Thursday, 9 August 2012

Olympíu draumurinn... :D

Við fjölskyldan fórum á Olympíuleikana í síðustu viku og var það hreint stórkostleg upplifun. Þetta var svona spontant ákvörðunar taka hjá okkur Óla eftir að vinur hans sagðist vera að fara og hvort við vildum ekki koma með.... Óli var nú ekki alveg á því fyrst en þegar hann heyrði að Ísland átti leik þennan dag þá kom allt annað hljóð í kall.....
Við bókuðum lestarmiðana og vinurinn sagði okkur að það væru alltaf að koma miðar inn á miðasíðuna svo það væri eiginlega bara m 100% að við fengjum miða á eitthvað skemmtilegt hvað þá Tunis - Ísland í handbolta hahhahaha. Við tók bið eftir að þessir miðar myndu nú láta sjá sig því frekar glatað væri nú að vera með lestarmiða til London og enga miða inn á leikana... Á mánudags seinnipart var okkur ekkert farið að lítast á blikuna... engir miðar, ekki neinir miðar höfðu verið settir inn á þetta blessaða miða net.... hmm það voru góð ráð dýr... Upp hófust hringingar hingað og þangað til að tékka hvort og hvernig við gætum nú reddað þessu... Allt í einu fengum við hjónin einskona hugljómun...  hvernig væri bara að tékka á HSÍ.... horfðum á hvort annað og sögðum ef við reynum ekki þá vitum við ekki. Maðurinn sem Óli ræddi við hjá HSÍ tilkynnti honum það að sambandinu hafi borist einhverjir fleiri miðar á þennan leik og við þyrftum að senda email. Við hentum í eitt email og klukkutíma seinna áttum við miða, þvílíkur léttir.
Við áttum lest 7:30 frá Lille og vorum einn og hálfan tíma á leiðinni... við rétt náðum að fá tak í miðana og skunduðum inn í Olympíu garðinn... Vá hvað þetta var skemmtileg tilfinning, þetta var allt saman svo stórt og að sjá þessar byggingar var magnað. Við komum akkurat á réttum tíma á leikinn og var alveg æðislegt að sjá Ísland vinna öruggan sigur á Tunis búum. Ekki spillti fyrir að miðarnir okkar gengu líka á næsta leik á eftir og var það æsispennandi leikur Ungverja og Kóreu. Eftir að hafa gargað Ísland Ísland áfram Ísland... tók við RÍa ría hungaría..... hahahahaha Fyrst hélt ég að þeir væru alveg ruglaðir og væri að kalla búlgaría:).
Við nærðum okkur og gengum svo um garðinn og skoðuðum allar byggingarnar og fengum skemmtilegar útskýringar á arkítektúr og annað. Meðan við gengum um garðinn þá kom mér það á óvart hvað það voru rosalega margir með börnin sín með sér. Ég var orðin aðeins stressuð deginum fyrir að þetta væri smá rugl í okkur að taka bæði börnin með en þegar á hólminn var komið þá var þetta alveg hárrétt ákvörðun. Þeim fannst þetta alveg æðislegt, allt gekk svo vel og svo voru bara mikið af börnum þarna og voru þau sum miklu miklu yngri ;) Andrea var reyndar ekki alveg nógu hress þegar við löbbuðum inn í copper box til að horfa á handboltann.... í hennar huga vorum við að fara að horfa á Olimpíuleikana og það voru fimleikar eða frjálsar:) tók það hana nokkur áfram Ísland og tók hún gleði sína á ný:D. Viktor var hinsvegar mjög kátur með þetta allt saman og þá sérstaklega þegar hann slapp úr prísund kerrunnar, þrammaði um allt eins og hershöfðingi og kannaði aðstæður fyrir komandi ár ;)

Við áttum semsagt yndislegan dag með góðum vinum og vorum við öll sammála því að þetta væri vel þess virði og miklu meira en það. Öryggisgæsla og upplýsingaveita var alveg til fyrirmyndar og okkar upplifun af Olympíuleikunum í London var í alla staði frábær.

Er þetta ekki þarna.... dööö


Spenntur í leiknum


Hjólahöllinn flotta


hressandi hress

Klassísk famelí mynd... A hress

Þessi var glöð þegar hún fékk kerruna smá lánaða

Og þessi enn hressari með að losna úr prísundinni :)

Eftir yndislegan dag var gott að hlaða batteríin með einum góðum kaffi.




No comments:

Post a Comment