Monday, 14 November 2011

Do you have any balls........ ;)

Já þetta var það sem ég sagði við afgreiðslumannin í íþróttabúðinni þegar ég var að skoða tennis spaða og vildi líka sjá tennis bolta :D úbbs Óli horfði á mig stórum augum og þegar ég fattaði hvernig þetta hljómaði þá roðnaði ég og blánaði og við sprungum úr hlátri.... :D Ég í hnotskurn á sumum dögum :)

Ég skellti mér á tennis námskeið með þrem öðrum stelpum og byrjuðum við á mánudaginn þjálfarinn vissi ekki að hann þyrfti að tala ensku þannig að honum brá smá þegar hann heyrði það. Ég sagði við hann svo lengi sem hann talaði ekki frönsku þá ætti þetta að vera í lagi... hann lofaði því. Svo byrjuðum við og gerðum allskonar æfingar og var mjög gaman. Svona þegar var farið að lýða á tímann þá erum við að gera æfingu og hann spyr okkur girls .... do you feel the balls..... ? Ég bara horfið á hann og ok ég vissi alveg hvað hann átti við en ég stóðst ekki mátið roðnaði og blánaði og fór í hláturs kast.... hinar stelpurnar horfðu alveg á mig... hmm hvað var svona fyndið.... Ég var ekki alveg til í að útskýra þetta og sagði bara að ég hafi verið að hugsa eitthvað fyndið.... Ji dóninn ég ;)

Annars eru allir hressir hérna fór með Viktor í sjúkraþjálfun í dag og konan var alveg í skýjunum með hann... fannst hann svo duglegur og langar að mynda hann og hafa hann í svona videoi fyrir námskeið sem hún heldur. Ég brosti auðvitað hringinn :D Hún segir að hann sé svo sterkur í fótunum sem oft á tíðum er ekki og að fæturnar fylgi höndunum svo vel... Svo þegar Viktor stóð upp alveg ríg sperrtur og flottur þá missti hún kjálkan niður í gólf og hvað þá þegar hann fór að galoppa ;) (hoppa lítur samt meira út eins og galopp) Svo í lok tímanns þá sagði hún það vantar allt downs í þig litli kall :) hahaha 
Eins og sést á myndinni þá er Viktor góður í að bæta á sig... en er mér það hulin ráðgáta hversu vel hann er í holdum. Hann er nefnilega alveg svakalegur með mat. Æ æ æ já hann vill ekki sjá neitt sem heitir grænmeti... það er þvílík dramantík þegar ég er að reyna að koma því í hann. En auðvitað sleppur hann ekki svo þegar ég er búin að gefast upp á því að moka upp í hann og kem með ávaxta mauk þá er eins og lásinn á kjálkavöðvanum hafi snar opnast og gapir hann eins og enginn sé morgun dagurinn. :) Við erum alveg ráðlaus.... ef einhver kann góð ráð í því að koma ofan í hann grænmeti og tilheirandi þá má endilega kommenta með góðu ráðinn....
Já og þið hin sem hafið ekki ráð .... megið auðvitað líka kommenta og segi ég bara eins og ein vinkona mín... þið fáið ekki raflost af kommenta takkanum ;)

Bestu kv í bili
S

9 comments:

  1. aaahahaha sibba mín ég sé þetta sko alveg fyrir mér!

    -dásamlegt að heyra af ykkur-
    xxx

    ReplyDelete
  2. Haha sjá þessa litlu bollu! Hann er ekkert smá knúsulegur. Gaman að lesa hvað gengur vel með hann.
    Sibba mín, þú verður að hafa hemil á perraskapnum, er ekki til námskeið við þessu? ;)
    Kveðja úr Vesturbænum
    Rakel Sófus

    ReplyDelete
  3. Aww mig langar til að geta klipið aðeins meira í lærin hans!! :) Annars gengur grænmetisátið ekkert súper vel hérna heldur nema ef ég blanda því saman með einhverju öðru. Til dæmis er gulrótar og perumaukið mjög vinsælt. Kram til ykkar allra!

    ReplyDelete
  4. Alltaf svo gaman að fá að fylgjast með ykkur. En með matinn þá var Katrín svona svakaleg með ávextina en vildi ekkert grænmeti sjá. Ég ákvað því að plata litlu kelluna og blanda alltaf smá grænmetismauki út í ávextina og jók svo smá saman grænmetið og minnkaði ávextina á móti.

    Mig minnir að þetta hafi svínvirkað en í marga mánuði vildi hún alltaf smá ananasmauk út á grænmetið ;)

    kv Rakel og co.

    ReplyDelete
  5. hahahaha snillingur Sibba.
    Viktor er algjört æði og yndislegt að sjá hann á skype í morgun, komu smá gleðitár yfir kommentum frá sjúkraþjálfaranum :)

    Kannski færðu einhverjar hugmyndir hérna: http://cafesigrun.com/flokkur/fyrir-smafolkid
    love Erlagóða;)

    ReplyDelete
  6. Vébjörn sonur minn er að verða 9 mánaða og ég kem ekki grænmetismauki ofan í hann. En það virkar stundum ef ég sker bara litla bita af gúrku, tómötum og papriku án híðis þá finnst honum oft smá sport að fá svona grænmetis bita...En annrs ætla ég einmitt að prufa þetta með að blanda maukinu saman...

    kv. Maggý

    ReplyDelete
  7. Ekkert smá flottur hann frændi minn :)
    kv Sigurbjörg

    ReplyDelete
  8. FLOTTUR - algjör dúlla og æðislegt hvað það gengur vel - gaman gaman :) Axel finnst nú grænmetismauk venjulega fínt en annars set ég líka ávaxtamauk með - heyrumst vonandi sem fyrst á skype. knús á alla :) Halla Björg

    ReplyDelete
  9. Jeminn hvað hann er sætur!! :) Æðislegt að heyra hvað allt gengur vel með hann!! :)
    Knús á ykkur familíuna
    kveðja, Vigdís

    ReplyDelete