Tuesday 19 April 2016

Takk fyrir að koma til mín...

Jæja hér hefur ekki verið skrifað allt of lengi... svoleiðis gerist held ég bara þegar maður hefur of mikið að gera.

Síðan síðustu skrif þá hefur ansi margt drifið á daga okkar fjölskyldunnar og meðal annars enn aðrir flutningar og í þetta skiptið fluttum við okkur til Tyrklands. Er það efni í annan póst og líklega nokkra :)

En ástæða þessa skrifa minna kviknuðu rétt í þessu þegar ég las grein um Kristínu Þorsteinsdóttur afreks sundkonu með down heilkenni sem byrtist í morgunblaðinu 29. Febrúar.
Frábær íþróttakona hér á ferð og heilsteipt stelpa. Í viðtalinu er farið inn á umræðu síðustu mánaða um fósturskimanir og þá herferð sem farinn er gegn einni fötlun, down heilkenni. Ég ætla í sjálfum sér ekki að fara í þá umræði hér en það sem stakk mig í greininni og ég hafði einmitt lesið í öðru viðtali við þessa stelpu. Setning sem hefur nú skilið mig tárvota í tvö skipti, hún segir við mömmu sína eftir að hún setti fyrsta heimsmetið!!! ´Takk fyrir að eignast mig mamma´
Ég átti þarna erfitt með mig í annað skiptið... og hugsaði strax um Viktor minn og að í raun væri það ég sem myndi alltaf segja við hann ´takk fyrir að koma til mín´.... Því það sem hann hefur auðgað lífið og tilveruna....
Fimm ára afmælis prins

En þar sem ég sat þarna með tárin í augunum og hugsandi um það hvað ég væri þakklát fyrir þetta pungastykki mitt þá varð mér hugsað til annars... og ég varð eiginlega fokreið og sorgmædd. Ætli hún hafi sagt þetta við mömmu sína því hún veit og skilur svo vel að í dag sé næstum 100% eyðing fóstra með down á Íslandi... eða skynjar hún einfaldlega að réttur þeirra einhverja hluta vegna er ekki jafn sterkur og annara.. En svo auðvitað getur þetta hafa verið sagt í hita augnabliksins af einskærri ást og þakklæti til mömmu sinnar og pabba.
En þetta skildi mig eftir með þá hugsun hvort að Viktor eigi kannski einhverntíman eftir að segja þetta við mig útaf allri umræðu og viðhorfs í Íslensku þjóðfélagi. Það gerir mig einfaldlega mjög sorgmædda... að komið sé kannski svo fyrir. Eitt er alveg á hreinu að ég er guð og gæfu mjög þakklát fyrir að þessi drengur kom til mín.









þangað til næst
S

No comments:

Post a Comment