Tuesday 8 October 2013

Ofurkonan!

Ég hef síðustu daga og vikur verið að hugsa mikið út í þessa ofur konu staðalímind.... Þegar ég sá þessa mynd hjá vinkonu minni á FB þá hló ég upphátt og hugsaði týpíska "ofurkonan"  :) Mér fannst þetta flott tísku mynd og svona sjónhverfing í sjálfum sér fyrir þær konur sem ekki eru mömmur... Sjáið!! þetta er ekkert mál hahaha og við hinar sem erum mæður... bara shitt þetta er svo mikið plat :D 

Eigum við ekki allar að halda úti góðri vinnu, fallegu og hreinu heimili, eiga 2-3 börn vera góðir makar og svo framvegis? Þar sem Óli hefur verið mikið í burtu, hef ég á þeitingi mínum á milli skóla og leikskóla, læknistíma og þvottahússins já eða þegar ég hef verið að reyna að nota tíman þegar yngsta skottið sefur til að ganga frá.... hugsað mjög mikið út í það bara hvernig fara/fóru sumar konur að!!!?? Amma mín átti átta börn og langamma sextán.... Já og þær sem eru í 100% vinnu og eða einstæðar.. ég er ekki að vinna eins og er... en stundum finnst mér ég bara vera virkilega að strögla við þetta... og þegar ég er alveg á haus þá hugsa ég anskotin hver setti eiginlega þessa helvítis staðal ýmind??  En þegar ég hugsa meira og meira um það þá kemst ég að því að ég á sko alveg minn þátt í því. Ég vil vinna því þannig þrífst ég best, mig langar að vera besta mamman og auðvitað eiga fabjúlös heimili og allt sé hreint og fínt og þvotturinn þvegin og strokinn... Svo kemur auðvitað mömmu samviskubitið sterkt inn... eins og ég hef talað um hérna áður.. þegar mér finnst ég bara ekki geta gefið þeim næga athygli hverju og sér... Já gleði gleði... en þegar ég fer enn lengra með mínar vangaveltur þá kemst ég alltaf að því að það sem skiptir mestu máli er að reyna að gera þetta allt saman í bland ég verði aldrei 100% á öllum sviðum en meðan ég geri mitt besta þá er ég sátt við sjálfan mig. Ég vil heldur hafa aðeins skítugra gólf og hamingjusamari börn. Svo mín ofur kona lítur einhvernvegin svona út í dag.

DJÓÓÓK
Meira svona hahaha


Svo er kominn október, í þessum mánuði þá er svokallaður make awerness month hjá down syndrome samfélaginu í Bandaríkjunum. Svo ég ætla að henda á ykkur smá fróðleik sem ég vissi ekki fyrr en bara núna fyrir nokkrum vikum. Fólk með down heilkennið það á erfiðara með að læra stafina, en eru hinsvegar með mjög sterkt sjón minni. Hér í Belgíu er því Viktor komin í prógramm sem heitir leespraat... lestrartal (bein þýðing).. sem mér finnst mjög spennandi.  Þau læra fyrst orðið til dæmis mamma fá mynd af mömmu til að tengja við og aðra af orðinu mamma skrifað og læra þannig að þekkja orðin koll af kolli. Hér er hægt að sjá myndband af strák gera þetta. Mjög sniðugt.
Viktor er annars að taka smá stökk í talinu og er farin að segja fleiri orð og er það allt saman mjög gleðilegt. Hann notar tákn með tali mikið meira og alltaf að bæta við táknum. Hann elskar pabba sinn út að lífinu og skilur ekki alveg hvað hann er lítið heima núna... það má ekki lokast hurð á heimilinu án þess að hann segi pabba og táknar það um leið... :)
Andrea er svo á fullu í skólanum og byrjuð að lesa og er voðalega dugleg, en henni finnst mamma hennar ekki hafa hunds vit á því hvernig eigi að læra og rúllar augunum í gríð og erg. Það er jú kennarinn sem veit best... hemmm ég bilast :D 
Svo er hún ráðskonu rass með meiru. Eitt kvöldið þegar hún vildi að ég færi með henni út á trampólin ég búin að segja já þegar Viktor væri sofnaður. Viktor var í baði hjá Elsu sem er au pair hjá okkur og ég að gefa Freyju. Viktor átti svo að koma niður og fá hósta saft áður en hann færi í rúmmið. En Andrea hugsar sér gott til glóðarinnar og fer upp til Elsu og segir henni að ég hafi sagt að Viktor ætti að fara beint í rúmmið...hemmm hemm Elsa greyið bara já ok ekkert mál. Ég heyri að hún er að setja hann í rúmið (babymonitor) og vissi strax hvað hafi gerst... litli ráðskonu rassinn minn var skömminn upp máluð og reyndi að koma sér pent úr klípunni... litli bróðir hennar frekar ósáttur vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið...rifinn úr rúmminu til að hægt væri að klára rútínu dagsins og það var ekki hoppað mikið það kvöld :D
Freyja Líf rúllar sér svo um stofuna endanna á milli og er orðin ansi fljót að mínu mati... hún er líka byrjuð að láta heyra vel í sér ef hún sér okkur ekki eða ef hún vill hafa hlutina einhvernvegin öðruvísi:).

Tívolí sjúki Viktor og góða stóra sem passar hann












En þangað til næst
S