Það er nóg að gera á heimilinu og erum við svo heppin að eiga bestu og yndislegustu fjölskylduna sem hefur skipst á að vera hjá okkur að hjálpa. Viktor okkar hefur nefnilega verið mikið veikur og lenti inn á spítala aftur svo við krossum okkur í bak og fyrir og þökkum guði fyrir okkar nánustu sem er svo sannarlega að bera okkur yfir erfiðasta hjallan núna þegar allt er svona nýtt með nýja fjölskyldu meðliminn.
Andrea er alveg rosalega mikil stóra systir og þegar mamma hennar þarf að sjá um Freyju þá tekur hún samviskusamlega við bróður sínum og siðar hann til og sér um hann. :) Hún var nefnilega búin að segja það við flesta áður en Freyja Líf kom í heimin að hún myndi sko sjá um Viktor og mamma litlu systur.
Svo vill hún að sjálfsögðu fá að halda á litlu systur sinni reglulega og þar eru sko engin vetlinga tök.... :D og minnir hún á guðmóður sína í gríð og erg þar ;) (það er þegar guðmóðurin passaði Krúsa forðum daga :D)
Viktor fattar systur sína ekki mikið, en er alveg forviða þegar hún grætur og stendur við rúmmið og heldur í rimlana og reynir að kíkja upp til að sjá hana. Þegar við förum svo með hana nálægt honum þá vill hann helst rífa í hana og eru því skjót viðbrögð okkar algjört lykilatriði;) en hann er samt voða sætur í sér og vill líka gera aaaaaa.
Mikið hefur semsagt drifið á daga okkar hérna í sveitinni í Belgíu og nóg um að skrifa en tíminn kannski aðeins minni. :)
þangað til næst
S
Gaman að lesa :) það er nú meira hvað þau eru falleg og flott. Heppin að fá svona góða hjálp frá familíunni og Andreu snilling :) knús Erla og gússurnar
ReplyDeleteTil hamingju með þetta allt Sibba. Mikið ertu rík ! Ég held þú megir kallast góð að finna tíma til að skrifa hérna inn. Gaman að fá að skyggnast inn í líf ykkar þarna í Belgíu. Kv. Sólveig
ReplyDeleteElsku frænka. Hjartanlegar hamingjuóskir með Freyju Líf. Þau eru alveg yndisleg öll börnin ykkar.
ReplyDeleteKnús frá mér og mínum.
Kv. Helga ömmusystir
Mikið eru þau yndisleg og gott að geta hjálpað með litlu molana...sakna þeirra alveg svakalega mikið og fæ bara ekki nóg af þeim...knús og koss
ReplyDeleteKv Lóló hin eina sanna... ;)
ReplyDelete