Hvað gerir maður þegar það kemur spurning á mann sem gerir mann orðlausan..... hugsar í smá stund og hendir svari til baka sem gerir manneskjuna alveg eins orðlausa.... eða hvað???
Já þar sem ég stóð í veislu og spjallaði við fólk þá komst ég að því að það er alveg hreint fullt af fólki sem trúir því bara að lífið sé svart eða hvítt.... Ég einhvernveginn í einfeldni minni hélt að margir og kannski bara allir á Íslandi hefðu lært mikið af efnhagshruninu árið 2008. Ekki það að það ætti kannski að kenna fólki allt um lífið þá held ég samt að það gæti hafa kennt því margt. En sumir eru bara fastir í einhverri bólu og halda að lífið sé svart eða hvítt.
Mér brá mikið þegar fyrsta spurning eftir að manneskjan sem stóð á móti mér fékk vitneskju um að Viktor væri með downs heilkennið var...."hvernig er það, finnst þér fólk horfa mikið á þig/ykkur"??? Við vorum að labba, ég stoppaði í smá stund, hugsaði og sagði svo... já sérstaklega hér á Íslandi. Henni varð svoldið á, svona eins og hún ætlaði ekki að trúa því að svoleiðis væri það á Íslandi....
En svoleiðis er það nú bara, landið er lítið og fá erum við og því færri sem eru eins og hægt er að orða það "öðruvísi". Þar að leiðandi finnst mér oft eins og ein góð vinkona mín orðaði það ef þú ert ekki í grænum buxum eins og við hin þá færð þú bara ekki að vera með.
En samtal okkar hélt áfram og varð áhugasamara eftir því sem leið á, við fórum út í þá skemtilegu umræðu hvað það væri að vera fullkomin og hvað ekki og aðrar áhugaverðar pælingar. Eftir miklar pælingar endaði ég síðan þessar umræður með því að benda henni létt á það að lífið væri kannski ekki svart og hvítt heldur bara grátt eða köflótt... og að ég ætti tvö yndisleg börn sem fyrir mér væru fullkomin. Hún varð hvumsi og horfði á mig, setti höfuðið á hlið og úr augum hennar skein.... svona ææ og á móti horfði ég á hana og úr augum mínum skein... æ getur verið að hún sé að misskilja margt við lífið.
sjeee... ég hló pínu núna við að rifja þetta upp ;) kv. ein úr veislunni
ReplyDelete