Thursday 23 February 2012

Hlaðin batterí....

Við mæðginin lögðum upp í smá ferðalag fyrir viku, fórum í heimsókn til svíðþjóðar. Heimsóttum gamlar heimaslóðir í Helsingborg, gistum hjá ömmu og afa i Malmö og kíktum í skottúr til Kaupmannahafnar. Mikið var þetta gaman og hreint út sagt alveg nauðsynlegt fyrir mig, ég fattaði það ekki fyrr en ég hafði verið með vinkonum mínum í Helsingborg hversu mikið ég þurfti á þessu að halda.
Eftir að bakslag kom í meðferða úrræði fyrir Viktor þá hreinlega fattaði ég ekki að ég hafði tekið árarnar upp í bátinn og látið mig reka í smá stund... 
Það kom upp smá uppgjöf í mig og ég var bara búin að segja ohhh mig langar heim í huganum..... (ísland, svíþjóð eða... Danmörk...) Ekki það að ég hafi ekki hugsað það oft áður hvað er ég að gera með börnin mín í útlöndum....
En ég hef nú samt verið minnt á það að það sé nú bara margt ekkert verra hjá okkur í Belgíu en til að mynda á Íslandi...  tölum nú ekki um Danmörku.. En engu að síður þá kom bara þessi sterka löngun að fara "heim". Alveg sama löngun og kom þegar Viktor fæddist... Ég vildi bara vera umvafinn fjölskyldu og góðum vinum sem þekktu mig best..
En eftir alveg hreint yndislegan tíma með fjölskyldu og vinum þá fékk ég öfugt við hvað ég hélt að myndi gerast, bara meiri styrk til að fara heim aftur og finna góða lausn fyrir okkur. Og var alveg hreint sannfærð um að allt saman ætti þetta eftir að blessast :)
Ég er svo glöð að ég sé á leiðinni "heim" í dag til Belgíu og líður bara mjög svo vel og er hreinlega endurnærð á líf og sál. Þetta litla ferðalag sýndi mér líka bara að þegar við erum tilbúinn að fara til baka þá verður það yndislegt að vera nær þessum yndislegu vinum okkar og hvað þá ef hluti fjölskyldunnar verður enþá á þessum slóðum... ;)
re united :D

Svíarnir kunna þetta

og þetta

fékk líka að fara í leikland


Með Holly vinkonu sinni

mikið að gera hjá Tante

Vinkonur

Skoj;)
ömmu og

afa gull

krúttsprengjurnar mínar

afi og 80' hárgreiðslan :) klipping priority

Lyftann hjá M&P síðan 1940

gamla hoppurólan mín..

Svo verður bara skellt í nokkrar kökur, sett rjómi á aðrar og gert og græjað heima því prinsessan á afmæli á laugardaginn. Hér verður svo heljarinnar partý á föstudaginn og öruglega laugardaginn og sunnudaginn :D Við fórum frá ömmu og afa í svíþjóð og komum heim og þar voru amma og afi úr árbænum kominn, er því bara dekur út í eitt þessa daganna:)



Byrjunar stig Barbie köku
og svo er fríið búið og við erum sko kominn back to work ;)

S

Tuesday 14 February 2012

Maandag gesloten

Ég er mikil morgun manneskja, er oftast fjót að komast í gang og finnst morguninn alveg yndislegur tími. Finnst gott að vera vel út sofinn og njóta þessa tíma dags... þegar það eru komin tvö lítil börn þá þarf maður stundum að fara ansi snemma að sofa til að vera vel út sofin þá sérstaklega á veturnar þegar veikindi með hor, hósta og tilheyrandi hrjá mannskapinn.
Í morgun eftir að ég fór með Andreu í skólann var ég búin að ákveða að drífa mig í smá erindagjörðir Óli á ekki að mæta í vinnuna fyrr en í eftirmiddaginn svo í gær fannst mér þetta alveg brilliant hugmynd :) Í morgun hinsvegar eftir að litlar kaldar tásur voru búnar að sparka í mig þó nokkrum sinnum í nótt og á hinni hliðini smá hóst þá var ég hreinlega ekki alveg viss.... En upp fór ég með Andreu í skólann og keyrði af stað inn í Waregem. Á listanum mínum var að fara til skósmiðs, í búðina og í apótekið..

Áleiðinni þá stökk lítill fashani fyrir bílinn ( ég veit bara hvað þessi fugl heitir útaf því að það er pöbb í nágreninu sem heitir Pheasant... :) litlu fætur hans náðu sem betur fer að koma honum yfir áður en bílahjörðin kom askvaðandi...
Það var maður að "moka" innkeyrsluna sína og hér í belgíu nota þeir svona vatns skröpu eins og baðverðirnir eru með í sundlaugunum ;) Jáhá þegar ég sá grannana með þetta í innkeyrslunni síðustu helgi þá fékk ég smá hláturskast... Heima myndi fólk halda að ég væri gengin af göflunum ef ég mætti með þetta til að hreinsa burt snjó.... fyrir utan það þegar það er svona "mikill" snjór eins og er hér = snjóföl að íslenskum mælikvarða þá bara fer enginn í það að skafa burtu snjófölina á íslandi... hún bara fer í eftirmiddaginn ;)
Mjög svo úfinn maður kom út á náttsloppnum að ná í póstinn sinn... vá hvað mér fannst það sjarmerandi...

Svo þegar ég var kominn til skósmiðsins þá sá ég að það var lokað og ég mundi að það er mánudagur.... ohhhhh ég hafði gleymt... það er allt lokað á mánudögum hérna í sveitinni.... ohhh hvað ég varð pirruð út í sjálfan mig að hafa gleymt þessu... en jæja ætlaði að reyna að nota morguninn og skella mér allavegana í búðina... keyrði þangað og sá að það var eitthvað óvenju tómt á bílaplaninu. Jú jú það opnar ekki fyrr en 12:30 á mánudögum :D Jeyj....

Mér brá svoldið þegar ég flutti frá London til Svíþjóðar því þar var opnuna tíminn svo lítill miða við í London.... Reykjavík er smá bara eins og London ;) litla stórborginn, alltaf allt opið til sex og opið á sunnudögum. Í svíþjóð var bara opið til tvö eða fjögur á laugardögum og mikið lokað á sunnudögum. Ekki batnaði þetta í Dannmerku því þar lokaði flest um kl eitt á laugardögum og allt alveg sama hvar það var lokað á sunnudögum (líka í köben...er samt víst aðeins búið að skána). En hér þá taka þeir þetta bara einu skrefi lengra og nánast allt er lokað á sunnudögum og mjög mikið á mánudögum....
Ég skil vel að það þurfi að hafa lokað einhverntíman en finnst það bara svo skrítið að í byrjun vikunar að það sé lokað fyrsta daginn á vikunni :) En eins og ég hef nú sagt áður þá búum við í semí sveit og er þetta vafalítið eitt af því sem fylgir því að búa ekki í stórborg...

Góðann mánudag allir

s






Thursday 9 February 2012

Vetur.....

Veturinn hefur skollið á hérna í Belgíu, eftir mjög langt haustveður kom frost með tilheyrandi snjó síðustu helgi. Belgar eru eins og Bretar... bara hætta að virka þegar það koma mínus gráður hvað þá ef það fer að snjóa. Snjórinn kom á föstudaginn og vorum við fjölskyldan búin að mæla okkur mót við nágranna okkar á veitingastað í næsta þorpi. Vinkona mín sagði mér þegar við vorum komin þangað að hún hafi verið að spá í að senda mér sms um það hvort ég héldi að við kæmumst í kvöld...... en hætti við þar sem að hún hafi haldið að ég myndi gera eilífðar grín af henni.... Já ég hefði líklegast gert það.... þetta var smá snjóföl en það er einmitt bara það sem þarf til þess að þeir fari ekki út fyrir hús síns dyr já eða keyra á 20km hraða. Auðvitað eru líka allir enþá á sumardekkjum hér svona til að gera þetta allt aðeins meira spennandi. Svo leið sem tekur yfirleitt 10 mín tók um 50 mín og svo framvegis. :)
En helgin var yndisleg í alla staði og naut Andrea sín í botn, ég gróf alvöru útifötin upp úr kössunum á háaloftinu og hún var úti meir og minna alla helgina :) Hennar orð mamma mamma þetta er eins og Jól.... snjór=jól.

Viktor er orðin aðeins betri af þessu langvarandi kvefi sínu er nú farin að sofa betur og líður bara betur í alla staði... þangað til í gær. Já kallinn er held ég að fá sína þriðju tönn, öll einkenni rjóður í kynnum, slef, hor og margar ansi þungar bleyjur... :D Varð alveg hreint brjálaður við sjúkraþjálfarann sinn... hún átti bara ekki til eitt aukatekið orð. En vonandi fer geyflann að detta niður svo hann taki gleði sína á ný.

Annars er þetta allt saman frekar sveitó hérna hjá okkur í sveitinni og skildi ég ekki upp né niður í því þegar Andrea sagði við mig að Pabbi hennar ætlaði að koma að ná í hana í skólann á mótorhjóli. Ég hélt að barnið væri bara "aðeins" að rugla og sagði nei nei pabbi kemur að ná í þig en bara á bílnum. En hún hélt því statt og stöðugt framm að pabbi hennar ætti að koma á mótorhjóli.... Við áttuðum okkur á því hvað barnið var að tala um þegar við sáum einn pabbann koma á vespu að ná í strákinn sinn í skólann. Á strákinn var skellt hjálmur og svo sat hann framaná hjá pabba sínum og þeir brunuðu heim. Við tóku langar útskýringar á því að þetta væri kannski ekkert svo sniðugt. Því ekki vildum við segja að þetta væri snar bannað og Andrea færi beint í strákinn og segði mamma mín og pabbi segja að það sé   hættulegt og bannað að vera svona lítill á vespu. Svo við komum því einhvernveginn þannig fyrir að allavegana á Íslandi þá héldum við að svona mætti ekki.... og svo eitt annað að pabbi hennar ætti hreinlega ekki mótorhjól og gæti því ekki sótt hana þannig. :D
Annars eru Belgar ekkert mikið að stressa sig í umferðinni, þá bæði hvað varðar belti, áfengi og akstur eða hraða.... kannski það eigi vel við að segja því sunnar í Evrópu því meira kreisíness í umferðinni.


Við höldum ótrauðum æfingum áfram :D




Pirraður tannálfur
a


Friday 3 February 2012

Aðeins að kíkja á netið :D

Gullkorn Andreu...

Mamma mig langar svo í tölvu.... Ég: haaa hvað ætlar þú að gera við tölvu? Þú ert bara 4ra að verða 5 ára.... Æi mamma mig langar bara að vera 19 ára og eiga tölvu...... já og hvað ætlar þú að gera við tölvu... æ mamma ég ætla bara "aðeins" að kíkja á netið......

Já ætli maður hafi aðeins of oft sagt þetta... :S