Thursday, 6 October 2011

Litningur 21

Í óktóber þá er verið að reyna að vekja athygli á Litningi 21 og downs heilkenninu eða allavegana í Bandaríkjunum. Ég les nokkur blogg frá mæðrum barna sem eru með down syndrome og gengur þetta út á að fræða fjöldan eða eins og maður segir á ensku make awereness ... sumar ætla að blogga á hverjum degi út mánuðin aðrar fræða og svo er svona "buddy walk" vina ganga og þar koma saman allir vinir og vandamenn, skildmenni og allir þeir sem vilja og ganga. 
Eftir að Viktor fæddist þá fóru margir af okkar vinum og fjölskyldu inn á internetið og lásu sig til um downs heilkennið. Ég og Óli vissum hvað þetta var þegar læknarnir komu til okkar en við lásum okkur líka mikið til, bæði nytsamlega upplýsingar og líka margt sem var minna nytsamt. Langar mig að benda fólki á sem les þennan pistil að á www.downs.is er mjög góða og einföld útskýring á litningalla í litningi 21. 
Ástæðan fyrir að ég ákvað að skrifa um þetta hér var að þegar Viktor fæddist þá varð ég smá sjokkeruð. Því ég hélt nánast að allir vissu eitthvað um downs heilkennið. Mamma var spurð hvort þetta hafi komið fyrir í fæðingu...... þegar mamma sagði mér þetta fékk ég sting í hjartað, ... í fæðingu. Það sem meira var að þetta var ung kona eða stelpa á mínum aldri. Ég hélt að allir á mínum aldri vissu betur.... Flestir sem heyrðu í okkur rétt eftir að Viktor fæddist voru mikið að vanda sig við orðaval en ég var spurð að því hvað þetta þýddi..... fær hann þetta týpíska móngólíta lúkk...... 
Ég kýs ekki að nota orðið mongólíti því mér finnst það ljótt, ég veit ástæðuna fyrir því afhverju fólk með downs heilkennið var kallað móngólíti en mér finnst þetta niðrandi þar sem það hefur svo oft verið notað á ljótan hátt og ég tel að þetta orð sé bara barn síns tíma. Svo þegar hjartlæknirinn í Danmerku notaði almennt að móngólana þetta og hitt þá var ég við það að springa.... og var búin að ákveða að ef hún myndi nota þetta orð um Viktor næst þá myndi ég vinsamlegast biðja hana að nota börn með downs. En þar sem við fluttum þá þurfti ég ekki að gera það;) Ég veit hinsvegar að þetta dettur alveg út úr fólki og ég er ekkert viðkvæm fyrir því og er þetta svona oft einskonar slangur og get ég alveg hlegið að því. 
Þegar Viktor var 3-4 vikna þá fórum við til Kaupmannahafnar og hittum fjölskylduna og vini. Við hittum vini okkar sem eiga strák sem er einhverfur og sagði mamma hans mér frá sögu þar sem að tvær mæður hreinlega hreittu í hana að hún hafi greinilega ekki alið sitt barn upp, þegar hann sparkaði sandi útum allt. Ég var svo reið og spurði hana hvort hún hafi ekki öskrað hann er einhverfur á þessar mömmur. Hún sagði við mig Sibba það er erfiðara þegar fötluninn er ekki sýnileg því þá fær maður ekki neitt tilllit. Við stóðum í miðju Tívólíinu og ég sagði já það er rétt.... svo sagði ég þeim að mér finnst erfiðast að hugsa til þess að þessi fullkomni einstaklingur sem liggur í vagninum sínum sé fatlaður....og ég fæ enþá tár í augun þegar ég skrifa þessi orð því ég bara sé það ekki eins og er.... Jú jú ég veit að hann er seinni en normalt er en eins og er þá sé ég ekki þessa fötlun.
Við settumst inn á resturant með vinkonum mínum úr HR en vinir okkar ákváðu að fara heim því að þeim þætti svo leiðinlegt þegar fólk gæfi þeim augnaráð ef litli strákurinn þeirra hegðaði sér ekki "normal".... við áttum góða stund á veitingastaðnum og töluðum um allt milli himins og jarðar og man ég að Bestla vinkona talaði um að þegar hún var yngri þá hafi hún séð svo flotta stelpu með downs á hjólaskautum og hún sagði mér að hún hafi fengið svona uppljómun.... vá hvað hún er flott.... Því já við þrjár vinkonurnar erum allar úr kópavoginum og bjuggum ekki langt frá kópavogshælinu og það er ekki lengra síðan en þegar við vorum litlar að börn og fullorðnir með downs heilkennið voru tekin frá foreldrum sínum og vistuð þar. Við töluðum um að það var alltaf svona staðalýmind, okkar minning var að oft voru þessir einstaklingar klipptir með stall með lambúshettu og í moonbúts.... Óli sagði okkur þá frá grein sem hann hafi lesið á netinu um konu frá Ástralíu sem talaði um að henni fyndist fáránlegt hvað börn með downs þyrftu alltaf að vera hallærisleg... við allar ha nú og hvað... já að oft öll með sömu klippinguna og í hallærislegum fötum eða ekki séð um þaug eins og ef um al heilbrigða einstaklinga væri að ræða...og hún ætlaði sko ekki að láta son sinn verða þannig. Hann yrði með gel í hárinu og töffari. Við vorum sjokkeraðar en hlóum því ég sagði strax.... Viktor verður með gel í hárinu og töffari og engar lambúsettur og moonbúts já eða stallur hahaha

Ég ætla að enda þennan pistl minn með því að setja inn litla sögu sem er eftir Emily Perl Kingsley.

s

Velkomin til Hollands


eftir
Emily Perl Kingsley




Ég hef oft verið beðin um að lýsa því hvernig það er að ala upp fatlað barn, til þess að fólk sem hefur ekki notið þessarar sérstæðu reynslu geti skilið og ímyndað sér hvernig tilfinning það er.
Það er eins og...
Þegar þú átt von á barni er það eins og að skipuleggja dásamlegt ferðalag, t.d. til Ítalíu. Þú kaupir fullt af leiðsögubókum og skipuleggur frábærar ferðir.Til Colosseum-safnsins, sjá Davíð Michelangelos og gondólana í Feneyjum.Þú lærir jafnvel nokkrar setningar í ítölsku. Þetta er allt mjög spennandi.
Eftir að hafa beðið spennt í marga mánuði rennur dagurinn loksins upp. Þú pakkar niður og leggur af stað. Eftir nokkurra klukkustunda flug lendir vélin.Flugfreyjan kemur inn og segir: "Velkomin til Hollands."
"Hollands?!?" segir þú. "Hvað meinar þú með Holland? Ég ætlaði að fara til Ítalíu! Ég á að vera á Ítalíu. Alla ævi hefur mig dreymt um að fara til Ítalíu." 
En það hefur orðið breyting á flugáætlun. Flugvélin er lent í Hollandi og þar verður þú að vera.
Mestu máli skiptir þó að þeir hafa ekki flogið með þig á hræðilegan, viðbjóðslegan, skítugan stað fullan af meindýrum, hungri og sjúkdómum. Þú ert bara annars staðar en þú ætlaðir þér í upphafi.
Þú verður því að fara út og kaupa nýjar leiðsögubækur og læra nýtt tungumál. Þú kemur til með að hitta hóp af fólki sem þú hefðir annars aldrei hitt.
En þetta er bara annar staður. Allt gerist miklu hægar en á Ítalíu og hér er ekki eins töfrandi og á Ítalíu. Þegar þú hefur náð andanum, staldrað við um stund og litið í kringum þig, ferðu að taka eftir því að í Hollandi eru vindmyllur... og í Hollandi eru túlípanar. Holland getur jafnvel státað af Rembrandt. 
Allir sem þú þekkir eru uppteknir við að koma og fara frá Ítalíu... og þeir eru allir að monta sig af því hversu góðar stundir þeir áttu þar. Alla ævi átt þú eftir að segja: "Já, það var þangað sem ég ætlaði að fara, það var þangað sem ég var búin að ákveða að fara."
Sársaukinn mun aldrei, aldrei hverfa, því missir draumsins sem ekki rættist er mikill.
En... ef þú eyðir allri ævinni í að syrgja að þú fórst ekki til Ítalíu nærð þú aldrei að njóta þeirra sérstöku, yndislegu hluta, sem Holland hefur upp á að bjóða.


Íslensk þýðing: Indriði Björnsson

14 comments:

  1. .. þú ert yndisleg og átt flottasta strákinn sem ég hlakka svo til að fylgjast með setja gel í hárið í framtíðinni ;-) .. knús á hann og stóru
    .. Guðfinna

    ReplyDelete
  2. Vó...aedislegur pistill og sagan dasamleg og svooo true xxx

    ReplyDelete
  3. Frábær pistill hjá þér Sibba og þessi dæmisaga er dásamleg.

    ReplyDelete
  4. Flott hjá þér elsku Sibba mín:) Veistu það ég hef tekið eftir þessu með klæðaburðinn sem þú nefnir hér að ofan. Það var samt ekki fyrr en þú eignaðist litla gullmolann þinn því ég tek svo eftir því hvað hann er alltaf í fallegum fötum og er nú þegar orðinn algjör töffari. Hann er ofurfallegur litli gullklumpurinn sem ég á aðeins í alla vegana litlu tánna:)

    Love,
    Svanhvít.

    ReplyDelete
  5. Dásamlegt að lesa :) Svo satt með klæðaburdinn! En Viktor er og verður þvílíkur töffi! Love, Olla

    ReplyDelete
  6. Ég var að vinna á sambýli 2002 sem verið var að stofna. Einstaklingarnir sem áttu að búa á þessu heimili voru eldriborgara með fötlun og þroskahömlun. Þegar ég byrja eru bara tveir einstaklingar komnir og tveir sem voru ekki fluttir inn. Svo þegar ég var búin að vinna þarna svona tvær helgar þá flytur loksins seinasti einstaklingurinn inn. Það var kona svona um 65 ára og þegar hún kemur inn um dyrnar með aðstandendum og starfsmönnum fyrra sambýlis datt kjálkinn á okkur starfsmönnum nýja sambýlisins niður á gólf!! Þessi eldri fallega kona var með pepsí der á höfðinu, í gömlum skítugum slitnum Dominos bol og í bláum krumpugalla buxum!! Við fengum áfall....við skyldum ekki hvernig í ansk... datt fólki í hug að klæða manneskjuna svona!! Þannig yfirmaður minn tók öll fötin úr skápnum hennar og henti þeim. Við keyptum alveg nýjan fataskáp á hana. Svo kom það í ljós að hún hafði svakalegan áhuga á fötum og elskaði að vera í fallegum drögtum, pilsum og kjólum sem hentuðu fyrir 65 ára konu!!
    Þannig það er nú ekki svo mikið langt síðan að ennþá var verið að klæða einstaklinga með þroskahömlun í fáránleg föt!
    Strákurinn minn verður sko líka í töffara fötum!! heyr heyr hehehe

    kv. Maggý

    ReplyDelete
  7. Þú skrifar svo fallega Sibba mín. Heiða

    ReplyDelete
  8. Virkilega góð lesning! Svo satt og rétt allt sem þú segir, og ég er sérstaklega sammála þér um mongólítaorðið. Og ég man ennþá þegar ég las þessa sögu uppá fæðingardeild þegar systir mín eignaðist Garðar, og nú sex árum seinna á hún ennþá svo vel við :)

    Enn og aftur til hamingju með fallegu börnin þín Sibba mín, þau eru alveg yndisleg :)

    Kv. Bjarnveig

    ReplyDelete
  9. Viðhorf ykkar er svo flott Sibba mín. Hann er æðislegur hann Viktor ykkar og verður án efa flottastur með gel í hárinu,alger ofur töffari. :)

    Knús úr ískuldanum á Íslandi,
    Regína.

    ReplyDelete
  10. Þú ert svo mikill snillingur Sibba - ótrúlega gaman að lesa skrifin þín (fæ oft tár í augun sem eru samt gleðitár :) Viktor Skúli er langflottastur og er heppinn að eiga svona yndislega foreldra og stóru systur :) Lúv Snæja

    ReplyDelete
  11. Yndislegur pistill sem endar með yndislegri sögu. Þú leyfir mér oft að þvo augun mín elsku Sibba! (reyndar ekki erfitt að gera það...) en.... Það er bara yndislegt!!!
    Mikið ofboðslega finnst mér hann Viktor fallegur strákur! Svo einbeittur að lesa bókina sína á myndinni hér fyrir ofan. Hlakka til að sjá og heyra meira af töffaranum í flottu fötunum með gelið í hárinu og ég vona að ég fái að lesa miklu meira frá þér í framtíðinni.
    Knús duglega stelpa!
    kv. Eyrún Odds

    ReplyDelete
  12. Sandra Karlsdottir27 October 2011 at 19:07

    Flottur pistill hjá þér Sibba. Þetta eru áskoranir sem maður þekkti ekki og gagnvart okkur og ljósinu okkar er þetta grimmur heimur, oft á tíðum sökum skilningsleysis. Efast ekki um að hann Viktor Skúli verði ofurtöffari:D Þarf að hringja í þig fljótlega aftur, svo gaman að heyra í þér. Gangi ykkur endalaust vel.

    Knús á alla frá DK

    ReplyDelete
  13. Guðfinna Rúnarsdóttir9 April 2012 at 20:18

    Flottir pistlar hjá þér og yndisleg börn sem þú átt. ég er gömul skólasystir Óla úr Árbænum og MS. ég á sjálf bróðir með down syndrome og vá hvað ég kannast við margt af því sem þú ert að tala um. ég man enn eftir því þegar ég var stelpa og mamma sagði mér frá uppruna orðsins mongólíti og ég þoli það ekki og þegar einhver notar það. Fólk notar þetta stundum í hugsunarleysi og ég einfaldlega bið fólk alltaf að nota það ekki og segi frá meiningunni á bakvið það og flestir verða vandræðalegir og skammast sín og ég held ég hafi aldrei heyrt viðkomandi fólk nota það aftur eftir það. ég man líka svo eftir þegar mamma talaði um hvað hún þoldi ekki þegar krakkar með downs voru alltaf sett í notuð og ljót föt. Mig langar bara að segja þér af fenginni reynslu að bróðir minn er einn mesti gullmoli sem til er og hefur gert mig að svo miklu betri og þroskaðri manneskju. ég er svo stolt af honum,hann er svo klárlega best heppnaður af okkur systkinunum, hrókur alls fagnaðar hvert sem hann fer og svo mikill og svo ótrúlega skipulagður, alltaf með allt á hreinu. Maðurinn minn gerir oft grín af þessu segir að mamma hefði mátt kenni mér eithvað af þessu sem hun kenndi bróður mínum þar sem herbergi getur farið á hvolf við það eitt að ég gangi í gegnum það :) ég kannast líka við fáfræðið í þessum heimi en mamma talaði alltaf um að börn einsog bróðir minn og Viktor væru svo sérstök og Guð veldi sérstakt fólk sem hann treysti fyrir þeim, og ég veit svo hvað það er satt. Litli strákurinn þinn er yndislegur og heppin að hafa lent hjá ykkur.
    bið að heilsa kv. Guðfinna

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk kærlega fyrir kommentið. Gaman að heyra frá þér og þína hlið, því við höfum oft hugsað hvernig þetta verður fyrir Andreu. Óli biður fyrir kærri kveðju og við öll frá Belgíu.
      S

      Delete