Saturday 16 February 2013

Smá bið...

Jæja hér erum við komin í gegnum nokkrar stress vikur í að vera róleg og halda litla gullinu inni í bumbunni í rólegheitunum. Þetta hefur hreinlega gengið svo vel að hún ákvað bara að halda sig inni í dágóðan tíma. Við héldum að allt væri að fara í gang fyrir tveimur og hálfri viku og fórum á spítalann en svo róaðist allt niður. Svo hafa verið samdrættir á nóttunni síðan, frá 2 tímum til 6 svo alltaf höldum við að krúttið sé að koma en nei nei allt róast þetta þegar dagur rís á ný :D Svo móðurinn er orðin smá þreytt og allir tilbúnir að fá fjölskyldu viðbótina. Andrea spyr reglulega kemur hún í dag eða á morgun?  En núna reyni ég bara að vera ekki að hugsa of mikið um þessa bið og bara held mínu skipulagi;) og hún kemur þegar hún kemur.

Viktor heldur svo áfram að láta mömmu sína fella gleði tárinn. Hann var veikur heima núna síðustu vikuna og ég setti á fyrir hann dvd myndina Daginn í dag sem er einskonar sunnudaga skóli. Hann sýndi þessu ótrúlega mikinn áhuga og hefur bara ekki sýnt neinu barnaefni svona mikinn áhuga eins og þessu. Þegar hann er að horfa þá kemur dæmisaga um góða hirðirinn sem týndi einu lambinu sínu. Hann byrjar að gera "lamba" hjóð.... sem er nú mjög fyndið hjá honum... (hann er töluvert lengur að ná hljóðunum en systir hans) ríkur svo upp og við öll bara hmmm hvað er hann að gera.... Jú jú hann labbar í bækurnar sínar og vill alveg sérstaka bók nær í hana og fer með hana til pabba síns. Skellir henni í fangið á honum og opnar þar sem lömbinn eru.... og bendir svo á bókina og tölvuna til skiptis.... og svo kemur fyndna skemtilega lamba hljóðið hans.... Hahahahaha við vorum öll bara jáhá.... alveg rétt hjá þér þetta er alveg eins. Fyrir mig var þetta bara enn einn stór sigur... svo gaman að sjá hann tengja og allar lestrar stundirnar og endurtekningarnar á dýra hljóðunum að skila sér.

Hann sá svo kött úti um gluggan í morgun og pabbi hans sagði að þetta hafi verið to die for moment... þar sem að hann spenntist allur upp og svo komu öll þau dýra hljóð sem hann mögulega gat sagt.... í runu á eftir hahahaha og já hann kann ekki alveg mjá kisu hljóðið svo það kom svona ljóna/tígrisdýra hljóð hhahahahaha. ;) Planið er því að þegar það fer að vora og allir orðnir útifærir að fara í dýragarðinn... verður vafalítið skemmtilegt :D


En þangað til næst
Bestu frá okkur í BE

S