Monday 4 November 2013

Tímabil..


Nýlega hefur fólk svona aðeins verið að spurja mig eða segja við mig vá hvað það er stutt á milli hjá ykkur. Ekki tvö ár!! 
Ég hef lítið hugsað út í það en þegar ég gekk inn á spítalann í Waregem í síðustu viku þá fann ég að fólk horfði... Þarna var ég með Viktor og Freyju í kerrunni og Andrea hélt í kerruna hjá mér. Það er líka kannski ekkert að gera mér greiða að ég hef seint verið kölluð fullorðinsleg. Eins byrjar fólk að eignast börn hérna í Belgíu aðeins seinna en til dæmis heima. Svo verandi lítil og barnaleg hjálpar ekki. Alveg eins fannst mér fólk horfa þegar ég fór með Viktor til sérfræðings á spítalanum í Gent í síðasta mánuði. Já eða þegar við Elsa brugðum okkur með börninn á götuhátið í bænum fyrir nokkrum vikum. Fólk er ekkert að stara á leiðinlegan hátt ef hægt er að segja svo... oft fylgir bros á eftir. En það rekur alveg upp augu... 
Ég hló nú svoldið inní mér þegar ég labbaði inn á spítalann... Þannig var nú í pottinn búið að ég var búin að panta tíma fyrir Andreu og Viktor á nánast sama tíma til að slá tvær flugur í einu höggi... og fannst mér þetta hin besta hugmynd þar til Óli hringdi og sagði að það væru tvær æfingar þennan sama dag. Svo um spítalann þeyttumst við á ógnar hraða öll saman og fólk gaf okkur auga, en náðum við þessu öllu saman þótt ótrúlegt megi virðast. 

En eins og ég sagði þá er kannski eins og fólk sé svona smá að þora núna að spyrja okkur út í þetta hvað það er stutt á milli... Eins og amerísk vinkona sagði við mig... " what were you thinking??" og ég svara í fullkominni hreinskilni "It felt like a good idea at that time"
Ég get sagt ykkur það að það er ekki hægt að útskýra þetta, nema eins og ég hef sagt. Um leið og Viktor fæddist þá sögðum við Óli við hvort annað að við vildum eignast annað barn og hafa stutt á milli. Það eru margir sem hafa stutt á milli barnanna sinna og er það alveg eðlilegt en mér hefur fundist fólk ekki alveg skilja afhverju við vildum hafa stutt á milli útaf fötlun Viktors.
Ég get alveg reynt að útskýra þetta betur með alskonar staðreyndum.... en ég held ég geti ekki fullkomlega útskýrt þetta. Ég held að foreldrar sem eiga börn sem eru fötluð á einhvern hátt vita hvernig tilfinning þetta er og afhverju maður tekur þessa ákvörðun. Ekki miskilja mig mér finnst ég ekkert þurfa að útskýra mig neitt en ég fór að velta þessu fyrir mér þegar fólk fór að spyrja mig meira. Þegar ég var að velta þessu fyrir mér þá hefur mér þótt erfiðast að ég geti ekki útskýrt þetta fyrir mömmu eða teingdó...Ég held alveg að þær skilji okkur vel en ég vildi bara að þær skilji alveg afhverju við tókum þessa ákvörðun en þá er ég alltaf komin á sama stað. Það er bara eiginlega ekki hægt nema að vera í sömu aðstöðu.
Ég hugsaði alltaf já ok ca tvö ár er nú allt í lagi... það er fullt af fólki með svo langt/stutt á milli. Það sem ég var ekkert að hugsa of mikið út í er að jú það eru margir sem eiga börn með tveggja ára milli bili og það er mjög krefjandi. En við ætluðum að hafa ca tvö ár á milli og eigum heima í útlöndum langt frá fjölskyldu okkar og vinum og litli strákurinn okkar er með down heilkennið og er því aðeins meira sem fylgir í kringum hann. Svo jú ég skil kannski smá að fólk reki upp þriðja augað þegar það sér okkur hahaha... 
Við fórum úr því að vera þrjú í að vera fimm á stuttum tíma og því breytinginn mikil fyrir okkur og ekki síst Andreu. Þetta hefur og er mjög krefjandi og þakka ég bara guði fyrir hversu góða fjölskyldu við eigum og erum með góða au pair núna. En eins og mamma hefur svo oft sagt við mig, þetta er bara tímabil oog eftir á bara mjög stutt tímabil. Hljómar það því iðulega í hausnum á mér þegar ég geng um á síðustu bensín dropunum.... "stutt tímabil" :)


Viktor hefur verið gjarn á að fá lungnabólgu oftast útfrá "gubbupest" sem kom svo í ljós að var ofnæmi og oftast endaði á spítala. Raskar það því öllu hjá stórri fjölskyldu, því ekki er hægt að kalla í ömmur og afa eða frænkur og frændur til að fá hjálpa. Höfum við því verið í einskonar limbói til að reyna að gera allt til að koma í veg fyrir þetta hjá honum. Ég dett iðulega í að "over analysa" allt... hvað hefur hann borðað hvernig andaði hann? fékk hann astma lyfið og fleira.
En Síðan í maí er hann búin ad vera svakalega flottur. Hann hefur tekið mikið stökk í öllum þroska og stækkað heil ósköp og erum við voðalega glöð og þakklát.
Svo kom veturinn og gullklumpurinn fékk gubbupest, þá byrjaði limbóið ... Hvað borðaði hann, hvað fékk hann í leikskólanum? Eru hægðirnar mjúkar..... Var þetta kannski bara venjuleg gubbupest?  við tóku nokkrir dagar í svitakasti yfir því hvort hann myndi fá lungnabólgu eða hvort hann myndi ná sér. Litli herforinginn okkar tók sér góðan tíma í að ná sér en fór í leikskólann eftir viku og í militíðinni varð Freyja veik. Hann var voða kátur en með kvef, svo lögðust pabbinn og Andrea í gubbuflensu pest og endaði það svo illa að Óli varð að leggjast inn á spítala á miðvikudaginn. Jahá hann fékk semsagt pestina svona hrottalega slæma. (Vírus heilahimnubólga.. Ekki þessi slæma það er bakteríu) En Viktor var hress og kátur og fór í leikskólann en á klukkutíma á fimtudags kvöldið byrjaði hann að verða eitthvað ólíkur sjálfum sér... svo varð hann andstuttur og svo var eins og meðvitundinn væri að minnka. Ég með Óla í símanum til að reyna að ákveða hvað við ættum að gera (hann ennþá inná spítalanum)... þegar hitinn hafði hækkað mikð á aðeins 20 mínótum þá tók ég þá ákvörðun að keyra með allt liðið á spítalann. Litli karlinn fór beint í röntgen og var staðfest lungnabólga nokkru síðar og í framhaldi fékk hann sýklalyf í æð, súrefni og í hjartalínurit. Þetta er alveg hrikalega óhugnalegt hversu fljótt þetta gerist hjá honum og hversu rosalega veikur hann verður, nánast bara eins og hann sé í kóma.
Þá byrjar limbóið og "over analyse" hjá mér... eigum við að fara með hann í ákveðinn skanna á lungunum?, hefði veirð hægt að komast hjá þessu? Getur verið að þetta sé útaf gubbupestinni? Samviskubit gagnvart stelpunum mínum og að geta ekki alltaf verið hjá Viktori. Hræðsla yfir að allt sé í lagi með Óla og þegar bensínið er alveg á þrotum þá hljóma orð mömmu í eyrum mér.... "þetta er bara tímabil".... :D



Jáhá nóg að gera á Goddastöðum. Einhverstaðar í millitíðinni þá fór ég með Freyju í stuttan kaupmannahafnar túr og án hans þá held ég að ég hefði skrifað mig sjálfa inn á einhvern spítala eftir síðustu daga :D Þvílík vítamín sprauta sem það var að fá að vera með systrum mínum, hitta pabba og síðast en ekki síst hitta yndislegu vinkonur mínar og maka. Ég bara get ekki lýst því hvað mér finnst ég bara heppinn og hlakkar svo óendanlega mikið til þegar ég verð flutt heim og get verið inná gafli hjá fjölskyldunni endalaust og umgengist vinina meira.







Og svona í lokin Elsa rocks ;)

S

5 comments:

  1. ég verð nú bara að byrja á að segja að mikið svakalega lítur múttan vel út! þú ert nú meiri kraftakonan elsku vinkona. Knús og góðar kveðjur til ykkar, love Erla Kristins..

    ReplyDelete
  2. Gott að allir séu að ná sér, flottar myndir af fallegu fólki :)
    kveðja Sigurbjörg frænka

    ReplyDelete
  3. Þú ert svo mikill snillingur Sibba mín!! Ég er líka alltaf boðin og búin að koma í stuttan túr sem andlegur ráðgjafi og vítamínsprauta....hehe...
    Knús á línuna.
    kv, Íris Stefáns

    ReplyDelete
  4. Gæsahúð, hlátur grátur....allt í senn. Þið eruð svo flott! og dugleg! Knús á alla, Olla

    ReplyDelete
  5. Var yndislegt að hitta þig líka! Þú ert best :*

    ReplyDelete