Friday 26 April 2013

Ljóshærða kjötbollann :D

Jæja held það sé alveg komin tími á smá skrif hér... reyni ég mitt besta... þetta er jú svona það sem mér finnst gaman :)
Einu nr of ánægður með sig í þessu dressi :)
Nóg að gera á stóru heimili og veikindi Viktors halda nú aðeins áfram..... ég verð nú alveg að viðurkenna það að pollíönu hatturinn minn er orðin ansi út jaskaður eftir þennan vetur. En með hækkandi sól þá vona ég að þetta lagist nú. Við erum reyndar komin í smá ferli hjá ónæmiskerfis sérfræðingi (veit ekki hvort þetta sé rétt íslenska) fórum til hennar á mánudaginn og erum að athuga hvort ónæmiskerfið hjá Viktori sé að virka já eða hvað er að virka og hvað kannski ekki. Því í síðustu árlegu blóðprufum og tékki á down poliklinikinu í Gent þá kom í ljós að hvítu blóðkornin voru lág í blóðinu hans og fengum við því uppáskrifað pensilin sem við gefum honum nú daglega lágan sakmmt. Getur þetta hugsanlega verið ástæða allra pesta og veikinda sem hafa verið að trufla hann í vetur og vonum við bara að ónæmiskerfið fari nú að virka betur. En eins og sérfræðingurinn sagði þá er það nú bara þannig að eftir því sem við eldumst og verðum stærri og sterkari því sterkara verður ónæmiskerfið... Svo við gefum því Viktori extra mikið að borða þessa dagana hahahaha :D :D :D nei nei segi svona.

Í síðustu heimsókn hjá barnlækninum var Viktor búin að bæta á sig 800gr á 3 vikum... við vorum í smá sjokki og töluðum um það við hann að ef Viktor fengi að ráða þá myndi hann jú stundum bara vilja sitja við matarborðið og borða... Mogunmaturinn er oft 3ja rétta og svo framvegis... Óli nefndi það eitthvað við hana hvort við þyrftum ekki bara að stoppa hann en hún vildi ekki meina að við ættum að gera það. Eftir veikindi og magapestir vetursins þá á hann víst bara svooo voðalega mikið inni þessi elska... Svo hann fékk skotleyfi frá lækninum að borða og borða hahahah Svo ef þið sjáið rúllandi ljóshærða kjötbollu með okkur þegar við komum heim í sumar þá er það Viktor hahaha. Hann minnir óneitanlega á afa sinn í vextinum þessa dagana Þ :D


Boltinn rúllar og eru núna um 4 vikur eftir af tímabilinu og eru allir á heimilinu orðnir verulega spenntir að þessu sé að ljúka. Bæði hlakkar okkur mikið til að fá langþráð sumarfrí og líka hefur gengið mjög vel hjá liðinu og eru þeir eins og er í 1. sæti Belgísku deildarinnar..... er því ómur af champions league laginu bak við eyrað og spennan sem hugsanlega fylgir því næsta tímabil. :)
Andrea fór svo með fótbolta liðinu sínu og fékk að labba inn með leikmönnunum fyrir einn leik núna um daginn og var hún skít eins og hún orðaði það sjálf... Fyrst var það skít hrædd en svo breyttist það í skít kalt ;)
Andrea er fyrir framan Davy sést rétt í hárið :)
líkar pabba
Freyja Líf er svo orðin aðeins of vön því að vera í fanginu á okkur þar sem að þegar ljóshærða kjötbollann aka Viktor er búin að vera mikið bara heima er ekki hægt að leggja hana frá sér nema hann sé í barnastólnum... haha  (hann er reyndar mikið þar) en hún fær kannski ekki alveg jafn mikið að liggja á gólfinu á leikteppinu eða vera í ömmustólnum þar sem að hann myndi líklegast eða alveg 100% setjast ofan á hana þegar hann væri að reyna að gera aaaaa. Hann gegnur undir viðurnefninu the gentel giant heima við hahahahah vill voða mikið strjúka systur sinni já eða aðeins að tosa í hárið á henni.... Viktor er forfallinn hár kall, hann elskar hár og við allar þrjár mæðgurnar fengið að kenna á því ;)

En svo er það jú mál málanna.... já nei ekki kosningar hahaha... Heldur erum við fjölskyldan að leita að Au pair fyrir næsta haust. Eða við viljum mikið fá til okkar barngóða duglega stelpu frá ca 10. ágúst og framm að jólum til að byrja með og svo hugsanlega ef allir eru ánægðir þá framm að sumri. Svo ef þið þekkið einhvern sem hefur áhuga endilega látið mig vita :) 



1 comment:

  1. haha..."rúllandi ljóshærð kjötbolla" - þú drepur mig... Flottur pistill! Knus fra Kbh :*

    ReplyDelete