Saturday, 18 May 2013

Draumur um meistara titil og minni fordóma...

Mikil spenna á heimilinu síðustu daga því loksins er tímabilinu að ljúka hjá heimilis föðurnum. Það var hörku spennandi... eða hann átti að vera hörku spennandi ;) leikur á móti Club Brugge á fimtudaginn og vannst hann 5-2. Sem þýðir að Óli og co fara í hreinan úrslitaleik á morgun á móti Anderlecht.....
Fyrirfram er Anderlecht liðið sem allir halda að vinni, Zulte Waregem er litla liðið(under dog) en það eru voðalega margir sem vilja að við vinnum því að Anderlecht eru svo roslega góðir með sig... og svo framvegis hahaha Zulte Waregem er samt búið að vinna þá í síðustu tveim leikjum og höfum því sýnt að við getum þetta alveg.....  En þetta er auðvitað þvílík pressa núna og verður spennandi að sjá hvernig liðið tekur á henni... Stóra spurninginn er svo hvort að draumurinn hans Óla verði að veruleika og við spilum í Champions league á næsta ári... hverjum hefði dottið í hug að það gæti gerst með Zulte Waregem!!! Eigandi liðsins sagði í viðtali fyrir tímabilið í fyrra að markmiðið væri að ZW yrði á næsta ári (í ár) í topp 4 í Belgíu og árið eftir það yrði það svo Champions league! Það var hlegið að honum þegar hann sagði þetta og öll dagblöð töluðu um hvaða rugludallur hann væri hahaha.... Já ég held að hann eigi eftir að sitja með stærsta glottið á morgun ef við vinnum og gefa ljósmyndurum kannski eins og eitt svona merki þar sem langatöng er útí loftið og hinir puttarnir beygðir ;)
Svo er búið að skipuleggja stóra móttöku fyrir liðið í bænum eftir leikinn og ætla ég að skella mér með allt mitt hafur task og leyfa þeim að upplifa gleðina... því jú ég er alveg handviss um að við vinnum....
Ég er auðvitað með í maganum eins og alltaf fyrir leiki en ég vona bara það besta og er ekki hægt að neita því að árangur liðsins þetta tímabil er stórkostlegur.

Vinkona mín sem á strák með down heilkennið skrifaði alveg frábært blogg um fordóma og fáfræði og vil ég endilega benda fólki á að lesa því þetta er svo flott skrifað hjá henni. Hér er hægt að lesa bloggið hennar Fjólu. Þeir sem hafa lesið bloggið mitt í einhvern tíma vita að Andrea og við höfum farið aðeins í gegnum þetta saman. Við áttum gott samtal við Andreu um þetta á sínum tíma og kennarann og hefur þetta ekki komið mikið upp síðan þá. En auðvitað bara í daglega lífinu þá er alltaf einstaklingar sem eru verr upplýstir en aðrir og segja hluti eða haga sér í samræmi við fáfræði sína.
Eins og ég skrifaði hérna síðast þá ætlum við að reyna að finna okkur góða au pair til að hjálpa okkur. Ég hef því aðeins farið á netið og skoðað síður og annað með au pair stúlkum sem hafa skráð sig inn í eins konar gagnagrunn au pair heimasíða. Á þessum síðum eru svo staðlaðar spurningar og ein spurninginn er hvort viðkomandi geti hugsað sér að sjá um fatlaðann einstakling.  Ég var smá hissa þegar ég var að skoða prófíl stelpnanna og í mjög mörgum tilfellum svara þær þeirri spurningunni neitandi. Auðvitað finnst mér það alveg fáránlegt.... en þegar ég fór að hugsa um þetta betur þá held ég einmitt að orðið fatlaður eins og við ræddum hér á blogginu einu sinni, hefur svo neikvæða merkingu. Þar að leiðandi margir sem vita ekki við hverju þeir eru að segja nei, heldur kannski hugsa bara um þetta neikvæða orð og setja nei við spurningunni.
Æ já allavegana þá varð mér heldur brugðið því ég bara hmmm strákurinn minn er fatlaður, (já ég get sagt það núna :)) oog yndislegur. Að hugsa um hann er að mestu leyti eins og önnur börn og kom stingurinn því smá í hjartað eins og svo oft áður... ég varð sorgmædd og reið að fólk væri ekki tilbúið til að hugsa um hann því hann væri fatlaður. En þegar ég settist niður og hugsaði þetta betur þá held ég að þegar ég var á þessum aldri og hefði ætlað að fara sem au pair þá hefði ég kannski sett x við nei í þessari spurningu því ég vissi hreinlega ekki betur þá. :) Þegar ég las svo bloggið hennar Fjólu og sá að margir voru að pósta því á FB þá var ég voðalega glöð því að það er einmitt bara við sem þurfum að fræða fólkið í kringum okkur eins og við getum svo að fordómar og fáfræði hverfi... eða minki mikið.

S


3 comments:

  1. Elska að lesa bloggið þitt elsku systir :)
    Hlakka svo til að fá ykkur heim til mín innan skams með stórt bros útaf sigrinum hans óla ;D

    Kv. Dísa frænka

    ReplyDelete
  2. Gangi ykkur sem best á morgun :)
    kv.Linda Dagmar

    ReplyDelete
  3. Alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt Sibba mín, það þarf sko virkilega að fræða börn um þessi málefni eins fljótt og hægt er og þá minnka pottþétt fordómarnir :) Sjáumst vonandi í sumar!
    Kveðja Magga Friðgeirs

    ReplyDelete