Sunday, 23 October 2011

vorkunn, stolt... dugnaður

Við fengum vini í heimsókn á miðvikudaginn, þau eiga litla stelpu sem er fædd um tveimur vikum á eftir Viktori. Hún var fædd með sjaldgæft syndrome og fengu foreldrar hennar fréttirnar um tveim dögum eftir að hún fæddist... kannski þetta og kannski hitt... Það var yndislegt að spjalla við þau og svo margt sem við höfum bæði gengið í gegnum. Við töluðum um hvernig læknarnir voru og fólkið í kringum okkur og já hvernig það var fyrir okkur að fá fréttirnar og fleira... við töluðum líka um að margir segja við okkur að við séum svo dugleg og þá kom upp sú umræða hvort fólk vorkenndi okkur...
Ég hef líka fengið að heyra það að við séum svo dugleg.... en ég hef aldrei hugsað um að fólk vorkenni mér... og sagði ég strax veistu þú/þið eruð rosalega dugleg.  Þetta er fyrsta barnið ykkar þið eruð ung og svo fluttuð þið í nýtt land....þið megið alveg klappa ykkur á öxlina og segja við sjálf ykkur vá hvað við erum dugleg. Það eru ekki allir sem þurfa að fara með litla engilinn sinn til læknis sex daga í röð og hitta marga sérfræðinga og taka inn allt sem þeir hafa að segja. Þið eruð dugleg. :)
Ég hef líka eins og ég sagði hér að ofan fengið að heyra að við séum dugleg.... en aldrei hugsað um að fólk vorkenni mér.... kannski því mér finnst ekkert til að vorkenna mér yfir. Ég held að fólkið sem segir þetta við mig og okkur sé bara voðalega stolt af okkur... og finnst við bara yfir höfuð líka dugleg. 

Þessi yndislega litla stelpa hefur líka bara dafnað svo rosalega vel og afsannað margar hrakspár sem komu í byrjunn sem er svo yndislegt og eru foreldrar hennar svo stolt af henni og glöð með hver framför sem hún hefur sýnt. Ég sagði við vinkonu mína að mér finndist hún svo heppin. Hún svona ung upplifa þessa gleði sem maður upplifir þegar einhver segir kannski er eitthvað ekki í lagi svo er það í lagi... Því þar sem við eigum Andreu fyrir þá áttar maður sig á því að það er svo margt sem maður hefur tekið sem sjálfsögðum hlut.


yfir og út í bili 

s


1 comment:

  1. Yndisleg lesning alltaf. Knús og þúsund kossar!

    ReplyDelete