Monday 3 November 2014

Geta allir átt börn?

Við höfum mikið verið að leika með dúkkur upp á síðkastið í mömmó og pabbó. Þeim systkinum þykir þetta alveg hreint voðalega gaman. 

Í einum svona pabbó leik hjá Viktori og Andreu þá spyr Andrea mig geta allir átt börn?  strax fylgdi á eftir getur Viktor eignast börn mamma? Það kom svona smá hik á mig því já æ ég hélt ég ætti ekki eftir að eiga þetta samtal alveg strax.. nú voru góð ráð dýr hvernig átti ég að útskýra það fyrir sjö ára gamalli dóttur minni að bróðir hennar væri mjög líklega ófrjór! Og/eða átti ég að gera það núna yfir höfuð? Ég sagði því við hana nei hann Viktor getur líklega ekki eignast börn, en þekkinga þyrsta dóttir mín spyr þá auðvitað um hæl.. afhverju ekki? Ég gerði mitt besta og náði að útskýra hratt og ekki á of flókin hátt að oftast þá gætu einstaklingar með down ekki eignast börn en hann myndi bara vera besti frændi í heiminum í staðinn. Fjúff ég hélt að þarna hefði ég sloppið fyrir horn og nú væri þessi umræða söltuð í bili.. Heldur betur ekki. Nokkrum dögum seinna erum við að leika með dúkkurnar og þá spyr hún aftur afhverju getur Viktor ekki átt börn? Já við spjöllum aftur smá um það að það sé nú bara þannig og aftur talaði ég um að hann myndi líklega bara verða besti frændinn og hjálpa mömmu(mér) að passa börnin hennar og Freyju. Hún var nú alveg sátt við það en það kom smá þögn og svo sagði hún; En mamma ef Viktor verður ásfanginn af konu sem er ekki með manni eða er skilinn og á börn.. og Viktor og konan verða ástfangin og hjón, þá á hann líka börn er það ekki?? Þú veist börnin hennar!

Ekki laust við að mamman hafi verið smá confused en glöð yfir úrráðagóðu dóttur sinni. Svo finnst mér hún alveg ógurlega sæt í sér að vilja finna svona fallega og góða lausn yfir barnleysi bróður síns. Ég tók mér góðan tíma í að svara þessu og staðin fyrir að fara í flóknar útskýringar þá sagði ég bara í bili að það væri nú bara kannski ein lausn ;)... og þá sagði hún vola þá er þetta bara einfallt mamma... Viktor þarf þá bara að finna sér konu sem á börn!! 
Það er bara þannig.. ekkert verið að flækja þetta bara finna konu sem á börn :D Hún sagðist meira að segja sjálf bara getað hjálpað honum við það þar sem að hún væri nú einusinni eldri systir hans.. kannski myndi hún eiga einhverja vinkonu þegar hún væri orðin stór fyrir hann...  ;)



 Það verður einhver ógurlega heppinn sem hreppir þetta sjarmatröll :D Kannski með börn hahaha ;)

 Ekki eins mikill sjarmur við systur sína...
Halloween djöfull í gúmmítúttum!!


Hugulsama systirinn sem leggur allt í pósurnar:D



No comments:

Post a Comment