Sumarfríið var fljótt að líða en reyndum við bara að njóta þess í botn og hafa gaman. Við eyddum okkar fríi mest megnis á Íslandi í faðmi fjölskyldu og vina að þessu sinni en áttum svo viku saman þegar við komum út aftur.
Við brölluðum margt eða reyndum eins og við gátum að hitta sem flesta en auðvitað er tíminn svo naumur alltaf og við náðum ekki að hitta alla því miður. Óli var að þessu sinni með landsliðinu svo það fór vika hjá honum í það svo fríið fór svona í tvo parta.
Viktor var hress og kátur en eftir að við komum út aftur og hann mætti í leikskólann þá er hann búin að ná sér tvisvar í pest greyið pungurinn... En vonandi er þetta allt að koma.... (pollíana.is:))
Andrea naut Íslandsverunnar í botn og naut þess að vera með fjölskyldunni. Einn morgun þegar mamma hennar var að nýta sér extra hjálpina og lagði sig með yngsta meðlim fjölskyldunnar þá var hún með Lóló frænku sinni að fá sér morgunmat og spjalla. Einhvernvegin þá beindist spjallið að því að Lóló er með barn í maganum og hvernig börnin koma nú í heiminn.... Þegar við Andrea höfðum rætt þetta þá sagði ég henni bara alltaf að börnin koma úr maganum og henni þótti það mjög rökrétt þar sem að þegar Viktor fæddist var hann tekin með keisara og hún sá skurðinn (sporðinn eins og hún kallar þetta) svo í hennar augum komu börnin bara út úr maganum út um skurðinn. :) En þegar hún og Lóló frænka voru að ræða þetta þá fór Lóló út í það að segja henni að þetta væri smá mismunandi ... hún (Andrea) hafi fæðst "venjulega" semsagt í gegnum fæðinga veginn og mamma hennar (ég) líka en Lóló frænka hafi verið tekin með keisarar alveg eins og Viktor bróðir hennar.
Hún horfði á frænku sína í smá stund og sagði svo jáhá.... Lóló varst þú þá líka með Down syndrome eins og Viktor.....
Bara lógík .... komu jú eins í heiminn.... :D Hahaha jáhá það er svo gaman að fylgjast með hvernig hún upplifir systkini sín. Sér ekkert að Viktor sé öðruvísi en hún nema að henni finnst hann bara stundum svoldið mikið með tunguna út... Svo auðvitað spurði hún þegar Freyja fæddist hvort hún væri með downs eins og Viktor... Litla stóra krúttið okkar.
En þangað til næst
S
Yndisleg sagan af Andreu:) Flottar myndir af ykkur! Kv. Jóhanna Hildur
ReplyDeleteHahaha bara basic spurning. Dúllan
ReplyDeleteTil hamingju með skírnina hjá litlunni ykkar :) flott eruð þið ;)
ReplyDeletekv.Linda Dagmar