Tuesday 14 February 2012

Maandag gesloten

Ég er mikil morgun manneskja, er oftast fjót að komast í gang og finnst morguninn alveg yndislegur tími. Finnst gott að vera vel út sofinn og njóta þessa tíma dags... þegar það eru komin tvö lítil börn þá þarf maður stundum að fara ansi snemma að sofa til að vera vel út sofin þá sérstaklega á veturnar þegar veikindi með hor, hósta og tilheyrandi hrjá mannskapinn.
Í morgun eftir að ég fór með Andreu í skólann var ég búin að ákveða að drífa mig í smá erindagjörðir Óli á ekki að mæta í vinnuna fyrr en í eftirmiddaginn svo í gær fannst mér þetta alveg brilliant hugmynd :) Í morgun hinsvegar eftir að litlar kaldar tásur voru búnar að sparka í mig þó nokkrum sinnum í nótt og á hinni hliðini smá hóst þá var ég hreinlega ekki alveg viss.... En upp fór ég með Andreu í skólann og keyrði af stað inn í Waregem. Á listanum mínum var að fara til skósmiðs, í búðina og í apótekið..

Áleiðinni þá stökk lítill fashani fyrir bílinn ( ég veit bara hvað þessi fugl heitir útaf því að það er pöbb í nágreninu sem heitir Pheasant... :) litlu fætur hans náðu sem betur fer að koma honum yfir áður en bílahjörðin kom askvaðandi...
Það var maður að "moka" innkeyrsluna sína og hér í belgíu nota þeir svona vatns skröpu eins og baðverðirnir eru með í sundlaugunum ;) Jáhá þegar ég sá grannana með þetta í innkeyrslunni síðustu helgi þá fékk ég smá hláturskast... Heima myndi fólk halda að ég væri gengin af göflunum ef ég mætti með þetta til að hreinsa burt snjó.... fyrir utan það þegar það er svona "mikill" snjór eins og er hér = snjóföl að íslenskum mælikvarða þá bara fer enginn í það að skafa burtu snjófölina á íslandi... hún bara fer í eftirmiddaginn ;)
Mjög svo úfinn maður kom út á náttsloppnum að ná í póstinn sinn... vá hvað mér fannst það sjarmerandi...

Svo þegar ég var kominn til skósmiðsins þá sá ég að það var lokað og ég mundi að það er mánudagur.... ohhhhh ég hafði gleymt... það er allt lokað á mánudögum hérna í sveitinni.... ohhh hvað ég varð pirruð út í sjálfan mig að hafa gleymt þessu... en jæja ætlaði að reyna að nota morguninn og skella mér allavegana í búðina... keyrði þangað og sá að það var eitthvað óvenju tómt á bílaplaninu. Jú jú það opnar ekki fyrr en 12:30 á mánudögum :D Jeyj....

Mér brá svoldið þegar ég flutti frá London til Svíþjóðar því þar var opnuna tíminn svo lítill miða við í London.... Reykjavík er smá bara eins og London ;) litla stórborginn, alltaf allt opið til sex og opið á sunnudögum. Í svíþjóð var bara opið til tvö eða fjögur á laugardögum og mikið lokað á sunnudögum. Ekki batnaði þetta í Dannmerku því þar lokaði flest um kl eitt á laugardögum og allt alveg sama hvar það var lokað á sunnudögum (líka í köben...er samt víst aðeins búið að skána). En hér þá taka þeir þetta bara einu skrefi lengra og nánast allt er lokað á sunnudögum og mjög mikið á mánudögum....
Ég skil vel að það þurfi að hafa lokað einhverntíman en finnst það bara svo skrítið að í byrjun vikunar að það sé lokað fyrsta daginn á vikunni :) En eins og ég hef nú sagt áður þá búum við í semí sveit og er þetta vafalítið eitt af því sem fylgir því að búa ekki í stórborg...

Góðann mánudag allir

s






2 comments:

  1. Þetta hefur sem sagt verið ekta mánudagur hjá þér! :)

    ReplyDelete