Heimilisfaðirinn er ekki mikið heimavið þessa dagana en þegar hann kemur heim rétt um kvöldmat þá hjálpar hann mér við að klára kvöldrútínuna. Í síðustu viku var ég að koma krökkunum í háttinn og hann var niðri að taka til dótið eftir okkur. Þegar ég kom niður þá sagði hann "ég horfði yfir stofuna áður en ég byrjaði og hugsaði rosalega er mikið drasl/ dót út um allt hjá okkur alltaf hreint" Meðan ég tók saman dótið fyllti alla dótakassa og raðaði stóra dótinu þá fór ég að hugsa.... Það er ekki drasl hjá okkur þetta er bara vísir á hamingju. Ég bara ha.... hann sagði já allt þetta dót sem þið hafið verið að leika með sýnir bara að það hefur greinilega verið mjög gaman hjá ykkur í dag.... og mikil hamingja og gleði. Jáhá ég er sko alveg sammála honum, það var búið að vera alveg rosalega gaman hjá okkur. Þegar ég er að fussa og sveija yfir einhverju drasli hjá okkur þá minni ég mig á að þetta sé nú bara hamingja... eintóm hamingja :)
Jiiiiii vitur hann karl þinn! Þetta er alveg meiriháttar pæling! Ást og gleði til Belgíu
ReplyDeleteÞið eruð svo yndisleg!! Algjörir snillingar! þetta er alveg rétt! knúss!
ReplyDeleteÓlöf xxx