Wednesday 23 November 2011

Stelpa eða strákur.....

Hún Andrea dóttir mín hefur verið að segja aðeins til um það hvort að það sé stelpa eða strákur í bumbunni..... Þegar ég var ólétt af Viktori þá "vissi" hún það alveg að þetta væri strákur...... var smá erfitt þar sem að áður en við vissum þá var hún handviss um það að hún væri að fara að eignast lítinn bróður sem myndi heita Erik ;) Við sögðum henni blíðlega að þetta gæti verið stelpa og þá varð hún reið og frekar móðguð og sagði ákveðið nei þetta er lítill strákur ég bara veit það. Þegar við fórum í sónarinn og fengum að vita hvort kynið væri þá hlóum við og sögðum jahá hún hafði rétt fyrir sér.... síðan þá hefur hún 3-4 sinnum sagt rétt til um hvað vinir okkar eiga von á.... Við höfum nú bara hlegið að þessu og haft gaman af....
Í síðustu viku voru vinir okkar Bjarni og Dóra að koma í heimsókn og hún var voðalega spennt að bíða eftir þeim og ákvað að teikna mynd fyrir þau. Hún byrjaði á því að teikna Bjarna.... alveg rosalega lappalangann og Óli sagði henni að hún næði honum bara frekar vel ;D svo var það Dóra .... ég fór að sinna Viktori eitthvað og kom svo aftur og spurði þá Andreu hver þetta væri.... Lítil manneskja við hliðiná Dóru og Bjarna.... hún horfið á mig og sagði hmmm mamma þetta er litla stelpan sem er í maganum á Dóru ;) jáhá sagði ég var pabbi að segja þér að Dóra væri með barn í maganum.... og hún svona hmmm spáði lítið í það sem ég var að spurja hana um. Ég fór til Óla og spurði hann hvort að hann hafi verið að segja Andreu að Dóra væri ólétt.... hann neitaði því og ég bara hristi höfuðið og hló.... þetta barn.

Dóra og Bjarni fengu myndina og við hlóum vel og lengi, Andrea fór alveg í kerfi og bara vildi ekkert tjá sig um málið... Svo sagði Dóra að við myndum sjá fljótt hvort hún hefði rétt fyrir sér því þau væru að fara í sónar bara eftir helgi. Þegar ég talaði við Dóru í gær þá hlóum við mikið..... það er lítil prinsessa í bumbunni hennar og ótrúlegt að prinsessan mín hafi aftur haft rétt fyrir sér ;)

S


3 comments:

  1. omg ég þyrfti að hitta hana :) knús Erla

    ReplyDelete
  2. Hehe snilli :) Þegar ég byrjaði að lesa bloggið þá hélt ég að þú væri að segja að þú værir ólétt hehehe ;)

    kg. Maggý

    ReplyDelete
  3. Hélt það líka ;)

    krakkarnir þínir eru æðigæði og ó svo sæt :*

    knús og kossar frá Sviss
    Begga

    ReplyDelete