Wednesday, 12 February 2014

Nýtt ár nýjar áskoranir :D

Og það er komin miður janúar (já eða þegar ég byrjaði að skrifa nú meir febrúar), já hvert fer tíminn... hann flýgur þessa dagan á okkar heimili. Freyja ákvað semsagt að vera ekkert að skríða neitt of lengi og skellti sér því bara upp á aftur lappirnar eins og Skúli afi hennar segir alltaf ;) Hún er nú ekki alveg farin að labba en notfærir sér stóla heimilisins, mublur og grípur svo stundum í fínu göngugrindina sem hún fékk í jólagjöf. Reyndar heldur Viktor að þetta sé allt saman hans... og er fljótur að rífa hana af henni svo hún hefur því verið að nýta sér stólana meira, því honum finnst þeir ekkert spennandi. Viktor heldur líka uppi uppteknum hætti með að rífa allt af systur sinni... skiptir það engu máli hvað það er, bara Freyja má ekki vera með neitt.... Ég er farin að segja við hann að hann skuli nú bara fara að passa sig því litla skottið færir sig upp á skaftið með hverjum deginum og fer öruglega bráðum að geta veitt honum fulla samkeppni og slegið frá sér þegar "gentel Giant" mætir og meinar vel en kRemur óvart. Hún er farin að setja all svakalega í brýrnar og garga á hann.
Það er líka ansi spennandi samræður á milli þeirra við matar borðið, minnir helst á fuglabjarg og endar svo í algjöru hláturs kasti þeirra beggja. Freyja hefur svo tekið upp táknin hans Viktors og gerir nú táknið fyrir meira og segir meimma eins og Viktor gerir og táknar líka búin þegar hún er búin svo táknar hún að hún vilji borða og er algjör snillingur í að tákna duglegur...Dugleg (það er eins og maður sé að hnikla vöðvana) :) Vá hvað þetta er sniðugt... sparar að minnsta kosti fullt af frusteration.







Jólin voru yndisleg með ömmu og afa hjá okkur og vakti pappírin utan af gjöfunum mestu lukkuna hjá Viktori og var hann duglegur að sýna og gefa afa sínum hverja einustu ögn sem hann tætti í sundur. Freyja fékk mikla hjálp frá bæði stóru systur sinni og bróður og var auðvitað ekki alveg með á hreinu hvað gekk hér á en fannst þetta samt bara voða gaman. Þá sérstaklega þegar Viktor var búin að rífa pappírinn í örendir og lét rigna yfir hana ;).  Andrea var í skýjunum með sínar gjafir og var sérstaklega skemmtilegt að sjá hversu gaman henni þótti að fá mjúka pakka :)


Við skelltum okkur svo í stuttan túr til vina okkar í Portúgal og áttum yndisleg áramót saman með þeim. Vinir okkar eiga þrjár stelpur á alveg sama aldri og okkar þrjú og þykir víst ekki algegnt að eiga mörg börn í portúgal. Er eitt svona normið þar og þykir mikið að eiga tvö. Þótti því mjög athyglisvert þegar við sposseruðum um miðbæ Cascais með okkar sex og tvær tvíburakerrur.. Við vorum mikið stoppuð og alltaf fengum við sömu spurningu, eru þetta allt ykkar börn? og stór augu fygldu :)

Viktor var einstaklega hrifin af Nínu Sól og varð held ég yfir sig ástfanginn... eða allavegana vildi hann mjög mikið kyssa hana... meira en okkur hin ;) Andrea og Lilja léku sér allan daginn út og inn og vissum við hreinlega ekki af þeim... En hinsvegar var Freyja Líf við það að terrorisera líftóruna úr vinkonu sinni Völu Nótt. Hahaha ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki vísir á framtíðar vinskap þeirra :D Mamman og pabbinn áttu auðvitað líka yndislega og frábæra tíma með þessum frábæru vinum;)









En hér eiddum við svo góðum parti af Janúar í allskyns veikindi, það voru flestir sem nældu sér í einhverskonar pest. Venjuega flensu og magaflensu og fleira skemmtilegt. Viktor byrjaði á venjulegri hálsbólgu pest og datt svo skemmtilega yfir í magapest... :D Svo eftir 2 vikur í þessum óhressleika þá tókum við ákvörðun um að taka hannn tímabundið af leikskólanum. Þvílíkur léttir fyrir mig.... ég hef nefnilega verið að tala um þetta í nokkurn tíma við Óla því ég er gjörsamlega að tapa vitinu yfir öllum þessum veikindum. 
Hann hefur nefnilega yfir vetrar tíman verið í max 4 vikur í senn í leikskólanum og svo orðið veikur og alltaf af og til endar þetta á spítalavist. Við erum yfirleitt orðin ágætis taugahrúga eftir allt of lítinn svefn og mikið spökelerí í hvort þetta séu lungun, hvort við eigum að drífa hann til læknis, hvort þetta sé eðlilegt og fleira í þessum dúr.
En við tókum ákvörðunina um að halda honum í burtu frá leikskólanum næstu mánuði. Svo núna eru þau systkinin heima saman á morgnana og svo fer Viktor í meðferð þrisvara í viku eftir hádegi og hina dagana verðum við bara að vera dugleg að finna upp á einhverju skemmtilegu að gera svo að hann fari ekki yfir um litli kúturinn. :) Hann er nefnilega með eindæmum sósíal þessi elska og þarf alveg sinn skammt af fólki :)


Febrúar verður því yndislegur og fögnum við fyrsta afmæli Freyju Líf og sjöunda afmæli Andreu. Hefur heimasætan pantað sér köku sem á að vera eins og sjö í laginu með smartís í þetta skiptið og er mamman bara ánægð með þá áskorun.

Annars stendur bót á þessu blogleysi mínu og ætla ég að reyna að vera miklu duglegri að henda inn uppfærslum. :)
Dííííí :D Gentle Giant og Gilitrutt systir hans ;)


Bestu kv frá Belgíu
S

ps Endilega munið að skilja eftir ykkur spor.... Og ef einhver býr svo vel að einhverju einstaklega skemtilegu sem ég get bardússað með Viktori heima.. þá má endilega senda mér línu:)

3 comments:

  1. Styð það heilshugar að taka á þessu bloggleysi! Fæ ekki nóg ����

    Liebe Grüsse
    Berglind

    ReplyDelete
  2. Elska þessa mynd "Gentle Giant og Gilitrutt systir hans" - fær mig alltaf til að brosa :) Love love fra Kbh

    ReplyDelete
  3. Ohh sakn sakn, svo gaman þegar þú skrifar :* love Erla

    ReplyDelete