Sunday, 23 December 2012

Jólakúlur :)

Já litlu jólakúlurnar á heimilinu eru í óða önn að gera sig tilbúin fyrir jólin. Andrea er með þetta allt á hreinu að jólin koma þegar við kveikjum á síðasta kertinu á aðventukransinum. Ég segi henni reglulega að þau séu nú eiginlega bara komin eða alveg að koma en aðfangadagskvöld sé daginn eftir að öll kertin séu kveikt ;)

Andrea tók þátt í helgileik í skólanum sínum og voru foreldrarnir að vonum ótrúlega stoltir af stóru stelpunni sinni og hafa bara ekki séð eins professional helgileik. Hún var í hlutverki Maríu ásamt fjórum öðrum stelpum (ein stór maría og þrjár litlar) og svo voru fjórir strákar í hlutverki Jósef (einn stór og þrír litlir). Andrea fékk eina setningu og var það svolítið fyndið að hún var á Íslensku, semsagt litlu Maríurnar fengu hver sína línu og Andreu var á íslensku svo var ein sem var með á Hollensku og ein á Frönsku. Andreu lína var hvort það væri pláss fyrir þau í gistihúsinu :) svo yfir kirkjuna glumdi íslenska skæra röddin hennar og foreldrarnir fylltust miklu stolti ;)


Við fjölskyldan vorum svo í viðtali í fréttablaðinu í gær og fannst það heppnast bara voða vel. Viðtalið er hægt að lesa hér. Takk allir fyrir falleg sms, símhringingar og kveðjur á facebook.


Við reyndum svo jólamyndatöku með gríslingunum og það gekk svo vel að foreldrarnir voru sveittir, reittir og voðalega þreyttir eftir á og engin mynd var prenthæf ;)
vildi vera eins og Grinch





Svo við létum krúttmyndir frá árinu bara duga :)

Gleðileg jól úr sveitinni í Belgíu
Sogco

No comments:

Post a Comment