Tuesday 15 April 2014

Systkini

Á ekki að skella í annað.... hvað ætliði að hafa mörg ár á milli..... á ekki að fara að koma með barn...er ekkert að gerast hjá ykkur... hvað ætlið þið að eignast mörg.... ekki hafa of mörg ár á milli... ekki hafa of stutt á milli...???
Þessar staðhæfingar og spurningar eru eitthvað sem mér finnst oft margir þurfa að segja/spyrja fólk sem hefur rétt eignast barn eða þegar einhverjum finnst komin tími á að einhver fari að setja í annað. Ég hef alveg öruglega sagt þetta einhverntíman líka við einhvern. En í hamaganginum sem er á þessu heimili þessa dagana þá hef ég svolítið verið að velta þessu fyrir mér.  Bæði það að mér finnst alveg merkilegt hvað fólk getur verið skoðana glatt... og heldur kannski að það sama henti öllum ef það hentaði þeim. Það sem ég hef verið að hugsa mest um er aldursbil systkina.

Við eignuðumst Andreu og fjórum árum seinna eignuðumst við Viktor, það er alveg góð og stór ástæða fyrir því að það eru fjögur ár á milli þeirra systkyna. Þegar Andrea var ekki orðin eins árs þá var ég byrjuð að fá spurningar þess efnis ef við ætluðum ekki að skella í annað... Ég horfði á fólkið gjörsamlega furðu lostin.... vansvefta og confused á móðurhlutverkinu. Ég hélt sko ekki!! fyrst mundi ég þurfa að sofa í heilt ár án þess að þurfa að vakna annan hvern klukkutíma. Andrea semsagt svaf sína fyrstu heilu nótt þegar hún var 14 mánaða og svefnleysið svifti mig lönguninni í að koma fljótt með systkini fyrir hana.
En hún kom auðvitað og úr varð elsku gullklumpurinn hann Viktor Skúli, okkar aðstæður og umhverfi gáfu okkur svo hana Freyju Líf rétt innan við tveimur árum eftir.
Þetta var einmitt bara eins og við vildum hafa það en í brjálæðinu hérna núna þá hef ég nú verið að hugsa já vá kannski er betra að eignast tvö fyrst með stuttu millibili og svo eitt seinna.... Svo kemur alltaf til mín aftur já nei það hefði aldrei virkað fyrir mig... Ég hefði líklega verið lögð inn eða eitthvað:) 



Það sem ég hef svona verið að velta mikið fyrir mér núna sumir hlutir í uppeldinu sem mér finnst ég ekki alveg ná að einbeita mér nógu vel að með Freyju Líf og Viktor eins og ég náði að gera með Andreu. Núna er Freyja Líf að líkjast systur sinni meira og meira og já það eru ansi góðir frekju taktar í henni og ég stoppa oft og hugsa já ég man að Andrea gerði þetta.... Svo hugsa ég já hvernig tók ég aftur á því .... jú ég var miklu ákveðnari við hana og hún komst ekki upp með neitt svona. Svo stoppa ég aftur og hugsa hmmm en afhverju er ég ekki svona ákveðin við Freyju....hahaha og þá kemur já æ ég bara hef ekki haft tíman til að fókusa svona vel á þetta og taka á þessari frekjuskonsu minni ;) Viktor er að sjálfsögðu líka algjör pjakkur stundum en hann er allt öðruvísi, meira svona þrjóskur og hryllilega ákveðinn. Ég þarf vissulega taka á honum líka en bara á allt annan hátt. En ég reyni nú að gera mitt allra besta og siða þau og ala upp en vissulega finn ég fyrir því að það er allt annað að vera með eina litla skonsu í fjögur ár eða þrjú á stuttum tíma ;)
Svo eftir mínar pælingar um aldursamsettningu systkinahóps og börn yfir höfuð þá held ég að best sé að gera þetta eftir sínu höfði. Hef ég staðið sjálfan mig að því að segja já það hefði kannski verið betra að bíða aðeins eða koma með eitt aðeins fyrr en á endanum þá er þetta okkar besta munstur þó að hamagangrinn og þreytan sé kannski mikill núna. Sumum hentar að hafa stutt á milli öðrum langt. Sumum langar í eitt barn öðrum ekkert, sumir vilja eiga mörg börn og aðrir geta hreinlega ekki eignast börn. Held að það sé gott að minni sig á það þegar maður dettur inní þessa umræðu því það sem hentar þér hentar ekki öllum. 

Annars er Viktor Skúli að byrja í skóla núna eftir páska. Hér í Belgíu er skólakerfið öðruvísi en heima og byrja krakkarnir í skóla 2,5 árs og eru fyrst þrír leikskóla bekkir og svo byrja þau í fyrsta bekk 6 ára og eru í neðrideild til 12 ára og þá tekur við efri deild til 18 ára. Okkur stendur alltaf til boða að setja Viktor í sérskóla eða sama skóla og Andrea er í, eftir ráðleggingar og mat á Viktori þá ákváðum við að prófa að setja hann fyrst í sama skóla og Andrea. Þar byrjar hann svo núna eftir páska og er mamma hans orðin smá stressuð :S. Við fórum saman að leyfa honum að skoða skólann og gekk það vel en það er nú laust við það að segja að mamman átti smá erfitt. Ég hef lítið verið að bera Viktor saman við jafnaldra hans en þarna stóð ég frammi fyrir bekk af 15 krökkum á svipuðum aldri... Mér fannst þau svo stór þar sem Viktor er frekar lítill og svo voru þau alveg voðalega dugleg. Viktor funkeraði vel inn í bekknum og kvíðir mér ekki því, hann gaf mér enga athygli og var bara að leika sér. Það sem ég var hinsvegar stressuð yfir er það að þegar þau fara á klósettið þá er það ekki við stofuna heldur þurfa þau að labba smá spöl í það og er því alveg sérstök klósettferð. Þá þurfa allir að fara framm á gang í röð og svo labba þau saman yfir skóla lóðina og setjast pen og sæt á gólfið og bíða eftir því að það komi að þeim. Jáhá... þegar fram á gang var komið þá óð minn maður að hurðinni og honum til mikillar lukku þá náði hann í hurðahúninn, semsagt í fyrsta sinn (er mjög lágvaxinn sko:)). Hann var auðvitað alveg ógurlega busy við það að opna og loka hurðinni... ég í taugasjokki. Svo þegar allir voru voða góðir að labba i röð þá bara var hann svo glaður að hann væri komin út og var auðvitað bara frelsinu fegnastur og flúði.... fjúff.. þegar ég loksins náði honum inn á klósettið þá hélt hann sko ekki að hann ætlaði að fara að sitja stiltur og prúður á meðan hinir pissuðu heldur vildi hann auðvitað tékka klósett vatnið í klósettunum og pissuskálunum... :D Já mamma hans var ansi sveitt og stressuð hvernig þetta yrði þegar hún væri ekki þarna... 


Eftir þennan dag þá fékk ég í fyrsta skiptið í langan tíma hræðslutilfinningu... ég var bara alls ekki viss hvernig þetta myndi ganga. Og í gegnum huga minn fór, var ég ekki búin að vera nógu dugleg að örva hann, kenna honum og siða hann til. Æ ég átti down dag.. en eftir að hafa talað við ráðgjafan okkar og skeggrætt þetta við Óla þá komum við niður á það að hann þarf tíma til að venjast nýju umhverfi og siðum og á endanum þá kemur þetta allt eða það vonum við. :)

Við duttum svo í seinni afmælistörnina á þessu heimili og var það Viktor fyrstur. Hann fékk gulan kall úr myndinni Aulanum ég sem afmælisköku. Hann var gjörsamlega í skýjunum þar sem þessi mynd er í miklu uppáhaldi... og eiga þeir það sameiginlegt að ef þeim líkar ekki eitthvað þá er tungan þurkuð vel. Hér getiði séð hvernig þeir gera í myndinni og hér að neðan Viktor ;)
Hann var alveg í essinu sínu og átti mjög góðan dag, borðaði kannski heldur mikið af kreminu af kökunni og datt í sykur trans í lok dags. Okkur þótti mjög gaman að sjá að hann fór smá hjá sér því athyglin var öll á honum... það hefur alls ekki verið þannig og fannst okkur það voðalega krúttlegt og sætt.


Óli og auperin okkar Þórhildur áttu svo afmæli viku og tveim eftir og auðvitað fengu þau fína köku og vorum við svo heppin að fá frábært veður og gátum fagnað þeirra dögum úti í vatnsleikjum og öðrum fíflagang. 


þangað til næst
S

2 comments:

  1. Ég er reglulegur gestur á blogginu þínu en hef aldrei kvittað.
    Stóri bróðir minn er með downs heilkenni og ég get ekki lýst því hvað það er yndislegt að skyggnast aðeins inn í líf annars stráks með downs heilkenni.
    Þú og þín fjölskylda eruð frábær :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk kærlega Hanna og takk fyrir að fylgjast með okkur ;) mér finnst líka voða gaman að hitta og tala við fólk sem á börn eða systkini með downs ;)

      Delete