Þegar læknarnir sögðu fyrst við okkur að þeim grunaði að Viktor væri með Down heilkennið þá rökstuddu þeir mál sitt með að benda á líkamleg einkenni sem eru tengd down heilknenninu. Skásett augu, línan í hendinni og svokölluð sandalatá. Ég man hvað ég var ringluð og skildi ekki upp né niður í því sem verið var að segja við mig.... Óli var með eina línu í hendinni, ég með sandalatá og hann var bara alveg rosalega líkur systur sinni.
Við fórum strax í það að skoða betur þessi líkamlegu einkenni sem læknarnir töluðu um og hef ég sankað að mér allskonar upplýsingum síðan. Ég ákvað að þetta gæti orðið hin ágætasta lesning fyrir alla og úr kom þessi fíni pistill ;)
Orðið down heilkenni er búið til úr orðunum heild einkenna og táknar því hóp sameiginlegra einkenna. Það var árið 1866 sem Enski læknirinn John Langdon Down bar fyrstur kennsl á þessi heild einkenna. Þetta var að sjálfsögðu á undan þeirri tækni sem til er í dag að bera kennsl á gen og litninga í gegnum erfðafræðina, og var því ekki vitað að það væri auka 21. litningurinn sem veldur því að barn fæðist með down heilkennið. Heldur voru einstaklingar greindir eftir líkamlegum einkennum.Við fórum strax í það að skoða betur þessi líkamlegu einkenni sem læknarnir töluðu um og hef ég sankað að mér allskonar upplýsingum síðan. Ég ákvað að þetta gæti orðið hin ágætasta lesning fyrir alla og úr kom þessi fíni pistill ;)
Augun: Augu einstaklings með down heilkennið eru oftast svoldið skásett, það er ytri augn hornið beyist upp en ekki niður sem er oft kallað möndlulaga augu. Einnig getur verið að það sé smá brot af skinni innst í augnkróknum og er þetta kallað á ensku Epicanthic folds. Ef þið klikkið á linkinn sjáið þið góða mynd sem að útskýrir þetta enn betur og gefur einnig skýringu afhverju í eina tíð fólk með down heilkennið voru kallaðir mongólítar.
Það sem mig finnst það fallegasta við augun hans Viktors er einmitt eitt af þessum einkennum og það eru ljósir deplar í lithimnunni eða eins og við höfum alltaf kallað þetta perlufestinn (á ensku brushfield spots). Eins og sést á myndunnum af klumpnum og best á mið myndinni. Augun hans Viktors eru kannski ekkert rosalega skásett en möndlulaga eru þau;)
Add caption |
Nef: Nef brúin getur verið minni og eða getur litið út eins og einstaklingurinn sé með enga nefbrú og þá lítur nefið oft út eins og það sé smá klesst eða aðeins breiðara. Ég myndi ekki segja að þetta væri hjá Viktori en ég hef einmitt séð myndir af börnum með downs sem eru þannig og þá lýtur einmitt út eins og nefið sé smá breiðara.
Eyrun geta verið minni, legið neðar á höfðinu og eða brjóskið efst á eyranu legið niður eða verið aðeins misformað.
Munnurinn: Margir halda að tungan á einstaklingum með down heilkennið sé stærri en á öðrum en oftast er það ekki þannig, heldur er munnur þrengri og allt þar í kring. Til að mynda nef og eyrnaöng ofl. Ástæðan fyrir þessari mítu um að tungan sé stærri kemur líklegast að mestu útaf því að tungan stingur sér út meira en hjá okkur hinum :). Ástæðan fyrir því er eitthvað sem ég hef talað um áður á blogginu mínu og það er lág vöðvaspenna. Þar sem að tungan er gerð úr mörgum vöðvum og auðvitað allt svæðið þar í kring gerir lága vöðvaspennan á þessu svæði það að verkum að sæta tungan á það til að stinga sér út. Er þetta oft ástæðan fyrir því að einstaklingar með down heilkennið þurfa á talþjálfun og sér æfingar til að þjálfa upp styrk á munnsvæðinu.
Tennur: Tennurnar eiga það til að koma seinna hjá einstaklingum með down heilkennið og eiga það til að koma ekki í "réttri" röð. Þá koma kannski jaxlar upp áður en frammtennur og svo framvegis. Viktor fékk sýnar tennur á "réttum" tíma hvað svo sem það þýðir hahaha og í þessari týpísku röð en hann er með smá beittari neðritennur en Andrea var með. Við fórum með hann til tannlæknis til að athuga hvort þetta væri í lagi og sagði tannlæknirinn mér það að þetta væri nú ekki mikið og pússaði hann þær smá til að það væri öruggt að þær meiddu hann ekki. Tannlæknirinn sagði mér einnig að einstaklingar með down væru með minni karíus en við hin en hinsvegar væru þau með viðkvæmari góm/tannhold og þyrfti að passa að bursta það vel og fylgjast með.
Hendur: Einstklingar með down heilkennið eru oftast með styttri og bollulegri hendur.... sem að eru bara þær krúttlegustu sem ég hef séð hahaha. Eins og ég talaði einnig um í öðru bloggi er eitt af líkamlegum einkennum ein lína í gegnum lófann. Þrátt fyrir að þeessi eina lína (single transverse palmar crease) sé talin eitt stórt líkamlegt tákn um down heilkennið eru aðeins 45% af einstaklingum með heilkennið með hana. En hún er talin stafa að lágu vöðvaspennunni, það er lófinn var ekki kreystur fast aftur þegar hann/hún var að vaxa og dafna í móðurkviði.
Stundum er litli putti lítilega beygður inn að baugfingri og hlutfallslega minni.
Fætur: Svokölluð sandala tá er þegar bilið á milli stóru tá og hinna tánna er meira en eðlilegt telst. Læknarnir í Danmörku vildu meina að Viktor væri með svoleiðis en eftir að hafa skoðað myndir já og kannski bara mínar eigin tær :D haha þá myndi ég ekki segja að hann sé með hina svokölluðu sandalatá ;)
Sandalatá mynd fengin að láni |
Viktors tásur;) |
Lág vöðvaspenna (sem ég kom aðeins inn á að ofan) er eitt af stærstu líkamlegu einkennum down heilkennisins. Hefur þetta áhrifa á alla vöðva líkamans og hefur áhrif á hreyfigetu, styrk, tal og þroska. Það er ekki hægt að lækna lága vöðvaspennu, hinsvegar er talið miklvægast í dag svokölluð snemmtæk íhlutun. Skiptir því máli að einstaklingar með down heilkennið fái sjúkra- , talþjálfun og aðra örvun snemma á lífsleiðinni. Þegar Viktor var lítill þá las ég mér mikið til um þetta og reynslu annara foreldra af þessu. Þar töluðu þeir um að barnið væri mjög slappt og stundum eins og spagettí sem væri að renna úr höndunum á þeim. Þessa tilfiningu fékk ég aldrei og gat ekki tengt við mína reynslu, enda hefur það svo komið á daginn eftir allskonar þroskapróf, sjúkraþjálfun og annað að Viktor er ekki með svo mikla lága vöðvaspennu. Hún er að sjálfsögðu til staðar en hann er víst samt bara frekar sterkur og þegar fólk bendir okkur á það þá bendum við þeim á víkingageninn :D
Hér sést vel hjá Viktori lága vöðvaspennan, þessi mynd er tekin í einum af fyrstu sjúkraþjáfunar tímunum |
Bolli komin á brettið :) |
Það sem mér finnst mikilvægt fyrir alla að vita er að ekki allir sem eru með down heilkennið hafa öll þessi einkenni. Einnig er það þannig að margir sem ekki eru með heilkennið hafa eitt eða fleiri af þessum einkennum. Og síðast en ekki síst að einstaklingar með downs líkjast fyrst og fremst fjölskyldu sinni en ekki hvort öðru.
S
Gòdur pistill elsku Sibba :) og gott að heyra í thér áðan - knús og gòða ferð :) Halla Björg
ReplyDeleteVirkilega góður pistill Sibba mín, vel skrifaður og mjög upplýsandi fyrir okkur sem ekki erum sérfræðingar í downs heilkenninu ;) Hann er svo ótrúlega sætur þessi litli snúður þinn. Nafni hans biður að heilsa hérna megin frá ;)
ReplyDeleteKnús, Ragga
Æðislegt að lesa, fræðandi og skemmtilegt. Mikið væri ég til í að knúsa litla vin minn núna. Knús til ykkar allra elsku Sibba mín. Bkv. Olla
ReplyDeleteFrábær pistill hjá þér Sibba mín og það ættu allir að lesa þetta til að fræðast betur :)
ReplyDelete- Hafið það gott -
Kveðja Magga Friðgeirs
Takk fyrir að upplýsa mig um allan þennan fróðleik elsku Sibba! Ég hef alveg frá því ég sá fyrst mynd af Viktori hugsað hvað þau systkinin eru lík! Þú átt líka helling í honum eins og auðvitað fallegu dóttur þinni!
ReplyDeleteKnús,
Eyrún Odds.