krakkarnir í bekknum að fara að taka þátt í fermingunni og vildi hún auðvitað líka gera það þá ákváðum við að leyfa henni það bara. Þetta er jú sami guð sem við trúum á þegar út í það er farið;)









Við áttum svo yndislegan fermingardag með vinum okkar, við fögnuðum með einum bekkjarbróður Andreu og fjölskyldu þeirra, nutum góðra veitinga og félagsskaps. Andrea pantaði Frozen köku frá mömmu sinni og hún að sjálfsögðu reddaði því og annari minion köku úr myndinni Aulinn ég fyrir Scott vin hennar.






Eftir æsispennandi loka vikur í boltanum þá fékk heimilisfaðirinn loksins sumarfí og eftir próf hjá mér í þessari viku þá siglum við saman núna inn í sumarfrí :)
(Áttum yndislegt páskafrí með fjölskyldunni minni og voru amma og afi í essinu sínu með öll barnabörnin sín ;) læt smá myndir fylgja með.)



þangað til næst
S

No comments:

Post a Comment