Thursday 17 November 2011

Þakklæti

Þakklæti.... útaf því að það styttist í jólinn og það er jú hátíð ljós og friðar og þá hugsar maður extra mikið til guðs og þakkar fyrir hvað maður hefur. Svo held ég að það sé líka bara margt sem hefur átt sér stað í kringum mann síðustu mánuði. Ég las meðal annars blogg póst sem vinkona mín benti mér á um kvart og að öll kvörtum við yfir smá hlutum... svo eiga aðrir það mikið erfiðara og glíma við krabbamein. Svo að við ættum að vera jákvæð og hætta að kvarta yfir smá hlutum. Það fer líka svo mikil orka í það sem hægt væri að nýta í eitthvað annað;)
Já þar er ég sko sammála en eins og ég hef alltaf sagt þá eiga allir rétt á að hafa sín vandamál... þá er ég ekki að tala um kvart... Alveg sama hvort og hvernig við höfum það, við getum öll átt okkar vandamál og það hnussar í sumum þegar aðrir eru að "kvarta" og segja frá sínu vandamáli sem kannski einhverjum öðrum þykir ekkert vandamál. En þá reyni ég alltaf að segja að þetta er bara vandamálið hans... ég hef eitthvað annað. Það er ef maður hefur eitthvað;)
En ég held líka að það besta sem við gerum er að hugsa reglulega um... hvaða hluti við erum þakklát fyrir í lífinu. Í stað þess að vera að hugsa um það sem að betur mætti fara að hugsa hvað við erum glöð með þetta og hitt sem er í lífi okkar :)
Ég held að lífið verði svo miklu léttara þegar maður gerir það... mér til að mynda finnst það og alltaf þegar ég er eitthvað leið eða kvíðinn yfir einhverju sem ég held að sé vandamál, þá reyni ég að motivera mig í það að hugsa um hlutina sem ég er þakklát fyrir. 
Eins og kannski margir sem hafa lesið bloggið mitt áður hafa séð þá á ég smá erfitt með spítala heimsóknir eftir að Viktor fæddist. Núna eigum við bókaðan tíma í næstu viku hjá háls, nef og eyrna sérfræðingi og eru taugarnar aðeins byrjaðar að kitla....  Minni ég mig því á hvað ég er þakklát fyrir fjölskylduna mína. Hvað ég er vel gift og hvað ég á yndislega "litla" stelpu sem er svo dugleg og hvað ég á flottan lítinn strák. Ég er sérstaklega þakklát hvað hann er duglegur og hvað hann hefur verið hraustur. Ég gleðst yfir litlu hlutunum sem ég fór kannski ekki alveg að sjá fyrr en Viktor fæddist og er þakklát líka fyrir það eitt að ég sjái þá í dag :D

góða helgi
s


Gratitude changes the pangs of memory into a tranquil joy.


2 comments:

  1. Yndisleg lesning elsku vinkona mín. Knús ErlaK

    ReplyDelete
  2. Fallegur pistill! Mikilvægt að minna sig á það hvað maður hefur það gott og vera þakklátur fyrir það sem maður á :) Kram, Charlotta

    ReplyDelete