Tuesday, 21 August 2012

"You're not disabled by the disabilities you have, you are able by the abilities you have."


Það var hálf tómlegt þegar Olympiu leikarnir voru búnir og stóð ég mig að því að kveikja á sjónvarpinu á morgnana og ætla að fara að horfa á eitthverja skemmtilega íþrótt þegar ég bara ó já æ æ þetta er búið. Ég sat eins og límd við skjáinn og horfði á þetta og grenjaði með sigurvegurunum þegar þeir unnu gullið ;) Ógurlega væmin og viðkvæm eða bara með ótrúlega innlifunar eiginleika.:) 

Óli var alveg að verða vitlaus á mér og sagði oftast hvað er í gangi þetta er nú ekkert sorglegt... og ég með tárin í augunum nei nei mér finnst þetta bara svo æðislegt:). En það sem fór nú næstum alveg með hann (og auðvitað alveg með mig) var þegar Oscar Pistorius hljóp í úrslitunum í 400 metra hlaupi karla, ég hreinlega gat það ekki og bara fór að háskæla... Mér finnst sagan hans svo yndisleg og ótrúlegur árangur hjá honum og svo frábært að hann fái loksins að keppa á Olympiu leikunum eftir að hafa reynt mikið fyrir Olympiu leikana í Peking. Eftir að ég sá hann svo í 4x400 metra boðhlaupinu með Suður Afríku þá var ég svo forvitin um að vita bara aðeins meira um hann. Ég las mér ýmislegt til og varð alveg orðlaus þegar ég rakst á sport/íþrótta mottóið hans  "You're not disabled by the disabilities you have, you are able by the abilities you have." Mér finnst þetta bara alveg frábær sýn á lífið hvort sem þú ert með einhverjar "takmarkanir" eða ekki. Ætla ég mér að taka þetta til mín og vera dugleg að impra á því við mitt fólk að horfa á hæfileika okkar en ekki takmarknir :).




Viktor lifði sig vel inn í Olympiu andann og hefur verið nóg að gera hjá honum síðustu 2-3 vikurnar. Það er svo mikið að gera hjá honum í að taka framförum að við foreldrarnir höfum varla tíma í að fylgjast með öllu sem gerist. Sem er einmitt það sem við höfum talað um að sé öðruvísi með Viktor... við náum alltaf svo vel að fylgjast með framförunum því þær gerast aðeins hægar;) Þetta er svo yndislegt og svo mikil gleði að það hálfa væri nóg ;)

Hann byrjaði í apríl að sýna mikinn áhuga á því að labba.... og vildi þá bara labba og leiða okkur. Hann hékk þá svoldið á okkur og vissum við ekki að við værum kannski að gera eitthvað "vitlaust" fyrr en leikskólinn hélt í júní svona smá fyrirlestur um að hvernig væri best að kvetja börn til að byrja að ganga. Þá fengum við alskonar ráð um það hvernig er best að gera hlutina og hvað á að gera og hvað ekki.... Við höfum svo farið eftir því og fylgt öllum leiðbeiningum sem við höfum fengið úr meðferðunum hans og vola... drengurinn byrjaði að taka 2-4 skref á milli okkar núna :) 
Jáhá þetta hefur verið fínt ferli og úr því að hann labbar með öllu og í það að labba með svona vagn á undan sér í það að hann vill prófa að standa sjálfur og í það að taka nokkur skref.... jú jú hann tekur þetta alltsaman á sínum tíma og er miklu varkárri en systir sín forðum daga hahaha :) en þetta er allt að koma. Svo það stefnir allt saman í svaka stuð haust hér á bæ. 

Svo hefur greinilega iðjuþjálfunin skilað sínu því að hann er orðin voða duglegur að gera það sem að hann er beðin um.... hahaha já setja kubba/dót í skál eða byggja turn og fleira í þeim dúr.... Já ég get ýmindað mér að margir sem lesa þetta núna séu bara haaa hvað er hún að tala um, að gera það sem hann er beðin um.... því áður en ég eignaðist Viktor þá vissi ég bara hreinlega ekki að þetta væri eitthvað sem börn ættu að geta og ég man ekki eftir því að Andrea hafi getað gert þetta á þessum aldri eða hreinlega viljað það hahahahah... En já það er alskonar hlutir bæði í þjálfuninni og í prófunum sem hann hefur þurft að fara í sem að ég held að margir foreldra myndu fá áfall yfir og yrðu hrædd því að barnið þeirra gæti ekki gert. En það er sko ýmislegt sem maður lærir og eru þetta að sjálfsögðu bara viðmið og gert til að hjálpa Viktori að læra og þroskast og læra að leika sér. 

Með væmni og mikilli gleði yfir framförum gullklumpsins kveðjum við í bili.

S

3 comments:

  1. Yndislegi duglegi Viktor. Hann er flottastur. Þetta er svo best í heimi þegar þau læra eitthvað nýtt :)

    ReplyDelete
  2. Yndislegt eins og alltaf :)

    ReplyDelete