Sunday 22 December 2013

Þegar fílsunginn tekur fram úr skjaldbökunni!

Hér undirbúum við jólin að fullum krafti, skreyttum jólatréð fyrir viku og var það mjög vel skreitt frá ca 85 cm (Viktors hæð). Hið ótrúlega er að hann hefur látið tréð vera .... eða allavegana hefur það hlotið all lítið hnjask miða við hvað við foreldrarnir þorðum að vona. Hinsvegar hafa jólasveinar og annað dót sem er samt í hæfilegri tegju fjarlægð aðeins fengið að kenna á því eins og túlipananrnir mínir forðum daga... :).
Það var gerð heiðarelg tilraun í jóla myndatökuna þetta árið og þrátt fyrir einn fullorðin á barn og allskonar mútur til barnanna þá gekk þetta ekkkert ógurlega vel... En við náðum nokkrum myndum af þeim og fóru kortin í prentun og eru líklegast bara á leiðnni yfir hafið í þessum töluðu. :)
Þessi mynd sýnir algjörlega hvernig var að mynda þrjú börn sem ætla hvor í sína átt.
verið að tékka tanngarðin á systur sinni..:)


Hérna er mikið að gera í að þroskast og fara þau systkin þar stórum þessa dagana. Viktor er alltaf að segja fleiri og fleiri orð og skilur nú nánast allt sem við segjum við hann á Íslensku og samkvæmt leikskólanum Flæmsku líka. Mjög áhugavert að eiga samtal við hann og krúttar hann oftast á sig og bræðir mann og annan upp úr skónum. Hann er ný farinn að segja stóll og tákna og notar það mikið núna og vill fara í stólinn sinn. Honum finnst líka æði að geta sagt að hann vilji fara í skó og út... :) Svo er hann alveg ógurlega góður við systur sína og fær hún að "kenna" á því. :) Hann er vel að nafninu "gentle giant" komin og er það bara þannig að hún má ekki leika með neitt dót því hann duglegur að taka allt af henni greyið.





Það er yndislegt að eiga með þessum gullmolum morgun stund þegar þau eru í essinu sínu, ný vöknuð full af orku og búin að borða. Ég sit með þeim í stofunni og við leikum og lærum, og öll "þroskum Viktor" trikkinn eru notuð á Freyju Líf.
Flestir hafa sagt við mig/okkur að eftir einhvern tíma þá eigi Freyja Líf eftir að taka fram úr Viktori í þroska. Við sjáum það á hverjum degi hvað þau öll þrjú gefa hvor öðru mikið og þótt ótrúlegt sé þá er Viktor strax farinn að taka upp eftir yngri systur sinni. 
En ég held í rauninni að ég hafi ekki búist við því alveg strax að Freyja sýni takta við að taka fram úr bróður sínum. Við eigum Andreu og munum vel hversu mikið hún var að flýta sér að þroskast en kannski eftir að við eignuðumst Viktor þá gleymir maður fljótt hvað er þessi "normal" þroskastig... og auðvitað líka útaf því að við ákvaáðum fyrir löngu að njóta hans eins og hann er og þroskinn kemur á hans hraða.
En upp á síðkastið þá er Freyja búin að taka svo mikið stökk í þroska og frá því að komast ekki lönd né strönd þá kemst hún út um allt er farin að draga sig upp á mublurnar í stofunni. Svo er hún farin að segja mamma og pabbi og sýnir hversu stór og sterk hún er, hún er týnd og hún segir hæ og auðvitað klappar hún svo fyrir þessu öllu saman. :) Alveg eins og með Andreu þá finnst okkur (séstaklega eftir að hafa eiganst Viktor) við þurfa að halda í við hana og við séum aldrei nógu snögg því það kemur bara eitthvað nýtt á hverjum degi. Viktor hefur verið að gera öll þessi trikk í langan tíma og þá sérstaklega klappa fyrir sjálfum sér;) en munurinn finnst mér nú liggja í að Freyja gerir þetta þegar við biðjum hana um það en okkur finnst eins og Viktor hafi ekki verið lengi á því tímabili. Hann gerir það að sjálfsögðu núna en það er eins og hann nenni ekkert að standa í svoleiðis lögðuðu núna, horfir á okkur með hneikslunar svip... "old news" þrátt fyrir að hafa ekkert gert of mikið af þessu. Trikkið er núna að biðja Freyju um að segja eða gera eitthvað og þá gerir Viktor það ;) Okkur finnst nú svoldið í það að þau stíga skrefin jafnt en þegar ég skoða video og myndir síðustu daga þá finnst mér eins og það sé ekki neitt alltof langt í að ég sjái litlu monsuna mína taka framm úr stóra/litla gullklumpnum mínum... :D

Þangað til næst
Gleðileg Jól
S