Friday, 14 October 2011

Lóló frænka...

Já Lára systir kom í heimsókn í síðustu viku og áttum við alveg yndislegar stundir saman :) gerðum margt skemmtilegt og slökuðum líka á. Held samt að hún hafi verið útkeyrð eftr dvölina bæði vegna árlrar upprisu Gússu og Gullklumps og að hún var næstum búin að missa af flugvélinni, sem er nú bara efni í skemmtilega spennusögu;)
ekki laust við að maður hafi verið kysstur aðeins ;)





Feðgum finnst ekkert spes í búðum;)








Stóðum undir nafni ;) the Hjölls













Við tókum Andreu í klippingu, búið að vera rosalega erfitt að fá að greiða henni tja já bara síðan hún var 2-3.... og nú gaf ég eftir og hún líka... var ekkert alveg á þessu en svo þar sem að flestar stelpurnar í skólanum eru með stutt hár þá vildi hún það alveg líka.
Svo dugleg;) 
hár niðrá rass....

var erfiðast fyrir mig... í algjörju sjokki ...

Hamingjusöm 
.....og frjáls ;)
 Skelltum okkur svo í Ikea til að halda upp á kanelbulle daginn ;) þvílík sæla ...
Annars er veðrið búið að leika við okkur og fengum við eiginlega aftur sumar síðustu vikuna í sept og fyrstu í október. Alveg hreint ótrúlegt það hafa verið um 25 gráður og sól í 2 vikur og við trúðum þessu hreint ekki. Fólk var að flykkjast á ströndina og var sundlauginn tekin út aftur í næstu görðum og krakkarnir að leika sér í bikiní... Ég hafði orð á því við fjölskylduna að við fyndum nú smá að við værum komin smá sunnar í Evrópu í sumar og sló þetta nú alveg botninn í þá umræðu. Já við finnum smá meirisegja að við séum ekki í skandinavíu enþá... haustið er komið núna og það eru aðeins hærri hitatölur en við erum vön. Okkur fannst smá kalt í morgun þegar við fórum í skólann og það voru 7 gráður... svo allir voru kappklæddir... allir voru svo að springa um miðjan dag þegar hitamælirinn sýndi 17 gráður. Já voða huggulegt og sveitt ;).
Komst í veskið mitt og náði sér í varó;)

1 comment:

  1. Vá sæta Andrea, algjör skvísa með nýja hárið og nóg af varó..svo gaman að spjalla í morgun og æðislegt hvað þú ert dugleg að skrifa og leifa okkur að fylgjast með lífinu í sveitinni, þvílík sæla að fá svona gott veður langt fram á haust :) þau eru mikið heppin að eiga svona skemmtilega Lóló frænku ;) knús og kossar ErlaK

    ReplyDelete