Sunday, 6 January 2013

Fróðleikskorn og nýja árið.

Síðan Viktor fæddist hef ég tekið eftir því að sumir hafa talað um litninga galla eins og veikindi. Þegar fólk hefur verið að spyrja um down heilkennið hjá Viktori og einng t.d. um vinkonu okkar sem er með charge heilkennið að þá hef ég heyrt að það heldur stundum að þetta sé veiki eða hvort hann eigi eftir einhverntíman eftir að vakna ekki með down heilkennið. Eins og það gæti kannski verið hægt að lækna þetta, en oftast er þetta bara því fólk veit ekki betur og eða notar orðið vitlaust en eru flestir fljótir að segja já ok og sjúga hreinlega í sig fróðleik sem það vissi ekki um. Ég er alltaf fljót að útskýra að auðvitað sé Viktor ekki veikur, þetta sé bara litningagalli og tek það framm ég verð ekkert móðguð bara glöð að geta bætt á fróðleik fólks. Hef alltaf vilja reyna að fræða fólk sem mest því eins og við öll vitum því upplýstari sem við erum því minni fordómar.

Í fréttablaðinu sem við fjölskyldan vorum í viðtali núna fyrir jólin sá ég grein um stelpu sem heitir Inga Björk Bjarnadóttir, fannst viðhorf hennar alveg hreint yndislegt og hún staldraði vel og lengi við í huga mínum. Í dag þegar ég var að skoða í gegnum facebook þá sé ég að gömul vinkona mín er bún að linka á pistil eftir þessa sömu stelpu sem ber nafnið "frá sjónarhóli krypplings - af trúarlegu ofstæki og nafnlausum bréfum". Þessi fyrirsögn greip mig og ég klikkaði á linkinn og fór að lesa.... Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég hóf lesturinn... jáhá það er líka fólk sem heldur að hún sé veik (sem getur og er oftast fáfræði) en að ef hún væri nógu sterk í trúnni já eða foreldrarnir þá gæti hún kannski komist úr hjólastólnum. Hvernig hún svarar þessu nafnlausa bréfi sem hún fékk og viðhorf hennar til lífsins er hreint út sagt yndislegt og dáist ég af þessari stelpu. Vona svo hjartanlega að sá sem sendi henni þetta nafnlausa bréf lesi svarið frá henni í pistlinum og fræðist heil ósköp :).


Hér eru allir búnir að hafa það gott yfir hátíðarnar og við notið þess að hafa fjölskylduna hjá okkur. Fórum inn í nýja árið alveg svakalega þakklát yfir því hvað við eigum góða að. 
hveitiköku bakstur með afa




Jólakúlurnar voru dekraðar út í eitt og fengu að njóta ömmu og afa og Dísu frænku og mamman og pabbinn reyndu bara að slaka á eins mikið og þau gátu. Þrátt fyrir það þá var það greinilega ekki alveg nóg þar sem að bumbu krútt fór eitthvað aðeins að spá í að kíkja of fljótt í heiminn og þurfti ég því að eyða áramótunum inni á sjúkrahúsi. En það náðist að róa krúttið og er ég því búin að vera heima í nokkra daga en í strangri hvíld. Alltsaman væri þetta léttara ef við værum nú alltaf með ömmur og frænkur og svona í kall færi... En við púsluðum saman ágætis púsli og Dísa frænka er hjá okkur þangað til 12. jan svona á meðan húsfaðirinn er í burtu í æfingaferð á spáni :D (ljúfa líf ;))
Eftir 1. daginn í aupairstörfum þá hélt ég að systir mín myndi andast af þreytu og hlóum við mikið þegar hún lak ofan í sófann um kvöldið hahaha Þvílíkt dugleg þessi elskan ;).
Þessi er svo mjög duglegur að hjálpa til við undirbúning:)

Frænka alveg með táknin á hreinu:) Meira sem er mikið notað;)

Tökum á móti 2013 eins rólega og hægt er en það verður eflaust hörkufjör þegar líða tekur á árið með þrjá litla gullmola á heimilinu ;)


S

No comments:

Post a Comment