Það er margt sem flýgur gegnum hugan svona í byrjun nýs árs. Ég hef velt ýmsu fyrir mér og fer framm og til baka með allskyns þanka ganga en ég lendi alltaf á sama stað og það er hversu rosalega heppin ég er. Mér finnst Viktor hafa gefið okkur svo mikið, okkur öllum, líka fjölskyldu og vinum. En mér gaf hann dýrmæta gjöf og það er hugrekki ég er búin að hugsa þetta mikið því hann hefur finnst mér bætt mig á svo margan hátt alveg eins og Andrea hefur líka gert en með honum kom ný sýn á lífið. Hann gaf mér hugrekki til að gera hluti sem ég hélt ég myndi ekki geta gert. Hluti sem mig hefur alltaf langað til að gera en bara ekki þorað.
Í gær þá var ég að vafra um á facebook og sá þá link hjá vinkonu minni inn á vefsíðu þar sem að talað var um að Danmörk hefði sett sér þá stefnu að útrýma downs heilkenninu úr danska samfélaginu fyrir 2030. Ég horfði á þetta og fékk sting í hjartað...... af einhverri ástæðu þá kom þetta mér ekki á óvart eftir að Viktor fæddist þarna. Ég klikkaði mig inn á vefsíðuna og las..... fyrstu viðbrögð voru reiði og ákvað ég einmitt að ekki skrifa þennan póst fyrr en ég væri búin að taka saman hugsanir mínar og tilfinningar. Ég var í raun og veru ekki reið yfir þessari yfirlýsingu því mér finnst hún bara alveg fáránleg.... ég bara skil ekki að heilt land geti sett sér svona afstætt markmið.... Ég var svo reið því það fóru af stað alskonar hugsanir sem ég hef hugsað áður en bara reynt að bæja frá mér. Eftir að Viktor kom í heiminn þá fór ég að lesa mér aðeins til og fannst gott að lesa sögu annara mæðra barna með downs heilkennið. Ég las all nokkrar og fannst það í yfirgnæfandi meirihluta eiginlega bara öllum tilfellum að börnin voru send á vökudeild og skoðuð betur og fengu mikla og góða ummönnunn... þrátt fyrir að vera hraust. Viktor var mjög hraustur en við fórum ekki á vökudeild og fengum eiginlega ekki neina sérstaka meðhöndlun nema að við vorum í 8 daga á sjúkrahúsinu. Þessa 8 daga þá fékk ég nú bara á tilfinninguna að við værum bara þarna því þau voru að athuga hvernig við foreldrarnir værum að bregðast við öllu en ekki til að fylgjast eitthvað sérstaklega með Viktori. Eftir að hafa lesið sögur annara mæðra og heyrt þetta með Danmörk þá get ég ekki hætt að hugsa um það hvort litla gullið okkar hafði kannski þurft á súrefni að halda eða einhverri annari meðhöndlun og að hann hafi ekki fengið hana sökum "rangs" fjölda litninga. Viktor var hlustaður en hann var ekki sendur í hjartaómun fyrr en auðvitað við værum búin að fara heim og fá bréf....... já bréfin í danmörku....
Læknirinn sem var sérfræðingur í fötlun barna og þá sérstaklega downs heilkenninu hreitti í okkur að við mættum sko alveg gera okkur grein fyrir því að lífið væri að breytast töluvert mikið hjá okkur núna..... hmmm
Já og töluvert meira var mjög svo undarlegt í þessu blessaða læknaliði og kerfi þeirra Dana svo ég er því miður ekkert mjög hissa á þessari hræðilegu yfirlýsingu þeirra. Hvernig ætla þeir svo að gera þetta hugsa ég nú líka ... því það verður alltaf til fólk sem horfir fram hjá því að eitthvað sé erfitt og hitt og þetta og vill ekki fara í fóstureyðingu þrátt fyrir það að litli einstaklingurinn sem er að vaxa í móðurkviði sé hugsanlega með downs heilkennið. Svo er bara annað.... eins og svo margir hafa haft að orði við mig eftir að Viktor fæddist. Ef að það er verið að leggja enn meiri áheyrslu á að "ná" fóstrum sem hugsanlega eru með downs heilkennið..... kemur þá ekki bara eitthvað annað.... og hvað verður það....
Yfir í annað, nú er líklegast að hefjast hvað getur maður sagt lota nr 2 hjá okkur... Round 2. Nú höfum við verið í því að vinna með Viktor, gera hann einfaldlega sem flottastann. Þjálfa hann og kenna honum til að hann verði bara flottasti pungurinn á svæðinu. Já og svo kom þroskaprófið og staðfesti að við erum búin að vera að gera góða hluti. :) Við fengum að vera á bláa skýinu okkar í nokkra daga þangað til við fórum að hugsa út í hvað það þýðir að hann fái ekki meiri sjúkraþjálfun og fleira. Svo nú er ég að fara að setja á mig box hanskana og hefja bardaga ef að þetta þýðir að hann fái eitthvað minna bara útaf því að hann er svo góður. Við töluðum um þetta við sjúkraþjálarann hans Viktors og vorum bara alveg sammála því að þetta væri út í hött. Við erum eins mismunandi eins og við erum mörg sagði einhver..... og það á líka við um einstaklinga með downs heilkenni..... Mér finnst aðeins eins og það sé verið að segja að hann megi ekki vera betri en næsti. Óli sagði þetta er eins að vera með 20 sex ára börn sem eru að byrja í skóla.... eitt barnið í bekknum er svo vel læst að það er sagt við foreldra þess... heyrðu þið megið ekki senda hann í skólann hann kann þetta bara.
Svo á morgun og á föstudaginn þá fer ég í það að skoða alla möguleika okkar fyrir Viktor og berjast fyrir því að hann fái allt sem við viljum að hann fái og á rétt á. ;)
Svo ég segi bara góða helgi
:D
Upp með boxhanskann- ánægð með það!
ReplyDeleteÆðisleg mynd af flottasta pungnum á svæðinu :)
kv Íris Hrund
Dásamlegt að lesa eins og alla hina pistlana. Áfram þið! Þetta er yndisleg mynd af ykkur mæðginum og dúddamía hvað hann er flottur þessi gaur!!! Hlakka svo mikið til að knúsa ykkur öll. Love, Olla
ReplyDeletejá það er svoltið þannig að maður þarf einhvernvegin alltaf að berjast fyrir öllu fyrir börnin okkar! alveg ótrúlegt, eins og það sé ekki annað sem maður hefur áhyggjur af. En héran á Íslandi eru börnin lágmark í sjúkraþjálfun þangað til þau byrja að labba og jafnvægið og allt það komið, Kristófer er ennþá í sjúrkaþjálfun 2x í viku, þannig þú segir bara ég VIL að hann verði áfram í sjúkraþjálfun punktur!
ReplyDeleteEn það stakk mig líka þessi stefna í DK, en þetta auðveldar þeim þegar blóðprufan fræga er komin, þá er hægt að greina fóstrið mun fyrr með aðeins einni blóðprufu sem segir til um DNA barnsins og engvar legvatsástungur og það!
En góða helgi, hann er bara sætastur á þessari mynd og já þú líka :)
þú ert svo frábær og þetta er æðisleg mynd af ykkur, gangi ykkur vel, þýðir ekkert annað en að berjast áfram. Knús á ykkur, love Erla K.
ReplyDeleteúff hvað ég er sammála þessu hjá þér. Er fegin að vera ekki lengur búsett í Danmörku og þurfa að upplifa það sem ég maður er að upplifa núna með þetta attitude.
ReplyDeleteGóður pistill hjá þér og gangi þér vel í baráttunni. Hlakka til að heyra hvernig það gengur.
Ps. viktor er æði :)
Þetta er sjokkerandi yfirlýsing, eins og það sé verið að tala um hluti en ekki fólk. Danir mega skammast sín fyrir heilbrigðiskerfi með svona stefnu. Hvað með öll hin heilkennin og sjúkdómana? Ok ok stoppa hér :) Fauk í mig að lesa þetta.
ReplyDeleteBaráttukveðjur til ykkar flottu foreldranna! Þetta er vel orðað hjá Óla. Viktor verður auðvitað að fá þessa þjónustu áfram svo hægt sé að viðhalda því að hann sé flottastur :)
Kv, Rakel Sófus
P.s. Kjút mynd af ykkur flottu mæðginum.
Úff maður verður mjög reiður að lesa um þessa fáránlegu stefnu í Danmörku :-/
ReplyDeleteÞú ert svo frábær Sibba mín og alltaf gaman að lesa bloggið þitt :) Yndisleg mynd af ykkur mæðginum!
Gangi ykkur vel - Kveðja Magga Friðgeirs
Flott hjá þér Sibba :).. Viktor er flottur strákur og þú hefur sannarlega gefið mér nýja og betri sýn á ýmislegt :). Það er virkilega gaman að fylgjast með "ferðalaginu" ykkar og gangi ykkur sem allra best.
ReplyDeleteÁfram Viktor :)
Kveðja, Katrín
Elsku frænka. Hann Viktor Skúli er bara flottastur. Alveg yndislegur og duglegur. Ég heyrði í mömmu þinni um daginn og var hún að segja mér allt um litla karlinn. Bara frábært hvað allt gengur vel. Flott mynd af ykkur saman. Hann er algjört dúllukrútt :)
ReplyDeleteKnús til ykkar allar.
Helga móður- og ömmusystir
Gaman að lesa pistilinn þinn elsku Sibba mín. Fylgist stundum með þér. Gangi þér vel sæta mín og vonandi sjáumst við bráðlega. p.s. þín var saknað á laugardaginn með HR stelpunum.
ReplyDeleteGangi ykkur vel.
Sibba þú ert uppáhaldsbloggarinn minn. Svo sammála þér bara berjast fyrir því að hann fái það sem hann á rétt á. Hann má alveg vera bestur í því sem hann er að gera.
ReplyDeleteég sit með kökkinn í hálsinum, samt skælbrosandi í hvert sinn sem ég les bloggið þitt.
ReplyDeletekossar og ást til ykkar duglega yndislega og fallega fólk.
A
Svo gaman ad lesa bloggid titt sibba. Viktor getur ekkert gert ad tvi to hann se duglegasta, klarasta og saetasta barnid a svaedinu! ;) ...gangi ykkur vel i barattunni - audvitad a hann ad eiga afram rett a somu tjonustu og onnur born. Luv snaeja og co.
ReplyDeleteElska að lesa bloggið þitt elsku Sibba og dásamlegt að sjá að litli flotti pungsinn ykkar er svona duglegur og mikið yndi!!
ReplyDeleteEkki gefast upp, bara aldrei, kerfið batnar ekki ef fólk gefst upp, keep on going hvað sem raular og tautar og hvað sem aðrir tala á bak við þig, á meðan ykkur fjölskyldunni og litla fallega prinsinum líður vel með ykkar ákvarðanir, þá haldið áfram út í rauðann dauðann með kröfur um hans réttindi. Börn með fötlun/raskanir eiga sama rétt og svokölluð heilbrigð börn. Baráttukveðjur Magga Össurar
ReplyDelete